Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. JUNl 1976
Umræður um fiskveiðisamningana í Neðri málstofu brezka þingsins:
Samningurinn upphaf aðlögunar
sjávarútvegsins — endurskipulag og
samningar við EBE næstu verkefni
— sagði Anthony Crosland í ræðu sinni
ANTHONY Crosland, utanrík-
isráðherra Breta, gerði Neðri
málsstofu þingsins grein fyrir
fiskveiðisamningnum við ts-
lendinga s.l. mánudag. t kjöl-
farið fylgdu umræður um mál-
ið, þar sem John Prescott taldi
Crosland hafa náð eins hag-
stæðum samningum og unnt
hefði verið, þegar tillit væri
tekið til erfiðleika þeirra, sem
hann hefði tekið að erfðum frá
fyrirrennara sfnum I embætti,
en James Johnson sagði, að
samningurinn vekti í senn
óbeit og skelfingu f fiskveiði-
bæjunum í nágrenni Itumher-
árinnar. Þeir Johnson og Pres-
cott eru báðir þingmenn Verka-
mannaflokksins frá Hull.
„Það var tilgangslaust að ein-
blína á það, sem útilokað var að
fá framgengt og ásakanir vegna
þess sem liðið er eru öllum
gagnslausar. Slíkar ásakanir
verða ekki til þess að bæta at-
vinnuástand við Humber eða í
Fleetwood. Þessi samningur
hefur verið gagnrýndur harð-
lega, jafnt I Reykjavík sem við
Humber-ána. Ég tel, að samn-
ingurinn sé í samræmi við heil-
brigða skynsemi," sagði ráð-
herrann.
Crosland sagði ennfremur, að
enda þótt hafréttarráðstefna
Sameinuðu þjóðanna hefði enn
ekki komizt að endanlegri nið-
urstöðu væri augljóst, að 200
mílna reglan væri það sem
koma skyldi. „Með tilliti til hins
víðtæka stuðnings við 200 mílna
regluna, og þeirrar staðreynd-
ar, að Bretar og Efnahags-
bandalagið geta ekki einangrað
sig í því máli, varð ríkisstjórnin
að taka afstöðu til þess hvort
enn einu sinni ætti að freista
þess að semja við Islendinga,"
sagði Crosland, og hélt áfram:
„Að undanskildum þeim kosti,
sem valinn var, var aðeins einn
fyrir hendi, — að halda áfram
þorskastríðinu, sem áreiðan-
lega hefði magnazt og orðið
hættulegra. Við hefðum átt við
að stríða harðnandi andstöðu
annarra þjóða, sérstaklega
NATO-ríkjanna. Siðferðileg
staða okkar hefði stöðugt veikzt
eftir því sem fleiri þjóðir viður-
kenndu 200 mílurnar, þar til
Efnahagsbandalagið og við
Bretar sjálfir hefðum svo viður-
kennt 200 mílurnar eftir aðeins
fáeina mánuði. Samningsstaða
okkar innan Efnahagsbanda-
lagsins hvað snertir fiskveiði-
stefnu bandalagsins hefði
versnað að mun.“ Sagði ráð-
herrann, að enginn, sem skil
kynni á málinu — ekki einu
sinni þeir togaraeigendur, sem
háværastir hefðu verið í for-
dæmingu sinni á samningnum
— hefði lýst stuðningi sínum
við slíka málsmeðferð.
Þá sagði hann iiggja i augum
uppi, að brezkur sjávarútvegur
þyrfti að laga sig að mjög
breyttum aðstæðum. Fiskveiði-
flotinn, sem hingað til hefði
sótt á fjarlæg mið, myndi
minnka, en í stað þess fjölga í
flotanum, sem veiddi við Bret-
landstrendur og á nálægum
miðum, auk þess sem Bretar
mundu nú i auknum mæli veiða
aðrar fisktegundir en áður og
draga úr veiði annarra tegunda.
John Prescott. — Hældi Cros-
land fyrir frammistöðuna.
