Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JUNÍ 1976 Með djöfulinn á hælunum Race with the Dewil, 1975, amerísk. Leikstjóri: Jack Starrett. Tveir fyrrverandi mótorhjóla- töffarar eru á leið í frí ásamt eiginkonum sfnum í nýju bflhýsi (rúta, innréttuð sem heimili) og fyrsta kvöldið leggja þeir bflnum f rólegu og fallegu umhverfi Þar verSa þeir hins vegar vitni aðfórn arsamkomu djöfladýrkenda og horfa á unga súlku drepna. Er þeir reyna að forða sér eltir samkund an og gerir misheppnaða tilraun til að brjótast inn f bflhýsið. Ferða mennimir kæra þessa atburði á næstu lögreglustöð en fá daufar undirtektir. Á leið sinni til næsta áfangastaðar verða þau fyrir stöð- ugri áreitni djöfladýrkendanna uns þau telja sig hvergi óhult. Svo virðist sem allt héraðið sé undir- lagt af þessum „sértrúarhóp", þvf sffellt taka fleiri þátt f þvf að reyna að koma þeim fyrir kattarnef, m.a. með þvf að reyna að þvinga bflinn á ferð út af veginum með þrem trukkum. Þegar þau telja sig svo loks sloppin, ná djöfladýrkendurn- ir taki á þeim. Eftir leikstjórann, Starrett, höf- uð við áður séð hér The Gravy Train (Bræður á glapstigum) og blóðbunumyndirnar Slaughter og Cleopatra Jones Starrett er enn við sama heygarðshornið og þessi mynd er gerð f svipuðum dúr og hinar fyrri. Það sem veldur manni nokkurri furðu og umhugsun, er sú staðreynd, að djöfladýrkun er óhugguleg staðreynd f Bandarfkj- unum og óvefengjanleg mein- semd, en framleiðendur myndar- innar notfæra sér þetta sjúka ástand gagnrýnislaust sem gróða- veg. Þetta verður að teljast f hæsta máta óábyrg kvikmynda- gerð. í annan stað er dálftið kald- hæðnislegt að sjá Peter Fonda hér f eins konar framhaldshlutverki úr Easy Rider, nema hvað nú er hann orðinn „borgaralegur" og dælir blýi f hippana, sem eru að vfsu miklu herskárri en hann var f Easy Rider. Burtséð frá þessu er Iftið um myndina að segja, persónu- sköpun er nánast engin („púkarn- ir" eru allir andlitslaus hjörð, eig inkonurnar skrækja f sffellu og stjömurnar, Fonda og Oates, gera ekki annað en bera sig manna- lega) og Starrett tekst heldur slæ- lega að halda uppi þeirri spennu eða þeim hrollvekjuanda, sem sagan ætlast til. SSP. Punktar.. XXX King Kong er nú að komast f umferð aftur. Eftir mikið rifrildi milli Paramout og Universal hefur nú verið sæst á, að Paramount framleiði myndina (Universal græðir hvort sem er á þvf, vegna þess að bæði fyrirtækin dreifa SIGURÐUR SVERRIR PÁLSSON Roman Polanski bæði leikstýrir og leikur í The Tenant. King Kong i fæðingu. myndum gegnum sama aðilann, CIC). Framleiðandinn, Dino De Laurentiis, hefur þegar hafist handa og nú mun vera tilbúin 40 feta vélgorilla, sem kostar litlar 3 milljónir dollara en áætlaður kostnaður við gerð myndarinnar f heild hefur strax hækkað úr 13 milljónum f 22 milljónir dollara Af þeim sökum hefur De Laurentiis ákveðið að gera aðra mynd með Kong: „King Kong f Afrfku". Leik- stjóri fyrri myndarinnar átti upp- haflega að vera Joseph Sargent (The Taking of Pelham) fyrir Universal, en nú mun John Guillermin (The Towering Inferno) stjóma henni. Sargent fór hins vegar ekki illa út úr þessu, þvf að hann fékk 1 Vz