Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JU.NÍ 1976 plflrgmMítfo % ílr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100 Aðalstræti 6, sfmi 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Ahrif landhelgisbar- áttunnar undanfarna mánuði á landsmenn og viðhorf þeirra hafa orðið mörgum ærið umhugs- unarefni, eftir að land- helgisdeilunni lauk með samningunum í Ósló. Þegar átökin urðu hörð urðu tilfinningar oft skyn- seminni yfirsterkari og ekki mátti miklu muna, að í hita bardagans yrðu teknar ákvarðanir, sem seint hefði tekizt að bæta fyrir. Geir Hallgrímsson, forsætisráð- herra, gerði þetta lærdóms- ríka tímabil að umtalsefni í þjóðhátíðarræðu sinni á 17. júní og sagði þá m.a.: „Bar- áttan undanfarna 7 mánuði átti ekki að koma okkur á óvart, miðað við áður fengna reynslu, en þó er ekki fyrir það að synja, að óþolinmæði og fljótræði fengju stundum yfirhönd- ina og tilfinningarnar bæru menn ofurliði í um- ræðum dagsins, enda mikiö í húfi. En nú getum við fagnað. Fá okkar gerðu sér vonir um, að við gætum, 17. júní 1976, glaðzt yfir þeirri staðreynd, að 200 mílna fiskveiðilögsaga íslands er, með samkomu- lagi eða í raun, virt af öll- um þjóðum, sem hingað til hafa talið sig eiga rétt til fiskveiða við ísland. Á þessari stundu minnumst við forvera okkar, bæna- skráa frá fyrri tímum jafnt og frumkvæðis framsýnna manna eftir stofnun lýð- veldis. Við þökkum gæzlu- mönnum landhelginnar dáðrík störf og við virðum og metum stuðning vina- þjóða á alþjóðavettvangi.“ Síðan ræddi forsætisráð- herra sérstaklega fram- vindu landhelgisdeilunnar síðustu mánuði og við- brögð þjóðarinnar við þorskastríðinu á erfiðum tímum og sagði: „Við skul- um ekki miklast yfir sigri, enda þarf sá, er telur hlut- skipti sitt betra, ekki á því að halda, en getur sýnt skilning og umburðarlyndi. Við íslendingar höfum oft undrazt, hvernig á því stæði, að styrjaldir brytust út, en ef við höfum í huga framvindu landhelgisbar- áttunnar, þá megum við skilja, hvaöa tilfinningar geta ráðið ferðinni. Mis- skilið stolt getur orðið skynseminni yfirsterkari. Þótt hurð skylli oft nærri hælum og mannslíf væru sífellt í hættu, þökkum við nú, að Guð hélt verndar- hendi sinni yfir öllum þeim, sem í hættu voru staddir. Við íslendingar teljum okkur hafa orðið fyrir vonbrigðum af áhuga- leysi og skorti á virkum stuðningi annarra þjóða við málstað okkar, þótt við gerum okkur grein fyrir, að stefnumörkun og ákvarðanataka getur verið seinvirk, ekki sízt í lýð- ræðisríkjum. En við getum einnig litið í eigin barm og spurt, hvaða áhuga sýnum við deilum annarra þjóða? Við látum okkur örlög ann- arra of litlu skipta, en ætl- umst til þess, að allir standi á öndinni, þegar við eigum í hlut. íslendingar hafa staðið saman í baráttunni fyrir útfærslu fiskveiðilög- sögunnar og sizt skal á hátiðisdegi ýfa upp ágrein- ing um einstök fram- kvæmdaratriði, sem eðli- legur er í lýðræðisríki. Hins vegar er hollt að líta um öxl og átta sig á, að spenna sú, sem stafaði af baráttunni út á við, sameinaði ekki alltaf þjóð- ina, eins og mátt hefði ætla, heldur gætti spenn- unnar einnig stundum inn á við og torveldaði, að við gætum einbeitt okkur og náð samstööu um lausn mála.