Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JUNI 1976
15
ÞEIR SIGLDU UM SALTAN SJÓ — Þremenningarnir, sem sigldu seglskútunni frá Bretlandi til íslands, taliðfrá
vinstri: Axel Sölvason, Stefán Sæmundsson og Árni Friðriksson. Ljósm. Mbl. RAX
r _ r
A seglskútu frá Bretlandi til Islands:
„Menn skyldu ekki gleyma
„fööurlandinu ”þegar þeir
leggja á A tlantshafið...”
,,ÞAÐ ER erfitt að neita því, að
það var næsta einmanalegt, þegar
við sáum ekki til lands í langan
tfma. En við lærðum margt og þá
ekki sízt, að það eina, sem dugar I
ferðum sem þessari, hvað snertir
klæðaburð, er íslenzka ullin, hitt
má allt verða eftir”. Þannig fórust
Stefáni Sæmundssyni orð, þegar
Mbl. leitaði frétta af siglingu hans
og tveggja annarra íslendinga á
seglskútu frá Southampton í Eng-
landi til íslands. Til Reykjavíkur
komu þeir þremenningarnir á
fimmtudagskvöld og voru þá 29
dagar liðnir frá þvi að þeir stigu
fyrst á skipsfjöl.
Þeir þremenningarnir, Stefán
Sæmundsson, Axel Söivason og
Árni Friðriksson, festu kaup á far-
kosti sínum, 22 feta langri segl-
skútu, í Southampton I Englandi og
héldu þaðan 6 mai sl Sigldu þeir
síðan til írlands og norður með
Skotlandi Þaðan lá leið þeirra til
Færeyja en síðasti viðkomustaður
áður en komið var til Reykjavíkur
voru Vestmannaeyjar Á leiðinni
stoppuðu þremenningarnir á nokkr-
um stöðum oq var það jafnan gert í
þeim tilgangi að biða betra veðurs
Sem dæmi má nefna að þeir biðu
einn sólarhring i Vestmannaeyjum
vegna óhagstæðra vinda við Reykja-
nes
Stefán sagði að aðeins einn
þeirra, Árni Friðriksson, hefði fyrir
ferðina verið vanur seglum og hefðu
fyrstu dagarnir verið harður skóli
fyrir hann og Axel Ástæðuna fyrir
þvi, að þeir lögðu upp i ferð þessa,
sagði Stefán hafa verið löngunina til
að vekja áhuga á siglingum, þvi það
væri hálf dapurlegt að hugsa til þess
að siglingar með seglum skuli ekki
vera meira stundaðar meðal ís-
lendinga
Tveir ferðalanganna eru radíó-
amatörar og höfðu þeir samband
hingað heim tvisvar á dag Tvisvar á
leiðinni lentu þeir félagar i vondum
veðrum Fyrra skiptið var við írland
en þá fór vindmælirinn upp í 9 vind
stig „Ég og Axel vorum á vakt uppi
Við urðum alltaf óhræddari eftir þvi
sem veðrið versnaði og undir lokin
vorum við sannfærðir um að við
gætum ekki fengið betra skip til að
leggja á Atlantshafið, ' sagði Stefán
Skömmu áður en þeir komu til Vest-
mannaeyja fengu þeir einnig vont
veður en vindhraðinn fór þá upp í 7
vindstig
„Við lærðum margt í þessari ferð
og eitt er vist að í framtíðinni höfum
við annan hátt á varðandi fæði og
klæði Við vorum orðnir hálfleiðir á
sama matnum dag eftir dag því
sumt skemmdist, þoldi ekki geymsl-
una Og ekki skyldu menn gleyma
„föðurlandinu” i ferð sem þessari,"
sagði Stefán að síðustu En við gát-
um ekki sleppt honum án þess að
spyrja hann, hvort fyrirhugað væri
að leggja upp í aðra slika för á
næstunni?
„Það er aldrei að vita, en eitt er
víst, að sjálfur hef ég áhuga á að
sigla umhverfis landið i sumar Þetta
fer þó allt eftir veðri og vindum "
Listahátíð í Reykjavík
Þetta er á
listahátíð
í dag
Kjarvalsstaðir:
Kl. 20.30: Kammertónleikar.
Verk eftir Jón Ásgeirsson,
Brahms, Hafliða Hallgrímsson,
Ravel og Stravinsky.
Kl. 2 — 22 Sýningar opnar:
sýning á myndum franska mál-
arans Gérards Schneiders, yf-
irlitssýning á fslenzkri grafik
og sýning arkitekta, „Loftkast-
alar og skýjaborgir".
Norræna húsið:
Kl. 20.30: Michala-flaututrióið
Kl. 2 — 22 Sýning á íslenzkri
nytjalist, og finnsku gestanna
Vuokko og Anti Nurmesniemi.
Listasafn tslands:
Kl. 1.30 — 22: sýning á verkum
austurríska málarans Hund-
ertwassers og í Bogasal sýning
á verkum Dunganons.
Útihöggmyndasýning opin í
Austurstræti.
elefctnonísfcan*l*neifcniuélan
■arpar Itpndir Ijrirliipti
SIRIFSTIFHEUI I.F.
cA >■
Hverfisgötu 33 Sími 20560