Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 20. JUNÍ 1976 Varúð - Brothætt Saga og Þórir í Gerdýrunum. Q! Glordýrin eftir Tennessee Williams I þýðinRU Gísla As- mundssonar. [ ] Sýning I.eik- félags Akureyrar. [ ] Leik- stjóri GIsli IIaIIdórsson. [ | 1 hlutverkunum: Sigurveig Jóns- dóttir — Amanda; Aóalsteinn Bergdal — Tom; Saga Jónsdótt- ir — I.ára; Þórir Stcingrímsson — Jim. [ | Lcikrnynd: Jónas Þór Pálsson. [ | Aóstoóarleik- stjóri: Gestur K. Jónasson. MIKID orð hefur farið af sýn- ingu Leikfélags Akureyrar á Glerdýrunum. Það var tilhlökk- unarefni að fá að sjá ný andlit, listamenn að norðan, glíma við þetta viðkvæma og að mínu mati, á margan hátt meingall- aða verk. Því miður tókst ekki i þessari uppfærslu að sigrast á hel/.tu göllum verksins. En margir af beztu kostum þess nutu sín hins vegar í ríkum mæli. Og Akureyringunum undir leiðsögn Gísla Halldórs- sonar tókst að laða fram þann Suðurríkjahita og -svita. hið þunga en um leið angurva'ra og lýrtska andrúmsloft bældra til- finninga, sem mettar verk Williams. Það tókst ekki n;egi- lega vel í fagmannlegri en of póleraðri sýningu Þjóðleikhúss- ins á Sporvagninum Girnd i fyrravetur, burtséð frá stórleík Þóru Friðriksdóttur í aðalhlut- verkinu. Leikritið hefur í brenni- punkti, líkt og Sporvagninn Girnd, kvenlýsingu, — mynd einangraðrar konu, Amöndu, sem lifir á víxl í heimi sjáls- blekkingarinnar og helvíti von- brigðanna, rígheldur sér í minningu um glæsta fortíð og tálvonir um bætta framtið. Sambýli hennar við börn sín tvö, Tom, sem á í innri sem ytri baráttu fyrir því að geta slitið sig lausan úr þeirri ánauð sem heimilið er honum, og Láru, sem virðist dæmd til kviksetn- ingar í sinni fötlun og innhverf- unt heimi síns glerdýrasafns, — þessu sambýli lýsir leikritið. Ákafi — óöryggi Tennessee Williams skrifar þetta verk af mikilli íþrótt. Mesti kostur hans er að mínum sntekk sá, að hann þekkir sitt fólk. Samtölin, nákvæmt, lýs- andi málfar persónanna, oft á tíðum glitrandi texti, — eru hans aðall. A hinn bóginn er leikverkið i heild afar ójafnt. Williams er ákafur hiifundur. í ákafa hans virðist jafnframt leynast eitthvert óöryggi um hvort það, sem hann vill sagt hafa, komist til skila. Þess vegna grípur hann í ríkum mæ'li til billegra bellibragða. Sem betur fer er hinu ósmekk- legasta af þessum brögðum — notkun myndvörpu og skilta til undirstrikunar ákveðinna at- riða —, sleppt i uppfterslu L.A. En of margar af þessum leik- húsbrellum standa að minu mati eftir. Til að mynda notar Williams til áherzluauka á dramatískum hápunkti verks- ins mikinn þrumugný. Svona melódramatík ætti nú að vera orðin bannvara i öllu nema hryllingsmyndum. Þá er hann aðdáandi músíkbeitingar til að skapa tilfinningalegan bak- grunn fyrir tiltekin atriði. Stundum verður þetta óbæri- lega Hollivúddlegt og gamal- dags, þótt yfirleitt væri þessu meðali beitt af hófsemi og smekkvísi í sýningu L.A. Annað dæmi um svona melódrama- tískt tæknibragð sem að mín- um smekk hefði betur verið út- hýst er spottljósið sem sett er á portrettið af hinum brott- hiaupna heimilisföður þegar hann ber á góma. Mér fannst þetta verka hjákátlegt. Hefði ekki verið eðlilegra að hafa á mynd föðursins jafna, sterka lýsingu til að draga fram hvern- ig minningin um hann