Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 1
44 SIÐUR 131. tbl. 63. árg. SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fjölmenni við konungsbrúðkaupið í Stokkhólmi í gœr Stokkhólmi. 19. júní — NTB. Reuter. KARL Gústaf Svfakonungur og Silvia Sommerlath voru gefin saman í hjónahand í dag f Stór- kirkjunni, dómkirkju Stokk- hólms, að viðstöddu f jölmenni. Var konungur klæddur flota- foringjabúningi, en brúðurin f beinhvítum kjól, sem Marc Bohan, aðal tfzkuhönnuður Dior í Parfs, hafði teiknað. Olof Sundby erkibiskup lútersku kirkjunnar gaf brúðhjónin saman. Er þetta f fyrsta skipti f Framhald á bls. 43 Myndir teknar f Stórkirkjunni við konungsbrúðkaupið f gær. Stórbrotn- ar myndir af Mars — frá bandaríska geimfarinu Víkingi Pasadena. Kaliforníu, 19. júní — AP. Reuter. BANDARlSKA geimfarið „Viking“, eða Víkingur, komst f dag á braut umhverfis stjörnuna Mars. Ferfariðábraut, sem ligg- ur f 1.500—50.000 kflómetra fjar- lægð frá stjörnunni, og tekur hringferðin 42‘A klukkustund. A mánudag verður dregið úr hraða geimfarsins, og á það þá að fara nær Mars. Geimfarið á svo að lenda á stjörnunni 4. júlf, á þjóð- hátfðardegi Bandarfkjanna, en einmitt þá er haldið upp á 200 ára afmæli sjálfstæðis Bandarfkj- anna. Sérfræðingar í Pasadena segja að geimfarið hafi sent stórbrotnar ljósmyndir af yfirborði Mars til jarðar, og á þeim megi meðal annars greina mjög há eldfjöll. Næstu daga, eða fram að lendingu, mun geimfarið taka fleiri ljósmyndir og kanna yfir- borð stjörnunnar með ratsjá, og senda allar upplýsingar til stjórn- stöðvarinnar í Pasadena. William O’Neil, sem stjórnar ferðum þessa mannlausa geim- fars frá Pasadena, sagði við fréttamenn i dag að geimskotið hafi tekizt svo vel, að líkja mætti Framhald á bls. 43 Silvia orðin drottning 100 hafa fallið — í kynþáttaóeirðunum í S-Afríku lögreglumenn komið upp götu- virkjum til að hefta ferðir blökku- manna inn í hverfi hvítra. Verst urðu úti útborgirnar Soweto og Alexandra, þar sem blökkumenn hafa brennt svo til ailar opinberar byggingar. Þótt enn hafi ekki tekizt að koma á friði er talið hugsanlegt að fulltrúar hvftra og svartra komi saman nú um helgina til viðræðna. Michael C. Botha ráð- herra, sem fer með kennslumál blökkumanna, skýrði frá því i dag að hann hefði fallizt á viðræður við fulitrúa blökkumanna í Soweto, en sagði ekki hvenær. Þá er einn helzti talsmaður blökku- manna, Gatsha Buthelezia, ættar- höfðingi Zulumanna, kominn til Jóhannesarborgar. SÞ. New York og Jóhannesarborg, 19. júní — Reuter. VOPNAÐAR lögreglusveitir voru á verði f útborgum Jóhannesar- borgar í morgun, þar sem kyn- þáttaóeirðir undanfarna þrjá daga hafa leitt til dauða um 100 manna, og þúsund manns hafa særzt. Flestir fallinna og særðra eru blökkumenn, og hafa þeir ým- ist orðið fyrir skotum lögreglu- manna eða slasazt f innbyrðis I átökum blökkumannahópa. Öeirðirnar hafa valdið gremju hjá Sameinuðu þjóðunum, og kom Öryggisráðið saman til skyndi- fundar í gærkvöldi (kl. 2,30 í nótt að íslenzkum tíma). Verður um- ræðum haldið áfram I dag. Á fundinum í gærkvöldi báru full- trúar átta ríkja af þeim 15, sem fulltrúa eiga i ráðinu, fram tillögu um að ráðið fordæmdi yfirvöld Suður-Afríku fyrir að grípa til valdbeitingar og manndrápa. Þá segir einnig ’ í tillögunni að „Apartheid“-stefna Suður-Afríku sé glæpsamleg og ógnun við frið og öryggi í Afríku. Nokkuð dró úr óeirðunum í morgun, en þó fóru hópar blökku- manna um götur í útborgunum með grjótkasti og hrópum að vopn uðum