Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. jUNl 1976
íslenzka unglingalandsliðið fyrir fyrsla leikinn í ferðinni, sem var gegn Svisslendingum.
Erfið ferð en sér-
lega lœrdómsrík
Engum
tókst
aðógna
Sovét-
strák-
unum
ÞAÐ fór eins og svo
marga grunaði eftir að
hafa fylgzt meó undan-
keppni i Evrópumóti
unglingaiandsliða í Ung-
verjalandi að Sovét-
menn urðu hinir öruggu
sigurvegarar. Fengu
Sovétmenn ekki á sig
eitt einasta mark í
keppninni og komust að-
eins einu sinni í hann
krappann í keppninni.
Það var í úrslitaleiknum
en þá léku Sovétstrák-
arnir gegn þeim ung-
versku og unnu aðeins
1:0. Einn af leikmönn-
um Dynamov Kiev,
Vladimar Bessenov,
skoraði markið sem
færði Sovétmönnum
gullverðlaunin.
Spánverjar sem urðu
sigurvegarar í riðli ís-
lendinga í mótinu urðu í
þriðja sæti. Þeir unnu
Frakka 3:0 í leiknum um
þriðja sætið, en fengu
hins vegar skell á móti
Rússunum í undanúrslit-
unum. Töpuðu þá 0:3 og
áttu aldrei möguleika.
í hinum undanúrslita-
leiknum áttust við
Frakkar og Ungverjar
og var þar barizt af mikl-
um krafti. Ungverjar
báru að lokum sigur úr
býtum, en ekki fyrr en
að lokinni framlengingu
og vítaspyrnukeppni, en
í henni brást Frökkun-
um heldur betur boga-
listin og töpuðu þeir
Itiknum 4:2.
Knapp
þjálfar
stráka-
liðið
t BYRJUN ágústmánaðar fer
fram hér á landi Norðurlanda-
mðt pilta 14—16 ára í knatt-
spyrnu. Verður leikið á Akra-
nesi, Keflavfk, Hafnarfirði,
Kðpavogi og f Reykjavfk. Und-
irbúningur er þegar byrjaður
fyrir þetta mðt og hafa félögin
verið beðin að koma með
ábendingar um leikmenn f
þessum aldursflokki. Þjálfari
þessa hðps verður Tony
Knapp, en hverjir verða með
honum f sambandi við undir-
búning liðsins er ekki vitað.
ÞÁTTTAKA íslenzka unglinga-
landsliðsins f úrslitakeppni
Rvrðpukeppnf unglingalands-
liða, sem fram fðr f Ungverja-
landi um s.l. mánaðamót var f
senn mjög erfið og lærdómsrfk.
Ferðir til og frá Ungverjalandi
tðku um 20 klst., þar sem flogið
var frá landinu til annars, auk
tilheyrandi biða í flugstöðvum.
Þá var leikið annan hvern dag
gegn sterkum knattspyrnuþjðð-
um, sem greinilega spöruðu
ekki peninga til að ná sem bezt-
um árangri f keppninni.
íslendingar léku í riðli með
Spánverjum, Tyrkjum og Sviss
og fór sú viðureign á þann veg,
sem flestir höfðu spáð, að sigur-
inn í riðlinum féll Spánverjum
á skaut, þótt litlu hafi þar mátt
muna.
Þessum liðum var búinn
staður í Hótel Délibáb í
Hajduszoboszló, en þangað var
um 3ja klst. akstur frá Buda-
pest. Var allur aðbúnaður á
hótelinu eins og bezt verður á
kosið og sama er að segja um
framkvæmd keppninnar.
Umhverfi hótelsins var allt
hið glæsilegasta, þar sem þar
var fjöldinn allur af sundlaug-
um og öðrum heilsuræktar-
stöðvum sem sóttar eru af fólki
viðsvegar frá Ungverjalandi og
öðrum nágrannalöndum. Vatn-
ið í laugunum, sem tekið er úr
heitum uppsprettum, er sagt
hafa mikinn lækningamátt.
Eg mun í þessum fáu línum
ekki ræða sérstaklega um leiki
islenzka liðsins, þar sem þeim
hafa verið gérð skil hér í blað-
inu. Hins vegar verður ekki
komizt hjá því að segja það, að
eftir atvikum getum við verið
ánægðir með frammistöðuna.
Hér var ekki verið að Ieika við
neina aukvisa, heldur þraut-
þjálfuð lið, sem að mestu eru
skipuð piltum, sem þegar eru
orðnir atvinnumenn í íþrótt-
inni og má í því sambandi
nefna Spánverjana, sem vel-
flestir voru frá heimsþekktum
liðum eins og t.d. Real Madrid
og það segir sig sjálft, að í
þeirra raðir komast ekki nema
úrvals leikmenn, því af nógu er
að taka þar í landi.