Sagði hann, að í fiskveiðibæj-
unum hefðú erfiðleikar blasað
við, hvort sem samningur hefði
verið gerður við Islendinga eða
ekki. Hann lagði áherzlu á það,
að brezka stjórnin gerði sér
mætavel grein fyrir þeim áhrif-
um, sem samningurinn hefði á
efnahags- og atvinnumál, um
leið og hann lét í ljós þakkir til
þeirra, sem þátt hefðu tekið i
því hættuspili að vernda sjó-
menn, og sérstaklega til sjó-
manna sjálfra, sem hann kvað
hafa sýnt „hugprýði, þolinmæði
og skilning" meðan á deilunni
stóð.
„Nú verðum við að einbeita
okkur að því, sem framundan
er,“ hélt Crosland áfram:
„Þetta er fyrsta skrefið á langri
leið aðlögunar sem brezkur
sjávarútvegur og útgerð ann-
arra þjóða eiga fyrir höndum í
nýjum heimi 200 mílnanna. Að-
kallandi könnun ríkisstjórnar-
innar á því hvað hægt er að
gera til að auðvelda endur-
skipulags sjávarútvegsins, end-
urskoðun fiskveiðistefnu EBE
og ákvörðun bandalagsins um
veiðar innan 200 mílna sinna,
eru næstu skrefin á þessari
leið, og nú þegar mun brezka
ríkisstjórnin taka upp nauðsyn-
legar viðræður við forystu-
James Johnson. — Telur
brezku stjórnina hafa svikið
fólkið f Hull, Fleetwood og
Grimsby.
menn brezks sjávarútvegs og
erlenda samstarfsaðila."
Sagði ráðherrann það skoðun
sfna, að við þær breyttu aðstæð-
ur, sem óhjákvæmilega væru
framundan, yrði brezkur sjáv-
arútvegur vissulega öðru vísi
en verið hefði, en hann yrði
eftir sem áður öflugur og arð-
vænlegur atvinnuvegur.
Anthony Crosland.
Að lokinni ræðu utanríkis-
ráðherrans tók til máls Franeis
Pym, sem hefur orð fyrir
stjórnarandstöðunni í sjávarút-
vegs- og landbúnaðarmálum.
Hann gagnrýndi stjórnina fyrir
að semja við Islendinga, án
þess að ráðstafanir hefðu verið
gerðar áður til að búa brezkan
sjávarútveg undir að mæta
breyttum aðstæðum. Sagði
hann stjórnina hvorki hafa gert
áætlanir um aðstoð til handa
togaraeigendum né þeim þús-
undum, sem myndu nú missa
atvinnu sína.
Crosland svaraði því til, að á
undanförnum mánuðum hefði
stjórnarandstaðan ekki svo
mikið sem einu sinni deilt á
stefnu stjórnarinnar I sam-
bandi við fiskveiðideiluna.
Hann skýrði frá því, að væntan-
leg væri yfirlýsing sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra,
Fred Pearts, um áhrif samn-
ingsins á þennan atvinnuveg.
James Johnson sagði, að við-
brögð fólksins á bökkum
Humberárinnar við samningn-
um væru óbeit og skelfing.
Ráðamenn þar, og þó sérstak-
lega sjómannsfjölskyldurnar,
teldu stjórnina hafa svikið sig
með þessum samningum.
Ádeilu þingmannsins svaraði
Crosland á þá leið, að sér mis-
Ifkuðu stórlega yfirlýsingar
hans. Crosland sagðist fara
nærri um áhrif samningsgerð-
arinnar á athafnalífið við
Humber og í Grimsby, og þau
væru alls ekki eins alvarieg og
þingmaðurinn vildi vera láta.
Hann ítrekaði um leið, að engin
fær leið hefði verið ákjósan-
legri til að binda enda á fisk-
veiðideiluna við Islendinga, en
sú sem farin var.
Þá tók til máls John Prescott.
Hann taldi, að Crosland hefði
tekizt að ná eins hagstæðum
samningum og hugsazt gat, þeg-
ar tillit væri tekið til þeirra
erfiðleíka, sem hann hefði tek-
ið að erfðum. Prescott skoraði á
ráðherrann að gera lýðum Ijós,
að „móðursýkislegar staðhæf-
ingar“ þess efnis, að 9 þúsund
manns misstu atvinnu sína
vegna samningsins, væru til
þess ætlaðar að styðja bótakröf-
ur fremur en kröfur til verndar
atvinnuástandinu. Crosland
fullyrti, að engin ástæða væri
til að ætla, að tölur um 9 þús-
und atvinnulausra eða 60 tog-
ara, sem nauðsynlegt yrði að
leggja, væru nærri lagi.