árslaun hjá Uni- versal, hvort sem myndin yrði gerð eða ekki. XXX f Afganistan hefur mynd Hustons, The Man Who Would Be King, verið bönnuð á þeim for- sendum, að fbúar landsins séu gerðir alltof frumstæðir . . . XXX Bernardo Bertolucci, leik- stjóri Last Tango in Paris, fram- leiðandiinn, Alberto Grimaldi, og dreifingaraðilinn (United Artists, ábyrgaðarmaður Lee Kamern), hafa allir verið dæmdir f tveggja mánaða fangelsi fyrir klám. . . XXX Milos Forman (One Flew Over the Cuckoo's Nest) er nú að vinna að gamanmynd er nefnist „Someone Is Killing the Great Chefs of Europe" en mun að þvf loknu fara að vinna við mynd, sem á að heita Las Vegas Gamble . . . XXX Og að lokum ein setning frá breskum pólitfkusi, Hugh Jenkins, sem fslenskir pólitfkusar mættu fhuga, Jenkins sagði: Framleiðsla á gæðakvikmyndum f þessu landi er mjög mikið áhuga- mál rfkisstjómarinnar . . SSP. Kvik mund /iocin Bréfa- dálkur Einn haldinn biósýki spyr: 1. Er nokkur von til að ARNAR BORGIN og BYSSURNAR FRÁ NAVARONE verði sýndar aftur? 2. Eru ekki til neinar stórar myndir með Laurel og Hardy, Buster Keaton, Charlie Case og Harold Lloyd; ef svo er, verða þær sýndar hérna — og hvenær? 3. Verða fleiri myndir eftir bók- um Agöthu Christie sýndar hór? Með þökk fyrir birtingu. G.B. 1. ARNARBORGIN verður end- ursýnd á þessu ári I Gamla Bló. Ekki eru neinar áætlanir á prjón- unum varðandi endursýningar á NAVARONE (Stjörnubió). 2. Allir þessir gamanleikarar gerðu langar myndir. nema Charlie Chase (en þú hlýtur að eiga við hann). Ekki er sfðunni kunnugt um að ráðagerðir séu uppi um endursýningar á myndum þessara grinkarla. Þær væru þó sjálfsagt vel þegnar. 3. Siðasta bók frú Christie nefnist CURTAINS, og vilja margir telja hana I hópi bestu bóka rithöf- undarins. Hún verður þvi vafa- laust mynduð fyrr en siðar. S.V. Kæra Kvikmyndasiða. Okkur þykir sem þið gerið ekki alveg greinarmun á kvikmyndalist og kvikmyndaiðnaði. Listaverkið ANDREI RUBLEV fékk til að mynda jafnmargar stjörnur i eink- unnagjöf ykkar og iðnaðarfram- leiðslan JAWS og GODFATHER PART II, svo dæmi sé nefnt. Við virðum dugnað ykkar við að elta uppi flestar þær myndir sem hér sjást, en væri ekki viturlegra að leyfa þeim myndum sem þið dæmið sem einskisnýtar að sigla sinn sjó og eyða I staðinn meira rúmi i þær fáu, reglulega góðu myndir sem slæðast hingað. upp til okkar á gamla, góða Frón, ann- að slagið. Við höfum tekið eftir að þið eruð ansi liðlegir við að svara spumingum lesenda og sendum þvf með þessum linum nokkrar spurningar sem við vonum að þið svarið með jafnvel enn meiri lið- legheitum en endranær. 1. Hverjar mynda Resnais, (Alain) hafa verið sýndar hér og er nokkur von til þess i náinni fram- tið að nýjasta mynd hans. „STAVISKY", komi hingað? 