Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 16
16 MOtiGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JUNÍ 1976 Bragi Ásgeirsson: ANNAN í hvítasunnu var hátíð- lega opnuð VORVAKA 1976 á Akureyri, sem er eins konar listahátfð þeirra Norðlendinga og mun eiga að hafa þá sérstöðu að vera árviss viðburður í framtíð- inni og vera kynning á eins mörg- , um greinum lista og efni standa til hverju sinni. Líkur eru til þess að listahátíð okkar Sunnlendinga, eða réttara höfuðstaðarbúa, hafi ýtt undir þetta ánægjulega framtak nyrðra , og er þá komin fram ný hlið á , þýðingu og nytsemi listahátíðar- innar, sem ekkí var séð f.vrir í upphafi. * Væri það fagnaðarefni og hefði • geysilega þýðingu fyrir þróun menningar á Islandi, ásamt því að hafa mikið uppeldisgildi, ef allir fjórðungar landsins efndu til svipaðra listahátíða, sem þyrftu . þó ekki að vera árlegur viðburður og ekki í beinum né óbeinum tengslum við listahátíð sunnan- , manna þótt sjálfsagt sé að hag- ► nýta sér þau öfl er þá leysast úr læðingi. Tíminn og reynslan munu að sjálfsögðu skera hér úr um hagkvæmustu lausn mála. Listrýnir blaðsins fékk tæki- færi til að skreppa norður og greip það fegins hendi þrátt fyrir miklar annir við skriftir, taldi • hann meir en sjálfsagt að lyfta undir slfkt fyrirmyndar framtak, en hann ritar hér að sjálfsögðu ► einungis um sérgrein sína, sjón- * menntir. Vorvaka þessi á Akureyri fer að r meginhluta fram í iþrótta- skemmunni, en slíkt rúmgott hús- næði er algjör forsenda þess að ► hægt sé að efna til slikrar ^ listahátíðar, auk þess að þarna er hægt að sitja yfir kaffibolla á efri i hæð hússins á milli þess sem ‘ sýningar eru skoðaðar á þeirri neðri, sem er ágætlega fallin til sýningarhalds, og gerir þetta andrúmsloftið hlýlegra og líkara sýningarhúsnæði af betri tegund, — þá er birtan jöfn og góð. Þrjár sýningar eru í gangi í iþróttahöllinni og rúmast þar vel í afmörkuðum básum. Félagið Íslenzk grafík hefur sent ágætt sýnishorn af hinu nýjasta sem er á baugi í þessum málum fyrir sunnan, en í þennan hóp vantar Akureyringana Guðmund Ar- mann og Helga Vilberg, en hinn síðasttalda ætti félagið a.m.k. hið snarasta að taka í sinn hóp, með vísun til þeirra verka sem ég sá eftir þennan mann fyrir norðan (tréristur, dúkristur), en ég tel af þeim að dæma að hann sé vel hlutgengur í félagsskapinn sem góður fulltrúi Norðlendinga. Ekki er nauðsynlegt að gera sýningu þessari ftarleg skil hér þar eð ég tel vist að ekki muni liða á löngu þar til ég skrifa um þetta góða fólk hér í blaðinu, en þó skal geta þess að þátttaka þeirra yngstu, þ.e. Ingiunnar Eydal, Skúla Ólafssonar, Reinhildar Patzelt, Lísu K. Guðjónsdóttur og Ólafs H. Gunnarssonar, vekur verulega athygli kunnáttumanna nyrðra. í annarri deild eru sýnd verk í eigu Akureyrarbæjar og kennir þar margra grasa, er þetta hin furðulegasta blanda í mínum aug- um og eiga hér verk ólíkustu gerðir myndlistarmanna án þess þó að safnið gefi nokkra viðhlít- andi hugmynd um íslenzka mynd- list í heild, hvað þá þróun hennar. Frekar er að hér sé komið sam- safn ýmissa vinnubragða, þ.e. allt frá meistara Kjarval langleiðina tii rammagerðarmálara. Hér er lakast hve lítt hefur verið vandað til vals mynda einstakra lista- manna og er hér um mjög handhófskennt val að ræða og margur góður málarinn laklega kynntur. Ekki ber því að neita og skylt að halda á loft, að hér eru einnig perlur inni á milli, og eru hinar níu myndir úr Davíðshúsi þyngstar á metum og kemur hér í ljós að skáldið var mikill smekk- maður á myndlist og þá einkum hinar ljóðrænni hliðar. Hér vöktu sérstaka athygli mína tvær myndir Kjarvals, sem eru með hinu sérstæðara er ég hefi séð eftir hann, var önnur rauð en hin blá og báðar einstaklega dulúðugar, ljóðrænar og artistískt málaðar. Fleiri myndir átti Davíð eftir meistara Kjarval og aðra góða málara og vitnar um þroskaðar innri kenndir, einkum er myndin eftir Sölva Helgason (Sólon íslandus) mikið og eftir- tektarvert listaverk, hér hefur Davíð sjálfur