Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JUNl 1976 Siglfirðingar bora eftir heitu vatni BORANIR eftir heitu vatni eru nú að hefjast að nýju f Siglufirði og var jarðborinn Narfi, sem ver- ið hefur við boranir á Blönduðsi, væntanlegur til Siglufjarðar ( gær. I fyrra fengust 20 til 30 sekúndulftrar af heitu vatni fyrir Siglufjörð og standa vonir til að nú fáist meira vatn. Samkvæmt upplýsingum Matthíasar Jóhannssonar, frétta- ritara Mbl. í Siglufirði, var í fyrra borað niður á 1.100 metra, en þá brotnaði króna borsins. Boranir fara fram í Skútudal, en þar er álitið að nægilegt vatn sé fyrir hitaveitu Siglufjarðar. 9 I KVÖLD kl. 21 lýkur sýningunni tslenzk nytjalist. Mjög göð aðsókn hefur verið að sýningunni og einnig hafa tfzkusýningar á fatnaði finnska hönnuðarins Vuokko vakið mikla athygli. Sfðustu sýningar verða f dag kl. 16 og 21. Myndin var tekin þegar iðnaðar- ráðherra, Gunnar Thoroddsen, og kona hans, Vala Thoroddsen, skoðuðu sýninguna. Reykjanesbraut: Tvær akreinar sunnan Kópavogs VEGAGERÐ ríkisins er nú að láta smíða brú yfir Kópavogslæk og er brúar- smíðin liður f breikkun Reykjanesbrautarinnar, en fyrirhugað er að bæta 43 hvalir hafa veiðzt Það sem af er hvalvertið hafa veiðzt 43 hvalir, þar af 13 búr- hveli og 30 langreyðar. Kjöt af langreyðinni er fryst í frystihúsi Hvals hf. í Hafnarfirði. Ur búr- hvalnum er unnið búrhvalslýsi og beinamjöl. Á sama tíma í fyrra var veiðin um það bil að hefjast vegna verkfalls sem var í júní- mánuði i fyrra. við akrein um Arnarnesið. Er gert ráð fyrir að brúar- smfðinni verði lokið upp úr mánaðamótunum og verður þá hafizt handa um vegargerðina um Arnar- nes. Hve langt verður unnt að fara með veginn er svo háð skipulagsmálum f Garðabæ. Helztu vegaframkvæmdir í nágrenni Reykjavíkur er vega- gerð í Gerðum, austur í Flóa og einnig við Kiðafell í Kjós. Á tveimur fyrstnefndu stöðunum verður sett varanlegt slitlag á vegi, en við Kiðafell verður brú, sem smíðuð var í fyrra, tengd við veginn. Er það allmikil vegarbót, þar sem gamla brúin á ánni var komin allnokkuð til ára sinna. Ungur listamaður sýnir Ungur listamaður, Ómar Stefánsson, heldur um þessar mundir málverkasýningu f Mocca-kaffi. Á sýningunni eru yfir 20 myndir, allt olíumálverk. Þrjár myndir hafa þegar selzt. — Þetta er fyrsta einkasýning Ómars, enda er hann ungur að árum, aðeins 15 ára. — Myndin er af Ómari við eitt af málverkum hans. Ljósmynd Friðþjófur BRUÐKAUPIÐ — Mynd þessi var tekin á flugvellinum við Stokkhólm á föstudag þegar forseti Islands herra Kristján Eldjárn, kom þangað til að sitja brúðkaup Svíakonungs og Silviu Sommerlath. Það er Bertil prins, sem býður forsetann velkominn, en á bak við þá sést Guðmundur 1. Guðmundsson sendiherra. Vegna bilana á símastreng er myndin því miður ekki skýr. Norrœnu músíkdagarnir KAMMERTÓNLEIKAR Kammertónleikar verða í Norræna húsinu f kvöld og hefast þeirkl. 20. Á þessum- tónleikum verður flutt verk eftir finnska tónskáldið Jarmo Sermilá sem nefnist Perception. Þá syngur Ruth L. Magnússon í verki eftir sænska tónskáldið Lars-Erik Rosell sem heitir Poem in the dark við ljóð eftir skáldkonuna Nelly Sachs. Ragnar Björnsson stjórnar. Ilona Moaros syngur verk eftir finnska tónskáldið Gottfried Grásbeck, Att i sit öga. Ragnar Björnsson stjórnar einnig því verki og í því leikur Einar G. Sveinbjörnsson sem nú starfar sem konsert- meistari í Málmey. Fimm danskir pfanistar flytja verkið Genklang eftir danska tónskáldið Karl Age Framhald á bls. 43 Brúarframkvæmdirnar við Kópavogslæk. Sjálfstæðísflokkurinn efnir til 18 héraðsmóta I SUMAR efnir Sjálfstæðisflokk- urinn til héraðsmóta vfðsvegar um landið. Er ákveðið að halda a.m.k. 18 héraðsmót á tfmabilinu 2. júlf til 15. ágúst. Á héraðsmótunum f sumar flytja forustumenn flokksins, ráðherrar hans og þingmenn, ávörp. Skemmtiatriði verða mjög fjöl- breytt. Hljómsveitin Næturgalar og Ágúst Atlason munu leika og annast ýmis skemmtiatriði. Óperusöngvararnir Kristinn Hallsson og Magnús Jónsson munu koma fram og syngja vin- sæl einsöngslög og dúetta. Er ekki að efa, að marga mun fýsa að hlýða á þá hressilegu og ágætu listamenn. Einnig mun Jörundur fara með margháttuð gamanmál og skemmtiþætti ásamt hljóm- sveitinni. Að hverju héraðsmóti loknu verður haldinn dansleikur þar sem Næturgalar leika fyrir dansi. Hljómsveitina skipa Skúli K. Gislason, Einar Hólm, Birgir Karlsson og Ágúst Atlason. Það nýmæli var tekið upp á héraðsmótum Sjálfstæðisflokks- ins s.l. sumar, að efna til happ- drættis og naut það mikilla vin- sælda. Er hér um að ræða ókeypis happdrætti. I sumar verður happ- drættismiði afhentur með hverj- um aðgöngumiða. Vinningar verða ferðir til Kanaríeyja með Flugleiðum, auk þriggja auka- vinninga á hverjum dansleik. Héraðsmótin verða á föstudög- um, laugardögum og sunnudögum og hefjast kl. 21. Mótin verða á þeim stöðum er hér segir: Dalvlk 2. júll Húsavfk 3. júlf Þórshöfn 4. jú 1 f Siglufirði 9. júlf Sauðárkróki 10. júlf Asbyrgi I Mlðfirði 11. júlf Sævangi, Strand. 16. júlf Stykkishólmi 17. júlf BúÓardal 18. júlf Vík f Mýrdal 23. júlf Hellu 24. júlf Flúðum, Arn. 25. júlf Höfn, Hornafirði, 6. ágúst Egilsstöóum, 7. ágúst Eskiflrði 8. ágúst Patreksfirði, 13. ágúst Bolungarvfk 14. ágúst Flateyri, 15. ágúst Mótin verða nánar auglýst síðar hverju sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.