Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAC.UR 20. JUNI 1976 19 STRÍÐSGLÆPIR ÞYZKIR nazistar frömdu glæpi sina og hervirki í nafni þýzku þjóðarinnar. Þeir skildu illa við, og létu þeir þjóð sinni eftir sektarkennd, sem hefur enzt henni fram á þennan dag. Þjóðverjum fannst sér skylt að „bæta fyrir fortíðina“ og færa nýjar sönnur á það, að þeir væru ekki verri undir niðri en aðrir menn. Vesturþjóðverjar, að minnsta kosti, sýndu vilja sinn í verki. Þeir játuðust undir lýð- ræðisreglur, reyndu að bæta fyrir brot nazista, gengu í samtök með öðrum vesturlandaþjóðum og endurheimtu svo sjálfsvirðingu sína að mestu leyti. Ekki dugði þeim þetta þó til að fullhreinsa sig af glæpunum, sem framdir voru í nafni þeirra. Og gamla kvikan er opin enn. Hefur þess gætt nokkuð, að Þjóðverjar gripu tækifærið fegins hendi til að koma einhverju af sökinni frá seinna stríði á aðra. Ymislegt hef- ur þeim fallið til og má nefna hernað Bandaríkjamanna í Víetnam. Af ýmsum ástæðum veitist Þjóðverjum þó erfitt að áfellast Bandaríkjamenn fyrir mannvonzku og stríðsglæpi. Það er hægara fyrir þá að taka Rússa til bæna. Nú vill svo til, að undan- farin ár hefur ýmislegt vitnazt, sem áður var hulið um striðsglæpi Þjóðverjar fengu líka sinn skammt Rússa og hafa Þjóðverjar tekið þeim upplýsingum með þökkum. Hafa þeir getað sagt sem svo, að Rússarnir hafi í rauninni verið sizt betri en nazistarnir. En af þessum ávirðingum Rússa má nefna fjöldamorðin í Katyn; þar var slátrað mörgum þúsundum pólskra liðsforingja. Lengi eftir GAGNSÓKN — Var hefndarþorstinn almennur þegar Sovétmenn gátu loks snúið vörn í sókn eins og á þessari mynd frá '43? stríð héldu menn, að þýzkir naz- istar hefðu verið þarna að verki, en það reyndust svo hafa verið Rússar. Og nú er komin út bók, sem hentar Þjóðverjum vel. Hún er eftir Lev Kopelev, rússneskan Gyðing og einlægan sósialista en fjallar um stríðsglæpi Rússa í Þýzkalandi. Bókin heitir á ensku ,,To be kept forever", en þegar er búið að snara henni handa Þjóð- verjum og kaupa þeir hana svo grimmt, að varla hafa aðrar bæk- ur selzt jafnvel í Þýzkalandi. Bók- in er þeim mun merkilegri en aðrar bækur um stríðsglæpi Rússa, að höfundurinn, Kopelev, tók sjálfur þátt í þeim hermdar- verkum, sem hann segir frá —og Þjóðverjar voru förnarlömbin. Kopelev var „pólitískur liðsfor- ingi“ eða kommissar í Rauða hernum. Átti hann að reka áróður meðal Þjóðverja. Það var í þann mund, er striðinu var að ljúka og Rauði herinn kominn inn í Norð- austurprússland. Kopelev leitað- ist við þar sem annars staðar að draga viðnámsþrekið úr óvinun- um og sannfæra þá um góðan hug og tilgang Rússa, sem ættu ekki aðra ósk en leysa þá úr ánauð nazista. Framkvæmdirnar urðu nokkuð á aðra lund, en þetta tal gefur til kynna, enda varð Kopelev kommissar brátt um og ó. í bók hans gengur á með fjöldamorð- um, nauðgunum, skemmdarstarf- semi og ránsskap og eiga bæði liðsforingjar og óbreyttir i Rauða- hernum hlut að þessu. Sumum rússnesku hermannanna ofbauð þetta framferði og Kopelev var einn af þeim. Sumir