Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JUNÍ 1976 13 Damms Antikvariat í Osló Nyegaard með einn dýrgripinn úr safni sínu, og eins og sjá má eru það forvitnilegir hlutir, sem skreyta veggi og hillur. ez&7i * »r Sfteffum 0úgna 23oofum og> laflfllurti famflflfffiff 09 a £flt(o(fí niatt ^ ©fripuö r prefle oö 00?eífiaö ffff íj W0tr«nu UtllíqD öB procft t ©falfcollíc/ 3íp S?rnörtíf jfrufe Anno 1 cr 8 8* „ 5©©3O00®g0Q0OSS©Qg9®2^~ gQ0gQ0SQ03Q0 3© tt^.**** *■***£ *-Ht****-Þ k-k*k * ** $@Km?mkdk3i*m á 3000 mörk af uppboðshaldaran- um, en ég hafði reiknað út að ég þyrfti jafnvel að borga 30—35 þúsund mörk fyrir verkið. Á end- anum tryggði ég mér svo þessa sjaldgæfu ferðasögu á 60 þúsund mörk og þú þarft ekki að spyrja um það, að meðan uppboðið fór fram ríkti mikil spenna í upp- boðssalnum, maður gleymdi sér algjörlega. Ég iðrast ekki þessara kaupa og hef fengið um 700 fyrir- spurnir um þessa ferðasögu. Hún er þó enn hérna hjá mér og er ef til vill heimsins dýrasta ferðabók. Mitt eintak er eitt af örfáum, sem er til í einkaeign. ÉG VILDI AÐ ÉG HEFÐI KOMIÐTIL ÍSLANDS — Ég hef alltaf haft sérstakan áhuga á íslandi og tslendingum, segir Nyegaard. — Aldrei hef ég þó komið til landsins, en fylgzt með landi og þjóð með lotningu í gegnum bækur mínar og fréttir úr blöðum og bæklingum. Það sem ég hef mest undrazt í sam- bandi við tslendinga er hinn ein- stæði bókmenntaáhugi meðal þjóðarinnar og þá bæði nú og alveg sérstaklega áður fyrr. ís- land er einstæður markaður fyrir gamlar bækur, ég vildi að ég hefði komið til íslands, vonandi á ég það eftir. — Það er erfitt að fá íslenzkar bækur til sölu, en þó á ég núna allgott safn íslenzkra bóka, — heldur Nyegaard áfram. Meðal þeirra íslenzku bóka sem Nye- gaard rakst á í París í fyrra var meðal annars Grönlandia, og er hún verðlögð á um hálfa milljón íslenzkra króna. Hún mun vera ein fyrsta bókin, sem prentuð var í Skálholti árið 1688 ásamt Land- námu m.a. Um þessa bók segir svo í bæklingi Damnís. „Jonsson, Arngaimua: Grön- landia eður Grænlanda saga Ur íslenzkum Sagna Bókum og Ann- álum samantekinn og á Latinskt mal Skrifuð... Enn a Norrænu utlögd af Einare Eiolssine. Heil- síðu trérista af Eiríki Rauða á móti titilsíðu, heilsíðu trérista af rostungi á síðustu síðu og skreyt- ing í tré i kringum bókarnafn. Skalholt 1688.“ Þær eru fleiri íslenzku sögurn- ar, sem er að finna hjá Nyegaard. Svo nokkrar séu nefndar: Eyrbyggja-saga (Kaupmannahöfn 1787), Hervararsaga (Kaup- mannahöfn 1785), Saga Kristiáns fimmta (Hrappsey 1779), Njála (Kaupmannghöfn 1772), Víga Glúms saga (Kaupmannahöfn 1786). Fleiri bækur masíti nefna, en verður ekki gert hé/. Þess má geta að bækur þær sem hér hafa verið nefndar metur Nyegaard á frá 50 þúsund krónum og allt upp í hálfa milljón íslenzkra króna, en það er Grönlandia, sem er metin svo hátt. GUÐBRANDSBIBLÍA VERÐMÆTUST í MIKLU BIBLÍUSAFNI Nyegaard er engan veginn alæta á gamlar bækur eða kort, sem hann selur einnig mikið af. Hann hefur sérhæft sig í ferða- sögum frá norðlægari slóðum og biblium alls staðar að úr heimin- um. Upp á síðkastið hefur hann þó einnig látið fleira til sín taka og ferðasögður frá Afríku eru eitt af því sem hrífur huga hans mest um þessar mundir. Biblíusafn sitt metur Nyegaard á um 750 þúsund norskar krónur, eða sem svarar til tæplega 23 milljóna íslenzkra króna. Dýrasti gripurinn í þessu safni er fyrsta prentaða biblían á ís- lenzku, Guðbrandsbiblían, prent- uð á Hólum 1584, eða 70 árum áður en Norðmenn hófu að prenta bækur. — Það sem gerir þessa biblíu svo dýrmæta sem raun ber vitni TitMsíða Grönlandiu er upplagagjöldinn, en það var aðeins 500 eintök, segir Nye- gaard. — Ég komst yfir bókina á uppboði á bókum úr safni Thore Wirgins í Stokkhólmi fyrir nokkr- um árum, en það er mjög sjald- gæft að rekast á Guðbrandsbiblíu á uppboðum. Gústav Vasa biblían sem prentuð var í Svíþjóð árið 1541, eða 43 árum á undan Guð- brandsbiblíu, er t.d. ekki eins sjaldgæf né dýr því hún var prentuð í mun fleiri eintökum. VEGGIR ÞAKTIR BÓKUM Meðan við stöldruðum við hjá Damms fornbókasölunni kom þangað norskur læknir í leit að lækningabókum frá 19. öld. Þvl miður gat Nyegaard lítið hjálpað honum því eins og hann sagði sjálfur þá hefðu möguleikarnir strax verið meiri hefði læknirinn viljað fá bók frá 16. eða 17. öld. í húsinu