Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 20. JUNI 1976 33 HÖGGDEYFAURVAL FJAÐRIR KÚPLINGSDISKAR KÚPLINGSPRESSUR SPINDILKÚLUR STÝRISENDAR VIFTUREIMAR KVEIKJUHLUTIR FLEST í RAFKERFIÐ HELLA aðalluktir, lukta gler, luktaspeglar og margs konar rafmagns vörur BOSCH luktiro.fi S.E.V. MARCHALL luktir CIBIE luktir. LJÓSASAMLOKUR BÍLAPERUR allar gerðir RAFMAGNSVÍR FLAUTUR 6—24 volt ÞURRKUMÓTOR 6—24v ÞURRKUBLOÐ ÞURRKUARMAR BREMSUBORÐAR BREMSUKLOSSAR ÚTVARPSSTENGUR HÁTALARAR SPEGLAR í úrvali MOTTUR HJÓLKOPPAR FELGUHRINGIR AURHLÍFAR 'MÆLAR alls konar ÞÉTTIGÚMMÍ OG LÍM HOSUR HOSUKLEMMUR RÚÐUSPRAUTUR FELGULYKLAR LOFTPUMPUR STÝRISHLÍFAR KRÓMILISTAR BENSÍNLOK TJAKKAR V/i—30T VERKSTÆÐISTJAKKAR FARANGURSGRINDUR BÖGGLABÖND ÞOKULJÓS DEKKJAHRINGIR RÚÐUKÍTTI ÞVOTTAKÚSTAR BARNAÖRYGGIS STÓLAR 4 tegundir BARNABÍLBELTI BÍLBELTI HNAKKAPÚÐAR ÖSKUBAKKAR MÆLITÆKI f. rafgeyma SWEBA sænskir úrvals rafgeymar ISOPON OG P 38 beztu viðgerða- og fylliefnin PLASTI KOTE spray lökkin til blettunar o.fl. Athugið allt úrvalið •inau Síðumúla 7—9 Simi 82722 st h.t — Stríðsglæpir Framhald af bls. 19 fangelsa þar til hann var dæmdur í 10 ára þrælkunarvinnu. Sök hans var kölluð landráð eins og vænta mátti. Hann hafði haldið fram „borgaralegri mannúðar- stefnu“ og samúð með fjand- mönnum ríkisins! Bók Kopelevs er vissulega merkilegt rit. En því miður stafa vinsældir hennar í Þýzkalandi lík- lega af þeirri ástæðu einni, að hún fjallar um illvirki Rauða hersins i Þýzkalandi. Og það er leitt, ef svo er. Hinn frægi þýzki rithöfundur, Heinrich Böll, ritar formala fyrir þýzkri útgáfu bókarinnar. Þar biður hann landa sína þess lengstra orða að slíta ekki hryllingssögurnar í bókinni úr samhengi sínu og kynda með þeim undir gömlu hatri. „Við höf- um blínt um of á það“, segir hann, „sem á okkur var lagt eftir 1945. Við megum ekki gle.vma þvi, sem við lögðum á aðra fvrir 1945.“ — WILLIAM GUTTMANN — Hægfara Framhald af bls. 27 Þessi sjúklingur öskraði af kvöl- um í heilan sólarhring. I örvænt- ingu sinni braut hann rúðu og reyndi að skera sig á háls með glerbrotunum. Fyrir vikið hlaut hann nýja refsingu og var lúbar- inn. Hann heimtaði að fá að deyja. .. . . . Læknirinn Kamenetskaia var af sjúklingunum uppnefnd Ilse Koch (ein illræmdasta fanga- búðastýra nasista). Evdokimov varð á að nefna þetta nafn og var dæmdur í halopéridolkúr. Að hverju stefnir slik „læknis- meðhöndlun" og slíkt kerfi? Að brjóta niður hina mannlegu veru á nokkrum dögum, eyða vilja hans til viðnáms. Sjálfur hef ég reynt það, hvernig mér hefur hrakað með hverjum deginum andlega, siðferðilega og tilfinn- ingalega. Ég missti fljótt áhuga á stjórnmálum, síðan vísindum og loks á konu minni og börnum. En aftur á móti skaut upp hjá mér ótta um konu mína og börn. En minninu hrakaði óðfluga. I fyrstu höfðu kvalir sjúklinganna haft mjög mikil áhrif á mig og eins það að frétta af vinum, sem höfðu brugðizt. En svo varð mér sama um þetta allt. Ahrif hinna sterkari lyfja urðu meiri fyrir það, að ég var einangraður frá öllum hinum pólitísku vistmönn- unum. Mig langaði til að heyra ekki framar