þessara manna höfðu jafnvel uppi mót- mæli við yfirboðara sína og stöku sinnum var alverstu bófunum refsað, er illverki þeirra fóru „úr hófi“ fram. En annars var hefndaræðið almennt að heita mátti og gerðu Rússarnir ekki upp á milli þýzkra hermanna og almennra borgara eða jafnvel manna, sem höfðu barizt öll stríðsárin gegn nazistastjórninni. Nú er þess að gæta, að Þjóð- verjar höfðu ráðizt inn í Sovét- ríkin og drýgt þar ódæði sem ekki eru gleymd enn. Sovétmenn biðu gífurlegt manntjón i stríðinu og allt var það Þjóðverjum að kenna. Hefndarhugurinn i Rauða hern- um er þvi skiljanlegur. En sú skýring nægir ekki Lev Kopelev. Hann hefur samhug og bræðralag allra rnanna í heiðri. Hann er þar að auki einlægur sósíalisti og sögurnar, sem hann rekur í bók sinni samrýmast fráleitt hugsjón- um hans. Hann segir frá því, er hann reyndi að koma i veg f.vrir ýmis ódæðisverk og leitaðist við að telja um fyrir yfirboðurum sínum. Það kunni ekki góðri lukku að stýra. Yfirvöldin fengu illan bifur á honum. Og áður en lauk stríðinu var hann rekinn úr kommúnistaflokknum, hand- tekinn og yfirheyrður i þaula en honum því næst þvælt á milli Framhald á bls. 33 Kjósa, kjósa — brenna, brenna ÞAÐ er eins og vant er — rétt einar þingkosningar á (talíu. Þá er jafnan mikið um að vera og verður eflaust einnig i þetta sinn. En nú er einkum að vænta stórfelldra hátiðahalda hryðjuverkamanna Eru þeir þegar farnir að fagna og búnir að skemma iðnból fyrir mörg hundruð milljóna svo, að þúsundir manna misstu vinnu sina Stór iðnból hafa orðið verst úti Hefur verið kveikt i mörgum og siðast í málningarverkstæði Fiatverksmiðjanna i Torino kbmust menn fyrir þann eld i tæka tið og varð ekki mikið tjón Stuttu áður höfðu Flatverksmiðjurnar orðið heldur verr úti Þá var kveikt i bólstrunarverkstæðinu Þar brann jafnvirði 320'milljóna króna Um svipað leyti hótuðu einhverjir að sprengja kauphöllina i Milano i loft upp og varð að loka henni i nokkra tima Þá hafa brennuvargar lagzt á kjörbúðahring einn og vita eigendur hans aldrei hvar bófarnir muni bera niður næst Það hefur löngum verið heitt i pólitisku kolunum á ítaliu Allmikill viðbúnaður er gegn hryðjuverkamönnum Hafa verklýðsfélög til dæmis sett vörð félagsmanna sinna um verksmiðjur og aðra stóra vinnustaði Þetta hrekkur þó tæpast til, og eru margir orðnir atvinnulausir af völdum brennuvarga eins og sagði áður Ekki er Ijóst, hverjir fremja þessi hervirki Sumir gruna kommúnista, eins og vant er En þeir halda nú mjög fram lögum og reglu fyrir kosningarnar og kveðast lita hryðju- verkin jafnillu auga og aðrir Nú er ekki svo að skilja, að engir vilji gangast við hryðjuverkunum Ýmsir vinstri- sinnaðir skæruliðar hafa lýst þeim á hendur sér Þetta eru fámennir en fólskir flokkar og kalla sig stórum nöfnum, Rauðu herdeildina, Vigbúna öreigakjarnann og annað álíka Yrðu þeir þvi fegnastir, að þeim yrði kennt um öll hryðjuverk i landinu Þvi miður eru margir sem trúa þessu ekki um þá Það er nefnilega hugsanlegt, að öfgasinnaðir hægrimenn eigi flestar sakirnar og vaki það fyrir