Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JU.Nl 1976 35 Skólaslit í skólanum á HÉRAÐSSKÓLANUM A Laugar- vatni var slitið þriðjudaginn 18. maf sfðastliðinn, enda þótt lands- prófsnemendur skólans ættu þá enn ólokið tveimur prófum, en þeir héldu heim úr skólanum 22. maí. Vegna breytts prófaf.vrir- komulags pr ekki lengur unnt að afhenda nemendum prófskfrteini þeirra við skólaslit eins og tfðkast hefur. Benedikt Sigvaldason skóla- stjóri skýrði í skólaslitaræðu sinni frá helztu þáttum skóla- starfsins á tiðnum vetri. Heilsufar nemenda var gott og skólabragur með venjulegum og eðlilegum hætti. Nemendur voru með fæsta móti eða 100. Þar af gengu ekki nema 85 til prófs, og luku þeir allir prófum sfnum. I almennum 3. bekk hlaut hæsta einkunn Ingvar Magnússon frá Staðarbakka í Miðfirði 8,27. Landsprófi miðskóla luku 26 nemendur, 24 stóðust próf, og 22 hlutu framhaldseinkunn (menntaskóla eða framhalds- deilda). Hæsta einkunn á lands- prófi hlaut Kristín Þórisdóttir á Laugarvatni 8,6, en það var jafn- framt hæsta einkunn yfir skólann á þessu vori. Gagnfræðaprófi Héraðs- Laugarvatni luku 38 nemendur, og stóðust það 17 þar af 10 með framhalds- einkunn. — Hæstu einkunn á gagnfræðaprófi hlaut Hanna Jóna Björnsdóttir frá Egilsstöðum í Vopnafirði 7,1 Skólinn veitti verð- laun fyrir beztu frammistöðu i lokaprófsbekkjum og sendiráð Dana og V-Þjóðverja gáfu verð- launabækur. Að afloknum fundi með deildarstjórum menntamálaráðu- neytisins, fræðslustjóra Suður- lands, formanni fræðsluráðs Ár- nessýslu og formanni skólanefnd- ar héraðsskólans hefur verið ákveðið að hefja kennslu í fram- haldsdeild (5. bekk) í skólanum á hausti komanda, væntanlega á uppeldis- og heilsugæzlukjörsvið- um. Sumarhótel verður að vanda rekið í húsakynnum skólans i sumar. Skólastjóri minntist með sérstöku þakklæti Bergsteins Kristjónssonar kennara, sem nú lætur af hótelstjórn eftir að hafa gegnt henni áratugum saman með ágæt'im árangri. — Við starfi hótelstjóra tekur Axel Jónsson sem verið hefur bryti skólans síðastliðin 3 ár. Mykjunesi í Holtum. SKÓLASLIT fóru fram í Lauga- landsskóla 15. maí. Athöfnin hófst með því að séra Hannes Guðmundsson, Fellsmúla, flutti prédikun. Því næst flutti Gunnar B. Guðmundsson skólastjóri ýtar- lega ræðú og lýsti starfsemi skól- ans og afhenti nemendum próf- skírteini. Þá talaði Sigurður J. Sigurðsson, bóndi á Skammbeins- stöðum, form. skólanefndar, og að lokum sleit skólastjóri skólanum meo stuttri ræðu. Á milli ræða var almennur söngur við undir- ieik Sveins Ágústssonar kennara. Samkvæminu stjórnaði Hermann Sigurjónsson bóndi í Raftholti. Á eftir þágu allir viðstaddir veiting- ar í boði skólans og skoðuðu fjöl- breytta handavinnusýningu nem- enda. Mikið fjölmenni var við athöfn- ina. Við Laugalandsskóla voru í vetur starfræktir niu bekkir, þ.e. til loka grunnskóla. Nemendur voru alls 108 og kennarar 7 talsins auk skólastjóra, þar af tveir í hálfu starfi. Skólinn tók til starfa siðari hluta og er börnunum ekið heim á kvöldin. Hádegisverður er framreiddur i skólanum. Skóla- ráðskona er Eyrún Óskarsdóttir á Laugalandi. Nokkrar góðar heim- sóknir fékk skólinn í vetur, m.a. frá Flúðaskóla í Hrunamanna- hreppi, en þessir tveir skólar hafa um langt árabil heimsótt hvor annan og þá venjulega keppt i íþróttum. Hæstu einkunn í 9. bekk hlaut Benedikt Olgeirsson. Nefsholti, 9,16 og var það jafnframt hæsta einkunn yfir skólann. i 8. bekk var Steinunn Heiðbjört Hannes- dóttir hæst með einkunn 8,61. Hlutu þau bæði bókaverðlaun. Mikið félagslíf er í skólanum og i sambandi við ungmennafélögin í þeim þremur sveitum er að skól- anum standa. Hafa verið haldnar fjölsóttar samkomur i félagsheim- ilinu á svæðinu. Þá eru íþróttaæf- ingar hjá ungmennafélögunum vikulega að Laugalandi þann tima er skólinn starfar, undir stjórn Más Sigurðssonar íþróttakennara skólans. Nú er verið að