sennilegast Iímt saman margar litlar myndir Sölva og gert úr eina stóra og farizt það frábærilega vel úr hendi. Ekki ætla ég mér að tiunda þetta bæjarsafn nákvæmlega en vil nefna tvær merkilegar myndir, — er önnur frá Akureyri um 1860 og sýnir útsýn yfir Pollinn og nokk- ur virðuleg seglskip, myndin er eftir danskan mann, J.P. Schmidt, sem var skipstjóri á einu skip- anna og er myndin furðulega vel máluð af slíkum, — annað er einnig eftirtektarvert og það er að enginn hefur hugmynd um hvernig myndin hafi komizt í eigu bæjarins, þrátt fyrir mikla eftir- grennslan og er líkast því að myndin hafi hrapað af himnum ofan. Hin myndin er eftir athyglisverða listakonu, Elísabet Geirmundsdóttur, og opinberar myndin sérlega einlæga og upp- runalega listasál. — Þessi kona, er lést fyrir um tveim áratugum, hafði litla skólun að baki, einungis nám í kvöldskóla og virð- ist það nám hafa frekar reynzt henni til baga en hags, því svo mjög er hér um upprunalega hæfileika að ræða að annað tveggja hefði helzt komið til greina, — mikil menntun eða sjálfsnám einungis. Þá gerði hún höggmyndir er prýða garðinn þar sem hún átti heima og þar er jafnan eitthvað gott að finna í hverri mynd þótt heildarmynd sé ábótavant. Mér gafst kostur á að skoða verk hennar innanhúss, og í stórri möppu, og allt það sem ég sá varð mér til óblandinnar ánægju. Þótt verkin væru misjöfn með afbrigðum, geislar ríkt lista- mannseðli frá mörgum þeirra. Þar sem stjórn myndlistarfélags- ins hefur heitið mér því að efna til sýningar á heildarverki þess- arar konu fjölyrði ég ekki frekar um hana að sinni en bíð þeirrar sýningar. Þriðji þáttur myndlistar á listahátíð er sýning fjögurra akureyrskra myndlistarmanna, þeirra Gisla Guðmanns, Óla G. Jóhannssonar, Aðalsteins Vest- manns og Arnar Inga, sem allir hafa komið mikið við sögu listlífs Akureyrar á undanförnum árum. Sýningin sem nefnist Litur — Ljós — Lfna, er athyglisverð að því leyti að ailir sýna þeir áhuga- verðari verk en ég hef séð áður frá þeirra hendi og vil ég hér nafna verkin „Öræfin heilla“ (Gísli), „Kamesglugginn" og „Beðið eftir baði“ (Óli G.), „Ein- stæðingur" (Aðalsteinn), „Dauðaleit að þorski“ og „Á öræfaslóð" (Örn Ingi). — Sýningin er þó um margt sama marki brennd og fyrri sýningar, — mjög misjöfn og ónóg skólun kemur þar víða fram, eink- um að því er snertir litafræði og hnitmiðaða og markvissa upp- byggingu formheilda, — en þó virðast þessir menn staðráðnir í því að sækja á brattann og árangur þess er greinilegur. Undirritaður spjallaði lítillega við þrjá þessara manna, Gísla, Óla G. og Örn Inga, ásamt Helga Vil- berg myndlistarkennara og fer hér útdráttur þess helzta er þeir höfðu að segja. Greinilegt var að þeim þykja reykvískir málarar ekki jafnan sýna lýðræðisleg vinnubrögð, og vissulega er það t.d. ámælisvert að tveim þeirra var hafnað sem sýnendum bæði af Kjarvalsstaðanefnd og Norr- æna húsinu, án þess að verk þeirra væru skoðuð. Slik vinnu- brögð töldu þeir lítilsvirðingu við akureyrska listamenn þótt sjálf- sagt væri að þola rökstudda frávísun að lokinni eðlilegri athugun. Þeir sögðu, að myndlistarmenn á Akureyri kæmu fram sem einstaklingar og væru persónu- legir í túlkun, en þeim fyndist að myndlistarmenn í Reykjavík bærust með erlendum straumum og stefnum og væru á margan hátt steyptir í sama fasta mótið. (Öli G.) — Ennfremur að Reykja- vík ætti tíu sinnum fleiri lítil- siglda myndlistarmenn en Akureyringar, að — hinn gullni tónn íslenzkrar myndlistar gæti aldrei sprottið upp úr malbiki gatna Reykjavikur. Menn ættu að hætta að ræða um myndlistar- menn eftir landshlutum, heldur aðeins sem einstaklinga (Óli G.). — Þetta væri fyrsta myndlistar- sýning á Akureyri sem stæði yfir í hálfan mánuð og dreifðist því að- sóknin og gætu þeir því ekki sagt um hvort aðsóknin á þessa sýningu væri meiri en t.d. á haust- sýningarnar, — en fullyrða mætti að undirtektirnar væru góðar. Aðspurðir kváðu þeir menningarsjóðinn fátækan, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.