Iögreglusveitunum. Höfðu BANDARIKIN hætta aðild að NA-Atlants- hafsfiskveiðinefndinni Washington — 17. júnf — AP. BANDARlKJASTJÓRN mun hætta aðild sinni að Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndinni, að þvf er utanrfkisráðuneytið f Washington skýrði nefndinni frá 9. þ.m. Verður þessi fyrirætlun Bandarfkjastjórnar tilkynnt nefndinni með formlegum hætti og venjulegum 6 mánaða fyrir- vara um næstu mánaðamót. Ákvörðun þessi var tekin vegna ákvæða f hinni nýju löggjöf um útfærslu Bandarfkjanna f 200 mflur, en hún strfðir f nokkrum greinum gegn reglugerð Norð- austur Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar. Fulltrúi utanríkisráðuneytisins i Washington sagði i þessu sam- bandi, að hugsanlega yrði hægt að Óþekktur kaf- bátur við vestur- strönd Noregs Björgvin — 19. júnl — NTB. TVEIR menn sáu til ferða kaf- báts skammt frá Sunde á vestur- strönd Noregs f gær. Tilkynntu þeir um ferðir bátsins til flota- stjórnarinnar. Yfirmenn flotans hafa lýst því yfir, að hér sé ekki um að ræða norskan kafbát, og er nú verið að rannsaka málið. jafna þann ágreining, sem hér um ræðir, á fundi nefndarinnar, sem nú stendur yfir í Montreal, en honum lýkur 23. þ.m. Kæmi þá ekki til þess að Bandarikin hættu aðild sinni að nefndinni, en eigi að síður sagði fulltrúinn, að Bandaríkin mundu segja sig formlega úr nefndinni, þar sem sjálfstæði þeirra gagnvart nefnd- inni kynni að koma i góðar þarfir síðar á þessu ári. Hótelverð á Spáni hækk ar um 20% SPÆNSKA stjórnin mun á næstunni heimila 20% hækkun á gjald- skrám gistihúsa, að því er Adolfo Martin, ferða- málaráðherra, skýrði frá í dag. Hann tók fram, að ekki yrði leyfð hækkun þeirra gjalda, sem þegar hefur verið samið um, en þess er vænzt að heimild þessi verði stað- fest með lögum innan mánaðar. Réttar- höldum Áður en réttarhöldunum lauk í dag játaði Costas Georgiou, sem gengur undir nafninu Callan ofursti og er yfirmaður málalið- anna, á sig fjöldamorð á 14 brezk- um málaliðum, einum angólskum hermanni og einum óbreyttum borgara. „Ég ber ábyrgðina. Ég Atök urðu á Italíu vegna kosninganna lokið Luanda. Angóla. 19. júní — AP RÉTTARHÖLDUM yfir 13 mála- liðum úr borgarstyrjöldinni í Angóla lauk f Luanda f dag, og er dóms að vænta „um miðja næstu viku“ að sögn Ernesto da Silva. gaf fyrirmæli um aftökurnar og enginn annar. Ég geri mér grein fyrir afleiðingunum. OK? sagði Callan við dómarann. Callan sagðist ekki vera hreyk- inn af gerðum sínum, en vera reiðubúinn að tak^'út refsingu sína. Hann kvaðst þo óttast fang- elsisvist, og kjósa fremur að láta Iffið. Róm — 19. júnf — Reuter ÁTÖK urðu milli lögreglu og vinstri sinnaðra öfgamanna f Róm f morgun, þegar hinir sfðar- nefndu réðust að nokkrum einka- bifreiðum með járnstöngum. Skaut lögreglan nokkrum skot- um, en enginn særðist f þeirri viðureign. Tveir unglingar voru fluttir f sjúkrahús vegna meiðsla. sem þeir hlutu f handalögmálum við lögreglu. Sex voru handtekn- ir. Annars staðar i landinu kom til nokkurra átaka vegna kosning- anna, sem fram fara á sunnudag og mánudag. Fimm nýfasistar særðust i átökum við vinstri sinna en enginn alvarlega. Lögum samkvæmt lauk kosn- ingabaráttunni opinberlega á miðnætti i gærkvöldi. Síðustu skoðanakannanir benda til þess, að mjög mjótt verði á mununum í kosningum þessum, og er búizt við erfiðleikum á stjörnarm.vnd- un að þeim loknum, hvort sem kommúnistar eða kristilegir demókratar bera hærri hlut. ÍJr- slit kosninganna verða kunn á þriðjudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.