Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9, JUNÍ 1976
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JUNÍ 1976
29
IMtogiiniMftfrife
Útgefandi
Framk væmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100
Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22480.
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið.
Atlantshafsbanda-
lagið og lok
landhelgisdeilunnar
Meðan landhelgisdeilan við
Breta stóð sem hæst, var
gerð hörð hríð að aðild okk-
ar að Atlantshafsbandalag-
inu og varnarsamstarfi við
Bandaríkin Þar voru fremstir í
flokki þeir.semfrá upphafi hafa
verið andvígir samstarfi okkar
við vestræn ríki á sviði öryggis-
mála og töldu sig nú eiga leik á
borði að rjúfa þessi tengsl. Slík
tilraun var gerð á árinu 1 973,
þegar átökin voru einna hörð-
ust í 50 mílna deilunni. Þessi
tilraun nú fór út um þúfur eins
og þá, og skorti þó ekki á, að
ýmsir gengju fram fyrir skjöldu
og vildu fórna öryggishags-
munum okkar vegna tima-
bundinnar deilu við Breta út af
fiskveiðimálum.
Geir Hallgrímsson, forsætis-
ráðherra, gerði þessi málefni
að umtalsefni í ræðu, er hann
flutti á fimmtudag í síðustu
viku á almennum fundi Sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík og
sagði þá m a.: ,,Ég nefndi At-
lantshafsbandalagið og það er
ástæða til að fara örfáum orð-
um um þátt þess í þessari
deilu. Við höfum stundum ver-
ið óþolinmóð og ætlazt til þess,
að bandalagið taki afdrifaríkari
ákvarðanir á þessu sviði en
kunngerðar hafa verið. Á sama
tíma höfum við ekki áttað okk-
ur á því sem skyldi, að lýðræð-
ið er stundum seinvirkt. Við
vildum ekki vera í Atlantshafs-
bandalaginu, ef önnur riki skip-
uðu okkur þar fyrir verkum.
Lýðræði getir ráð fyrir þvi, að
við menn sé rætt með rökum á
friðsamlegan hátt en ekki með
fyrirskipunum. Þetta er þáttur
Atlantshafsbandalagsins og
þátttökuríkja þess gagnvart
Bretum. Þessi þáttur hefur
vafalaust ráðið miklu um
stefnubreytingu Breta Þvi ber
að fagna, að við fórum ekki að
ráðum ýmissa stjórnarandstæð-
inga sem kröfðust þess, að við
einangruðum okkur, að við
fórnuðum öryggi okkar og
vörnum fyrir fiskveiðihagsmuni
okkar eins og þeir vildu. Slíkar
kröfur hafa valdið kvíða vegna
þess að öryggi og varnir okkar
tryggja sjálfsákvörðunarrétt
okkar, tryggja sjálfstæði okkar.
Sjálfsákvörðunarrétturinn er
forsenda þess, að við höfum
getað hafið og haldið áfram
sókn okkar í landhelgismálinu,
forsenda þess, að við höfum
einhliða getað fært út fiskveiði-
lögsögu okkar án þess að
spyrja um annað en hagsmuni
íslands. Við sjálfstæðismenn
höfum sagt: í fiskveiðideilunni
þarf ekki og á ekki að velja á
milli öryggis og varnarhags-
muna annars vegar og físk-
veiðihagsmuna hins vegar. Við
þurfum á hvoru tveggja þessu
að halda og hvort tveggja verð-
ur að tryggja. Þetta samkomu-
lag og framganga okkar öll í
landhelgismálinu hefur verið
þannig að i dag njótum við i
senn öryggis og varna, sjálf-
stæðis og sjálfsákvörðunarrétt-
ar og verndunar fiskveiðihags-
muna okkar. Ég skal ekki tí-
unda þátt einstakra þátttöku-
ríkja Atlantshafsbandalagsins,
en vil þó ítreka það, að Norð-
menn hafa staðið við hlið okkar
sem ráðunautar, vinir og vel-
gjörðarmenn, eins og raunar
flest önnur þátttökuríki í At-
lantshafsbandalaginu, þótt
samband við þau hafi verið
mismunandi mikið. Og einkum
og sér í lagi hafa þessi tengsl
verið við Norðmenn og Banda-
ríkjamenn, Þjóðverja og nú að
vissu marki síðustu mánuðina,
Frakka."
