Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JUNÍ 1976 7 HUGVEKJA eftirsr. Þöri Stephensen GUÐSPJÖLL þessa sunnu- dags, hins fyrsta eftir þrenn- ingarhátíð, fjalla um afstöðu kristins manns til peninga. Við hugsum sennilega ekki nógu oft út í það, að það sem við köllum „þessa heims gæði", er ekki okkar dýpst skoðað. Okkur er veitt þetta sem lán til þess að við getum lifað farsælu lifi hér á jörð. Þetta er eins konar rekstrar- lán, og gjalddaginn er þá, þegar jarðlífinu lýkur. Þetta lán er okkur ætlað að ávaxta i lífi og starfi öðrum til góðs. Við hyggjum sjálfsagt of sjaldan að þessu, flest okkar. Þó erum við oft á þetta minnt bæði af hinni helgu bók og af ýmsum þeim í okkar samtið, sem gefinn er næmari skiln- ingur en fjöldanum. Meðal þeirra er skáldið, sem sagði: „Hvað vannstu Drottins ver- öld til þarfa? Þess verður þú spurður um sólarlag." Kristur hefur sjálfsagt valið sér þessi mál að umræðu- efni, af því að hann hefur fundið, hve mikils samtið hans mat peninga, en hugs- aði ekki út í það, að þegar að skuldadögum dregur, þá er það allt annað en penirígar, sem um er spurt. Líkklæðin hafa enga vasa. Menn fara ekki með neitt efnislegt með sér af þessari jörð. Það er oft spurt um sann- anir, þegar trúmál eru rædd okkará meðal. Og hafi nokk- uð verið sannað í mannlegu lífi, þá er þaðfánýti pening- anna til að skapa mannlega hamingju. Norska skáldið Arne Gar- borg er einn af þeim, sem hafa lagt áherslu á þetta. Hann segir. „Það er hægt að kaupa mat en ekki matarlyst, lyf en ekki heilbrigði, mjúkarsæng- ur en ekki svefn, glit en ekki fegurð, glæsileik en ekki un- að, skemmtun en ekki gleði, þjóna en ekki trúmennsku, náðuga daga en ekki frið. í stuttu máli sagt. Menn geta keypt hismið en ekki kjarn- ann fyrir peninga." Þannig mælist skáldinu, og erlent dagblað, sem hét verðlaunum fyrir bestu skil- greininguna á gildi peninga, verðlaunaði þetta svar: „Það er hægt að kaupa allt fyrir peninga nema hamingj- una. Þeir eru aðgangseyrir að öllu nema himninum." Hið sama segir boðskapur Krists. Þaðeru mannkostirn- ir, manngildið, hinn andlega auður mannssálarinnar, sem þar gildir, en ekki málmurinn gullni. Mér hefur sjaldan orðið þetta betur Ijóst, hve verald- legur auður er óskaplega lítils Penir °g ígar nis- hamii ngJa virði, en þegar ég sat eitt sinn andspænis ungri konu í ríkulega búinni íbúð hennar. Hún var þar ein með börnum sínum, af því að hún hafði misst manninn sinn til ann- arrar konu. Hún hefði svo sannarlega viljað gefa allt til þess að hann væri enn þar heima, húsið, innbúiðfagra og bílinn. Já, allt, en ham- ingjan varekki föl, jafnvel þótt allt þetta og miklu meira af slíku væri í boði Já, það er beðið um sann- anir. Hér eru þær fyrir hendi, fleiri en tölum verðurá kom- ið. En það er eins og það hafi lítið að segja. Lífsgæðakapp- hlaupið snýst samt alltaf um peninga. Ég tek það fram, að hér er ég ekki að gagnrýna sérstak- lega verkföll og kjarabaráttu íslenskra launastétta. Ég er ekki að gagnrýna baráttu fyr- ir nauðsynlegum