Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JUNÍ 1976 Ingigerður Danivals- dóttir - Minningarorð Hún lézt hér í borg 15. maí eftir langa vanheilsu, nærri 81 árs að aldri. og var harla lifsreynd manneskja. Ingigerður var fædd að Selhaga í Austur Húnavatnssýslu 22. júní 1895 og voru foreldrar hennar Danival bóndi Kristjánsson og seinni kona hans Jóhanna Jóns- dóttir. Danival var greindur mað- ur og minnisstæður sveitungum sínum. Hafa ýms orð hans og at- ferli verið i frásögu færð. Af 10 börnum hans eru nú eftir á Iífi 3 systur: Kristín í Keflavík, Hall- dóra í Reykjavík og Ingibjörg í Njarðvík. Ingigerður var nokk- urra ára þegar fjölskyldan fluttist að Litla-Vatnsskarði í Laxárdal í Húnavatnssýslu. Þar komust börnin til góðs þroska, þótt löng- um væri þröngt í búi. Ingigerður var snemma tápmik- il og hafði sterka löngum ti) að mennta sig. Af eigin rammleik komst hún í Kvennaskólann á Blönduósi og útskrifaðist þaðan eftir tveggja vetra nám. Eftir það gerðist hún heimiliskennari á myndarbúinu Víðidalsá í Stranda- sýslu. 1917 réðst hún til Norður- fjarðar í Arneshreppi og giftist þar Torfa Guðm.iindssyn' kaupfé- lagsstjóra fr: Öfeigsfirði. Enn er i minnum hafður hjá giiinlu fólki úr Víkursveit sá snyrti- og mynd- arbragur, sem var á heimili þeirra hjóna. 3 urðu biirn þeirra. En skjótt brá þar sól sumri. Eftir fjögurra ára sambúð missti Ingi- t Bróðir okkar ANDRÉSJÓNSSON. Njarðargótu 27. lést að heimili sinu 18 júní. Systkini hins Iðtna. gerður mann sinn 22. júní 1922. Gekk hún þá með þeirra þriðja barn og var komin langt á leið. Kom sér vel að góðan tengdaföður átti hún, þar sem var Guðmundur bóndi Pétursson í Ófeigsfirði. Hann var þá ekkjumaður og bjó með dóttur sinni Sigríði. Hjá þeim var Ingigerður næstu árin með börnin sín þrjú. Ráðskona hjá tengdaföður sínum í Norðfirði varð hún er hann tók við kaupfé- lagsstjórastörfum eftir son sinn. Þar trúlofaðist hún Jóni Sveins- syni verzlunarmanni frá Árnesi. Þau eignuðust son. Á annan veg fór samt en vonir stóðu til. Rúmu ári eftir fæðingu hans, eða 1928, fór hún með sinn yngsta og elzta son hingað til Reykjavíkur. Hin systkinin tvö urðu eftir í Ofeigs- fírði hjá afa sínum og föðursystur. Ekki var hér björguiegt í þann tíma og átti eftir að versna. Kreppan mikla og illræmda fór þá í hönd, en með frábærum dugnaði og hagsýni sá Ingigerður fyrir sér og sonum sfnum. Rak hún hér matsölu um árabil. Þar þótti góð- ur kostur. A aðfangadag jóla 1932 giftist hún Guðmundi Bærings- syni, stýrimanni frá Kollsvík í Rauðasandshreppi á Barðaströnd. Traust og farsælt varð hjónáband þeirra. Fast og vel stóðu þau sam- an í sæld og þraut. Einkum voru fyrstu árin erfið hvað efnahag snerti, atvinnuleysi svo mikið að þaulvanir og þekktir sjómenn urðu að vera í landi við stopula og illa launaða atvinnubótavinnu. Reyndi þá mjög á stillingu hins þrautgóða manns og ráðdeild og nýtni húsmóðurinnar. En hvar og hvernig sem húsakynni þeirra voru á þessum árum, báru þau ævinlega skýran vott um þrifnað Ingigerðar og smekkvísi. Son og dóttur eignuðust þau hjón. Aldrei sást á þeim í bernsku hvað útlit og klæðaburð snerti, hve litlu foreldrarnir höfðu úr að spila. Hið sama gilti um eldri börnin. Ingigerður var stórhuga kona og skildi gildi menntunar. Öll börn sín hvatti hún til náms. Útför GUNNLAUGSJÓHANNSSONAR, húsgagnamsISameistara, Álfabraut 14. Akureyri, sem lézt 1 5 þ m fer fram frá Akureyrarkirkju, mánudaginn 21. júni kl. 13,30 Rósa Gisladóttir, Gtsli Gunnlaugsson, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Bjami Ómar Jónsson. