Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 26
26 MORCUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 20. JUNÍ 1976 raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Nauðungaruppboð sem auglýst var í 23. 25. og 27. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1975 á fasteigninni Þverholt 2, Keflavík, þinglesin eign Auðuns Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 22. júni 1976 kl. 1 4. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 18. 20 og 21. tölublaði Lögbirtingarblaðsins 1976 á fasteigninni Brekkustígur 37, Njarðvík, þinglesin eign Friðriks Valdimarssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 24. júni 1 976 kl. 10 f.h. Bæjarfógetinn i Njarðvík. Nauðungaruppboð 2. og siðasta uppboð á húseigninni Heið- mörk 79 i Hveragerði, eign ísaks E. Jónssonar, áður auglýst i Lögbirtingablaði 16. 23. og 30. janúar 1976, fer fram samkvæmt kröfu Tryggingarstofnunar ríkisins á eigninni sjálfri miðvikudaginn 23. júni 1 976 kl. 1 6. Sýslumaður Árnessýslu. til sölu Til sölu hjólhýsi Sprite Alpine sérlega vel útlít- andi. Til sýnis í Höfðatúni 6 í dag kl 1 — 5 eh. Uppl. isímum 18647 og 15288. Prentvél Sem ný Grafo-Press prentvél til Uppl. í síma 52267 milli kl. 18 - mánudags- og þriðjudagskvöld sölu - 19 veiöi Veiðijörð Sjötti partur af jörð til sölu. Lax og silungsveiðiréttur fylgir. Tilboð merkt: „veiðijörð — 2993" send- ist augl.deild Mbl. sem fyrst. nauöungaruppboö Nauðungaruppboð 2. og siðasta á v/b Ölver SH 240, þinglesin eign Hallgrims Jóhannessonar, Mávabraut 11, B, Keflavik. fer fram við bátinn sjálfan i Skipasmiðastöð Njarðvik- ur h.f. i Njarðvik fimmtudaginn 24 júní 19 76 kl 11 f.h. Bæjarfógetinn i Njarðvik. Til sölu Efstihjalli Ný 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í 6 íbúða sambýlishúsi við Efstahjalla. íbúðinni fylgir eignarhluti í 2 herb í kjallara Mjög skemmtileg íbúð á eftirsóttum stað. Útborgun 4,5 milljónir. Árni Stefánsson, hrl., Suðurgötu 4. Sími: 14314. Heimasími: 34231. Einbýlishús á Selfossi Til sölu 80 ferm. 4ra herb einbýlishús við Engjaveg ásamt bílskúr. Húsið er í góðu ástandi. Verð 6 millj Útb. 3.5 — 4 millj Fasteignir s.f. Austurvegi 22, Selfossi, sími 1 884 eftir hádegi. Sigurður Sveinsson lögfræðingur, heimasími 1682. íbúðir í Þorlákshöfn Til sölu 2ja og 3ja herb. íbúðir í nýju fjölbýlis- húsi í Þorlákshöfn. íbúðirnar afhendast frá- gengnar að utan, ásamt frégenginni sameign. Hagkvæmt verð og góð greiðslukjör Fasteignir s.l. Austurvegi 22, Selfossi, sími 1884 eftir hádegi. Sigurður Sveinsson lögfræðingur, heimasími 1682. Fyrirtæki og fasteignir s.f. Fyrirtækja- og fasteignasala Skipholti 37, sími 38566 ÍBÚÐIR TIL SÖLU ENGJASEL 90 fm íbúð á tveimur hæðum. ESKIHLÍÐ 4ra til 5 herb. 1 1 4 fm íbúð. FYRIRTÆKI TIL SÖLU VEITINGASTOFA í Reykjavík GRILLBAR í Reykjavík SÖLUTURN í eigin húsnæði. FRYSTIHÚS Á Suðurnesjum (uppl. ekki veittar í síma) Höfum kaupendur að: 100 TIL 200 FM skrifstofuhúsnæði EF ÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al'(iI,YSIN(«A- SÍMINN KK: 22480 Sölustaðir: Gunnar Ásgeirsson h.f., Reykjavlk Verzlun J. Ziemsen, Reykjavlk. Alaska Breiðholti, Reykjavlk Járnvörudeild Kron, Reykjavik Gos h.f.. Reykjavlk Verzlunin Brynja, Reykjavlk Sólufélag Garðyrkjumanna, Reykjavlk O. Ellingsen, Reykjavlk Blómaval, Sigtúni. Reykjavlk Verzlunin Markholt. Mosfellssveit Byko, Kópavogi Kaupfélag Hafnfirðinga, Hafnarfirði Stapafell, Keflavlk Rafmagnsverkstæði Suðurlands, Hveragerði Verzl. G.A. Böðvarsson, Selfossi Kristall, Höfn; Hornafirði Bókav. Þórarins Stefánssonar Húsavlk Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Kaupfélag Hvammsfjarðar Búðardal Gunnar Ásgeirsson H.F. Akureyri ’unnai eitóóo/i h.'f. € GARDENAt gerir garðinn frægan Rafknúnar kant- og limgerðisklippur ACCU 6 eru sterkar, endinga góðar hleðslutæki innbyggt Johnson skorar á Crosland að stuðla að nýjum tollaálögum hjá EBE eftir 1. des. Lundúnum — 16. júní — einkaskeyti til Mbl. frá AP. Fiskveiðisamningur Breta og Is- lendinga varð tilefni harkalegrar sennu milli James Johnsons, þingmanns Verkamannaflokks- ins frá Hull, og Anthony Cros- lands í Neðri málstofu brezka þingsins s.l. miðvikudag. Johnson sagði m.a., að um þessar mundir væri verið að leggja fjölda fiskiskipa i fiskveiði- bæjunum á bökkum Humber- árinnar. Skoraði hann á Anthony Crosland að fara þess á leit við Efnahagsbandalagið að leggja tolla á fiskinnflutning íslendinga til aðildarrikja bandalagsins, er samningur Breta og tslendinga rennur út 1. desember n.k. Crosland svaraði því til, að greinilega hefði Johnson ekki lesið samninginn, svo sem lög- gjafa úr útgerðarkjördæmi bæri að gera. Hann bætti þvf við að Johnson hefði algjörlega misskil- ið staðreyndir málsins. Patrick Wall, þingmaður íhaldsflokksins beindi því til utanríkisráðherrans, að hann færi fram á útfærslu fiskveiðilög- sögu í 200 mílur með 50 mílna einkalögsögu við EBE, og taldi hann að samningurinn við Is- lendinga gerði þetta enn nauðsyn- legra en ella. Svaraði Crosland þessu á þá leið, að afli Breta yrði nokkurn veginn hinn sami og verið hefði, fengju Bretar stefnu sína í fisk- veiðimálum viðurkennda hjá bandalaginu. Michael Brotherton, annar íhaldsþingmaður gagnrýndi Cros- land fyrir að virðast staðráðinn í því að aðstoða ekki sjómennina i bæjunum við Humber. Hann skoraði á ráðherrann að tryggja Bretum 50 milna einkalögsögu þegar fyrir lægi niðurstaða haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Lét Crosland í ljós þá ósk, að Brotherton gerði umbjóöendum sínum rétta grein fyrir ákvæðum fiskveiðisamnings Breta og Is- lendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.