“ Þessi orð Geirs Hallgrímssonar eru íhugunarverð. Þau eru í senn áminning til okkar sjálfra og leiðsögn á erfið- um umbrotatímum. Þegar landhelgisbaráttan við Breta stóð sem hæst reyndist ótrúlega erfitt að halda uppi skynsamlegum, málefnalegum umræðum byggðum á rökum og stað- reyndum um framvindu landhelgisdeilunnar. Fjöl- miðlar, ekki sízt, áttu ríkan þátt í því, að umræður meðal landsmanna urðu yfirborðskenndar og byggðu fremur á skjótum viðbrögðum og tilfinning- um en þekkingu, rökum og staðreyndum. Þegar litið er til baka er ljóst, að í framtíðinni þurfum við að forðast þá pytti, sem við vorum of fljót til að vaða út í þessa liðnu vetrarmánuði. En fleira í ræðu forsætis- ráðherra 17. júní vekur til umhugsunar. í ræðu sinni sagði Geir Hallgrímsson: „Hinn mikli árangur, sem við höfum náð með 200 mílna fiskveiðilögsögu á að sameina okkur til þess að leysa okkar eigin vandamál inn á við. Við höfum hvorki ástæðu né afsökun að byggja þetta land með öðru en eigin vinnu og framtaki og sníða okkur stakk eftir því, svo að við verðum ekki öðrum háð og getum áfram með fullri reisn komið fram gagnvart öðrum þjóð- um og lagt okkar skerf til alþjóðamála í þvi skyni, að menn leysi ágreiningsmál með samkomulagi og verndi friðinn í heimin- um.“ Sérstök ástæða er til að vekja athygli á þessum síðasttöldum orðum for- sætisráðherra, einmitt nú, þegar þeir, sem alltaf snúast eins og hanar í vindi, eftir því, sem vindurinn blæs hverju sinni, boða nú, að ís- lendingar skuli varpa fyrir borð þeim siðferðisgrund- velli, sem þjóðfélag okkar byggir á og leita hins skjót- fengna auðs á hinn auð- velda hátt, sem hins vegar mundi leiða til þess, er fram líða stundir, að eng- inn íslendingur gæti horfzt í augu við sjálfan sig og haldið sjálfsvirðingu sinni. Lærdómur af landhelgisbaráttu j Reykiavíkurbréf ♦ Laugardagur 19. júní Verðbólga og efnabagur Nú þegar landhelgismálið hef- ur verið farsællega til lykta leitt, er ástæða fyrir okkur Islendinga að beina huganum að því vanda- máli, sem nærtækast er, það er verðbólgunni, og reyna að sam- einast um að vinna bug á henni með átaki allrar þjóðarinnar. Enginn vafi er á því, að það er eitt brýnasta verkefni okkar að sigr- ast á þessum mikla vanda og reyna að lækna meinsemdina. Landhelgismálið hefur að sjálf- sögðu setið í fyrirrúmi og af þeim sökum hefur ekki verið unnt að takast á við verðbólguvandann með þeim hætti, sem nauðsyn krefur, en nú ætti að fást svigrúm til að beina spjótunum að þessum skaðvaldi sem hvað erfiðast hefur reynzt að sigrast á. Það er kunn- ara en frá þurfi að segja, að mikil verðbólga hefur átt sér stað í öll- um nágrannalöndum okkar á und- anförnum árum, en nú hefur þró- uninni verið snúið við, svo að verðbólgan er á undanhaldi. Það er augljóst mál, að nágrannaþjóð- irnar hafa komizt yfir erfiðasta hjallann og efnahagssérfræðingar spá því, að bati sé á næsta leiti í öllum löndum Vestur-Evrópu, nema þá helzt í Bretlandi og Italíu, en þar hefur stjórnvöldum reynzt hvað erfiðast að snúa vörn f sókn. Hvað sem því líður blasir sú staðreynd við að búast má við verulegum bata í efnahagsmálum nágrannalandanna, en efnahags- kreppan, sem náði hámarki f fyrrasumar, er talin mesti sam- dráttur í efnahagsmálum frá seinni heimsstyrjöld. Batinn hófst eftir mitt sl. sumar í hinum stærri iðnríkjum og hefur haldið áfram. Er nú búizt við, að á þessu ári verði 4% aukning þjóðarfram- leiðslu i OECD-löndunum eftir um 