Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JUNÍ 1976 Hópmynd af stúdentununi 86 stúdentar frá MA náttúrufræðideild og 9 úr eðlis- fræðideild. Þetta er fámennasti stúdentahópur skólans i 12 ár. Meðaleinkunn á stúdentsprófi var 7,02. Hæstu einkunnir í hverri deild hlutu þessir stúd- entar: Sigurður Harðarson (E) 9.40, Helga Hilmarsdóttir (M) 8.86, Dóraþea Reimarsdóttir (N) 8,63 og Þórhildur Þorleifs- dóttir (F) 7,48. Hæstu einkunnir í öðrum bekkjum hlutu: Kristján Kristjánsson (3.) 9.40 (í bók- legum greinum 9.70), Svandis H. Þorláksdóttir og Sigurbjörn Eðvarðsdóttir (4.) 8.80. Áskell Harðarson, (5.E) 9.50. Áskell er bróðir Sigurðar Harðarsonar og eru þeir bræður frá Skálpa- gerði i Eyjafirði. Af hálfu 25 ára stúdenta tal- aði Aldís Friðriksdóttir og af- henti málverk af Sigurði Lindal Pálssyni, enskukennara, eftir örlyg Sigurðsson. Sr. Birgir Ágústsson talaði fyrir 10 ára stúdenta, sem gáfu málverk af Árna Kristjánssyni, íslensku- kennara, eftir Sigurð Sigurðs- son. I fyrramálið hefst í M.A. landsþing menntaskólakenn- ara, og það sitja á annað hundrað fulltrúar. Sv.P. MENNTASKÓLANUM á Akur- eyri var slitið [ 96.sinn í morg- un og fór athöfnin fram f Akur- eyrarkirkju. Hún hófst með því, að Helga Ingólfsdóttir lék á sembal, en sfðan flutti Tryggi Gfslason, skólameistari, yfirlit um skólastarfið f vetur og úr- slit prófa. 582 nemendur stunduðu nám í skólanum í vetur og hafa aldrei verið fleiri. Það er að nokkru leyti vegna öldunga- deildar, sem starfaði i fyrsta sinn í vetur og í voru 74 nem- endur. Skóli og heimavist eru þegar fullsetin næsta vetur, og eru raunar þegar komnar fleiri umsóknir en hægt er að verða við, þar af 190 um 3. bekk (1. ár). Að þessu sinni brautskráðust 86 stúdentar, 28 úr máladeild, 15 úr félagsfræðideild, 34 úr Dúxarnir fjórir. Þeir eru, talið frá vinstri: Sigurður Harðarson, Dóróþea Beimarsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Helga Hilmars- dóttir. Ljósm.: Sv. P. Islenzk húsgögn á sýningu í Khöfn DAGANA 12. — 16. maf var haldin f Bella Center f Kaup- mannahöfn hin árlega hús- gagnasýning Scandinavian Furniture Fair. Utflutningssamtök hús- gagnaframleiðenda skipulögðu þátttöku fyrir félagsmenn sina og sýndu eftirtalin fyrirtæki: Á. Guðmundsson hf., Axel Eyjólfsson hf., Gamla Kompan- íið hf., Ingvar og Gylfi sf., Kristján Siggeirsson hf., Mód- el húsgögn hf. og Stáliðjan. — Auk þess sýndu Gefjun og Últ- íma áklæði, Glit sýndi keramik og Rafbúð Domus sýndi Iampa. Mesta athygli vakti skrif- borðslínan BOLINE, hönnuður Pétur B. Lúthersson, svefn- bekkurinn SPIRA, hönnuður Þorkell G. Guðmundsson og leðurstóllinn CHIEFTAIN, hönnuður Óunnar H. Guð- mundsson. Prufupantanir bár- ust frá ýmsum löndum, m.a. Þýzkalandi, Bretlandi, Sviss, Spáni, Noregi og Saudi- Arabfu, og náðust viðskipta- sambönd í þessum löndum, sem lofa góðu, en reynslan verður að skera úr um hvort um framtiðarviðskipti verður að ræða. íslenzka sýningarvæðið var á mjög góðum stað, og án nokkurs vafa á það rætur að rekja til þess, að samtökin voru á síðasta ári samþykkt sem aðili að Nordiske Möbel- producenters Raad, en í því ráði eru formenn og fram- kvæmdastjórar samtaka hús- gagnaframleiðenda allsstaðar á Norðurlöndum. Ráðið heldur fundi minnst tvisvar á ári, vor og haust. Aðalverkefni þess er skipulagning og undirbúning- ur sýningarinnar í Kaup- mannahöfn, en auk þess eru tekin upp sameiginleg verk- efni eftir aðstæðum og þörfum hverju sinni, t.d. markaðsrann- sóknir, viðskiptaupplýsingar o.fl. Næsti fundur ráðsins verður haldinn á tslandi 30. ágúst n.k. (Frá Utflutningssamtökum húsgagn af ramleiðenda). Sendiherra tslands f Kaupmannahöfn, Agnar Kl. Jónsson og frú, heimsækja fslenzka sýningarsvæðið á húsgagnasýningunni f Bella Center. KVEÐJUHÓF SKOLASTJORA- FÉLAG ÍSLANDS: Ný námskrá og reglugerð grunnskóla rædd á fræðslu- og kynningarmóti SKÖLASTJÓRAFÉLAG íslands heldur sitt fimmta fræðslu- og kynningarmót fyrir skólastjóra og yfir- kennara í grunnskólum í Menntaskólanum á ísafirði dagana 20.