Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 20. .IUNT 1970 15 Jón Aðalsteinn Jónsson: Hefð bókstafsins z í íslenzku ritmáli upp svonefnd hlaðamannastaf- setninp. op þar var z enn haldið í stofni, svo sem í orðum eins op pæzla, beztur. leizt op lízt (af líta). en aftur sleppt í endinp- um sagnorða. Þessi regla pilti svo í flestu rituðu máli þar til árið 1918. er stjórnarstafsetn- ingin var auglýst. Þá fyrst hvarf z algerlega úr rituðu máli samkvæmt auglýstum reglum. Þeir voru samt fjolmargir. stm rituðu hana áfram. enda olli brevtingin 1918 miklum um- ra'ðunt ekki síður en nú á dög- unt. Kftir allmikil fundahöld var enn brevtt til árið 1929 JON SIGURÐSSON RASMUS KRISTJÁN RASK AÐ UNDANFÖRNU hefur bók- stafurinn z orðið fyrir slíku gerningaveðri, að þess eru engin dæmi áður í sögu íslenzkrar stafsetningar. Ilef- ur í þeim ákafa gætt þeirrar minnimáttarkenndar, að hann sé einungis „heldri manna stafur“ og jafnvel hefur skotið upp Danahatri, þar sem þvi er haldið að almenningi, að hann sé fundinn upp af dönskum málfræðingi. Satt er það að vísu, að sá heimsfrægi mál- fræðingur, Rasmus Kristján Rask, tók z upp i stafsetningu þá, sem hann bjó islenzku rit- máli um 1830, en hins vegar er það staðreynd, að hún er miklu eldri í íslenzku en frá dögum Rasks. Fyrir þá, sem hleypidómalaust og af skyn- semi vilja líta á íslenzk staf- HALLDÓR KR. FRIÐRIKS- SON setningarmál, eru eftirfarandi linur um bókstafinn z ætlaðar — nú að nýafstöðnu gerninga- veðrinu. Það er rétt, að reglur þær, sem við höfum haft um rithátt z frá árinu 1929, eru i veigamikl- um atriðum samhljóða reglum Rasks og þvi um 150 ára í is- lenzku ritmáli. En hefðin nær þó miklu lengra, því að z hefur verið rituð i íslenzku allt frá 13. öld, en þó án ákveðinna reglna, þar til á 19. öld. Bendir Einar G. Pétursson cand. mag. réttilega á þetta í grein í Mbl. 29. f.m. Þá má og nefna það, að í Nýja testamenti Odds Gottskálksson- ar frá 1540, elztu prentaðri bók á íslenzku, er z allmikið notuð. I stafsetningarreglum frá 18. öld er z nefnd, og Eggert lög- maður Ölafsson ritar z fyrir st í ALEXANDER JOIIANNESS. miðmynd sagna I Réttritabók sinni frá um 1760. Var stafsetn- ing hans notuð á ýmsum ritum í lok 18. aldar, svo sem Ritum Lærdómslistafélagsins. Reglur Rasks um z eru þær, að hann notar alls staðar z inni í orðum til þess að tákna sam- drátt úr ðs, ds og ts, þar sem borið er fram s. Má þar taka sem sýnishorn gæzka (úr gæð- ska), hanzki (úr hand-ski) og veizla (úr veit-sla). Jón Sigurðsson tók stafsetn- ingu Rasks upp í riti sínu, Nýjum félagsritum, i flestum greinum og þá z í stofni. Sama gerði Halldór Kr. Friðriksson, sem var íslenzkukennari við Lærða skólann í rúma hálfa öld og samdi stafsetningarreglur. Var það skólastafsetningin svo- kallaða. Árið 1898 var tekin SIGURDUR NORDAL FREYSTEINN (il NNARSSON f.vrir tilstilli þáverandi kennslumálaráðherra. Jónasar Jónssonar, og z þá tekin up|) að nýju. Voru hinar nýjti reglur í flestum greinunt i samrtemi við tillögur hinna revndustu sköla- nianna á þeim timum. Nægir þar að nefna menn eins og Alexander Jóhannesson og Sig- urð Nordal. kennara við Háskóla Islands. Jakob .) Smára. islenzkukennara við Menntaskölann i Reykjavik. og Freystein Gunnarsson. sem lengi var skólastjóri Kennara- skóla Islands. Af þvi. sem hér hefur verið rakið að frarnan. tná öllum vera Ijöst. að bókstafurinn z hefur verið notaður i almennum is- lenzkum ritreglum nærteiit allan þann tíma, sem nokkurn veginn fastmótaðar reglur hafa gilt, og það segir sina sögu. Teg. 3614. Brúnir leður, fóðraðir og með hrágúmmísóla. Stærðir nr. 3—7 í Vi nr. Verð kr. 5.575. Teg. 5615. Fáanlegir i brúnu leðri með leðursóla Stærðir: nr 3—7’/z í ’/2 nr. Verð kr. 5.575. Teg. 5614. Brúnt leður og með hrágúmmísóla. Stærðir: nr. 2 Vz — 7 í ’/z nr. Verð kr. 4.880. Teg. 1623. Brúnt leður og með hrágúmmísólum. Stærðir nr. 35—42 Verð kr. 3.980. Teg. 1418. Hvitt leður og slit sterkum sólum. Stærðir: nr 2'/2 — 7 i ’/z nr. Verð kr. 3.485. Teg. 176. Svart rúskinn Stærðir nr. 36—41. Verð kr 2.885 Póstsendum Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll sími 14181. Teg. 400. Rautt leður og með hrágúmmísólum. Stærðir 36—41 Verð kr. 2.950. Teg. 500. Brúnt leður og með hrágúmmísólum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.