1'á% samdrátt 1975 og stöðn- un 1974. Þá er búizt við 5—6% aukningu veltu f utanríkisverzlun og 7—8% verðhækkun útflutn- ings og innflutnings samfara þessum bata og gera síðustu efna- hagsspár nú jafnvel ráð fyrir því, að batinn á þessu ári verði örari en í fyrstu var talið. Einkaneyzla hefur vaxið meir víða um lönd en ætlað var í lok fyrra árs, og mikil aukning í fjárfestingu atvinnu- vega í ýmsum löndum eftir sam- drátt undanfarin ár rennir enn stoðum undir spá þessa. Þó er ekki ástæða til að vænta þess, að almennur bati á atvinnuástandi verði skjótur í heiminum þrátt fyrir vaxandi framleiðslu og víst er, að verðbólguþróunin á undan- förnum árum hefur raskað efna- hagslegu jafnvægi svo mjög. að stöðvun hennar og hallalaus utan- ríkisviðskipti eru forsenda jákvæðrar þróunar. Það gefur auga leið, að batnandi horfur f helzta markaðslandi okkar, Bandarfkjunum, eru okkur mjög mikilvægar, en f Bandaríkjunum hefur efnahagsbatinn orðið hvað mestur og er spáð áframhaldandi jákvæðri þróun þar. Þá er afnám tolla af flestum íslenzkum fiskaf- urðum í Efnahagsbandalagslönd- unum okkur mikill ávinningur. Skreiðarverzlunin við Nígeríu er að opnast á ný, eins og kunnugt er, og sala á saltfiski til Suður- Evrópu nokkuð trygg, að því er talið er. Með allt þetta í huga ættum við að geta vænzt verulegs bata í efnahagsmálum okkar ef vel er á haldið, og vegna þróunar í al- þjóðagjaldeyrismálum er ekki út í hött að gera sér vonir um, að gjaldeyrisástandið fari einnig batnandi hér á landi. En við verð- um að sjálfsögðu að beina allri orku okkar að því að sigrast á verðbólgunni, svo skeinuhætt sem hún er, þegar hún geisar hömlulaust, eins og verið hefur á undanförnum árum, eða frá því vinstri stjórnin skilaði af sér með 50% verðbólguaukningu á árs- grundvelli.eins og allir muna. Nú er talið að verðbólgan hér sé 25%—30% og standa vonir til, að hún eigi að geta lækkað til muna. Að þvf verða allir góðir Islending- ar að vinna af alefli, svo að við dögum ekki uppi eins og eitthvert verðbólgunátttröll, þegar sól batnandi efnahags tekur að rísa yfir þau lönd sem næst okkur standa. Frjálst framtak 1 árlegri skýrslu um efnahags- útlit, sem okkur hefur borizt i hendur erlendis frá, segir að tveir verstu óvinir frjáls einkafram- taks séu verðbólga og höft. Þar segir ennfremur m.a.: „Verðbólga hefur verið nefnd „óvinur al- mennings númer eitt“, af helztu skipulags- og efnahagssérfræð- ingum. Frá upphafi samfélags- heildarinnar hefur mannkynið barizt við að vinna bug á verð- bólgunni með timabundnum ár- angri. Arið 301 e. Kr. gaf rómverski keisarinn Díokletianus út svo- hljóðandi tilskipan: „Allir menn vita, að nauðsynjavörur eru orðn- ar fjórum eða átta sinnum dýrari en raungildi þeirra.“ Því ákvað hann hámarksverð á kjöti, mjöli, eggjum, fatnaði og öðrum nauð- synjavarningi og bauð svo fyrir, að hver sá yrði liflátinn, sem upp- vís yrði að því að bjóða vörurnar á hærra verði. Engum þarf að koma á óvart þótt árangur þessara þvingunar- ráðstafana til að ákvarða óraun- verulegt verð á vöru og þjónustu mistækist gersamlega. Sagnfræð- ingurinn Lactanius, sem var uppi á þessum tima, segir: „Miklar blóðsúthellingar urðu út af minnstu smáatburðum og fólkið kom ekki lengur með varning sinn á markaðinn, þar sem ekki fékkst lengur sanngjarnt verð fyrir hann. Þetta jók á skortinn