2. Skyldi nokkur von vera til þess að sá draumur okkar. að fá að berja eftirtaldar myndir augum I Islensku kvikmyndahúsi. rætist á næstunni: LANCELOT DU LAC, e. Bresson; ELEKTRU e. Janscó; LE FANTÓME DE LA LIBERTÉ, e Bunuel, DERSU URZALA e Kurosawa og Kaspar Hauser e. Werner Herzog? LLog HH Um leið og við þökkum bréfið, viljum við benda bréfriturum á, að ANDREI RUBLEV gat engan veg- inn talist listaverk i augum okkar. Að „iðnaðarframleiðslurnar" JAWS og GODFATHER PART II, hlutu jafnmargar stjörnur eru þvi engin mistök; hinar bandarisku voru mikið betur gerðar sem slikar heldur en listrænt gildi þeirrar rússnesku. En sem betur fer er öllum frjálst að hafa sinar skoðan- ir á þessum málum sem öðrum. Ekki vitum við haðan i ósköpun- um þið hafið þær upplýsingar að við eltum uppi „flestar þær mynd- ir sem hér sjást". Það er löngu liðin tið. Hitt ar annað mál að við reynum að sjá sem flestar hinar bitastæðari myndir sem hér er boðið uppá, og mun svo verða t framtfðinni. 1. Þær myndir sem sýndar hafa verið hérlendis eftir Resnais eru HIROSHIMA MON AMOUR ( 59), L'ANNÉE DERNIÉRE Á MARIENBAD ('61), MURIEL('63). LA GUERRE EST FINIE ('66) og JE T'AIME, JE T’AIME ( 68) Mynd- irnar LOIN DE VIET NAM ( 67) og DÉLIVEREZ — NOUS DU BIEN ('71) hafa ekki verið sýndar svo ég viti til hérlendis. STAVISKY er ekki nýjasta mynd þessa athyglis- verðe leikstjóra, heldur PROVIDENCE með þeim Dirk Bogarde, Ellen Burstyn, John Gielgud og David Warner i aðal- hlutverkum. Hún var tekin I Brussel, London, Antwerpen og Nýja Englandi (USA). Hafnarbió mun að öllum likindum sýna STAVISKY, með Jean Paul Bel mondo i titilhlutverki svindlarans fræga. 2. Ég vil benda ykkur á að hafa uppá eins til tveggja mánaða gömlu TIME vikuriti, sam birti ágæta og ýtarleg grein um upprisu þýsks kvikmyndaiðnaðs. Ég hef tapað þessu blaði, en i þvi var einmitt minnst á Reinhard Hauff (ef ég man rétt). 3. Mér þykir óliklegt að ELEKTRA og LANCELOT. . verði sýndar hérlendis úr þessu, nema þá aðeins i kvikmyndaklúbb. LE FANTÓME DE LA LIBERTÉ verður fljótlega tekin til sýninga i Nýja BIó; forráðamenn Háskólabiós hafa verið iðnir við að sýna nýjar. þýskar myndir svo að það er alls ekki ósennilegt að álita að KASP- AR HAUSER verði tekin til sýn- inga þar von bráðar. DERSU URZALA er það ný að við þurfum sjálfsagt að biða I ár að minna kosti eftir að hún skjóti hér upp kollinum. 4. Hvort að Andrei Tarkovsky er á leiðinni til Siberiu. hefur Kvik- myndasfðan þvi miður enga hug- mynd um, en slik ferðalög þar eystra eru, eins og allir vita, ekki óalgeng meðal listamanna. Við bendum ykkur á að hafa samband við APN., þeim er örugglega Ijúft að gefa ykkur slikar upplýsingar. S.V. Jóhanna Olafsdóttir frá Fit — Sjötíu og fimm ára ..Kg ann þör. <>g ann þér. þú indæla jörð. Hvor árstíó. sem kla*<>ir þinn lífsfr jóa svörð. Ilvorf dökkgra*na sumarsins silkiö þitt skín. Viósól. eða vetrarins drifhifta lín.** Svo kvað skáldió Stefán G. Stepfánsson. Þessi tilfinning er í lífi margra. Æskustöðvarnar eru hjartfólgn- ar. Eyjafjallasveit hefir heillað hugi margra, vegna hinnar stór- kostlegu tilkomumiklu fegurðar í ríki náttúrunnar. Þar iklæðist landið okkar hinu fyrsta skrúði vorsins. 