þeim, að varpa grun á ÖRLAGARÍKASTA spurning ítölsku kosninganna: Snúast ennþá fleiri til fylg- is við kommúnista? kommúnistá og hafa þannig af þeim fylgi fyrir kosningarnar. Sá leikur hefur verið leikinn fyrr. Fyrir átta árum voru framin ógeðsleg morð á Piazza Fontana í Milano Var vinstri mönnum kennt um þau i fyrstu en slðar kom i Ijós að morðingjarnir voru úr flokki nýfasista Þykir ekki ótrúlegt, að líku máli gegni um hryðjuverkin núna — DAVID WILLEY. Þetta gerðiat líki Reyfarakaup BRESKI listaverkasalinn sem ! hltteðfyrra keypti hjálminn hár á myndinni fyrir sem svarar 150.000 krónum gerði drjúgt betri kaup en flestir spáðu. Hann seldi hann núna á dögunum fyrir góðar sextán milljónir. Þegar hjálmurinn var boðinn upp ! London fyrir tveimur árum, höfðu sérfræðingar slegið þvi föstu að hann hefði verið smíðaður á nltjándu öld og væri einungis eftirllking af samskonar hjálmum frá fjórtándu öldinni. Nú hefur hinsvegar komið ! Ijós við vandlegan samanburð við nauða- llkan skoskan hjálm frá fimmtándu öld að þetta væna höf- uðfat er algjörlega ósvikið. Það var fornvopnabúrið I Tower ! London, sem nú keypti gripinn. Og verð hans er I samræmi við það að innan við tylft svona hjálma er nú til I gervallri veröldinni. Jennie vill líka TUTTUGU og eins árs gömul stúlka I Bandaríkjaher að nafni Jennie Vallance hefur tjáð yfirboðurum slnum að hún hyggist stefna þeim fyrir kynþáttamisrétti. Jennie er fyrsti kvenmaðurinn sem útskrifast sem þyrluflugmaður úr flugskóla hersins. og krefst þess nú að vera hvorki meðhöndluð betur né verr en karlmennirnir í þyrlusveitinni hennar. Hún hefur hingað til einungis fengið að stjórna sjúkraþyrtum og segir að ástæðan sé kynferðið. Hinsvegar vill hún fá að reyna sig sem ósvikinn orustuflugmaður rétt eins og félagar hennar og segist stefna að þv! að verða send til Evrópu til gæsluflugs við landamæri járntjalds- landanna. Hávaði á Haiti YFIRVÖLD á Haiti hafa ekki einungis neitað að verða við þeirri áskorun rithöfundarins Graham Greene að þau hætti að fangelsa fólk fyrir pólitískar skoðanir þess heldur hafa þau hafið magnaða herferð á hendur honum fyrir rógburð og annað þvíumlíkt. Greene hefur raunar ekki átt upp á pallborðið hjá harðstjórunum á þessum slóðum síðan hann skrifaði skáldsöguna „The Comedíans", sem er að mestu byggðá fáránlegum stjórnarathofnum þessara mann og nær vitfirringslegum blóðþorsta. Þegar bókin kom út svaraði þáverandi einræðisherra með þvi að hespa sjálfur af heilmikinn doðrant, sem mátti heita samfelld flétta af svívirðingum um hinn heimsfræga rithöfund. Nú hefur núver- andi einræðisherra, sem er raunar sonur þess gamla, sigað fjölmiðlum sínum á Greene. Tilefnisins er að visu ekki getið, semsagt að hann hafi enn sakað Duvalierfjölskylduna um að stjórna með skefjalausu ofbeldi. En allt um það er honum nú lýst sem „gjöspilltum" manni, sem hafi ekki einu sinni haft manndóm í sér til þess að iðrast fyrri ummæla sinna um „lýðveldið" Haiti. Skugginn frá Miinchen Kanadlski herinn, sem á að gæta öryggis keppenda og áhorfenda á