Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JUNÍ 1976 17 „Einmana“, málverk eftir Óla G. Jóhanns- son. Sjálfsmynd Sölva Helga- sonar (Sólon tslandus). t eigu Akureyrar- bæjar (Davfðs- hús). Þá mynd taldi Davfð eina mestu gersemi, er hann átti, enda mun hún vera það merki- legasta, er eftir Sölva liggur. hann stæði ekki að Vorvöku heldur Akureyrarbær. Helm- ingur af tekjum menningar- sjóðs væri notaður til að efla hann en hinn helmingurinn til fram- kvæmda. Framlag sjóðsins árið 1976 væru 800 þúsund. Þeir lögðu ríka áherzlu á að menningarsjóð- ur ætti að kaupa myndlistarverk sem markaði línu, eins konar yfir- lit, hér vantaði huglæga tímabilið, t.d. Þorvald Skúlason, Snorra Arinbjarnar, Jón Engilberts o.fl. Það væri mjög misráðið að kaupa ekki þær myndir sem okkur vantar upp á safnið, og ef við gerum það ekki strax þá... — Þeir bættu við að mjög vantaði hér einnig Þórarin B. Þorláksson, hins vegar hefðu verið keyptar myndir rammagerðarmálara (Helgi VilBerg). Það kom fram að 68 nemendur stunduðu nám í Myndlistarskóla Akureyrar og er það algjör hámarksfjöldi, , — skortur á viðunandi húsnæði stendur fyrir þrifum, hér er um að ræða eld- gamalt hús sem á að rifa. Námið fer fram tvisvar i viku, fjórar klst. i hvert sinn, lengur geta þeir ekki kennt vegna þess að námsflokkar Akureyrarbæjar eru í sama hús- næði og fullnýta sinn tlma. Akureyrarbær styrkir skólann að þvi er svarar einum kennaralaun- um, en af þeim peningum þurfa þeir að borga drjúga húsaleigu (Helgi V.). Að lokum barst talið að minja- söfnum Akureyrar, sem mig langaði mjög til að skoða, en í ljós kom að þau voru öll lokuð nema Nonnahús. Slíkt telst fráleitt á listavöku og ætti ekki að koma fyrir aftur, ber að opna þau sérstaklega í sambandi við vökuna því að Vorvaka mun vissulega laða aðkomufólk að, og er eins víst að það fýsi að tylla þar tá, sem frægustu synir bæjarins lifðu og störfuðu. Davíðshús sögðu þeirað skipa ætti hærri sess en verið hefði, töldu þeir og fullyrtu raunar að fæstir Akureyringar hefðu komið í það hús. Ég heimsótti Nonnahús og var dvöl mín þar unaðsstund, — margt að sjá og hugljúft að fræð- ast um hinn nafntogaða son Akureyrar. Varð ég mikið hrifinn af teikningum Manna er þar héngu á vegg, er sýndu að í hon- um hefur búið rík listhneigð, ekki siður en með Nonna, — en eins og menn muna dó hinn hugljúfi Manni aðeins 24 ára úr tæringu Við litum einnig inn i raun- vísindastofnun Menntaskólans á Akureyri en þar er Sveinn Björnsson með stóra sýningu og var þar margt um manninn en ekki veit ég um hvort þar væru tengsl með listavöku. — Dvölin á Akureyri varð mér minnisstæð um margt, hún sýndi og sannaði mér að meðal Akureyringa býr rík listhneigð, sem leitar færis til átaka á því sviði. Það er trú mín að hljóti viðieitni hinna ungu og áhuga- sömu manna þann stuðning, sem þeim að réttu ber, — þá muni margt skipast á farsælan veg i hinum fagra höfuðstað Norður- lands. Mér varð hugsað á heimleið i flugvélinni, agndofa yfir litadýrð í skýjum, — að það er öllum um megn að virkja fegurð miðnætur- sólar, en það er unnt að virkja fegurð sem í brjóstum býr. Bragi Asgeirsson. Steinþór M. Gunnars- son sýnir í Hveragerði Hveragerði 18. júní. STEINÞÓR Marínó Gunnarsson sýnir um þessar mundir í Eden í Hveragerði. 50 verk eru á sýningunni og eru þau öll til sölu. Þetta eru 40 krítarmyndir og 10 olíulitarmyndir. Sýning- in stendur til 27. júní. Flestar myndanna eru öræfamyndir, en Steinþór sagði í stuttu spjalli við undirritaðan að hann hefði i þessum myndum reynt að teikna og mála samband sitt við náttúruna Þetta er 1 2.sýn- ing Steinþórs hér á landi, en hann hefur einnig haldið 2 sýn- ingar í Noregi. — Georg. Sumar Terasse. Otrúlega ódýr. Sterk og falleg sólhúsgögn Níösterk plastgrind. Bómullaráklæði. Á veröndina, í garðinn, í sumarbústaðinn oa_ meira að segja í stofuna — cntnOQ KJÖRGARÐI SIMI 16975 SMIDJUVEGI6 SÍMI44544 88073—99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.