—25. júní n.k. Jafnframt erindum um skólamál skiptast þátt- takendur í starfshópa en kynnisferðir og kvöldvök- ur setja einnig svip á dag- skrá mótsins. Nágrannabyggðir Isafjarðar verða skoðaðar og að kvöldi síðasta dags mótsins verður kvöldverðarboð f boði mennta- málaráðherra, Vilhjálms Hjálmarssonar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur í námskeiðinu verði á annað hundrað. 1 tilefni af 15 ára afmæli Skólastjórafélags tslands hefur félagið boðið hing- að til lands hjónunum Brittu og Magnúsi Gislasyni, skólastjóra iýðháskólans í Kungálv í Svíþjóð. Mótið verður sett að kvöldi þess 21. júni, en strax á mánudags- morguninn hefst flutningur erinda. Inngangserindi flytur Hörður Lárusson deildastjóri skólarannsóknadeildar mennta- málaráðuneytisins um nýju námskrána fyrir grunnskólann, sem væntanleg er á þessu ári. Ennfremur mun Reynir Bjarna- son námstjóri fjalla um sama mál. Ölafur Proppé, námstjóri ræðir um námsmat. Gurli Doltrup nám- stjóri í dönsku flytur erindi um kennslu erlendra tungumála í grunnskólanum. Helgi Jónasson fræðslustjóri Reykjanesumdæmis flytur erindi um hlutverk fræðsluskrifstofa og Kristján Ingólfsson fræðslustjóri Austur- lands mun kynna nýjar reglu- gerðir um grunnskólann, sem eru sem óðast að koma út. Loks mun fil.lic. Magnús Gíslason rektor lýðháskólans i Kungálv í Svíþjóð flytja erindi um sænsk skólamál. Skólastjórafélag tslands varð 15 ára á sl. ári en félagið er hags- munafélag skólastjóra og yfir- kennara, einkum á grunnskóla- stigi og eru félagar þess um 150. 1 tilefni af afmælinu kemur m.a. út blað félagins SKÓLASTJÖRINN í vönduðum búningi. Verður í blað- inu m.a. rakin saga félagins í stuttu máli og myndum. For- maður skólastjórafélags tslands er Hans Jörgensson, skólastjóri í Reykjavík. FRÆÐSLU- og kynningarmól Skólastjórafélags Islands hafa jafnan verið fjölsótt. Þessi mynd tekin á fjölmennasta móti S.í. á Laugarvatni 1966. Alls hafa um 700 manns sótt mót félagsins frá upphafi. Ljósm. Guðm. Hannesson. FYRIR MAJ-BRITT í LÆKJARHVAMMI EINS og fram hefur komið f fjöl- miðlum hættir Maj-Britt Imnander störfum sem forstjóri Norræna hússins nú f júlf. Samtök vinafélaga Norður- landanna og starfsfólk Norræna hússins hafa ákveðið að efna til kveðjuhófs fyrir hana að Lækjar- hvammi á Hótel Sögu 28. júní n.k. og jafnframt gefa vinum hennar og velunnurum kost á þátttöku. I samtökum vinafélaga Norður- landanna eru félög Dana, Finna Færeyinga, Norðmanna og Svía auk Norræna félagsins, en Maj- Britt hafði m.a. annars fii'm- kvæði að því að koma á samvinnu þessara félaga og hefur æ síðan mjög stutt þetta samstarf. Eins og þegar er sagt er þátt- taka í hófinu ekki bundin við ofangreinda aðila, þótt þeir hafi haft forgöngu um að koma á um- ræddu kveðjuhófi, heldur er öll- um, sem hafa áhuga á gefinn kostur á að vera með, svo sem húsrúm leyfir. Aðgöngumiðar að kveðjuhófinu verða seldir hjá Bókaverslun Sigf. Eymundssonar og Lárusi Blöndal frá þriðjudegi 22. júni til föstudags 25. júnl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.