1 Eyjafjailasveit nýtur maður vorfegurðar og yndisleiks, farfuglarnir heilsa með hrifningu vorsól og sumri, Menn og málleys- ingjar njóta fegurðar þessarar svipfögru sveitar. Hressandi vor- blær strýkur um kinn, og færir nýjan lífsþrótt og unað. Litskrúð haustsins er ennfremur ógleym- anlegt. Hérað og umhverfi heill- ar, en líka hið þjóðlega umhverfi, hjörtu fólksins, allt er samgróið. Gestrisni og kærleikur hefir þar runnið saman í eitt. Sveitin er umvafin kærleika fólksins. Ástæðan fyrir línum þessum er sú, að mér er afar ljúft að minnast merkisdags f lífi frú Jóhönnu að Fit í Vestur-Eyjafjallahreppi. Mér finnst ég eigi henni og heim- ilinu að Fit mikið upp að inna, frá þeim tíma er ég dvaldist við skól- ann að Seljalandi. Ævisaga hennar verður ekki rakin hér, enda standa rætur hennar djúpt, dýpra en nokkur heimild nær til, stórkostlegustu þættirnir gerast í fylgsni hugans, en ekki á yfirborðinu. Á þriðja áratug hefir Jóhanna að Fit verið rúmföst vegna lömun- ar. Hugur hennar hefir haldið fullum styrk og lokið upp leiðum. Þrautseigja hennar hefir yfirstig- ið alla örðugleika. Jóhönnu hafa verið léðir vængir kveldroðans. Heimilið að Fit liggur í þjóð- braut, gestakoma mikil, aldrei barið að dyrum árangurslaust. Að Fit er jafnan reiðum höndum hjálp, heilræðif hvíld. Húsráðend- ur synja engum aöstoðar meðan nokkuð er til, er skipta má. Að Fit er kyntur eldur bróðurkær- leikans, aldrei daufheyrzt við neinu. Heimilið sameiginlegt sem sól og Ioft. Aldrei er þar upp- skerubrestur bróðurkærleikans. Jóhanna Ólafsdóttir fæddist að Núpi í Vestur-Eyjafjallahreppi 21. júní 1901. Foreldrar hennar voru þau hjónin Ólafur Ketilsson bóndi þar og Ingibjörg Ólafsdótt- ir. Ingibjörg og Ólafur voru talin i röð betri búenda. Hugur Jóhönnu hneigðist snemma að bókum, en þess var enginn kostur að sitja lengi á skólabekk. Af sjálfsdáðum aflaði hún sér góðrar fræðslu. Ung gift- ist hún eiginmanni sínum, Páli bónda að Fit. Hafa þau lifað sam- an í hjóhabandi i yfir hálfa öld. Páll hefur að aðalsmerki fjör, gáf- ur, drenglyndi, vinfestu og hrein- skilni. Páll er hreinskiptinn í orð- um, getur verið glettinn í svörum. Hvar sem hann er eykur hann glaðværð, traustið og drengskap- inn, hið djúpa vináttuþel og hið hlýja viðmót. Hjónaband þeirra Jóhönnu og Páls hefir verið hið farsælasta og ástúðlegasta, eins frá beggja hálfu, þó eigi þannig, að annað drægi sig i hlé og hyrfi fyrir hinu, heldur þroskast þau hlið við hlið. Þau gera úr lífinu óaðskiljanlega einingu. Aðdáun vekur hin stór- kostlega nærgætni og umönnun, er Páll veitir konu sinni, hann víkur ekki frá henni eitt eða neitt, vakinn og sofinn að veita henni sem einlægasta aðhlynningu. Páll og Jóhanna hafa undan- farna áratugi verið í skjóli Sigríð- ar dóttur sinnar og eiginmanns hennar, Baldurs Ólafssonar. Ég minnist margra ánægju- stunda á heimilinu á Fit. Utan dyra kasta menn af sér drungan- um, það er ekki hægt að komast með hann inn. Bæði eru þau hjón, Sigríður og Baldur, sérstaklega gestrisin eins og ég hef fyrr sagt. Glaðværðin og hlýlegheitin skipta öndvegi. Samræður oft alvarleg- ar, stundum fyndnar og fjörugar, en ávallt hreinskilnar og tildurs- lausar. Ekki hefir heimilisfólkið að Fit gert sér neitt sérstakt far um að leita sér vinsælda, en það á marga vini, kunningja og félaga, fleiri en það veit um. Það er ör- uggasta merkið um mannkostina. Jóhanna, hjartanlegustu og innilegustu heillaóskir í tilefni dagsins. Helgi Vigfússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.