Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JUNÍ 1976 £ LANDSFUNDUR Kvenréttindafélagsins er haldinn um þessa helgi, var settur á Hótel Sögu á föstudagskvöld en aðild að þvf eiga nú 47 félög. Á myndinni flytur formaður, Sólveig Olafsdóttir, ávarp. Elfn Páimadóttir sagði frá störfum S.Þ., Ingibjörg Haraldsdóttir flutti Ijóð og flutt voru þjóðlög frá Sfberfu. I gter voru fundarstörf á Hallveigarstöðum. Formaður flutti skýrslu svo og formaður menningar- og minningasjóðs, Auður Auðuns. Frá sfðasta fundi hefur um 1 millj. kr. verið veitt f styrki og komið út 4. bindi æviminningabókar. Eftir hádegi átti að fjalla um aðalefni fundarins „Uppeldi og starfsval á jafnréttisgrundvelli** með framsöguerindum og hópumræðum og f gærkvöldi átti starfshópur að fjalla um starf Kvenréttindafélagsins. Fundinum lýkur f kvöld. Auglýst eft- ir vitnum SLYSARANNSÖKNADEILD lög- reglunnar hefur beðið Mbl. að auglýsa eftir vitnum að eftirtöld- um atburðum, en f öllum tilfell- unum hefur orðið tjón á bifreið- um en tjónvaldar ekki fundizt. Fimmtud. 10. júní, fyrir hádegi, fór steinn í gagnum hliðarrúður á Toyota-bifreið og á vinstri hlið á Broncobifreið, sem stóð gegnt þeirri fyrrnefndu á móts við Laugarnesveg 88 (húsagötuna). Sennilegt að steinninn hafi henzt undan bifreið, eða undan hjól- barða bifreiðar, af götunni. Föstud. 11. júní var ekið á bif- reiðina YF 505 B, sem er Cortina- fólksb., árg. 1975, mosagræn að lit. Bifreið þessi stóð á móts við brezka sendiráðið á Bragagötu og var þetta á milli kl. 09:00—10:00 um morguninn. Vinstra framaur- bretti var dældað. Grár litur var í sárinu. Talið að tjónvaldur sé grá Willys-jeppabifreið, sem hafði staðið þarna hinum megin göt- unnar og mun hafa þurft að aka aftur á bak til þess að komast í burtu. Þriðjud. 15. júní var ekið á bif- reiðina R-32355, sem er Saab- fólksb., árg. 1973, gul að lit. Bif- reiðin stóð á móts við Laugaveg 178 á tfmabilinu kl. 10:00 — 15:00. Vinstra framaurbretti var dældað og rauður litur í sári. Rauð Taunus-station-bifr. talin hafa staðið vinstra megin við R- 32355 um morguninn. Miðvikud. 16. júní var bifreið- inni R-43212, sem er Peugeot- fólksbifr., árg. 1971, dökkrauður að lit, lagt við húsið Skipholt 17a kl. 14:30—14:45, en þegar eigand- inn kom aftur var toppur bifreið- arinnar dældaður og ataður tjöru. — Verðbólgan Framhald af bls. 44 Sjálandi 17,2%, í Austur- ríki 7,8%, í Belgíu 9,9%, Luxemburg 10,3%, Dan- mörk 5,2%, í Finnlandi 16,3%, Frakklandi 9,5%, Vestur-Þýzkalandi 5,4%, Grikklandi 13,3%, íslandi 36,3%, írlandi 16,1%, Ítalíu 11,8%, Hollandi 8,9%, Noregi 9,8%, Portugal 22,8%, Spáni 15,4%, Svíþjóð 11,1% Sviss 2,5%, Bretlandi 21,1% og Júgóslavíu 16,0% í skýrsluna vantar tölur frá Tyrklandi. - Myndir af Mars Framhald af bls. 1 nákvæmninni við það að eldflaug yrði skotið frá Los Angeles, þvert yfir Bandarikin, og hún hæfði matardisk á veitingaborði í New York. Vikingsflauginni var skotið á loft í ágúst í fyrra. Nú er önnur Víkingsflaug á leið til Mars, og á hún að kanna annan stað á stjörn- unni í