Eins og forsætisráðherra
bendir á hafa Atlantshafs-
bandalagið og einstök aðildar-
ríki þess átt ríkan þátt í að
knýja fram þá stefnubreytingu
hjá Bretum, sem var forsenda
þeirra samninga, sem gerðir
voru í Ósló á dögunum. Þessi
þáttur Atlantshafsbandalagsins
má ekkigleymastendaerhann
enn ein staðfesting á því
hversu þýðingarmikið það er
fyrir okkur íslendinga að eiga
aðild að þessu varnarbandalagi
vestrænna ríkja. Þótt sú aðild
hafi komið okkur að góðu
gagni í landhelgisdeilunni við
Breta megum viðaldrei gleyma
því, að við gerðumst aðilar að
Atlantshafsbandalaginu á allt
öðrum forsendum Þegar At-
lantshafsbandalagið var stofn-
að hafði hvert ríkið á fætur
öðru í Austur-Evrópu fallið und-
ir járnhæl kommúnismans. Síð-
an er mikið vatn til sjávar runn-
ið og nýjar kynslóðir hafa vaxið
upp í landinu, sem ekki kynnt-
ust af eigin raun eða fylgdust
með því, sem gerðist i Evrópu
eftir lok heimsstyrjaldarinnar
síðari.
Á rúmum aldarfjórðungi hafa
miklar breytingar orðið á al-
þjóðavettvangi. Þær breytingar
sem orðið hafa í okkar heims-
hluta, eru allar á þann veg, að
þörfin fyrir aðild okkar að þessu
bandalagi og varnarsamstarfi
við Bandaríkin er jafnvel enn
ríkari í dag en hún var á þeim
tíma þegar til þessarar aðildar
og þessa samstarfs varstofnað
Það skiptir höfuðmáli, að þjóð-
in geri sér hverju sinni skýra
grein fyrir forsendum aðildar
okkur að Atlantshafsbandalag-
inu
Sigurvin Elíasson, Skinnastað:
Verksummerki jarðskjálftanna í vetur:
Þegar snjóa og ísa tók upp í vor
og klaki fór úr jörð að mestu sáust
að sumu leyti betur en áður
verksummerki jarðskjálftanna
við Öxarfjörð í vetur. Nú prýða
landslagið á þessum slóðum fyrir
bæri sem ekki var að finna þar
um sama leyti í fyrravor, eins og
t.d. óralangir sigdalir, ný stöðu-
vötn og tjarnir, gjár og gráir sand-
haugar. Jörðin er hér og þar á
stórum svæðum sundurrist af
hlykkjóttum sprungum, eins og
reiðar tröllskessur hafi farið hér
um landið með brauðsöxin og rist
það í sundur. Þegar ég horfi út
um gluggann minn hér á Skinna-
stað á svölum og björtum vor-
kvöldum sé ég hvíta gufustróka
leggja upp hjá Keldunesbæjunum
í Kelduhverfi í um 10 km fjar-
lægð. þar eru nýjar 40°—50°
heitar laugar.
Enginn veit þó enn, hversu
varanleg sum þessi fyrirbæri
verða. Víst er að sum eru varan-
leg, eins og t.d. gjárnar. Önnur
kunna að hverfa, eins og t.d.
vötnin. En tíminn sker úr þessu.
NÝIR SIGDALIR
UM ÞVERAR SVEITIR
Nýja sigbeltið á landi er a.m.k.
25 km langt, sunnan úr Ásheiði og
út í fjörð. En úti í firðinum
heldur það áfram á sjávarbotni
Sigdalir
og gjár,
ný vötn,
votlendi
og laugar
NÝ VÖTN OG
VOTLENDII
KELDUHVERFI
Nokkrum dögum eftir áramótin
í vetur sást að víðáttumikil isa-
gljá var i Vestur-Sandinum undan
Keldunesi. Ég fylgdist með
þessari ísagljá í forvitnisskyni.
Jarðskjálftagjöta á sprungu. 1
Kelduhverfi.
Þegar ísa hafði leyst um sumar-
málin, stóð þar eftir nýtt stöðu-
vatn og frekar tvö en eitt því að
mjóri landrimar skildu vötnin
nálega sundur. Þetta nýja vatn er
4 kilómetra langt eða meira og
a.m.k. 1,5 kilómetrar á breidd, þar
sem breiðast er, en dýptin er ekki
nema 1—1,5 metrar. Vatnið er í
vesturjaðri nyja sigbeltisins og á
að miklu leyti tilveru sína að
þakka nýjum og kraftmiklum
uppsprettum í hraunbrúninni
milli bæjanna Kelduness og Hóls.
Koma sumar uppspretturnar upp
sem dálitlir gosbrunnar. I klöpp
einni spýtast örmjóar bunur í loft
upp um göt. Suður af vötnunum
er komið bullandi votlendi um 5
km langt fram í Hólskrók, með
tjarnaklösum og vatnslænum, og
kröftugar nýjar uppsprettur eru
líka í Hólskrók við þjóðveginn.