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, og afi INGIMUNDUR GUÐMUNDSSON, Skaftafelli 2, Seltjarnarnesi. verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 21 júni kl 1 3.30 Blóm vinsamlga afþökkuð Ólafia Bjarnadóttir, Bjami Ingimundarson, Elin Gústafsdóttir og bamaböm. t Eiginkona min og móðir okkar KRISTRÚN GUOJÓNSDÓTTIR. BergstaSastræti 50, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. þ m kl 3 e h Kjartan Jónsson og böm. + Útför eiginmanns mlns, föður okkar, tengdaföður og afa MAGNÚSAR G. GUÐBJARTSSONAR fyrrv. vélstjóra Stigahlið 49 fer fram frá Háteigskirkju, miðvikudaginn 23 júnl, kl 13,30 Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á liknarstofnanir Sigriður Benónýsdóttir Gylfi Þór Magnússon, Sigriður Dóra Jóhannsdóttir, Elisabet S. Magnúsdóttir, Eysteinn Sigurðsson, Magnea S. Magnúsdóttir, Guðni Ólafsson, Kristberg Magnússon Ragna Ágústsdóttir og barnaböm. hvernig sem kjör hennar voru. Með drengilegum stuðningi manns síns varð hún þeirrar ánægju aðnjótandi að geta hjálp- að þeim mikið í þessu efni. Öll nutu þau nokkurrar skólagöngu og tveir synirnir eins langrar og yfirleitt er unnt að veita. Barna- lán hafði hún. Börn hennar eru þessi. talin i aldursröð: Þormóður Torfason, búfra'ðingur frá Hvanneyri. kvæntur Sigríði Sandholt, nú bók- ari hjá kaupfélagi Árnesinga á Selfossi. Sigurrós Torfadóttir, gift undirrituðum, Torfi Þ. Torfa- son, kaupmaður, kvæntur Ástrfði Ölafsdóttur. Séra Ingi Jón Jóns- son, sem var prestur á Nes- kaupstað. Jóhann Guðmundsson læknir, kvæntur Sigríði Árnadótt- ur, og Svandís Guðmundsdóttir, gift Walter Hjaltested verzlunar- manni. 20 eru barnabörn Ingi- gerðar, 12 enn yngri niðjar. Smám saman rýmkaðist nokkuð húspláss og efnahagur Guðmund- ar og Ingigerðar. Einkar notalegt og fagurt var heimili þeirra, er þau síðast áttu saman. Ætíð var þar gott að koma. Mikinn hluta vetrar 1950 var ég í kosti hjá þeim og átti þar ótaldar rósamar og ánægjulegar stundir. Ingigerður var mér alla tíð góð tengdamóðir. Hagsýn og myndar- leg var hún í sér og glaðvær með- an hún var og hét. Allt lék þá i höndum hennar. Hannyrðakona mikil var hún, kunnáttusöm og listfeng. Ætla má að þau sem til eru af hennar fögru handarverk- um verði lengi geymd hjá niðjum hennar og þykja æ meiri kjörgrip- ir sem lengra líður. Árið 1962 dró ský fyrir sólu. Þá missti Ingigerður son sinn, Inga Jón 29. júní, aðeins 35 ára að aldri. Prestur hafði hann þá verið i 10 ár og getið sér hinn bezta orðstír, enda mannkostir hans fá- gætir. Álitlegt bókasafn átti hann. Það gáfu síðan foreldrar hans sjúkra- húsinu í Neskaupstað. En áður en Ingigerður hafði nokkuð náð sér eftir þetta þunga áfall, skall á hana annað reiðarslag, því að 23. september varð hinn sterkbyggði og trausti eiginmaður hennar bráðkvaddur. I allri sambúð þeirra hafði hann verið henni klettur sem hún skilyrðislaust gat reitt sig á. Og sannarlega hafði hann gert sem í hans valdi stóð til að létta henni sonarmissinn, er gekk honum sjálfum nærri hjarta, því innilega vænt þótti honum um hinn ágæta stjúpson sinn. Upp frá þessu tók heilsa Ingi- gerðar að bila. Hygg ég að telja megi að naumast hafi hún litið virkilega glaðan dag það sem hún átti eftir ólifað. Nokkuð kuldaleg gat hún þótt í viðmóti og engan vegin allra. En tilfinningar henn- ar voru heitar, sterkar og heils- huga, og harmurinn langvinnur og sár. „Læknast ekki