ágúst. „Undir suðvestur- urhimni” frum- sýndur 1 dag UNDIR suðvesturhimni, tónleik- ur eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Sigurð Pálsson verður frum- sýndur í dag kl. 13 í Lindarbæ en síðan endurfluttur kl. 17. Verkið er tillegg Gunnars Reynis Sveins- sonar til Norrænu músíkdaganna — verk fyrir áhugafólk, og það eru nemendur úr Leiklistarskóla Islands, sem flytja verkið undir leikstjórn Sigurðar Pálssonar. í viðtali við Gunnar Reyni Sveins- son í blaðinu í gær, þar sem verk þetta var kynnt, slæddist inn hvimleið villa í niðurlag greinar- innar. Þar átti að standa: Þessir textar eru einkum þrenns konar: i fyrsta lagi er um að ræða ábend- ingar um æskilegar breytni (ekki breytingar), í öðru lagi textar sem falla undir hið úrelta orð ádeila og í þriðja lagi er svo græskulaust gaman. — Silvia Framhald af bls. 1 179 ár, sem haldið er brúðkaup rfkjandi konungs Svfþjóðar. Fjöldi evrópskra þjóðhöfð- ingja, þeirra á meðal forseti Islands, sat brúðkaupiö, og meðal kóngafólks í kirkjunni voru Ólafur Noregskonungur, Margrét drottning Danmerkur, Baldvin konungur og Fabiola drottning frá Belgíu, Constan- tin fyrrum Grikkjakonungur og Richard prins af Glouchester frá Englandi. Stórkirkjan, sem er rúmlega 700 ára og elzta kirkja Stokk- hólms, var fagurlega skreytt fyrir athöfnina, og mannfjöldi hafði safnazt saman fyrir fram- an kirkjuna og konungshöllina nokkrum klukkustundum áður en athöfnin hófst. Þegar athöfninni lauk, og Silvia Sommerlath var orðin drottning Svíþjóðar, gengu brúðhjónin út að skrautbúnum hestvagni utan dyra. Óku þau síðan um götur'-borgarinnar áleiðis til konungshallarinnar, og var ákaft fagnað af mann- fjöldanum. Síðasta spölinn til hallarinnar fóru þau á báti, og í höllinni var snæddur hádegis- verður með erlendum og inn- lendum brúðkaupsgestum. Brúðkaupsferðinni er heitið til Kenya.'og ætluð i kenungs- hjónin að leggja af stað strax i dag að lokinni hádegisveizl- unni. Karl Gústaf konungur er þrítugur, en drottningin 32. - Norrænu músíkdagarnir Framhald af bls. 2 Rasmussen. Er leikið fjórhent á flygil, auk þess á selestu, píanó og falskt pianó. Kvartoni eftir Norð- manninn Ketil Sæverud flytja fjórir ungir listamenn frá Noregi og tónleikunum lýkur með því að kvartett undir forustu Guðnýjar Guðmundsdóttur konsertmeistara flytur nýtt verk eftir danska tón- skáldið Hans Abrahamsen. TÓNLEIKAR NEW MUSIC ENSAMBLEí DAG Kanadfski tónlistarflokkurinn New Music Ensamble heldur tón- leika á Norrænum músfkdögum í dag, sunnudag kl. 15, og á mánu- dagskvöld kl. 20 á Kjarvalsstöð- um. Flokkurinn hefur búsetu í Toronto og lýtur forustu flautu- snillingsins Robet Aitken, sem er (slenzkum tónlistarunnendum að góðu kunnur, hefur oftsinnis leikið hér og unnið mikið með íslenzkum hljómlistarmönnum og kynnt verk fslenzkra tónskálda eriendis. Auk Aitkens koma 18 tónlistarmenn með flokknum, allt snjallir hljóðfæraleikarar. NME er nú á heimleið úr tón leikaför um Evrópu, þar sem hann hefur að undanförnu haldið tónleika í Stokkhólmi, Björgvin (á listahátíðinni