ópin, barsmíðarnar, hlátrana, grátinn, óráðin. Ég lá allan daginn endilangur og reyndi að sofa. Til þess hjálpuðu lyfin líka. Ég hef séð marga vistmenn falla saman. Ég hef miklar áhyggjur af heilsufari Evdo- kimovs og Plakhotniouks. Ég vil leggja áherzlu á það, að vegna mótmæla konu minnar og vina minna, vegna þess bergmáls, sem þau hafa fengið í almenningsálit- inu á Vesturlöndum, hefur mér tekizt svo miklu betur að halda líkamskröftum. Ég vil sem sannfærður komm- únisti beina máli mínu til komm- únista á Vesturlöndum. Þegar ég var i geðveikrahælinu i Dnjepro- petrovsk, frétti ég, að frönsku og ítölsku kommúnistarnir hefðu tekið höndum saman um að fá mig lausan. Ég hélt ekki, að þetta myndi verða mér að liði persónu- lega, en ég gladdist yfir sjálfri staðreyndinni: Fyrir mér var þetta merki þess, að kommúnistar berjist fyrir mannúðlegum sósíal- isma. Við, ný-marxistar í Sovétríkj- unum, höfum alltaf rennt vonar- augum til kommúnistaflokka Frakklands, Italíu og Stóra- Bretlands. Við vonum, að þessir flokkar muni halda áfram verki kommúnistaflokks Tékkó- slóvakíu, að þeir haldi á ný á loft hugsjónum kommúnismans og þvingi kommúnistaflokk Sovét- ríkjanna til að velja á milli ný- stalinisma eða kommúnisma með mannlegt andlit. —svá— þýddi úr „Die Zeit“ og „L‘Express“ Hays hættir formennsku í stjórnunarnefndinni Washington 18. júní Reuter. WAYNE Hays, fulltrúadeildar- þingmaður sagði f dag að hann myndi segja af sér sem formaður stjórnunarnefndar þingdeildar- innar, en sú nefnd er ein hin mikilvægasta f deildinni. Hann segir f bréfi til forseta fulltrúa- deildarinnar, Carls Alberts að þær ásakanir sem hann liggi und- ir um að hafa greitt Elizabeth Rays laun af almannafé fyrir blfðu sfna, svo og afleitt heilsufar hans gerðu honum ókleift að rækja skyldustörf sfn sem for- maður þessarar nefndar. Þá er búizt við tilkynningu frá Hays innan skamms um að hann muni segja af sér þingmennsku, en á skrifstofu hans var sú frétt borin til baka f dag. I Reuterfréttum í dag segir að með þessu séu þó kynferðismál fulltrúadeildarþingmanna ekki útrædd og liggja nokkrir undir alvarlegum grunsemdum um að hafa misnotað aðstöðu sina á svip- aðan máta og Hays, eða þeir John Young, demókrati frá Texas, Allan Howe demókrati frá Utah, sem mun hafa boðið lögreglukonu sem var dulbúin sem gleðikona fé ef hún vildi eiga með honum stund og hið sama mun hafa komið fyrir Joe Waggonner, demókrataþingmann frá Louisiana. a. RÚNAR JÚLiUSSON BRIMKLÓ endurfædd á nýrri plötu G. RUNAR JULIUSSON í þrumustuði á sólóplötu Hvað droymdi sveinlnn. Draumur nr. 999. Mðlmtréð i skóginum Fordyr ‘1. Ó Jesú bróðir bestí 2i Rokk og rói, vid dönsum hér 3. Fráulein ‘4. Songur um Iftið 5. Því fer sem fer 6. Ef viö llfum af veröbólguna 7. Þaó er af og frá Bakdýr 1 Ég'sáljósió 2. Ég sigli einn míns liös 3. Ef vid látum brosió lifa 4. Þegar veöriö versnar uti á sjó 5. Bara af þvi 6. Hamingjulag GS 099 GEIMSTEINN - TÓNLIST ■ SKOLAVEGUR 12 ■ KEFLAVÍK • SÍMI 92-2717 fs m W 1 M ' ' jfflSp ' ' - ' • ’ fíw i .JSJwyJ.'' J§ §

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.