fyrr en á aldurtila stund,“ eins og skáldið gamla og sorgbitna kvað. Mikils- háttar kona er með Ingigerði gengin og ræktarsöm móðir. Með þakklæti mun ég alltaf minnast hennar. Þorsteinn Björnsson. Ingimundur Guð- mundsson - Minning MANUDAGINN 21. júní 1976 verður Ingimundur Guðmunds- son verkstjóri i Sænsk-íslenzka frystihúsinu jarðsunginn frá Nes- kirkju. Ingimundur var fæddur 11. maí 1912 og var nýlega orðinn 64 ára er hann lézt. Hann var sonur Guð- bjargar Ivarsdóttur og Guðmund- ar Björnssonar er bjuggu að Auðshúshjáleigu í Ölfusi. Ingi- mundur fluttist til Reykjavíkur árið 1929, 17 ára gamall, og hóf fljótlega störf hjá Sænsk-íslenzka frystihúsinu hf., er þá hafði ný- lega byrjað starfsemi. Vann Ingi- mundur þar óslitið til dauðadags fyrst sem verkamaður, en frá ár- inu 1965 sem verkstjóri. Ingimundur kvæntist árið 1941 eftirlifandi konu sinni, Ólafíu Bjarnadóttur frá Vorhúsum á Vatnsleysuströnd. Eignuðust þau einn son, Bjarna, sem er trésmið- ur hér í borg. Bjarni er giftur Elínu Gústafsdóttur og eiga þau þrjú börn. Ingimundur og Ólafía hafa alla sína sambúð átt heima á Seltjarn- arnesi, fyrst að Völlum, en 1955 keyptu þau húsið Skaftafell 2, og hafa búið þar síðan. Leiðir okkar Ingimundar lágu fyrst saman, er + Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu SOFFÍU KRISTJÁNSDÓTTUR HæðargarSi 22, Reykjavik fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 22. júni kl. 1.30. Björg Sverrisdóttir, Guðmundur Hervinsson. Bjöm Sverrisson Solveig Indriðadóttir og bamaböm + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, JÓNS SVEINSSONAR, Viðigerði v/Garðaveg, Hafnarfirði. Sigriður Björnsdóttir og böm. Reykjavíkurborg keypti Sænsk- íslenzka frystihúsið 20. júlí 1973, og Bæjarútgerð Reykjavfkur var falið að sjá um rekstur hússins. Er ég kynntist Ingimundi fann ég fljótt, að þar var samvizkusamur og heiðarlegur maður, sem óhætt var að trúa fyrir miklu ábyrgðar- starfi, enda var það samdóma álit allra, sem við mig hafa rætt um Ingimund, að traustari mann og vandaðri væri erfitt að finna. Það var því mikið áfall er til- kynning um það barst kl. 2 e.h. föstudaginn 11. júni, að Ingi- mundur hefði látizt á heimili sínu þá í hádeginu. Hafði ég um morg- uninn.verið að tala í síma við Ingimund um dagleg störf og meðal annars um sumarfríið hans, sem hann ætlaði að fara að taka. Sjálfsagt hefur Ingimundur þá um morguninn kennt ein- kenna þess sjúkdóms, sem hann varð að falla fyrir, en hann var ekki slíkur maður að hann kvart- aði. Samstarfsmenn hans hjá Sænsk-fslenzka frystihúsinu sakna góðs vinar og starfsfélaga. Vottum við eiginkonu hans, syni og öðrum vandamönnum dýpstu samúð vora. Vigfús Aðalsteinsson. + Þökkum Innilega samúð viðandlát og jarðarför INGIMUNDAR Þ. INGIMUNDARSONAR, frá Hólmavik Bömin. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför MÁS EINARSSONAR. Erna Másdóttir, Sigriður D. Goodwin og aðrir vandamenn. + Þökkum af alhug samúð. einlægan vinarhug og margskonar stuðning + Þökkum af alhug auðsýnda sam- okkur veittan, við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, úð og virðingu við andlát og tengdaföður og afa útför föður okkar. FINNS TH JÓNSSONAR GUÐMUNDAR HELGA Margrét Guðmundsd. BJARNASONAR, Steinunn, Ingveldur, Þórunn, Hildur, Jóna Norðurbrún 1. Auður. Frlmann, Soffia. Jón, Sigurjón, Margrét, Ása, Jóhannes Böm hins látna. Margrét, Kristin. Helga, Léra. óskirð Guðlaug. Finnur GuSlaug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.