hvílir- eins og mara á persónunum sem hann skildi eftir. Að öðru leyti var lýsing Glerdýranna, — sem byggir mikið á noktkun spottljósa —, næmleg og ná- kvæm, og tókst vel að afmarka persónurnar, — gefa í skyn ein- angrun þeirra. Undantekning var þó sá rauðleiti bjarmi sem hafður var á endurminninga- ræðu Amöndu í 6. atriði þar sem hún birtist fyrst í gamla hefðardressinu sínu. Þessi sena kallaði á hlátur hjá áhorfend- um. Það átti hún ekki að gera. Lýsing þessa verks er afar mik- ilva'gur þáttur í viðkvæmum heildarsvip, og þarna var hún úr stíl. Innviðir og umbúðir Þetta eru ekki jafn mikil smáatriði og mönnum kann að virðast. I minum augum eru Glerdýrin erfitt leikrit í upp- setningu vegna þess að annars vegar eru efnislegir innviðir þess traustir, en hins vegar skiptir sköpum um listrænan árangur sýningar hvort unnt reynist að skera niður hinar melódramatísku umbúðir, vega á móti móðursýkislegum til- hneigingum i verkinu og gera mannlífsmynd þess nærgöng- ula við áhorfendur. Þetta fannst mér ekki takast nægi- lega í uppfærslu L.A. Aðalsteinn Bergdal virðist að mörgu leyti hinn efni- legastí leikari. Honum leið þó ekki vel í einræðum Toms við áhorfendur. Annar þáttur í einkennilegu óöryggi Tennessee Williams sem listamanns birtist einmitt í þeirri umgjörð að nota Tom sem eins konar leiðsögumann um leikritið, láta hann rifja upp fyrir áhorfendur endur- minninguna sem aldrei lætur hann i friði. Að formi til er þetta prýðilega heppnuð bygg- ingaraðferð fyrir leikritið. En efnislega þykja mér einræður Toms til áhorfenda of uppá- þrengjandi, — i þeim er oftúlk- un á leiksögunni og persónum hennar og skáldleg skrúð- mælgi. Með því að flytja þær á örlítið léttari, kumpánlegri máta hefði kannski mátt vega upp á móti þessum dragbit að einhverju leyti, en Aðalsteinn féll i þann hálíðleikatón sem þær bjóða beinlinis heim. Hins vegar átti hann í samleiksatrið- um hin ágætustu tilþrif. Sigurveig Jónsdóttir hefur ekki útlitið með sér sem Amanda. Amanda er smágerð, fínleg Suðurríkjadama. En þessari hæfileikamiklu leik- konu tókst að verulegu leyti að sigrast á þessari hindrun, — ekki sízt með úthugsaðri texta- meðferð. Mér þótti samt túlkun hennar á sundum of hávær og LelKllsl Á LISTAHÁTÍÐ eftir ÁRNA ÞÓRARINSSON úthverf. Leikkonan lék of mikið út i sal, of lítið inní sig og að meðleikurum sínum. Móður- sýki Amöndu var of yfirgnæf- andi persónueinkenni. Sorg hennar, einlæg umhyggja og styrkur hurfu í skuggann. En stundum fannst mér of mikið reynt til að gera Amöndu hlægilega. Það er mikil einföld- un á flókinni persónumynd. En i atriðum eins og símtölunum eða þegar koma „unga herra- mannsins" er boðuð fór Sigur- veig á kostum, og gaman væri að sjá hana i hlutverki sem hæfði henni betur. Þórir Steingrímsson lék Jim, unga herramanninn sem átti að bjarga Láru úr glerdýraheimin- um. Hann hafði útlitið með sér en virtist ekki ráða yfir nægi- legri leiktækni, — var stífur og þvingaður, og fyrir vikið var brothættasta atriði leiksins, — fundir þeirra Láru —, nánast í maski. Lára Sögu Jónsdóttir var hins vegar óaðfinnanleg túlkun. Sakleysi, annarleg fegurð, ástríður sem leita athvarfs í barnalegri veröld glerdýranna, vanmetakennd og taugaspenna. Slíkir eðlisþættir Láru kunna að bjóða heim æði væminni