Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 44
 ALGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 SUNNUDAGUR 20. JUn! 1976 Maður drukknar í Rey kj a víkur höf n ÞAÐ SLVS varð í Reykjavíkur- höfn snemma í gærmorgun að 36 ára gamall maður féll í höfnina og drukknaði. Ilann hét Sigurður Viðar Hafliðason, til heimilis að Hjallavegi 4. Hann var sjómaður að atvinnu og einhleypur. Slysið varð á sjötta tímanum í gærmorgun. Sigurður og félagi hans eínn voru á gangi á Granda- garði. Af einhverjum ástæðum féll Sigurður i sjóinn við Kaffi- vagninn. Félagi Sigurðar henti sér á eftir honum en áður en hann náði til Sigurðar var hann sokkinn. Lögreglan kom fljótlega á vettvang og rétt á eftir kom froskmaður úr björgunarsveitum SVFÍ. Fann hann lík Sigurðar eftir skamma leit. Portúgal i öðru sæti ISLENDINGAR eru enn í efsta sæti OECD-þjóða í verðbólguþróun. Meðal- talsverðbólga aðildarríkja OECD er nú á ársgrund- velli 12,2%, en samkvæmt skýrslum er verðbólgan á íslandi 36,3%. Portúgalir koma næstir með 22,8% verðbólgu og í þriðja sæti eru Bretar með 21,2%. Samkvæmt nýjustu tölum úr Hagtölum mánaðarins hækkaði vísitala fram- færslukostnaðar um 32,5% síðustu 12 mánuði. Samkvæmt skýrslu frá OECD, Efnahagssamvinnu og þróunarstofnunarinnar, var verðbólgan miðað við síðustu 12 mánuði 9% í Kanada og 6,1% í Banda- ríkjunum. í Japan var verðbólgan 8,8%, í Ástralíu 13,4%, á Nýja Framhald á bls. 43 Ljósmynd Ól.K.M. VEÐRIÐ — Það voru margir sem notfærðu sér að Sundlaug Vesturbæjar var aftur opnuð í gær og var þar hver flekinn skipaður af sóldýrkendum. Veðurstofan spáir hlýju veðri og sólskini sunnanlands og vestan I dag, skýjuðu á Austurlandi en þokulofti og súld á Norður- og Norðausturlandi. Klukkan 12 á hádegi 1 gær var sólskin og hlýtt veður frá Skeiðarársandi vestur og norður um að ísafjarðardjúpi. Hiti var mestur 14 stig 1 Reykjavík og spáð var enn meiri hita síðar um daginn. Umferðar- slys á Héraði ALVARLEGT umferðar- slys varð á Héraði 1 fyrri- Mánaðar bið eftir skattskrá LÖGUM samkvæmt á að leggja skattskrár fram í dag, 20. júnf. Hins vegar hefur útkoma þeirra dregizt á undanförnum árum og svo verður einnig að þessu sinni, að sögn Bergs Guðnasonar lögfræðings Skattstof- unnar f Reykjavfk. Sagði Bergur að skattskráin f Reykjavfk yrði lögð fram seint f júlf og f fyrsta lagi 20. júlf. Bergur sagi að ýmsar ástæður væru fyrir því að útkoma skattskrár- innar drægist ein mik- ið og raun bæri vitni. Ein ástæðan væri síð- búnar lagasetningar en aðalástæðan væri sú, að fjöldi framtala væri orð- inn svo mikill að við nú- verandi aðstæður næðist ekki að fullskoða öll framtöl fyrir 20. júní, eins og starfsfólki Skatt- stofunnar væri uppálagt að gera. nótt, er bíll valt á blindhæð um 3 km fyrir norðan Egilsstaði. Tveir piltar voru í bílnum og slasaðist annar þeirra, farþeginn, alvarlega og var hann flutt- ur í Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupstað. Ökumaður- inn slapp ómeiddur, en grunur leikur á að um ölvun hafi verið að ræða. Slysið varð um klukkan 04. Á blindhæð og beygju missti ökumaður stjórn á bifreið sinni, sem var af Fiat-gerð. Valt bíllinn lík- legast tvær veltur og fór út af veginum. Farþeginn slasaðist eins og áður er sagt og eru meiðsli hans innvortis. Heyskapur jafnvel hafínn á stöku stað Horfur á hagstæðu sumri fyrir landbúnaðinn „ÞAÐ er óhætt að segja, að það horfir vel með þetta sumar fyrir bændurna og landbúnaðinn,“ sagði Halldór Pálsson, búnaðar- málastjóri, f samtali við Morgun- blaðið í gær. „Það hefur verið óvenju gott tíðarfar og gróðrar- tfmi nú fyrrihluta sumars og f vor.