og að lokum, eftir að margir höfðu látizt af hans völdum, voru lögin numin úrgildi." Þrátt fyrir þá dýrkeyptu reynslu, sem fékkst af þessari til- skipun, hafa tilraunir til að halda uppi slíku eftirliti með höftum verið gerðar og jafnan brugðizt gegnum alla söguna. Margir eru enn þeirrar trúar að draga megi úr verðbólgu með því að setja höft á verzlunina i stað þess að örva hana. Þeim láist að skilja, að gnægð en ekki skortur er það, sem getur tryggt stöðugra vöru- verð og betri lífskjör í heiminum. Ráðstafanir rikisstjórnar, sem beinast að þvi að draga úr verð- bólgu með haftaráðstöfunum, eru ekki óáþekkar því, að skip- stjóri á skipi refsi harðlega starfs- manni i vélarúmi vegna þess að skip hans hefur steytt á skeri. Eins og skipstjóri stingur út stefnu skipsins verða rikisstjórn- ir að marka stefnuna i efnahags- málum. Það er umframfram- leiðsla ríkisstjórna og bruðl með rfkistekjur, sem skapa grundvöll- inn, sem efnahagsmálin eru á hverju sinni. Engin ríkisstjórn getur bundið enda á verðbólgu með því að eyða meira en hún aflar, og engar hömlur eða auka- skattar á verzlunina geta breytt þessari staðreynd. Eins og vél- stjóri stjórnar vél skipsins, getur Islenzku júdómennirnir Skiláu hvað var Formaður JST: Varla eitt! leikanum • -Sovézka frétiu,i..f__ f • Sovézka fréttastofan APN IfT ?ér. *'“rfar he,ur nú “'ið Wfrtaér f.r. eins kon.r greinar | !t',r'’ veKn* vlðtalsins srm 1 Morgunblaðið illi vlð Kyslein 1 Þorv**«lsM>n. formann Júdó- » í-?.ba"dS ,s,*n<,s- ferðar ' júdómanna i Evrópumól I Kiev T* ís.k.na sem Iþróllaforuslu o* embæliis- k menn varðandl skipul.g m6,s. ■ ‘ns og fr.mkomu þelrra g.g„ I V>rL ,s,cn<*‘n*u'ium. Greinar irvrrr skr,,uö ‘f vi.dim p .Speklor °g |,.r brr hann fJ| k^nhM a,,ar ,4s*k*nír Kvsleins • n Morgunblaðinu hefur elnn .b#rlsl *v.r Evslelns við fr*m*greindri grein.rgerð k APN. þar sem h.nn se.lr VjS,*...HVÍ4a Pla** er svo • frfUJ,1 *f kr‘k*le|[um lygum r.vfslegum fullyrðingum. að l>*r finnsl v.rl. eitl ein.sla .i rlði s.nnleik.num samkveml." v • Kysleinn segir ennfremur l .--•rl Xnu. .« mllflulnlnKur Fprirr. Hl|«l „ „Nap, fyrlr .ImrnninKl h-rri kun«r ^fnun APJj „ o^hvrjr hlul Mbl.) hljóii I þvi, að þei hvað var að þá. Crein.rgi ^flir en sfð Porvaldssona Hvað kom | fslrnsku íþ f Sovétrfkji Vladim Spe viku sagði N endum sfnum lenskrar júd< Sovélrfkjunun ur xendinefnd, maður blaðsir haídið fram. ai nefndarinnar ..ieknir fastir”, verið „lamdir". *ð iðrasl synda 'ngar að taka li xamslarf silt v -svíði fþróita fcg vildi grer þessa alburði o "I Iþróliaráðs Þ»r sem ég fé ilýsiji verzlunin haldið efnahagsfleyinu á floti, en hún getur ekki beint því framhjá hættulegum farveg- um.“ Allt er þetta athyglis- og Ihug- unarvert og ekki síður það, sem skýrslan segir um höft, en í henni er bent á, að stöðugt sé verið að reyna með lagaboði að draga úr framleiðslu, refsa frjálsu fram- taki með tvísköttun, koma upp æ fleiri haftastofnunum og gera áætlanir, sem striða gegn einka- rekstri, „og stöðugt er síðan verið að varpa slíkum ráðstöfunum fyr- ir róða“. Þá er bent á að rfkis- stjórnir eyði fjármunum, sem þær ráða ekki yfir, í verkefni, sem eru óþörf, „og samtímis eru ráðstaf- anir gerðar til að stórskerða verzl- unina ineð skatta og hafta- ráðstöfunum". Auk margra mis-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.