per- sónusköpun. En Saga Jónsdótt- ir hitti á hinn rétta tón. Ekki sízt þegar Lára var utan við samræðurnar á sviðinu — ein í eigin hugarheimi —, kom vand- virkni og næmleiki þessarar ungu leikkonu í ljós. Glerdýrin er verk þrúgandi innilokunarkenndar. Sýning Leikfélags Akureyrar kemur þeim grunntóni til skila. Og þrátt fyrir ofannefndar að- finnslur, — sem vafalaust eru umdeilanlegar —, stendur sú staðreynd eftir að sýningin er unnin af mikilli alúð, hraði hennar er góður og mjúkur. En innbyggða galla leikritsins sjálfs tekst henni ekki að yfir- Vinna. Enginn vafi leikur á hinn bóginn á þvi að mikill fengur og tilbreyting er fyrir reykvíska leikhúsgesti að fá hina norðlenzku listamenn suð- ur. Æskilegt væri að slíkar leik- ferðir kæmust á fastan grund- völl eins oft á ári og frekast er unnt. F"rá Tafl- og bridge- klúhbnum. Sumarspilamennskan er nú að komast í fullan gang, en síð- ast var spilað á þriðjudegi og varö þátttakan því ekki sem skyldi. Spilað var í tveimur riðl- um og urðu úrslit sem hér segir: A-riðill 12 para: Einar Þorfinnsson — > Sigtryggur Sigurðsson 193 Guðmundur Pétursson — Guðmundur Sveinsson 188 Alfreð Viktorsson — Olíver Kristófersson 186 B-riðill 10 para: Sigurjón Helgason — Sigurjón Tryggvason 125 Jón Hilmarsson — Þorfinnur Karlsson 119 Hrólfur Hjaltason — Oddur Hjaltason 115 í A-riðli var meðalskor 150 en 108 í B-riðli. Næsta spilakvöld verður fimmtudaginn 24 júní. Spilað er í Domus Medica og hefst spilamennskan í síðasta lagi klukkan 20. Vegna hagstæðra samninga við húsið hefir tekizt að lækka þátttökugjaldið um 200 krónur á pariö. X X X X Nýlega var Norðurlands- mótið í bridge haldið á Akureyri. n sveitir tóku þátt í rr.ótinu, en þær voru frá Akuréyri Húsavík, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Blönduósi. Sigurvegari varð sveit Björns Þórðarsonar frá Siglufirði og hlaut hún 43 stig. Önnur varð sveit Stefáns Jónssonar, Dal- vík, með 29 stig, þriðja sveit Guðmundar Hákonarsonar, Húsavík, með 27 stig og fjórða sveit Jóns Árnasonar einnig frá Húsavík með 21 stig. Mótið hófst í Iðnskólanum á föstu- dagskvöldið en á laugardag og surwiudag var ’spilað á Hótel KEA, Mótsstjóri var Albert Sig- urðsson, Akureyri. Að öllu forfallalausu verður Norðurlandsmótið í bridge haldið á Húsavík næsta ár. X X X X Frá Bridgefélaginu Ás- unum í Kópavogi. Urslit á síðasta kvöldi urðu þau að hjónin Esther Jakobs- dóttir og Þorfinnur Karlsson sigruðu með miklum glæsibrag. Þátttaka var ekki nógu góð og betur má ef duga skal. Því hefir keppnisstjóri ákveðið að lækka gjald keppenda með því að gefa pörum kost á sleppa bronsstiga- gjaldinu, þannig að þeir geta keypt þau sem vilja. Með þessu móti er unnt að lækka gjaldið í 250 kr. og 100 kr. húsaleiga á mann, þannig að samtals veröur gjaldið 700 kr. fyrir par. Kaffi er frjálst. Annars varð röð efstu para þessi: stig Esther — Þorfinnur 144 Þorlákur Jónsson — Örn Ingason 120 Magnús Aspelund — Steingrímur Jónason 118 Ólafur Lárusson — Óskar Karlsson 111 Hrólfur Hjaltason —. Oddur Hjaltason 110 Meðalskor var 108 stig. Næst verður spilað mánudag- inn 21. júní. Spilað er í Félags- heimili Kópavogs, efri sal, og hefst keppni kl. 20. Keppnis- stjóri er sem fyrr Ólafur Lárus- son. A.G.R. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.