“ Halldór sagði, að fyrripartur maímánaðar hefði að vísu verið fremur kaldur en það naumast komið að sök, því að seinnihluti mánaðarins og það sem af væri júní hefði verið óvenju hagstæður gróðrinum. Heyskapur væri rétt hafinn f örfáum stöðum en síðan mætti búast við að hann hæfist að einhverju marki eftir svo sem vikutfma og yrði víðast hvar kom- inn f fullan gang upp úr mánaða- mótunum. Halldór sagði, að grassprettan væri enn tæpast orðin nógu mikil til að sláttur gæti hafizt að ráði, og mætti að nokkru rekja það til þess að bændur beittu nú gjarnan Viðbótarsamningur við Sovétríkin: Kaupa 5 þús. tonn af frystum sjávarafurðum Helmingi minna magn en aetlunin var að selja SÖLUSAMTÖK hraðfrysti- iðnaðarins — SH og sjávar- afurðadeild StS — hafa að mestu gengið frá sölu á um 5 þúsund tonnum af fryst- um sjávarafurðum til Sovétríkjanna. Er þetta um helmingi minna magn en fyrirhugað hafði verið að selja þangað með slfk- um viðbótarsamningi. Eft- ir er að undirrita þennan nýja samning formlega. Samningurinn gerir ráð fyrir, að Sovétmenn kaupi um 2500 tonn af frystum karfa og 500 tonn af frystum flökum ýmissa fiskteg- unda, svo sem löngu, keilu og grálúðu en hins vegar eru svo 2500 tonn af heilfrystum fiski af ýmsum tegundum, þó mest af smáþorski, en einnig langhali og flatfiskur. Ekki munu forráðamenn ís- lenzku sölufyrirtækjanna vera ánægðir með það verð sem Sovét- menn hafa getað fallizt á í þessum samningum. Sérstaklega þykir þeim flakaverðið lágt og mun það vera meginástæða þess að viðbót- arsamningur þessi hljóðar upp á helmingi minna magn en upphaf- lega hafði verið gert ráð fyrir að selja til Sovétrfkjanna. tún sín framan af sumri, sem aftur gerði það að verkum að grassprettan drægist heldur fram á sumWð. Bændum þætti það þó hins vegar ekki koma að sök, þar sem með hinum stórvirku tækjum sem nú væri farið að nota til heyskapar, mætti vel ljúka heyönnum á um mánaðartíma. Hins vegar væri betra — ef mögu- legt væri — að geta hafið heyskap síðast í júní og júlí, því að þá væri yfirleitt þurrkasamara en þegar kæmi fram í ágúst. Um sumarið í fyrra sagði búnaðarmálastjóri, að heyfengur yfir landið i heild hefði að mörgu leyti verið allsæmilegur, en mjög iélegur um sunnan- og vestanvert landið en þetta áfall kæmi þó fyrst fram hjá bændum á þessu svæði nú á þessu ári. Fóðrið sem þeir hafi orðið að gefa í vetur hafi verið þriðjungi til helmingi lak- ara en undir venjulegum kringumstæðum og þurft hefði að gefa mikið kjarnfóður með því. Þetta kæmi sfðan fram í auknum tilkostnaði bænda vegna auk- innar kjarnfóðurgjafar jafnframt því sem búfénaðurinn skilaði minna arði. Halldór sagði enn- fremur, að nokkuð hefði borið á lambaláti í vor hér suðvestan- lands sem ef til vill mætti rekja til lélegs fóðurs eða jafnvel rangrar kjarnfóðurgjafar en engu að síður hefðu ekki orðið mikil brögð að sjúkdómum í búfénaði af þessum sökum. Búnaðarmálastjóri sagði síðan, að ef þetta sumar yrði sem nú horfði, ætti það að koma bændunum til góða á næsta ári. Verðbólgan enn mest á Islandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.