Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JUNI 1976 27 Leonid Plyushch: Leynilögreglan þarf ekki lengur að hafa eftirlit með íbúðinni á Eldhugagötu 33 f Kænugarði. Plvushch-; fjölskyldan er á Vesturlöndum. Sovétstjórnin hefur látið undan mótmælum „Hinnar alþjóðlegu nefndar stærðfræðinga til verndar Leonid Plyusheh“, Amnestv international, hinum djarflegu áskorunum Andrei Sakarovs og eindregnum tilmælum fjölmargra aðila, en þangað til höfðu tvær manneskjur orðið að þola grimmi- legar þjáningar árum saman: Stærðfræðingurinn Leonid Plyusheh í illræmdu geðsjúkrahúsi í Dnjepro- petrovsk og kona hans, Tatjana, tveggja barna móðir, í vægast sagt vafasömu frelsi í Kænugarði. Eftir handtöku manns síns missti Tatjana stöðu sína sem kennari og vann eftir það fyrir sér og sonum sínum sem lausavinnu ljósmyndari. Lögregluyfirvöldin reyndu af fremsta megni að koma í veg fyrir, að hún áfrýjaði máli sínu til valdhafanna í Kreml með aðstoð annarra andófsmanna eða vina á Vesturlöndum. Henni var hótað hefndarráðstöfunum, hörnin yrðu frá henni tekin og svo framvegis og reynt var að lama viljaþrek hennar með fölsuðum skjölum og fjárkúgunum. En Tatjana Plyushch lét ekki bugast. Hún ferðaðist ótrauð milli Kænugarðs, Moskvu og Dnjepropetrovsk, fram og aftur, skrifaði bréf og símaði. Þessi kona ætti skilið að vera kjörin „eiginkona ársins“. Leonid Plvushch „Hægfara hugklofnun með frelsunar- og siðbótarhugmyndum” Að þrotum komin En meira varð Leonid Plyushch að þola. Hann var settur inn í sérstakt geðsjúkrahús, en sjúk- dómsgreiningin kom símleiðis frá Moskvu og hljóðaði þannig: ..Hægfara hugklofnun með frelsunar- og siðbótarhugmynd- um.“ Þetta var í júlí 1973 og þar voru honum gefnir of sterkir skammtar af insulini og halo- peridol. í hvert sinn, sem hann virtist þrotinn að kröftum andlega og líkamlega, reyndu læknarnir að þvinga hann til að gefa vitnisburð um það, að hann hefði hlotið rétta meðhöndlun. Einnig átti hann að taka aftur mótmæli sín gegn tröðkun á mannréttindum í Sovétrikjunum. Tvisvar hélt hann í örvæntingu sinni, að lögreglumönnunum í hvítu sloppunum myndi takast þetta, en í bæði skiptin gat hann hert sig upp og vísað kröfum stjórnvaldanna á bug. Skapfesta Leonids Plyushch sigraði að lokum. En þeir hræði- legu hlutir, sem hann varð að reyna i Dnjepropetrovsk, hafa vissulega sín áhrif og eftirköst, hversu varanleg sem þaú verða. Sá sem hefði séð hann í fyrsta skipti aftur eftir handtökuna á landamærastöðinni Marchegg f Austurríki hinn gráa laugardags- morgun, hefði orðið skelfingu lostinn: andlitið var bólgið, æsku- bjarta augnaráðið var horfið og maðurinn var að niðurlotum kom- inn. Þrír læknar, brezki geðveikra- læknirinn Gerry Low-Beer, Frakkinn Gaston Ferdiere og austurríski taugalæknirinn og sérfræðingur dómsmálaráðu- neytisins þar í landi, Willibald Sluga, hafa síðan rannsakað Plyushch. Samdóma álit þeirra er: Sjúkdómsgreiningin frá Moskvu var uppspuni. Einnig voru þær tilraunir alrangar, sem gerðar voru á Plyushch, og minna á aðferðír nasista i fangabúð- unum. Þær lækningaaðferðir, sem læknarnir í Dnjepropetrovsk viðhöfðu gagnvart hinum heil- brigða Plyushch, væru alls ekki, að því er dr. Siuga segir, leyfðar á Vesturlöndum í hinum alvarleg- ustu tilvikum hugklofnunar (schizophrenie). Læknarnir geta ekki fullyrt um, hvort hinn