George Thompson, þingmað-
ur skozka þjóðernissinnaflokks-
ins frá Galloway, lét I ljós vonir
um, að ríkisstjórnin héldi jafn
vel á hagsmunum Breta þegar
fiskveiðistefna EBE kæmi til
álita og hún hefði gert gagnvart
Islendingum, og íhaldsþing-
maðurinn Toby Jessel frá
Twickenham bar fram fyrir-
spurn um áhrif samningsins á
fiskverð. Svaraði Crosland því
svo, að verð á þorski mundi
hækka, þótt kunnugir teldu, að
sú hækkun yrði ekki mikil.
Yrðu slík áhrif samningsins
minni en gengislækkun steri-
ingpundsins undanfarið miss-
eri. Að loknum þessum umræð-
um í neðri málstofu brezka
þingsins lét James Johnson svo
um mælt, að I samningnum við
tslendinga væru ákvæði, sem
leitt gætu til frekari átaka á
miðunum Samið hefði verið
um, að íslenzkir varðskipsmenn
hefðu leyfitilaðfaraumborð í
þau skip, sem þeir kynnu að
gruna um að halda ekki ákvæði
samningsins, hætta væri yfir-
vofandi ef brezkir skipstjórar
sættu sig ekki við slíkar aðgerð-
ir varðskipsmanna og snerust
til varnar.
Vonandi verður EBE skiln-
ingsríkara en brezka stjórnin
— segir Observer að fiskveiðideilunni lokinni
í HINU óháða vikublaði
Observer, sem út kom nú
um helgina, birtist forystu-
grein um lok fiskveiðideil-
unnar, þar sem segir m.a.:
„Bretar hafa viðurkennt
ósigur sinn í þorskastríð-
inu við íslendinga og hafa
samþykkt slík uppgjafar-
skilyrði, að ríkisstjórnin
ætti að roðna. í lok samn-
ingsviðræðnanna, gerði
Anthony Crosland það
sem hann gat úr þeirri
afleitu aðstöðu, sem hann
var í. Hefði fyrirrennari
hans í embætti utanríkis-
ráðherra, James Callag-
han, sýnt af sér jafn mikla
skynsemi og hugrekki og
Crosland sýndi á enda-
sprettinum hefðu náðst
langtum betri samningar.
Tvennt er það, sem nú á
að stefna að: Bretar ættu
að helga sér 200 mílur eins
fljótt og sæmandi er og
beita sér fyrir breytingum
á sameiginlegri fiskveiði-
stefnu aðildarríkja Efna-
hagsbandalagsins í því
skyni að tryggja, að Bretar
geti hagnýtt sér slíka við-
urkenningu þegar þar að
kemur.
Núverandi fiskveiði-
stefna bandalagsins gerir
ráð fyrir því að fiskveið-
ar aðildarríkjanna verði
hömlulausar innan 200
mílnanna við Bretland,
þegar undan er skilin 12
mílna ræma við ströndina
til handa Bretum einum.
Þetta nægir ekki sjávarút-
vegi, sem nú á ekki lengur
aðgang að íslandsmiðum.
Með slíkúm skilmálum
mundu Bretar leggja
meira fram til fiskveiða
bandalagsins en sann-
gjarnt er. Að öllum líkind-
um verður allt annað en
auðvelt að sannfæra önnur
aðildarríki EBE um rétt-
mæti þessa málflutnings.
Það er kaldhæðni örlag-
anna, að Anthony Crosland
mun verða að sveipa sig
skykkju íslendinga, og
halda því fram, að fisk-
stofnar á miðunum við
Bretland séu hætt komnir
vegna ofveiði og að ágjarn-
ir erlendir fiskimenn hrifsi
til sín síldina og makrílinn.
Vonandi verður Efna-
hagsbandalagið skilnings-
ríkara en brezka stjórnin
hefur verið.“