Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JUNÍ 1976 — Gætirðu ekki komið við í Damms fornsölunni í Osló og tekið viðtal við Claes Nyegaard fyrir mig, sagði annar ritstjóri Morgunblaðsins við undirritaðan, er hann fvrir nokkru brá sér til Noregs í sumarfrí. — Þetta er ábyggilega merkilegur náungi og hann hefur mikinn áhuga á öllu sem viðkemur íslandi og íslenzkum hókum. Þar með var það ákveðið, því að þótt blaðamaður hafi ætlað sér að gera allt annað í Noregi en að ræða við hókagrúskara, þá tók því ekki að neita þessu, þetta skipti ekki svo miklu máli, — en ekki verkaði verkefnið sérlega spennandi. Það fór þó svo, að heimsóknin til Nyegaards varð einn ánægjulegasti hluti Noregsferðar- innar, og maðurinn allt annað en venjulegur bókagrúsk- ari. Claes Nvegaard er maður um sextugt og hefur f 37 ár rekið „Damms Antikvariat" í Osló. Verzlanir fyrirtækis- ins eru þrjár og lögðum við leið okkar einn dag fyrir nokkru í „Bókahúsið“ í Ekebergsgötu 14. Þar prýða um 50 þúsund bækur alla veggi og flestar eru þær mjög gamlar, auk korta frá ýmsum tímum, merkilegum hús- gögnum og spennandi gripum frá miðöldum, sem setja sinn svip á þann ævintýraheim sem er innan veggja hússins. Ilúsið, sem er ósköp venjulegt, stendur í einu af eldri og virðulegri íbúðahverfum Oslóar. Innan veggja þess eru bækur frá flestum heimshornum og þangað leggja leið sína á ári hverju hundruð bókamanna. Bæk- urnar, kortin og gripirnir allir tala sínu máli og sjálfur hefur Nyegaard frá ýmsu merkilegu að segja, og gefum honum orðið: í heimsókn hjá Claes Nyegaard í Sérhver bók hefur sína sál V) Sjaldgæfar bækur Nýr bæklingur .ARCTICA" er kominn út. í honum er að finna um 750 bækur og landakort yfir Island, Grænland ofl. Af því má nefna bækur m.a Skálholtsprentanir Verð N kr 10 (innifalinn flutningskostnaður). Damrhs Antikvariat, A/S, Tollbodgt, 25, N-Oslo 1 , Norge. Texti og myndir: Ágúst I. Jónsson. — Það er mjög sjaldgæft að rekast á gamlar íslenzkar bækur á uppboóum. Flestar þeirra eru í söfnum og ganga ekki kaupum og sölum, segir Claes Nyegaard. — Annað veifið hefur maður þó heppnina með sér og ég gleymi því aldrei er ég alveg óvænl komst yfir 13 íslenzkar bækur, sannkallaða dýrgripi. — Þetta var í fyrrahaust og ég var á ferð um Frakkland. í París fór ég á bókauppboð, en átti ekki von á að rekast á neitt sérstakt sem hugur minn girntist. En viti menn, þarna voru 13 íslenzkar bækur boðnar upp og ekki var betur búið að þeim en svo að þær höfðu verið látnar liggja nokkurn tíma fram að uppboðinu í hrörleg- um pappakassa, og ég var ekki lengi að festa mér allar bækurnar 13. Því sé ég ekki eftir þó aó þær hafi kostað talsvert mikið, því að þarna var um að ræða bækur prentaðar í Hrappsey, Skálholti og á Hólum og eru meðal þeirra f.vrstu sem prentaðar voru á ís- landi. Nyegaard nefnir íslenzku stað- ina eins og innfæddur og talar um bækurnar eins og gamla kunn- ingja. Hann heldur áfram: — Sag- an að baki hverrar bókar er ekki síður athyglisverð en bókin sjálf. Til dæmis kom það á daginn, þeg- ar ég fór að kanna hvaðan þessar bækur væru komnar og hvernig Auglýsing frá Damms Antikvariat í Morgun- blaðinu. þær hefðu komizt til Frakklands, að þa*r voru í eigu Napóleons prins, sennilega um 1850, og Guð má vita hvernig hann hefur kom- izt yfir þær. ALÞJOÐLEGT STARF Starf Nyegaards og þeirra þriggja sem með honum vinna í „Damms Antikvariat" í Osló mið- ast ekki eingöngu við Noreg eða Norðurlönd. Starf þeirra er al- þjóðlegt og í stað Dananna, sem voru i heimsókn í bókahúsi verzl- unarinnar við Ekebergsgötu þennan dag. hefðu það allt eins getað verið Japanar, Grænlend- ingar, Bandaríkjamenn eða fólk frá einhverju öðru heimshorni. Á hverju ári ferðast Nyegaard víða um heim til að næla sér í nýjar bækur til sölu í verzlun sinni. Eins og hann sagði sjálfur, hefur hann vakandi auga með og er i stöðugu sambandi við upp- boðshaldara allt frá Tokyo til Hollywood. — Þetta er geysilega spennandi starf, annars hefði ég ekki verið við þetta í 37 ár samfleytt, segir Nyegaard. — Eg var t.d. einu sinni á uppboði í Hannover, og þar var meðal annarra hluta boð- in upp mjög merk ferðasaga skrif- uð af Huyghen van Linschoten og gefin út árið 1601. Hún var metin Claes Nyegaard meö Guðbrandsbiblfu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.