úkra- ínski andófsmaður muni hljóta varanlegt heilsutjón af þessum sökum. En þeir búast þó við, að það muni taka hann nokkra mán- uði að ná sér eftir lyfjagjafirnar, hinar sálrænu þjáningar og hina löngu einangrun. Gerði skyldu sína I framkomu er Leonid Plyushch enn eins og vinir hans muna hann: hógvær, lítillátur og er algjörlega laus við tilhneigingu til að vera í sviðsljósi sem hetja á vettvangi stjórnmálanna. Hann telur, að hann hafi gert skyldu sina sem ábyrgur borgari og maður. Frá barnæsku hafði Plyushch fengið að kenna á miskunnarleysi lífsins. Hann var tveggja ára gam- all, er faðir hans féli í stríðinu. Þau mæðginin hálfsultu, og hann veiktist af beinaberklum. Árin eftir stríðið voru einnig erfið. En hann sýndi seiglu og hörku við skólanámið og lauk þvi með prýði. Inntökuprófið í stærðfræðideild háskólans I Kænugarði stóðzt hann með miklum ágætum. Hann hóf svo feril sinn sem vísinda- maður við þá stofnun Vísindaaka- demiunnar í Ukrainu, sem kennd er við „cypernetics“, en það er fræðigrein, sem ,,rafeindaheilar“, „hugsandi" vélar og slík fyrir- bæri eru byggð á. En hinn ungi menntamaður kærði sig ekki um að vera sér- fræðingur með augnalappa (fag- idiót) og tók að skipta sér af þjóð- félagsmálum. Eftir innrásina í Tékkóslóvakíu í ágúst 1968 mót- mælti hann því, að nágrannaríkið væri beitt ofbeldi. Hann lét sig skipta fangelsaða Rússa, Gyðinga og Tartara frá Krím og þá sérstak- lega einnig úkrainska landa sína sem voru ofsóttir af stjórnmála- eða trúarástæðum. Hann gerðist aðili að samtökum, sem háðu bar áttu fyrir borgararéttindum og mannréttindum. Fyrir það missti hann fyrst stöðu sína í Vísinda- akademíunni. Hann gat hvergi fengið vinnu, þangað til hann fékk starf sem næturvörður. En hann hvikaði ekki frá hugsjónum sínum. í Flokknum taldist hann til þeirra marxista, sem vildu um- bætur. En brátt hallaðist hann þó sem friðarsinni að heimsborgara- legum skoðunúm, og átti hann þá samleið með mönnum eins og Sakharov og Grigorenko. Blaöamannafundur í París Ofanritað er þýðing á grein eftir A. Korab i þýzka blaðinu „Die Zeit“. 3. febrúar s.l. kom hann fram á blaðámannafundi í París. Var hann haldinn i sömu salarkynnum og þar sem 5000 manns höfðu komið saman 23. október 1975 til að krefjast þess, að Plyushch yrði látinn laus. Plyushch las upp langa yfirlýs- ingu eða greinargerð á rússnesku, og var hún jafnharðan túlkuð á frönsku. Franska blaðið L’Espress segir: „Algjör þögn ríkti í salnum, sú þögn, sem er samfara hinum miklu vitnisburð- um við dómgrindur sögunnar.” Blaðið birti siðan greinargerð Plyushch orðrétt, og eru hér tekn- ir nokkrir kafiar úr henni: „Ég er 37 ára gamall. Ég er Ukrainumaður að þjóðerni. Starf mitt: stærðfræðingur. Ég starfaði við Vísindaakademiuna i Kænu- garði. Þar var mér sagt upp störfum, opinberlega að kröfu starfsfólksins, en i rauninni vegna mótmælabréfs, sem ég hafði sent blaðinu „Kosmo- molskaia Pravda" að loknum rétt- arhöldum i máli þeirra Guins- bourg og Galanskov. (Aths. Þeir voru dæmdir í 5 og sjö ára fang- elsi 1968. Galanskov lézt í fanga- búðum, 33ja ára gamall.) Ég gat ekki fengið neitt annað starf. Ég var handtekinn i janúar 1972, sak- aður um andsovézkan áróður. En af hverju var ég settur i fangelsi og siðan á geðveikrahæli? Árið 1964, eftir að Krústjev hafði verið veitt lausn frá