þar), Saar- brúcken, Genf, Parfs, Bourges, Nantes, Brússel og London. Mun New Music Ensamble leika verk eftir kanadisk tónskáld þ. á m. Segre Garant, Normu Beecroft, Donald Steven, Bruce Mather, Gilles Tremblay, Harry Somers og Harry Freedman, og eru þetta allt mjög þekkt tónskáld í heimalandi sinu og raunar vfða um heim. Þá verða flutt verk eftir sænsku tón- skáldin Sven-Erik Back og Tamas Ungvary og verk eftir norska tón- skáldið Olaf Anton Thommesen sem heitir Det hemmelige evangeliet og er samið við forna biblíutexta. Verk þetta var frum- flutt nú fyrir skömmu á lista- hátiðinni f Björgvin. í þvi kemur og fram dansarinn Roy Lindkvist. Verk þetta mun bráðlega koma út á hljómplötum. Þá verður frum- flutt nýtt verk eftir Þorkel Sigur- björnsson sem hann samdi á þessu ári og nefnir Sólstöður. Fiskveiðisamningar Norðmanna við A- Evrópuríki framundan NORSKA stjórnin hefur að und- anförnu átt viðræður um fisk- veiðimál við þau rfki A-Evrópu, sem hagsmuna eiga að gæta vegna útfærslu Norðmanna f 200 mflur fyrir lok þessa árs, að þvf er NTB hefur eftir Arne Treholt, fulltrúa norsku stjórnarinnar. t þessum viðræðum hafa Norð- menn freistað þess að komast að samkomulagi við hlutaðeigandi rfki. Nú liggja fyrir drög að samn- ingum við Pólverja og A- Þjóðverja. Drögin eru trúnaðar- mál enn sem komið er, en ( grundvallaratriðum er þar stuðzt við verulegar aflatakmarkanir Pólverja og A-Þjóðverja á tiltekn- um svæðum. Eru framhaldsvið- ræður við þessar þjóðir fyrirhug- aðar á hausti komanda. Þá sagði Arne Treholt, að veru- legur árangur hefði þegar náðst í viðræðum Norðmanna við Sovet stjórnina og stæðu vonir til að þeim lyki með samningum um mánaðamót september og október n.k. Um undirbúningsviðræður norsku stjórnarinnar við Efna- hagsbandalagið sagði Treholt, að þrátt fyrir yfirlýstan vilja Norð- manna til að komast að samkomu- lagi, hefði lítill árangur orðið til þessa. Væri árangurs reyndar ekki að vænta fyrr en umboð EBE til samningagerðar væri óvefengt, en ráðherranefnd bandalagsins tæki trúlega ákvörðun um þetta atriði á næsta fundi sínum. Hefði sú óvissa, sem ríkt hefði um um- boð EBE til samningsgerðar, gert sitt til að setja nokkuð óraunveru- legan svip á þær viðræður, sem fram hefðu farið hingað til, sagði Arne Treholt. Væru Norðmenn uggandi vegna þessarar óvissu, sérstaklega þar sem togaraveiðar á miðunum við Noreg hefðu auk- izt verulega að undanförnu, en það væri afleiðing áformaðrar út- færslu margra ríkja á þessum slóðum i 200 mílur á næstunni. Finnskt tónskáld heldur erindi með tóndæmum MEÐAL listamanna. sem hér dveljast nú vegna Norrænu músfkdaganna. er finnska tón- skáldið Jarmo Sermilá frá Helsingfors, og heldur hann er- indi með tóndæmum um finnska nútfmatónlist í dag, sunnudaginn 20. júnf, kl. 17:00 f Norræna húsinu. Jarmo Sermilá er forstöðu- maður finnsku tónlistarupplýs- ingamiðstöðvarinnar og hefur einnig verið mjög virkur innan ICMS. Hann flytur erindi sitt á ensku vegna hinna kanadísku gesta, sem taka þátt í Norrænu músikdögunum. Allir eru velkomnir til að hlýða á hinn finnska gest. e" í HAPPDRÆTTISLÁN RlKISSJÓÐS SKULDABRÉF A WiT 5. DRÁTTUR 15. JÚNl 1976 VINN1NGSUPPHA0 1.000.000 KR 27510 86039 VINNINGSUPPHAO 500.000 KR. 29113 VINNINGSUPPHf0 100.000 KR• 937 24562 34616 52886 2378 25934 47497 54615 5232 29707 47538 61436 NNINGSUPPH-fD 10, »0D0 KR . 