Morgunblaðið - 20.06.1976, Síða 18

Morgunblaðið - 20.06.1976, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JUNÍ 1976 GJÖRRÆÐIHHHB Hvernig pólitík dró saklausan mann til dauða... Kok Yok Fah hét maður. Hann varð 37 ára gamall og var siðasti fangi í Kamuntingbúðunum í Vesturmalaysíu. Nú er hann sloppinn þaðan; fannst dinglandi í snöru í klefa sínum í janúar í fyrra. Kok hafði verið talinn „hættulegur öryggi ríkisins“. Það Ieystist því tvenns konar vandi, þegar hann dó; nú er ríkið öruggt fyrir honum og hann öruggur fyr- ir ríkinu. Kok var vinnumaður i sveit. Hann var ólæs og óskrifandi og átti fyrir konu og sex börnum að sjá. Hann var handtekinn í maí árið 1974. Var honum gefið að sök að hafa látið hjá líða að tilkynna um kommúnista í sinni sveit. Hann kom aldrei fyrir rétt og var aldrei kærður formlega. Honum lega. Nú eru liðnir 14 mánuðir frá því og ekkert hefur heyrzt af rannsókn þeirri. Þetta var nú smásaga úr fangelsislífinú í Malaysíu. Annars eiga fangar i Malaysíu flestir við annan vanda að stríða en Kok átti. A Kok voru bornar óljósar sakir. En flestir pólitískir fangar í Malaysiu hafa unnið sér til óhelgi með stjórnmálaafskipt- um. Sumt af þvi yrði varla kallað ,,stjórnmálaafskipti“ vestur í heimi. Félagi í miðnefnd Sósíal- istaflokks Malaysíu var ásakaður formlega fyrir það meðal annars að hafa „talið spillingu almenna meðal ráðherra". Þessi máður hefur verið í haldi í tvö ár. Félagi hans, Lim Choon Hwa, var vara- formaður Sósíalistaflokksins. En þess er nú langt að minnast, því Lim var handtekinn árið 1966 — og er enn ,,í haldi“. Handtaka hans var nefnd „varúðarráðstöf- un“. Það stóð nefnilega þannig á, að von var á Lyndon .Johnson Bandaríkjaforseta til Malaysíu. Þótti þá ófært, að varaformaður Sósfalistaflokksins gengi laus. Fangelsi í Malaysíu þykja ekki afleit miðað við fangelsi í sumum öðrum löndum. Að vísu berast oft fregnir þaðan um ljótt framferði fangavarða. En ekki virðist um skipulegar pyntingar að ræða. Annað stendur malaysiskum föngum meir fyrir þrifum. Þeir komast svo seint út. Lim Choon Hwa er gott dæmi þeirra. Hann er búinn að sitja inni í 10 ár. Og hann er ekki einn á báti. Óhætt mun að segja, að flestir, sem sitja í fangelsi af stjórnmálaástæðum í Malaysíu eigi álíka langan fanga- feril að baki. Voru þeir flestir fangaðir meðan Bretar réðu ríkj- um í Malaysíu — og malaysísk yfirvöld fengu þá að erfðum. — BRIAN EADS SKÆRULIÐASLOÐIR Kim Chi Ila heitir skáid og rithöfundur f Suður-Kóreu. Undanfarið hefur hann beöið dóms fyrir hugsjónír sfnar. Kann svo að fara, að hann verði dæmdur til dauða. Kim Chi Ha er allmikils met- inn af alþýðu í Suðurkóreu. Hann yrkir sárbeitt háðkvæði um það, sem honum þykir mið- ur fara. Til dæmis hefur hann beftt sér við spillta embættis- menn, illa meðferð á sveita- fólki og snúizt öndverður gegn vestrænum og japönskum menningaráhrifum. Almenn- ingur getur tekið heilshugar undir þessa gagnrýni. En það getur ríkisstjórnin ekki. Henni finnst Kim Chi Ha fara með rangt mál og þykír hann eins kis góðs maklegur. Þess vegna hefur hún haft hann í fangelsi lpngst af f 14 ár. Oftast hefur hann verið settur inn fyrir það að styðja stúdenta, sem vilja lýðræðislegri stjórnarhætti, eða fyrir grimmilegar árásir á valdhafana f landinu. Seinast var honum stungið inn f mars f fyrra. Um það leyti átti hann að leggjast inn í sjúkrahús og fá bata við berklum, en á þvf varð sem sé frestur. Nýjasta sök Kims er brot á andkommúnfsku lögunum f Suðurkóreu. Kæruefnin eru tekin úr greinum, sem hann reit um pyntingar f daghlaðið Dong-A Ilbo. Greinarnar voru reistar á persónulegum rökum Kims. Hann hafði verið fang- elsaður árið áður, og dæmdur tii dauða. Sökin var stuðningur við óróamenn úr stúdentahópi. Dómi þessum var breytt síðar f ævilanga fangavist, en f febrú- PISLARVOTTAR líðandi stundar. m SIl ar f fyrra var enn brevtt um og máiinu slegið á frest f bíli. I maf f fyrra var það tekið upp. En samstundis varð bið aftur, því að Kim frábað sér dómarann, sem settur