reisa kennara- bústaði við skólann og bæta þeir úr brýnni þörf. Þá er áformað að bora á næstunni eftir heitu vatni í þerri von að fá heitara vatn, en nú er. Það mun vera allra mál að mikil gifta hafi fylgt Laugalandsskóla á þvi skólaári sem nú var að ljúka. M.G. IÞRÓTTAFRÖMUÐIRNIR Stefán Kristjánsson og Sveinn Björnsson hjá Sundlaug Vesturbæjar f gær, en hún veröur opnuð f dag eftir gagngerðar lagfæringar og stækkun á aðstöðu innan húss. Ljósmynd Mbl. Friðþjófur. Sundlaug Vesturbæj- ar með nýjan svip Aðstaða fyrir 300 gesti í einu SUNDLAUG Vesturbæjar opnar aftur I dag eftir gagngerðar breyt- ingar og lagfæringar á aðstöðu sundgesta, en glæsileg nýbygging með búningaklefum og margs konar aðstöðu hefur nú verið tek- in i notkun, þannig að búnings- klefarnir rúma nú þrisvar sinn- um fleiri gesti en áður eða alls um 300 manns. Sundlaug Vesturbæjar var tek- in í notkun í desember 1961. Búnings- og baðherbergi voru þó aðeins hugsuð til bráðabirgða og var þar ekki rúm fyrir fleiri en 105 samtímis og steypiböð voru aðeins 10. Aðsókn varð strax mikil að lauginni. Fyrsta árið voru sundlaugargestir 138.583. Hefir aðsóknin aukizt jafnt og þétt og varð á sl. ári 280.452, hefur meira en tvöfaldazt. Það var því orðið brýnt að auka og bæta aðstöðu í búningsherbergj- um og böðum laugarinnar. Sundlaug Vesturbæjar er teikn- uð af Bárði ísleifssyni, arkitekt, en sú viðbótarbygging, sem nú verður tekin í notkun, er teiknuð af Bárði og Jes Einari Þorsteins- syni arkitekt og hefur Jes haft eftirlit með framkvæmdum af hálfu arkitekta. Burðarþolsteikningar annaðist Verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsens, hita-, vatns- og skolplagnir Geir Agnar Zoega, verkfræðingur, og rafmagns- teikningar Ólafur Gíslason, rafmagnstæknifræðingur. Aðal- verktaki hefur verið Böðvar Bjarnason s/f. Allar teikningar og verkhönn- un er gerð i samvinnu við iþrótta- ráð Reykjavíkur og íþróttanefnd ríkisins. Framkvæmdastjórn og byggingareftirlit var í höndum byggingadeildar borgarverk- fræðings. Kostnaður við mann- virkið er kr. 98 milljónir. Jafnframt því að lokið hefur verið við hin nýju böð og búnings- herbergi hefur laugin verið máluð og margar lagfæringar ver- ið gerðar þannig að nú er því líkast sem komið sé í nýjan sund- stað. Hin nýju búningsherbergi rúma 300 baðgesti samtímis og steypuböð eru 22. Að sjálfsögðu verður einnig hægt að nota eldri böðin ef þörf krefur. Forstöðumaður Sundlaugar Vesturbæjar er Erlingur Jóhannsson en starfsmenn eru alls 12. Fyrsta starfsár laugarinnar voru baðgestir 135.583, í fyrra voru þeir 280.452 og er ekki ólík- legt að hin bætta aðstaða við laug- ina auki enn vinsældir hennar og tala baðgesta komist upp i 400.000 á næsta ári. Góóaferö tíl Grænlands FLUCFÉLAC LOFTLEIBIR LSLAJVDS Félög þeirra sem ferðast Til Kulusuk fljúgum við 5 sinnum í viku með Fokker Friendship skrúfuþotum okkar. Ferðirnar til Kulusuk, sem er á austur- strönd Grænlands, eru eins dags skoðunarferðir, lagt er af stað frá Reykja- víkurflugvelli, að morgni og komið aftur að kvöldi. I tengslum við ferðirnar til Kulusuk bjóðum við einnig 4 og 5 daga ferðir til Angmagssalik, þar sem dvalið er á hinu nýja hóteli Angmagssalik. Til Narssarssuaq, sem liggur sunnarlega á vesturströnd Grænlands, er flogið 4 sinnum i viku frá Keflavíkurflugvelli með þotum félaganna eða SAS. Flestir þeir sem fara til Narssarssuaq dvelja þar nokkra daga, en kostur gefst á lengri dvöl ef vill. I Narssarssuaq er gott hótel með tilheyrandi þægindum, og óhætt er að fullyrða að enginn verður svikinn af þeim skoðunarferðum til nærliggjandi staða, sem í boði eru. í Grænlandi er stórkostleg nátturufegurð, og sérkennilegt mannlíf, þar er að finna samfélagshætti löngu liðins tima. Þeir sem fara til Grænlands í sumar munu örugglega eiga góða ferð. SLIT LAUGA- LANDSSKÓLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.