lífskjörum, heldur mammonshyggjuna í heild, þann villta dans, sem s! og æ er stiginn í kringum gullkálfinn. Þar eiga allir ein- hverja sök. En þetta er stefna, sem í eðli sínu er mannskemmandi og getur leitt menn ótrúlega langt nið- ur á við eins og dæmin sanna mjög vel, þau sem við fáum nú æ oftar fréttir af i fjölmiðl- um. Þar heyrum við um laga- brot, sem framin eru i auðg- unarskyni einu, og það virð- ist ekkert draga úr mönnum, að jafnframt er iðulega verið aðgjöreyðileggja líf annarra, ekki sist æskumanna, þar sem áfengis- og eiturlyfja- smygl er annars vegar. Manni verður það stund- um á ósjálfrátt að spyrja sem svo: Hvar er trú slíkra ógæfu- manna? Hvaða hugmyndir hafa þeir um Guð Óg siðferði- lega ábyrgð gagnvart hon- um? Er þetta kannski svona, af þvi að Guð er gleymdur? Er þetta, af því að honum hefur verið fórnað á altari gullkálfsins? Er þetta kannski glöggt dæmi um stefnu þess lifs, sem gleymir Guði eða neitar að taka hann með í reikninginn? Sé svo, þá er munurinn auðsær og saman- burðurinn býsna hagstæður Guðstrúnni. En samt sigur alltaf á ógæfuhlið. Ég tek það fram, að ég er ekki að gagnrýna peningana sem slíka, heldur þá hugsun, sem setur þá öllu öðru ofar, gerir þá að æðsta takmarki lífsins og verður þeim algjör- lega háð. Peningareru nauð- synlegir, en þeir mega aldrei verða að takmarki i lifinu. Þeir mega ekki verða til þess, að við glötum þvi, sem ekki verður keypt fyrir nokkra peninga. Okkur er ekki ætlað a8 berjast um frama lífsins. Við eigum að stySja hver annan til æ göfugra lífs og betra. Þess vegna kallar lífið í raun og veru til ábyrgðar og sam- stöðu, en ekki samkeppni á annarra kostnað. En þaðer annað, sem kallar i gagn- stæða átt, og það er sjálfs- hyggja og síngirni mannsins. Og spurningin er: Á Guð að ráða eða eigingirni manns- ins? Er maðurinn og vilji hans æðsta vald í alheimi? Eða er til eitthvað, sem heitir Guð? Lesandi minn, svaraðu þeim spurningum af ein- lægni og breytti síðan eftir svari þínu. Þá muntu fá sterkustu sönnunina i þinni eigin hamingju. Þvísannaðu til. Þú höndlar hana ekki á vegum eigingjarns guðleysis, heldurá kærleiksvegum Guðs. Falleg — vönduð ÁRGERÐ 1976 — VÖNDUÐUSTU HJÓLHÚSA TJÖLD í EVRÓPU — ENGINN VAFI! AUKIÐ NOTAGILDI HJÓLHÚSANNA OG TVÖFALD- IÐ FLATARMÁLIÐ MEÐ AÐEINS 10% VIOBÓTAR KOSTNAÐIM SÉRSTAKLEGA HENTUG VIÐ ÍSLENZKAR AÐSTÆÐ- UR. 4JA ÁRA REYNSLA HÉRLENDIS. ÚTVEGUM TJÖLD Á ALLAR GERÐIR HJÓLHÚSA. LEITIÐ UPPLÝSINGA OG PANTIÐ TÍMANLEGA. E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGOTU 1—3, HAFNARFIRÐI — SÍMI 51919 TANNLÆKNAR NÝ ÞJÓNUSTA Önnumst allar viögeröir á tannlækningatækjum Eftirlit — Breytingar — Uppsetning — Varahlutir Reynið þjónustuna 4 HITTER VIÐGERÐARÞJÓNUSTA Miðstræti 12 símar: 27511 — 51884 Box 451, Reykjavík GOLFTEPPADEILLm SMIDJUVEGI6 enskgólfteppi f rá Gllt Edge og CMC Vió bjóðum fjölbreytt úrval gólfteppa frá Gilt Edge og CMC til afgreióslu strax; og einnig má panta eftir myndalista meó stuttum afgreióslufresti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.