Þarna voru áður þurrir sandar og
sandgræðslugirðingar.
LAUGAR OG HEITT
VATNí KRÖNUM
í gamalli volgri tjörn hjá Keldu-
nesi mældi ég 11. maí sl.
Jarðskjálftasprunga f túni Framness f Kelduhverfi.
hver veit hvað langt norður. Ef
gengið er út frá því, að austur-
jaðar þess sé sigbeltið um Núpa-
sveit og Kópasker má bæta
minnst öðrum 20 km við lengdina
til norðurs, og þá höfum við
a.m.k. 45 km langt sigbelti. En þá
sleppum við Kröflusvæðinu sunn-
an heiðar.
í Kelduhverfi og Austur-Sandi
er sigbeltið kringum 6 kílómetra
breitt og allt sundurrist í mis-
signar ræmur, sem hafa sigið allt
að 5—6 metra. Það jarðraskið sem
er einna mest áberandi við þjóð-
veginn eru gjárnar hjá Lyngási —
10 talsins, 2—12 metra breiðar og
botninn siginn eina til tvær
mannhæðir. En norður á söndun-
um gefur að líta margt öllu rosa-
legra og sigdalírnir eru stærri í
sniðum. Þegar ég ætiaði að
skreppa niður í garðlönd sveit-
anna úti í sandinum nú í vor, kom
ég allt í einu fram á þverbratta
klifabrún, þar sem áður var bíla-
slóð um flatan sandinn, og við
blasti djúpur sigdalur, ‘A
kílómetra á breidd og lá norður
og suður eins langt og sá, Býsn
höfðu hér gerst.
Skammt sunnan við eyðibýlið
Bakka, langt vestan Skóga, er nú
að finna um 800—1000 metra
breiðan slakka um þvert sigbeltið
vestanvert, og þegar mjög lítið er
í ánni vantar ekki nema 'A metra
að hún liggi upp á brún. Þarna
hljóp Jökulsá upp í vatnavöxtum
um sumarmálin og norður eftir
mólendinu í nýtt lón á Skógareyr-
um og olli stórflóðinu hjá Skóg-
um, þegar bændurnir þar urðu að
róa á báti í fjárhús sín sum.og
vaða upp í mitti til að komast í
önnur. I þessum slakka hlýtur
Jökulsá að flæða upp í hvert
skipti sem mikill vöxtur hleypur f
hana í framtíðinni. Árviss flóð
eru 2—3 á ári.
Kortskissa af öxarfjarðarhéraði. — Sigbeltin eru afmörkuð með hakallnum,
nýju vötnin skákrossstrikuð.
39°—43°C heitt vatn í mörgum
uppsprettuaugum við bakkana.
Áður var vatnið i tjörninni
10°—15° heitt. Nú rýkur þarna
stanslaust og fiflar og sóleyjar
spruttu og breiddu út gular
krónur sínar seint á góu. I Fram-
nesi — bæ í sömu torfu skammt
sunnar — er túnið allt klofið af
sprungum og þar er gjá ein býsna
mikil. Þar mældum við Haukur
bóndi Jóhannesson 46° heitt vatn
við yfirborð þennan sama dag.
Haukur bóndi benti mér á græna
bletti við sumar sprungurnar i
túninu, sem reyndar hafði kalið í
næturfrostum nýverið. Þar hafði
jarðhiti yljað jarðveginn í vor.
Þegar Lilja Guðlaugsdóttir hús-
freyja í Framnesi opnaði fyrir
kalda kranann í stálvaskinum
sinum bunaði úr honum 40° heitt
vatn. Hún kælir drykkjarvatn i
ísskápnum sinum.
Lilja — sem er ung kona að
sunnan — kann vel við nýju
stöðuvötnin fram undan eldhús-
glugga sínum Fuglalíf hefur
aukist og nýjar fuglategundir sést
kringum bæinn. Hvaða fuglateg-
undir? — Uss mér er sama hvað
þeir heita, blessaðir, segir hús-
freyjan, þeir eru bara skemmti-
legir. En bændur eru hagsýnis-
menn eftir gamalli venju, og nú
eygja Keldunesbændur mögu-
leika á dálítilli hitaveitu, að
minnsta kosti fyrir torfuna. En
einni eða tveimur spurningum
velta þeir fyrir sér: Hversu mikið
heitt vatn fæst úr jörðu og hversu
lengi vara þessar nýju laugar?
JARÐRASKIÐ
í NUPASVEIT
Margir hörðustu jarðskjálfta-
kippirnir hér nyrðra í vetur áttu
upptök undir hafsbotni í firðinum
undan Núpasveit og Kópaskeri.
