Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JUNI 1976 Línubeitingavélar um borð í ísl. fiskiskip: „Ekki síðri nyjung en kraftblökkin” — segir Magnús Þórarinsson skipstjóri á Bergþóri LlNUVEIÐAR hafa á síðustu árum átt erfitt uppdráttar og kemur þar einkum til skortur á vön- um beitingamönnum. Nú bendir margt til þess að komin sé á markaðinn vél, sem leyst getur beit- ingamennina af hólmi. Fyrir tveimur árum hóf norska fyrirtækið Mustad stöperi & mek. verksted a/s að framleiða línubeitingavél til notkunar um borð í fiski- skipum. Vélar frá þessu fyrirtæki hafa nú verið notaðar um borð í tveimur íslenzkum fiski- skipum um nokkurt skeið og lofar reynslan af þeim góðu um áframhaldið. Þegar hafa slíkar vélar verið pantaðar í 20 önnur skip og eru þau einkum af Vestfjörðum og Vest- urlandi. Blaðamaður Mbl. ræddi í vikunni við Magnús Þórarinsson, skipstjóra á Bergþóri KE 5, en hann er annar þeirra tveggja skipstjóra, sem tekið hafa linubeit- ingavél um borð í skip sitt. Á undanförnum árum hafa verið gerðar tilraunir bæði hér á landi og erlendis með notkun véla til línubeitinga en erfið- lega hefur gengið að finna þann vélaútbúnað, sem leyst gæti mannshöndina af hólmi. Að sögn þeirra sjómanna, sem reynt hafa vél þá, sem norska fyrirtækið hefur nú hafið fram- leiðslu á virðist sem við smíði hennar hafi tekizt að yfirstíga þá tæknilegu erfiðleika, er áður hefur verið við að glíma. En eins og einn sjómannanna orðaði það, þá er fátt sem ekki má bæta og laga og þar verður reynslan jafnan bezti skólinn. Eins og áður sagði hóf norska fyrirtækið að framleiða beit- ingavélina fyrir tveimur árum en fyrsta árið var vélin aðeins notuð til tilrauna og reynslu. menn halda að þessi vél leysi mannskapinn af hólmi, þvert á móti gerir notkun hennar kröfu til góðs mannskaps.“ Hvernig gekk að fá fyrir- greiðslu hjá bankakerfinu og lánasjóðum, þegar þið vilduð setja þessa vél í bátinn. Þegar lfnan kemur úr sjó vantar jafnan nokkuð af taumum og önglum og hér sést einn skipverja á Bergþóri bæta á Ifnuna. Ljósm. Mbl. t.g. Beitingavél þessi er í raun véla- samstæða og í grófum dráttum er leið línunnar um vélasam- stæðuna sú, að linan er tekin inn á línuspil í gegnum af- dráttarkarl. Afdráttarkarlinn beinir línunni i rör, sem færir hana aftur að afsnúningstæki og þaðan fer línan i upp- stokkunarvél. Þar eru önglarnir stokkaðir upp á önglabrautir og taumum bætt á linuna. Þegar hér er komið er línan tilbúin til lagningar á ný, þegar ákveðið magn hennar er komið úr sjó. Línan er síðan lögð aftur jafnharðan í gegnum beitingavél. Algengast er að staðsetja véiasamstæðuna í annarri hlið skipsins eða á brúarganginum en æskilegt er að skipin séu sem mest yfirbyggð. Auk Berg- þórs hefur beitingavél af þessu tagi verið sett niður í Guðmund Péturs frá Bolungarvik og um þessar mundir er verið að setja vélar niður i þrjá aðra báta. Fyrirtækið í Noregi þarf 3 mánuði til að framleiða hverja vél. en Islendingar fá helming þeirra véla, sem framleiddar eru, á móti Norðmönnum. Hjá umboðsaðila norska fyrirtækis- ins hér á landi, O. Johnson & Kaaber, hafa nú verið pantaðar 20 vélar og er nú ekki hægt að Iofa vélum fyrr en í apríl- mánuði á næsta ári. Beitinga- vélasamstæðan kostar milli 9 og 12 milljónir króna eftir stærð skipsins en niðursetningar- kostnaður fer eftir því hversu mikið þarf að breyta skipunum. Eins og áður sagði ræddi blaðamaður Morgunblaðsins í vikunni við Magnús Þórarins- son skipstjóra á Bergþóri KE 5 en hann tók vél af þeirri teg- und, sem hér hefur verið lýst, um borð I bát sinn í fyrrahaust. Við spurðum Magnús fyrst, hverjir væru aðalkostirnir við þessa nýju vél? „Þeir sem á annað borð ætla að vera á línu í dag standa frammi fyrir því að það er ekki hægt að fá menn til að beita um borð. Þeir menn sern vinna við beitingavélina, þurfa ekki að vera vanir. Stærsta atriðið í sambandi við línuveiðarnar er að geta verið hvar sem er og þurfa ekki að stunda landróðra. Með beitingavél um borð er hægt að fara þangað, sem fiskurinn er og við getum verið á miðunum eins lengi og við viljum án þess að fara að landi til að ná i línu. Og kosturinn við það kemur ekki sízt fram í sparnaði á olíu.“ Er hægt að komast af með færri menn á hvert skip, þegar notuð er vél sem þessi? „Svar við þessari spurningu er í raun bæði já og nei. Við getum náð sömu afköstum með 10 mönnum og bátur, sem beitir um borð með 14—15 manna áhöfn. Með auknum mannskap getum við hins vegar aukið af- köstin og ég geri ráð fyrir því að ef við værum 12 á bátnum gætum við lagt 80 bjóð á sólar- hring en nú leggjum við 60 bjóð á sólarhring með 10 mönnum. Það er líka misskilningur ef „Það verður að segja það hreint út, að þar var það tregðu- lögmálið sem réð ferðinni. Menn vildu ekki fallast á að þetta væri framtíðin og það gekk vægast sagt mjög illa að fá fyrirgreiðslu hjá bankakerfi og lánasjóðum. En það er eins með þessa nýjung og kraftblökkina, að það þarf að líða ákveðinn tími þar til hún verður almennt viðurkennd. Það er mín skoðun að þessi vél sé ekki siðri nýjung en kraftblökkin var og við skul- um ekki gleyma þvi að henni var oft hent í land áður en hún var viðurkennd." Þú sagðir áðan að þessi vél gerði kröfu til góðs mannskaps. Er áhöfnin hjá þér ánægð með þessa breytingu? „Ég finn ekki annað en áhöfnin sé ánægð með þetta. Menn sjá að það er hægt að hafa gott upp úr þessu og það hlýtur að vera það, sem mestu ræður um hvort menn sækjast eftir skipsrúmi. Það hefur sýnt sig að við fáum engu minni fisk með því að nota vélina og með því að hafa slíka vél er hægt að koma við vaktaskiptum. Og þó ég hafi alltaf verið mikill neta- veiðimaður, þá er ekki hægt að loka augunum fyrir því að hrá- efnið, sem fæst á lfnu, er betra en það hráefni, sem fæst í net.“ tg. Einn skipverja á Bergþóri sést hér mata beitingavélina og beitan er hér smokkfiskur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.