401 9838 21682 34447 521 9893 2?566 34510 72 4 10000 22901 34947 1461 10248 22928 35113 1581 10357 23094 35153 2061 10709 23292 35509 21 72 10822 23663 35660 2222 11074 23878 35853 3278 11231 24091 35922 3328 11410 26103 36441 3779 11752 26243 36461 3999 11765 26716 371 73 4562 13166 26787 37548 5576 14601 27211 37786 5901 15229 27557 3 794 7 5960 15476 28190 38118 608 7 15577 28336 38755 6293 17331 28602 39825 6339 17690 28808 42571 68 99 18108 29259 42 60 9 6900 19210 31337 46401 7522 19317 31386 46413 7657 19939 31617 46794 76 73 200 20 31915 47237 7696 20192 31957 4 82 3 9 7779 21004 32240 48291 8338 21443 32907 499 80 8555 21503 33750 5040 8 9245 21581 340 21 50463 SKRA UM VINNINGA 61442 61572 74077 78601 80316 82 22 3 85770 92245 99173 99990 50611 61380 72692 85814 50782 61920 73300 86074 5081 7 61959 73501 86548 51182 62548 74 2 35 86870 51229 62 96 8 75958 87975 51305 63973 7627^ 88412 51622 64380 7664 1 88753 51 782 64555 76707 88866 51996 64 661 76901 89158 52 845 64910 77866* 8 96 43 53058 64913 77954 89962 53616 651 86 78672 90067 53662 65 2 76 7 8949 90713 53871 654 64 79230 91577 5421 7 66326 79280 91649 54910 66986 79314 91929 55365 66 998 79566 92065 55788 6 71 73 79775 92200 56585 6 796 7 80726 93812 5 745 7 6 8864 81255 94560 57562 69015 81526 95733 57598 6 9992 81831 96351 57840 70352 82105 966 73 57852 706 72 62460 97103 58913 71226 83219 97127 58929 71410 83397 98218 59167 59664 59672 71590 726 08 72 62 7 83940 84468 846 85 99157 FJARMALARAOUNEYTID REYKJAVIK 15. JUNI 1976 — Reykjavíkur- bréf Framhald af bls. 23 Nóbelsskáldsins rússneska urðu eins ogfleinn íþjóðarsál Breta og þannig átti hann e.t.v. öórum einstaklingum fremur þátt í því að við sigruðum þá í þessari sið- ustu lotu á Islandsmiðum. Ærin ástæða er til að bjóða Solsjenitsyn til Islands af þessari ástæðu einni saman, en hitt er augljóst hverj- um manni, að enginn gestur ætti að vera Islendingum kærkomnari en sá, sem mest hugrekki hefur sýnt i baráttunni við útþenslu- stefnu heimskommúnismans, og standa vonir til, að Solsjenitsyn komi hingað fyrr en síðar. Sá, sem varar við hættum af einræðisöfl- um, er ekki striðsæsingamaður heldur velgerðarmaður frjálsra þjóða. Jón úr Vör ætti ekki að tala illa um baráttu Solsjenitsyns, þessa áhrifamesta starfsbróður síns, boðbera frjálsrar hugsunar, mannreisnar og mannréttinda, heldur ætti hann að rétta honum hjálparhönd á örlagastund. Það yrði óskemmtilegt fyrir Jón úr Vör, ef APN-„fréttastofan“ færi nú að vitna í ummæli hans um Solsjenitsyn. En það skal hún vita, að Jón úr Vör talar þessu sinni ekki fyrir munn íslenzkra rithöfunda. Afstaða Rithöfunda- ráðs tslands er þeim væntanlega meir að skapi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.