emb- ætti, skrifaði ég bréf til mið- stjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Ég lét þar í ljós skoðanir mínar á þróun lýðræðis i Sovétríkjunum. Bréfið komst — fyrir tilviljun — í hendur KGB. Þar var mér ráðlagt meðal ann- arra orða að skrifa ekki slik bréf. 1 árslok 1966 hóf ég að skrifa greinar fyrir „samizdat“ um eðli sovézka stjórnarfarsins, hug- sjónastefnu þess og þjóðernis- vandamál innan Sovétrikjanna. Ég rannsakaði öll þessi vandamál sem sannfærður marxisti og studdist við verk Marx og Lenins. Ég taldi, að bylting í Sovétríkj- unum væri óhugsandi, að hún væri ekki æskileg, en umbætur í lýðræðisátt væru bráðnauðsynleg- ar. Endurbætur skyldu koma að ofan, en fræðslustarfsemi leyfð meðal almennings. 15. janúar 1972 var ég handtek- inn og settur i einangrunarklefa í fangelsi í Kænugarði þar sem KGB annaðist yfirheyrslur. Þar var ég sakaður um allt það, er ég hef þegar minnzt á. Frá fyrsta degi rannsóknarinnar neitaði ég að bera vitni á nokkurn hátt. Ég vissi, að hinn minnsti vitnisburð- ur um vini mína, þótt jákvæður væri, myndi verða notaður gegn þeim. í maí 1972 var ég sendur í svonefnda sérfræðilega geðrann- sókn í þægilegu hjúkrunarheim- ili, en var reyndar i sex mánuði í Lefortovo-fangelsinu i Moskvu. Akvörðunin að beita mig þving- unum til að gangast undir læknis- meðferð var einfaldlega tekin eftir nokkur samtöl við lækna, sem allir eru frægir, sovézkir geð- læknar. Ég frétti síðar, að sjúk- dómsgreiningin hefði verið svo- hljóðandi: „Þrátát hugklofnun frá barnæsku". Ég var lokaður inni i hinu sér- fræðilega geðsjúkrahúsi í Dnjepropetrovsk frá því í júlí 1973 til 8. janúar 1976. Ég var látinn gangast undir „læknismeð- ferð“ með (neuroleptique, halo- péridol et triftazine — þýðandinn er jafnnær, en þó fer hrollur um hann) og tvo insúlín-kúra. Á hæl- inu voru aðallega geðveikisjúkl- ingar, morðingjar, nauðgarar og alls kyns ofbeldisglæpamenn. Hinir pólitísku vistmenn, um 60 talsins, voru flestir andlega heil- brigðir. Hér var um að ræða menn, sem höfðu verið handtekn- ir fyrir svonefnda „andsovézka" starfsemi og þá, sem höfðu reynt að komast til Vesturlanda. Mig hryllti við þessu hæli þegar I upphafi. í salnum voru fleiri sjúklingar en rúm. Sjúklingarnir engdust af kvölum vegna halopér- idol-lyfs: tungan lafði úr einum, augun voru að springa út úr öðr- um og hinn þriðji gekk boginn fram og til baka í sífellu. Sumir voru rúmliggjandi og stundu af kvölum: þeir höfðu fengið brenni- steinssprautur. Mér var sagt, að þeim hefði verið refsað fyrir slæma hegðun. Allir sjúklingarnir voru í tölu- lausum nærfötum. Ég blygðaðist mín gagnvart hjúkrunarkon- unum, því að í slikum klæðnaði voru kynfærin sýnileg. Nálægt dyrunum grátbændu sjúkling- arnir verðina um að mega fara á salerni. Næsta morgun vaknaði ég við það, að tveir hjúkrunarmenn voru að lúberja einn sjúklinginn. Um daginn var ég kallaður til yfirheyrslu til læknisins, frú eða fröken Kamenetskaia. Einn hjúkrunarmannanna kom þá inn í stofuna til að segja henni, að um- ræddur sjúklingur hefði ráðizt á hjúkrunarmennina og síðan reynt að ryðjast fram á salernin. Hún gaf skipun um, að hann yrði sett- ur i bönd. Síðan réðst hún inn í salinn og tók að hrópa. Sjúkling- arnir sögðu mér, aó viðkomandi maður hefði ekki ráðizt á neinn, en hann hefði verið barinn, af þvi að hann