hafði um, og mundi hann vilhallur. Málinu var frestað, Kim fékk þó að vera áfram f fangelsinu. Herréttur lagði blessun sína vf- irgamla Iffstfðardóminn. Leið svo mánuður. Þá komst áfrýjunardómstóllinn f Seoul að þeirri niðurstöðu, að athuga- semdir Kims við dómara sinn væru ekki gildar og skyldi mál- inu fram haldið. Kim hefur sætt heldur illri meðferð f fangavistinni. Hefur hann setið f óhituðum klefa, og f Kóreu eru vetur kaldir en Suður-Kórea: Ljóð- skáldið Kim Chi Ha veno tu notuos nonum. isagoi Kim, að dómari þessi hefði dæmt f máli um . norðurkóre- önsk áhrif f stúdentasamtökun- Kim nerkiasjuKur og mun non- um ekki hafa batnað við þetta. Þar með þ.vkist stjórnin Ifkast til hafa séð fyrir honum Ifkam- lega. Til að hressa hann við andlega hefur hún látið það útganga, að Kim hafi samið yf- irlýsíngu „af fúsum og frjáls- um vilja og ritað eigin hendi" á þá leið, að hann sé „kommún- isti og aðhyllist marxisma". Kim hefur að sfnu leyti látið frá sér fara „samvizkuyfirlýs- ingu“ og kom henni með leynd út f.vrir fangelsisveggina. Þar stendur, að gæzlumenn hans hafi lengi „lagt fast að“ honum að játa á sig kommúnisma. Hann hafi þrjózkazt og neitað að játa, — „en loksins höfðu þeir betur“. Og þá er ekkert eftir nema dæma. Er nú að sjá hvort stjórnin verður á undan berklunum... —DAVID WATTS. var haldið á lögreglustöð í tvo mánuði, en svo var hann fluttur til Kamunting og átti að vara þar „í haldi“ í tvö ár. Hann dó í varð- haldinu. Fjölskyldu hans var til- kynnt það að sólarhring liðnum. Líkinu var skilað og reyndist það mjög skrámað og marið. Var þá þegar búið að kryfja það. Yfir- völdin kváðu Kok hafa þjáðst af slæmum höfuðverk upp á síðkast- ið. Hefði hann svo líklega hengt sig í öngum sínum. Kona Koks var hins vegar treg að trúa þvi. Hafði hún heimsótt hann nokkrum dög- um áður en hann dó og lék hann þá á als oddi og var við góða heilsu. Yfirvöldin lofuðu því, að lát Koks yrði athugað gaumgæfi- Daglega lífið í draumalandi gengur sinn vanagang... KLUKKAN í Salisbury, höfuð- borg Ródesíu, er ....úr takti við tímann..... eins og segir í kvæði eftir Ezra Pound. Um þetta er eftirfarandi skrýtla. Flugvél er í þann veginn að lenda á flugvellin- um í Salisbury. Flugstjórinn skýr- ir farþegum frá hæðinni, veðri, hita og öðru, sem tilheyrir. Að lokum segir hann: „Munið svo að seinka klukkunum ykkar um 10 ár.“ Þetta er ekki út í hött. Manni verður undarlega við, er hann kemur til Salisbury frá vestur- löndum. Honum þykir flest úrelt. Dægurlög, fatnaður og jafnvel skrýtlur eru gamaldags miðað við það, sem gerist í norðurheimi. 1 Salisbury eru stuttpils enn við lýði, og karlmenn eru stuttklipptir og bera örmjó hálsbindi. 1 útvarp- inu glymja lög og raddir Bing Crosby, Nat King Cole og Doris Day. Roy Rogers þeysir á Trigger upp og niður sjónvarps- skjáinn og ræður niður- lögum óvandaðra manna, en Dale Evans burstar kuskið af litskrúðugum jakkanum hans og mænir á hann aðdáunaraugum. Svona gamallegur blær er á öllum hlutum. Og það hefur einkennileg áhrif á mann. Honum finnst hann ósjálfrátt staddur í einhverju draumalandi. Hann tekur naumast eftir fréttum um striðið í land- inu og er það þó sifellt í blöðum og útvarpi. En i Salisbury finnst manni, að vopnaviðskipti geti varla átt sér stað í Ródesiu; þau hljóti að vera annars staðar. Allir vita, að hvítir menn í Ró- desiu eru margfalt færri en svartir og það mun vera útbreidd skoðun annars staðar, að þeir hvítu haldi ekki völdum lengi enn. En það verður ekki fundið á mönnum i Salisbury, að endir sé í nánd. Lifið þar gengur sinn vanagang. Á því er gamal- kunnur nýlendubragur, og það er sannarlega ekki amalegt líf. Hvít- ir menn í Salisbury búa bezt manna í heiminum. Húsakynni eru hvergi ríkmannlegri en þar og einkabílar og sundlaugar hvergi fleiri. Ég átti tal um þetta við brezkan rithöfund, sem hefur búið í Salis- bury i 27 ár. „Hvítir menn hérna vilja forðast óþægilegan veruleik- ann,“ sagði hann. „Þeir leita sér huggunar í þægindum og munaði. Stjórnmál