Ólympluleikum þeirra Kanadamanna núna i sumar. kvað ekki hafa átt jafn annrikt siðan heimsstyrjöldinni lauk. Kostnaður vegna öryggismál- anna er áætlaður yfir hundrað milljónir kanadadala og 16.000 öryggis- verðir verða þarna á ferðinni. Hinn hörmulegil atburður ! Miinchen er mönnum ennþá i ferskul minni, þegar arabiskir skæruliðar stráfelldul israelska íþróttafólkið. Nú verður allt gert sem ij mannlegu valdi stendur til þess að fyrirbyggjaj endurtekníngu harmleiksins. Í Ólympiuþorpinu ogl svo á sjálfu keppnissvæðinu úir og grúir af duld- um sjónvarpsvélum og kænlega földum hlerunartækjum. Og strangur vörður er þegar hafður um flugvelli, að morðsveitir smjúgi ekki inn ! iandið. Sitt lítið af hverju FINNSK þingnefnd hefur mælt með því að tóbaksauglýsingar verði bannaðar með öllu ! finnskum fjölmiðlum og að auki að bann verði lagt við sölu þeirra til unglinga undir sextán ára aldri . . . Hussein Jórdaníu- kóngur upplýsti fyrir skemmstu i viðtali við vestur-þýzka vikuritið Stern, að Jórdaníumenn stæðu nú i samningum við Sovétmenn um kaup á orustuþotum og flugskeytum. Hussein bætti þv! við að banda- risk vopn væru einfaldlega orðin of dýr ... Samkvæmt síðustu fréttum hafa yfirvöld í Indlandi nú handtekið á áttunda þúsund manns ! sambandi við tilraunir sinar til þess að hefta útgáfu ýmiskonar ólöglegra rita sem gagnrýna stjórnarhætti Indiru Gandhi ... Dr. V. Yurchishin, rektor landbúnaðarháskólans I Kiev i Ukraínu, hefur verið rekinn úr kommúnistaflokknum fyrir það meðal annars (að Pravda upplýsir) að vera búinn að koma 160 af ættingjum slnum á launaskrá háskólans! Grátt gaman AVERELL Harriman (myndin), sem var meðal annars sérlegur ráðunaut- ur Roosevelts forseta á striðsárunum, hefur nú sagt nokkuð frá samskiptum slnum við Churchill og Stalin i nýútkominn bók sem hann skrifaði við annan mann. Einna forvitnilegastar þykja frásagnir hans af þeim slðamefnda sem hann hitti fjölmörgum sinnum á ferðum slnum til Sovétrlkjanna. Sem gestgjafi virðist Stalin hafa verið hlýlegur ruddi. Sovétmenn urðu frægir að endemum af veislunum sem þeir héldu erlendum stór- löxum, þar sem aðallega virtist vaka fyrir gestgjöfunum að drekka gestina undir borðið. Harriman var enginn hænuhaus og var þv! I metum hjá Rússunum. Aftur á móti fór de Gaulle heldur I taugarnar á þeim með þvi einfaldlega að afþakka að drekka sig útúr ! veislunni þar sem hann var heiðursgestur og vera að auki algjö- lega ósnortinn af umgengnissiðum ein- ræðisherrans. Stalin fannst lltið ganga og hrópaði yfir krásirnar: „Þeir verða að drekka meira vin, og þá verðum við allir sáttir." De Gaulle lét sér fátt um finnast og benti á Bulganin á spurði Harriman svo hárri röddu að allir máttu heyra: „Er þetta ekki maðurinn sem drap svo marga rússneska hershöfðingja." Litlu seinna kallaði Stalin til Bulgan- ins: „Láttu sækja vélbyssurnar! Við skulum kála diplómötunum." En de Gaulle fannst þetta ekkert fyndnara en það sem á undan var gengið og lét ekki einu sinni svo litið að brosa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.