Morgunblaðið - 20.06.1976, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.06.1976, Qupperneq 30
30 MOKC.UNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 20. .lUNI 1976 Texti og myndir: Gísli Sigurgeirsson beint á melana, og þeir sem koma austan að geta farið Gönguskörð, þaðan niður Garðsárdal yfir á bakka Eyjafjarðarár og slást þar ef til vill í hóp með Akureyring- um fram á Melgerðismela. SVÆÐIÐ ÁKJÓSANLEGT TIL HESTAMANNAMÓTA Hólmgeir Valdemarsson, stjórnarformaður Melgerðismela s.f., sagði í viðtali við blaðið, að það væri margt sem gerði Melgerðismela ákjósanlega til hestamannamóta. — Þarna er stórkostleg aðstaða frá náttúrunnar hendi, sagði Hólmgeir, og tel ég að þarna verði bezta aðstaðan á landinu til að halda hestamannamót þegar framkvæmdum verður lokið. Aðalskeiðvöllurinn og sýningar- svæðið verða í hvammi á bökkum Eyjafjarðarár, en þar er sérstak- lega skjólsælt, aðeins opið fyrir austanátt, en hún er sjaldgæf á þessum slóðum. Áhorfendasvæð- in eru eins og bezt verður á kosið frá nátturunnar hendi I stöllun- um umhverfis hvamminn. Tjald- stæði eru nægileg og hentug og þeir sem eru ríðandi geta valið úr skemmtilegum reiðvegum, en fátt Þeir voru að leggja þakið á stóðhesiahúsið og sögðust tæpast hafa tfma til myndatöku. Miklar framkvæmdir norðlenzkra hestamanna á Melgerðismelum: FRAMKVÆMDIR HÓFUSTIFYRRA Hólmgeir sagði að framkvæmd- ir hefðu hafizt í fyrrasumar, strax og gengið hafði verið frá samningum við hreppinn. Byrjað var á skeiðvellinum, sem er hring- völlur, um 1 km að lengd. Einnig voru hafnar framkvæmdir við veitingaskála og stóðhestahús, ásamt girðingum. Siðan var hafizt handa i vor, strax og aðstæður leyfðu.Veit- ingaskálinn er nú fokheldur, en hann er 220 fermetrar, stál- grindarhús, klæddur með spóna- plötum og bárujárni á þaki. Þar verða veittar veitingar ásamt snyrtingum og skrifstofu. Stóð hestahúsið er einnig 220 fermetra stálgrindarhús, alklætt með báru- járni, en í þvi verða 40 básar. Reynir Vilhjalmsson gerði heildarskipulag af svæðinu, en Mikael Jóhannesson teiknaði húsin. Nú er unnið að því að leggja rafmagn að húsunum og vegur verður lagður frá aðalþjóðvegin- um fjótlega. KOSTNAÐUR MIKILL Kostnaðurinn vil þessar fram- kvæmdir er þegar orðinn mikill og á eftir að verða enn meiri — heldur Hómgeir áfram — Félögin hafa lagt fram 1.3 millj. hvort, en sú upphæð á eflaust eftir að hækka mikið áður en öllu er lokið. Einnig höfum við notið styrkja og sveitarfelögin hafa stutt félögin með framlögum. En það sem gerir okkur þetta kleyft er að mestöll vinna er lögð fram I sjálfboðavinnu á kvöldin og um helgar. Ekki varð þó hjá því komizt að ráða tvo smiði, Ægi Aðalsteinsson og Aðalstein Jóhannesson f fullt starf til að tryggja að mannvirkjum verði lokið á tilsettum tíma, en tíminn er að verða naumur, mótið á að hefjast 9. júlí. MARGIR MÖGU- LEIKARÁNÝTINGU MANNVIRKJA Við spurðum Hólmgeir hvort þetta væru ekki nokkuð dýr mannvirki til að standa ónotuðu mestan hluta af árinu. Negla, negla, negla — þeir eru ófáir naglarnir sem þarf að negla f stórt þak. Þetta verður bezta mótssvæðið á landinu — sagði Hólmgeir Valdemarsson Hólmgeir svaraði því til að það væri engan veginn meiningin að einskorða svæðið við hestamanna- mót. Þarna skapaðist möguleiki fyrir ungmennafélögin að koma sér upp íþróttaaðstöðu möguleiki væri á að hafa reiðskóla fyrir börn og unglinga og jafnvel full- orðna á sumrin og tamningastöð á veturna, Búnaðarfélagið gæti haldið þarna sýningar, jafnvel stórar landbúnaðarsyningar, og þannig mætti lengi telja sagði Hólmgeir að lokum. er ákjósanlegra en að láta gamminn geysa eftir rennislétt- um melunum. Beitiland er einnig nægilegt í svokölluðu Yztanesi, 20 hektarar. VEL I SVEIT SETT Þá gat Hólmgeir þess, að Mel- gerðismelar væru sérlega vel í sveit settir fyrir þá sem koma ríðandi að. Þeir sem koma ríðandi norður yfir hálendið geta komið niður í Eyjafjarðardal og er þá skammt á melana; þeir sem koma vestan að geta farið Nýjabæjarfjall og niður Skjóldal, en þá lenda þeir svo til Moka — moka — þau eru ófá handtökin við miklar fram- kvæmdir. ÞEGAR ekið er suður Eyjafjörð að vestanverðu og komið fram fyrir Djúpadalsá, blasa við víðátlumiklir melar austan þjóðvegarins. Það eru Melgerðismelar, þar sem áður var aðalflugvöllur Akurevringa og Eyfirðinga, gerður áð mestu frá náttúrunnar hendi. Ef farið er austur eftir rennisléttum melunum, sem víða eru grasi grónir og þurfa ekki nema litla aðhlynningu til að groa enn betur, blasir við skjólgóður hvammur við bakka Eyjafjarðarár. Þetta land tilheyrir jörðinni Mel- gerði, sem Saurbæjarhreppur kevpti á sl. sumri. Ifestamannafélögin Léttir á Akureyri og Funi, Eyjafirði, hafa nú gert leigusamning til 50 ára við Saurbæjarhrepp um afnot af hluta jarðarinnar, þ.e. áðurnefnd- um melum og bökkum ásamt beitilandi. Þarna eru félögin nú að koma sér upp aðstöðu til að halda stór sem smá hestamannamót. Það fyrsta, fjórðungsmót norðlenzkra hestamanna, verður haldið dagana 9., 10. og 11. júlf n.k. Þá er búizt við margmenni og fjölda hesta á Melgerðismela og er nú allt kapp lagt á að Ijúka framkvæmdum I tæka tíð. FÉLÖGIN STOFNUÐU SAMEIGNARFÉLAG Þegar félögin Léttir og Funi höfðu tryggt sér svæðið, stofnuðu þau sameignarfélag, Melgerðis- mela s.f., til að standa að fram- kvæmdum á svæðinu. I stjórn félagsins eiga sæti frá Funa Sig- urður Jósefsson og Hjalti Jósefs- son, og frá Létti Reynir Björgvinsson og Hólmgeir Valdemarsson. Þá er búizt við því að á næst- unni gangi fleiri félög, sem starfa í Eyjafirði, að einhverju leyti inn I eignaraðild að staðnum, t.d. ung- mennafélögin og Hestamanna- félagið Þjálfi á Grenivík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.