Það var vel búið að keppend-
um og öðrum liðsmönnum hóp-
anna, sem allir dvöldu á sama
hótelinu. Hver hópur hafði sér-
stakan túlk sem tók á móti
liðinu á flugvellinum í Búda-
pest og kvaddi það þar.
Allt skipulag þess riðils, sem
við tókum þátt í, var til mikillar
fyrirmyndar og var greinilegt,
að ráðamenn lögðu sig fram um
að ekki félli hin minnsta
hrukka á.
Þá var gestrisni og elsku-
legheit fólksins slík, að maður á
ekki slíku að venjast. Þegar lið-
in komu til leiks, var tekið á
móti þeim með ræðuhöldum,
blómum og gjöfum og áður en
leikur hófst stilltu liðin sér upp
á leikvellinum ásamt dómara
og línuvörðum. Síðan komu 25
stúlkur hlaupandi inn á völlinn
og færðu hverjum og einum
blóm og þáðu koss að launum.
Var þetta í senn vinaleg og
hrífandi stund, sem gerir það
að verkum, að maður mun seint
gleyma þessum leikjum.
Ég hef á undanförnum ára-
tugum tekið þátt í mörgum
keppnisferðum, bæði sem leik-
maður og fararstjóri, en aldrei
fyrr mætt slíkri gestrisni, sem
við urðum aðnjótandi að þessu
sinni. Hvar sem við komum og
hittum fólk, var okkur heilsað
eins og gömlum vinum og það
var furðumikið sem fólk vissi
um ísland og hafði auk þess um
margt að spyrja. Greinilegt var,
að frammistaða íslenzka A-
landsliðsins hefur ekki farið
fram hjá áhugamönnum þar í
landi og það að taka þrjú stig af
sjálfum Austur-Þjóðverjum í
Evrópukeppni landsliða var
meira, en þeir gátu skilið, sér-
staklega þó eftir, að þeir höfðu
heyrt um þá aðstöðu sem ísl.
knattspyrnumenn eiga við að
búa.
Helgi Daníelsson
fjallar um dvöl ís-
lenzka unglinga-
landsliðsins í
Ungverjalandi og
16 liða úrslit
Evrópukeppninnar
Þess má geta, að Magnús Pét-
ursson knattspyrnudómari var
einn dómara keppninnar, en
hann dæmdi leik í C-riðli. Var
hann samferða okkur út og aft-
ur heim. Það kom fram í sam-
tali við hann, að hann hafði
aldrei farið ferð sem þessa og
hafði sömu sögu að segja og við
hvað viðkemur gestrisni. Er
ekki að efa, að þessi ferð hans
var ekki síður lærdómsrík en
fyrir okkur.
Ég gat um það í byrjun. að
þessi ferð hefði verið erfið og
lærdómsrík. Þarna sáum við
hvernig skipulag mótsins var
vel unnið og hvorki sparaður
mannskapur né peningar til að
allt gæti farið sem bezt fram.
Við sáum einnig hvernig þær
þjóðir, sem við lékum gegn, búa
að sínum leikmönnum og öðr-
um liðsmönnum, enda hafa
knattspyrnusambönd þeirra
þjóða gnægð f jár til að moða úr.
Hvað þessu öllu viðvíkur,
stöndum við langt að baki og
eigum sjálfsagt langt í land
með að komast með tærnar þar
sem þeir hafa hælana. Við verð-
um því áfram að gera miklar
kröfur til okkar leikmanna,
eins og gert var í þessari ferð.
Við getum ekki gert það fyrir
okkar leikmenn, sem stórþjóð-
irnar gera fyrir sína og þykir
sjálfsagt að gera. Þrátt fyrir
það gerum við rétt í að taka
þátt í keppnum sem slíkum, því
þar hljóta okkar drengir
reynslu, sem þeir ættu annars
ekki kost á og mun í framtíð-
inni skila sér í því að auka veg
og virðingu ísl. knattspyrnu á
alþjóðavettvangi.
Við höfum þegar náð umtals-
verðum árangri á alþjóðavett-
vangi og höfum vakið þar at-
hygli og ég er þess fullviss, að
þessi ferð og frammistaða okk-
ar pilta, jafnt innan sem utan
leikvallar, varð til þess að auka
þar enn við.
Yony Knapp þjálfari ásamt dananum Engebrechtsen formanni
unglinganefndar UEFA.
Róbert Agnarsson í baráttu við svissneskan leikmann.