Mesta jarðraskið þar varð 13.
janúar í stórskjálftum, sem allt
ætluðu um koll að keyra. Jarð-
raskið frá þeim skjálftum er sér-
staklega að finna á mjóu belti,
sem liggur um endilanga sveitina
suð- suðaustur-norðnorðvestur.
Beltið er rösklega 15 km langt en
breiddin 1,5—2 km.
Þetta belti er reyndar forn sig-
dalur, 10—20 m djúpur, sem orðið
hefur til í jarðskjálftahrinum
fyrr á öldum og nær miklu lengra,
bæði norður og suður. Svo hér
hefur skolfið áður allhrikalega.
Höggunin 1 vetur hefur einkum
orðið við gjáveggi sigdalsins
báðum megin. Þar eru flestar
nýju sprungurnar. Þær eru flest-
ar mjóar svo mátulegt er að stinga
fingri niður í þær. Sums staðar
eru dálitlar gjár og svo eru gjótur,
sem gætu gleypt hest. — Kópa-
sker stendur uppi á vesturbrún
sigdalsins.
I þessu sigbelti má sjá merki
um að landið hafi bæði gliðnað og
yfirborðið þjappast saman og svo
ef til vill sigið dálítið. En þetta er
þó allt smærra í sniðum en í
Kelduhverfi og Öxarfirði, nema
samþjöppunin. Auk sprungnanna
ber mest á verksummerkjum eftir
snögga samþjöppun. Það er því
likast að yfirborðið í gamla sig-
dalnum hafi ekist saman af
heljarafli, sérstaklega við út-
jaðrana. Og viða hefur þá ollið
upp eða spýst úr sprungum vatn,
leirleðja og sandur, jafnvel smá-
möl. Ég fór nýlega í fylgd með
Ingimundi Jónssyni bónda á
Brekku um sprungusvæðið i landi
hans og Katastaða. Hjá Kata-
stöðum og Brekku eru djúpir
sandgigar á mörgum sprungum.
Þar er eins og orðið hafi
sprengingar, stór jarðvegsstykki
kastast til og vatn; og leirleðja
gosið í loft upp. Umhverfis eru
sandhaugar og leirflög langt út
frá gígunum. Eitthvað hefur
gengið hér á. Þetta hefur gerst
við samþjöppun. Sums staðar var
leirinn sem vall upp volgur jafn
vel heitur, og rauk úr honum.
Annars staðar sjást leifar jarð-
vegshnausa og harðfrosinna sand-
stykkja. sem ókust saman í garða.
Klifavatn hjá Kópaskeri,þvarr í
skjálftanum 13. janúar 'óg ísinn
Jarðvegshrönn, sem ókst saman hjá Presthólum í Núpasvéit f skjálftanum 13. jan. sl.
Nýr sigdalur á Jökulsársöndum. Melþúfurnar sumar til ha'gri þverskornar. Aður var þarna flatur
sandurinn. — Ljósm.: S.E.
Katastaðir í Núpasveit. Skjálftasprunga neðan við bæinn. Margar í lægðinni til hægri.
féll niður, en virtist aftur komið í
stæði sitt daginn eftir. ís brotnaði
á öllum vötnum á margra kíló-
metra langri línu, bæði norður og
suður. Upp á siðkastið hefur orðið
vart við þurrð í Leirhafnarvatni
um 15 km norðan Kópaskers. sem
menn ekki kunna skil á Leki,
landris eða aðeins óvenjulítil úr-
koma i vor?
Margt gekk úr skorðum hér á sl.
vetri. Jarðskjálftar eru reginafl,
sem menn vita ekkert hvað er,
fyrr en þeir sjá og reyna.
VERÐUR EIGNATJÓNIÐ
NOKKURN TÍMA BÆTT?
Tjón varð víðar en á Kópaskeri,
hjá Skógum í Öxarfirði og á bor-
holunni við Kröflu i hamförunum
á sl. vetri. En einhver hæga-
gangur er á því að kanna og meta
skaðana, hvað þá bæta. Ein-
hverjum bráðabirgðaskýrslum
hefur verið safnað, tjón á innbúi
fólks á Kópaskeri metið, en ekki
er kunnugt um aðrar aðgerðir.
Það er þó engu að siður vit'að, að
80—100 byggingar og önnur
mannvirki auk búshluta, sködd-
uðust í jarðskjálftunum, og þar að
auki urðu mikil landspjöll. Nú á
tímum flókinna trygginga og
„föðurlegrar umhyggju“ stjórn-
valda (þar með taldir alþingis-
menn) mætti búast við því, að
gangskör yrði gerð að því að
kanna þetta tjón rækilega og það
án tafar. En það er ekki asi á
neinum.
;;|p