skeyta þeir ekki um. Þeir eru fullsaddir af stjórnmál- Framhald á bls. 31. MEÐ andláti Mörthu Mitchell fyrir þremur vik- um er horfin af sjónarsvið- inu hin mesta sómakona, sem að margra dómi átti meiri þátt í því en flestir aðrir að Watergate- hneykslið var dregið fram f dagsljósið. Um það leyti sem naumast varð þverfót- að f Washington fyrir hin um þungbúnu og rudda- legu hlaupastrákum Richards Nixon, gnæfði Martha Mitchell yfir þenn- an lýð og minnti okkur fréttamennina á hvernig veröldin var hér áður fyrr. Þessi suðurrfkjakona kann að vfsu á stundum að hafa þótt nokkuð hávær og opinská, en nánast öllum í Washington, sem komust í námunda við sviðsljósið, féll samt vel við hana. Hún var í margra augum hin raunverulega hetja Watergate-hneykslisins; ekki blöðin, ekki hinn sér- legi ákærandi, ekki rann: sóknanefnd þingsins. Það var Martha sem fyrst VANGASVIPURI Martha var hvers manns hugljúfi beindi augum manna að lögleysum Nixon- hirðarinnar. Hún gerði það f fyrstu f símtölum við kunningja sfna f hópi blaðamanna, sem hún hringdi þá jafnvel á um miðjar nætur f einstæð- ingsskap sfnum. FuIIyrðingar hennar þóttu eitt sinn fjarstæðu- kenndar. Menn áttu bágt með að trúa henni þegar hún lét jafnvel að því liggja að ein af undirtyll- um Haldemans hefði bund- ið hana og sprautað f hana deyfilyfjum þegar hún sýndist ætla að leysa um of frá skjóðunni. Nú kemur öllum á hinn bóginn sam- an um að uppljóstranir hennar hafi nær alltaf ver- ið reistar á rökum. Hún var hinn mesti sak leysingi þegar hún kom til Washington, eiginkona alls óþekkts lögfræðings, sem Nixon starfaði með þau löngu og erfiðu ár þeg- ar hann var utangarðs í pólitfkinni. Bæði hún og John Mitchell, eiginmaður hennar, voru demókratar, en bæði gerðust að lokum repúblikanar f beinu fram- haldi af kynnum sfnum af Nixon. Martha var sami sakleys- inginn til dauðadags. Eig- inmaðurinn þoldi á hinn bóginn ekki meðbyrinn: valdið spillti honum illu heilli. Hann misnotaði að- stöðu sfna sem dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna freklegar en dæmi eru til f vestrænni lýðræðissögu. Enginn veit hver ástæð- an var, og Ifklegast tekur hann leyndarmálið með sér f gröfina. Þegar hann hvarf úr ráðherrastóli til þess að gerast kosninga- stjóri Nixons 1972, virðist hann hafa verið byrjaður að lfta á misnotkun valds sfns sem sjálfsagðan hlut. Háttarlag hans I kosninga- baráttunni var að minnsta kosti með þeim eindæm- um, að önnur ályktun verð- ur ekki af þvf dregin. Martha studdi hann lengst af á stjórnmálasvið- inu af fullkominni ein- lægni. Hún var ekki sfður íhaldssöm en hann. Þeir sem dirfðust að gera upp- steyt út af Víetnamstrfðinu voru f hennar augum ósviknir „kommúnistar". En þá kom Watergate- málið til sögunnar og þátt- ur Johns Mitchell f þeim óhugnanlega leik. Ferill hans var á enda og upp úr þvf hjónaband þeirra Mörthu. Eiginmaðurinn fór huldu höfði f New York. Hann kom varla út úr hót- elinu þar sem hann var bú- inn að hreiðra um sig. Hann lá undir dómi eins og hver annar afbrotamað ur. Hann fagnaði því þegar honum var sagt fyrir tveimur árum að Martha hefði sótt um skilnað. RÁÐHERRAFRÚIN — Eins Ihaldssöm og eiginmaðurinn . en svo ekki meir. Hann sveikst um að sjá henni fyrir lífeyri. Fáein- um dögum áður en hún dó neyddist hún til að stefna honum til greiðslu þeirra peninga sem hún átti þá hjá honum. Lögfræðingar hennar tjáðu réttinum að hún væri „fársjúk, vina- laus og allslaus". Mitchell var skipað að gera skil og hlýddi. En það var það sfð- asta sem hann gerði nokkru sinni fyrir hana. Þegar Martha var flutt í ofboði f sjúkrahús, höfðu stjórnendur þess samband við dómsmálaráðherrann fyrrverandi og lögðu að honum að koma tii hennar, sýna henni hlýju, hjálpa henni að deyja. En hann sveikst um það. Menn munu minnast hennar sem eins þekktasta fórnar- lambs Watergate- hneykslisins. En eigin- mannsins sem eins harð- svfraðasta þátttakandans í þeim ljóta leik. — SIMON WINCHESTER

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.