Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JUNÍ 1976 Aruncus dioicus (A. vulgaris — A. sylvestris) Aruncus þýðir geitarskegg en dioicus táknar að þetta sé tvíbýlisjurt þe að sumar plöntur hafa eíngöngu kven- blóm og aðrar eingöngu karl- blóm Þarna er ekki hægt að segja að um jafnrétti kynjanna sé að ræða vegna þess að karlplönturnar eru með fegurri blómskúfa og þar af leiðandi jafnan valdar til ræktunar Blómin eru ör- lítil, hvít að lit og geysilega mörg í allstórum samsettum skúfum Blómafjöldinn í ein- um slíkum blómskúf er talinn vera nálægt 10 000 Geitar- skeggið blómstrar um mitt sumar og blómin standa lengi Þetta er óvenjulega stórvaxin og tilkomumikil planta sem verður 1—2 m á hæð og annað eins í þver- mál Blöðin eru mjög stór, fallega fjaðurskipt og minna mikið á reyniblöðku og musterisblóm, sem raunar eru náskyld geitarskegginu Blöðin eru dokkgræn og gljáandi Geitarskegg er út- breitt um N.-Evrópu, Síberíu og vestantil i N -Ameriku Það vex venjulega í skóg- Geita- skegg (Jötun- jurt) lendi til fjalla og helzt við lindir og læki, enda þrifst það bezt í rökum jarðvegi og nokkrum skugga og skjóli Það hefur stinna stöngla og þarf engan stuðning. Það nýtur sin bezt eitt sér en einnig fer vel að planta því innan við tré eða runna og skjólgirðingar Aðeins þarf að gæta þess að ætla þvi gott svigrúm svo blöðin geti breitt óhindrað úr sér til allra hliða. Þessi harðgerða og skemmti- lega planta virðist fremur fágæt i görðum sem bendir til þess að erfitt muni vera að fá hana í gróðrarstöðvum. Henni má fjölga með sáningu og einnig skiptingu. Þó getur verið talsvert erfitt að skipta gömlum plöntum vegna þess að jarðstöngull- inn verður afar harður svo jafnvel þarf að beita öxi eða sög til þess að ná honum sundur. Geitarskegg verður margra áratuga gamalt og er talið geta náð 70—80 ára aldri. H.S. BLÓM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. @ Sænsk bók um efnahags- og félagsmál Ut er komin i Lundi bókin ..Teori och metod för ekonmisk och social historia", eftir Rolf Adamson prófessor í sögu efnahagsmála í Stokkhólmi og hefur Mbl. borizt hún. Þetta er fræðileg bók, sem fjallar um ýmiskonar kennslufræðilega umræðu, sem ofarlega hefur verið á baugi á undanförnum árum. Bókin er hugsuð sem grundvöllur fyrir hópvinnu og umræður. Samt sem áður er hún þannig úr garði gerð að hún getur gagnað einstaklingum, einkum þeim sem komnir eru nokkuð langt í sínu námi eða vinnu á þessu sviði. Hugmyndin er að lesandinn geti sjálfur hugsað sig í gegnum röð af mikilvægum vísindalegum spurningum með hjálp bókarinnar, en standi ekki andspænis tilbúnum lausnum á þeim. Bókin nær langt út yfir þröngt efnisval. Eru 15 viðfangsefni þýdd úr ensku, norsku, frönsku og dönsku og er skipt upp í verkefni, sem síðan eru tengd. Nýir kapp- róðrarbátar vígðir á Húsavík NÝIR kappróðrarbátar voru vigðir á sjómannadaginn á Húsavík, og var þá I fyrsta skipti keppt á þeim. Annars fóru hátíðahöld dagsins fram með hefðbundnu sniði. Tveir aldraðir sjómenn, þeir Ásgeir Kristjánsson og Bjarni Ásmundsson voru heiðraðir. Sígildar sögur 0% fikrDtsNsv vy mm s m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.