hefði beðið um, að sér yrði fylgt á salerni. Enginn kærði sig um að segja lækninum þetta af ótta við refsingu í formi brennisteinssprautu. Ég kom til fangelsisins með hópi þjófa, sem höfðu gert sér upp geðtruflanir til að geta „hvílt sig og fengið betra að borða“. Þegar daginn eftir viðurkenndu þeir, að þeir væru með fullu viti, slíkri skelfingu voru þeir lostnir af því, sem þeir höfðu séð. Viku síðar var ég fluttur á aðra hæð. Þar voru aðstæður nokkru skárri. Engir engdust þar af kvöl- um vegna halopéridol. Það var auðveldara að komast á salerni. Sjúklingarnir voru klæddir nátt- fötum, þótt þau væru skítug og rifin. Ég var látinn liggja á milli tveggja sjúklinga, og var annar svo langt leiddur, að hann var skömmu síðar fluttur á venju- legan spítala, þar sem hann var að dauða kominn. En sú venja var við höfð til að halda dánartölunni niðri á hælinu. Ég kynntist þarna blaðamanni frá Leningrad, Evdokimov. Við hófum hugmyndafræðilegar sam- ræður. Þá vorum við aðskildir, þar eð við værum andsovézkir. Nokkrir sjúklinganna höfðu farið að kvarta yfir því, að við héldum fyrir þeim vöku. Ég var fluttur í annan sal. Þar var einnig pólitísk- ur vistmaður, en læknarnir vör- uðu hann við að tala við mig. Hann þagði alla tið. . . . Mér var nú fyrir skipað að taka halopéridol í smáskömmtum. Drungi og slen gerðu vart við sig sem og sinnuleysi. Mér varð erfitt að lesa bækur. Ég fór að spýta út úr mér töflunum á laun. Þremur mánuðum síðar var ég fluttur á deild nr. 9, hina ströng- ustu. Þótt geðþótti hjúkrunar- fólksins megi sín minna þar, er „læknismeðferðin" aftur á móti miklum mun kröftugri. Eftirlitið er strangara, og yfirheyrslurnar, sem læknarnir annast, eru á mörkum hins hlálega og fárán- lega. Þarna var ég á meðal mjög órólegra og hávaðasamra sjúkl- inga. Það var hryllileg samkunda. í fangelsinu var ég álitinn mjög hættulegur sjúklingur. Hjúkr- unarkarlarnir og konurnar höfðu ströng fyrirmæli um að tala ekki við mig. Aðrir pólitiskir vistmenn voru undir nákvæmu eftirliti: ef þeir hefðu talað við mig, hefði hagur þeirra versnað. Þegar einn hjúkrunarmannanna fór að fá lánaðar hjá mér visindaskáldsög- ur, fékk hann ákúrur fyrir að blanda geði við andsovézkan vist- mann . . . í yfirheyrslunum spurðu lækn- arnir mig um sambönd min við fólk, þegar ég var frjáls. Ég neit- aði að svara þeim spurningum. En þessar yfirheyrslur voru mér mikið kvalræði, því að þær vörð- uðu sannfæringu mína, en fóru fram með háði og spotti. Það voru gerðar athugasemdir við bréfin, sem ég fékk frá mínum nánustu. Þegar konan min kvartaði eitt sinn — ég man alls ekki af hverju — yfir hegðun eldri sonar míns, en hældi hinum yngri, var mér sagt, að hinn eldri væri á réttri braut, en hinn yngri væri haldinn hugklofnun. Konan min væri heldur ekki andlega heilbrigð . . . Nokkur orð um hið andlega og siðferðilega stig læknanna: Sjúkl- ingur spyr: „Hvenær verð ég frjáls aftur?" Læknirinn: „Þegar ég er kominn á eftirlaun." Einn sjúklinganna líkti lækn- unum við Gestapómenn. Hann var dæmdur til að þola brennisteins- sprautu (eftir slika inngjöf hækk- ar líkamshitinn upp í 40 stig, bletturinn, þar sem sprautunni er stungið, verður mjög sár og kval- irnar verða svo miklar. að sjúkl- ingurinn verður viðþolslaus.) Franihald á bls. 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.