við Ekebergsgötu hef- ur Nyegaard innréttað 10 her- bergi eða sali á tveimur hæðum, þar sem veggir eru þaktir meó bókum og húsgögnin eru gjarnan skápar frá 15. eða 16. öld, fornfá- legir kertastjakar og virðulegar ljósakrónur. í kjaliaranum hefur hann verkstæði þar sem hann bindur inn bækur og gerir við þær sem skemmzt hafa á langri leið. Að vísu eru ekki allar bæk- urnar aldagamlar í „sáfninu" hans, en þær yngri fá minna pláss, þeim er minni virðing sýnd. Það er ekki aðeins að bækurnar og allir gömlu gripirnir séu fyrir augað, þær eriT ekki síður fyrir önnur skynfæri. Lykt af nokkurra alda gömlum bókum fyllir vitin og það er ekki erfitt að gera sér i hugarlund torfbæ á Islandi. Mann með bók i hönd, lesandi við grút- artýru. Eða þá snjóhús á Græn- landi það herrans ár 1861. Fólk vendilega vafið í skinn, lesandi í „Atuagagdliutit", blaði sem gefið var út í Grænlandi og var eitt hið fyrsta i heiminum til að nota myndir. GRÆNLAND AF ÖLLUM STÖÐUM t HEIMINUM — Ég hef alltaf haft sérstakan áhuga á grænlenzkri menningu og þetta blað, sem í lauslegri þýð- ingu mætti kalla „Eitthvað til að lesa“ ber vitni listrænu hand- bragði og menningu á háu stigi, segir Nyegaard. — Og hugsaðu þér, af öllum stöðum í heiminum, þá urðu Grænlendingar á meðal þeirra fyrstu til að nota myndir í sin blöð. í bæklingi frá Damms Antikvariat segir m.a. um blaðið Atuagagdliutit: „Fyrstu árin var Rasmus Bertelsen ritstjóri blaðs- ins, en Lars Möller ritari hans og tæknilegur aðstoðarmaður. Síðan tók Möller við af honum og hélt því starfi allt til ársins 1922. Atuagágdliutit var raunverulegt tímarit. Það var bæði sett og prentað af Lars Möller, skrifað undir hans ritstjórn auk þess sem hann skrifaði gjarnan sjálfur, myndskreytti það, batt það loks inn og dreifði því sjálfur ef því var að skipta." Landakortin sem Nyegaard býður til sölu eru ekki síður merkileg en bækurnar. Til að mynda ,,Zeno-kortið“, sem lætur ekki mikið yfir sér en er eigi að síður verðlagt á eina milljón króna. Saga þess er stórmerkileg og það hafði mikil áhrif á land- fræðinga fyrri tíma. Upphafið að kortagerðinni var ferð þeirra Nicolo og Antonio Zeno til „hins fjarlæga norðurs" árið 1380. Þeir skráðu niður það sem fyrir augun bar og eftir þeirra frásögnum var síðan kortið gert í Feneyjum árið 1558. Svo var til þess vandað að í áratugi var það ein helzta stoð landfræðinga, sem höfðu hug á að fræðast um Grænland. HVER BÓK HEFUR SÍNASÁL Er hér var komið sögu hafði jarðbundinn blaðamaðurinn áhuga á aó vita hve margir bóka- titiar og hver mörg kort væru í Bókahúsinu, sömuleiðis hversu hátt safnið hans væri metið í ves- ælum krónum. — Nei, sjáðu nú til, segir Nyegaard. — Það skiptir engu máli hve margar bækur ég hef á boðstólum, það eru gæðin og aldurinn, sem skipta öllu máli. Ég gæti trúað að ég væri núna með um 50 þúsund titla til sölu og þú getur rétt ímyndað þér hvort þetta starf krefst ekki mikils af manni, því hver einasta bók hefur sina sál. — Safnið mitt er tryggt á nokkrar milljónir norskra króna, en ef eitthvað kæmi fyrir bæk- urnar myndi ég aldrei fá þær borgaðar. Ekkert kemur í stað gamallar bókar sem eyðileggst. Ekkert. — Talandi um peninga þá get ég sagt þér það að eitt blað úr Gutenbergsbiblíunni, sem var prentuð fyrst allra bóka áriö 1455, var t.d. nýlega selt á 900 þúsund krónur íslenzkar. Kollegi minn er svo hamingjusamur að eiga bók- ina í heilu lagi og metur dýrgrip- inn átugi milljóna. Ég minnist nú ekki á skinnbækurnar, t.d. þær islenzku, það liggur við að hvert einasta snyfsi sé algjör dýrgripur, segir Nyegaard, en á sínum ferli hefur hann þó haft blöð úr skinn- bókum undir sínum höndum. Nyegaard er stoltur af bókun- um sínum og kortunum og það er með trega að hann lætur dýrgripi frá sér fara. En það er hans starf og í stað þess að hafa þær í hillun- um sínum verður hann að gera sér að góðu að fylgjast með þeim eftir að þær fara frá honum. Við þökkum fyrir viðtalið og alla vinsemdina og Nyegaard, þessi sérstæði og hlýi maður, end- urtekur orð sín um að hann megi til með að bregða sér.til íslands. „Annað veifið hefur maður heppnina með sér og þannig komst ég yfir 13 íslenzka dýrgripi sem boðnir voru upp í París í fyrrahaust” Þannig skreyttu Grænl'endingar sín blöð þegar árið 1861

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.