Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.06.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JUNI 1976 3 Sumarferð Varðar 1976: „Leiðin • HIN árlega sumarferð Lands- málafélagsins Varðar verður að þessu sinni farin um Þingvelli, Þjórsárdal, Sigöldu og Landsveit sunnudaginn 27. júní n.k. Varðar- ferðirnar hafa notið mikilla vin- sælda á undanförnum árum og eru nú orðnar fastur liður hjá fjölda fólks á hverju sumri og hafa þátttakendur skipt hundruð- um. Ferðirnar hafa enda verið vel skipulagðar og jafnan hefur verið lögð áherzla á að fá beztu leið- sögumenn sem völ er á hverju sinni. Aðalleiðsögumaður í ferðinni á sunnudaginn verður hinn kunni ferðagarpur Einar Guðjohnsen. Verður komið vfða við og staðir skoðaðir sem þekktir eru bæði fyrir náttúrufegurð og sögufrægð. I stuttu samtali við Mbl. sagði Einar Guðjohnsen að leiðin sem farin yrði á sunnudaginn væri sérstaklega skemmtileg og byði upp á stórbrotna náttúrufegurð auk þess sem tækifæri gæfist til að skoða ýmsa sögufræga staði. Verður lagt upp frá Sjálfstæðis- húsinu kl. 8 að morgni sunnudags og ekið sem leið liggur til Þing- valla. Þar verður snæddur árbítur og tækifæri gefst til að teygja úr sér og skoða sig um á hinum forn- fræga þingstað. Síðan verður ekið um Gjábakkann og til Laugar- vatns og áfram um Laugardal og yfir Brúará hjá Efstadal og síðan niður Reykjaveginn til Skálholts. Þar gefst væntanlega tækifæri til að skoða sig um á staðnum t.d. kirkjuna sem þykir mjög falleg. Því næst verður farið um Gnúp- verjahreppinn upp í Þjórsárdal og ekið hjá Hjálparfossi og að býður f tfr einni af hinum glæsilegu og fjölmennu Varðarferðum. t þessari ferð voru þátttakendur rúmlega 1200 upp a " stórbrotna náttúrufegurð” Stöng. Þar verður framreiddur hádegisverður og fólk fær tæki- færi tilaðgangaumgjánasem að sögn Einars er ein af perlunum í Þjósárdal. Að loknum hádegis- verði og skoðunarferð verður ekið yfir Þjórsárbrúúa nýju hjá Sand- felli og áfram inn í Sigöldu. Verða öll mannvirki þar skoðuð undir leiðsögn starfsmanna á staðnum. Að lokinni skoðunarferð um Sig- öldu verður ekið sem leið liggur niður hjá Tröllkonuhlaupi og niður í Landsveit. I Galtalækjar- skógi verður framreiddur kvöld- verður og fólki gefst tækifæri tii að skoða sig um í skóginum sem rómaður er fyrir fegurð þar sem Hekla gamla gnæfir yfir og Ytri- Rangá, sem er með fallegri berg- vatnsám á landinu, rennur við skógarjaðarinn. Frá Galtalækjar- skógi verður ekið niður á Suður- landsveg hjá Vegamótum og þaðan skemmstu leið í bæinn um Selfoss og Hellisheiði. Óskar Friðriksson, formaður ferðanefndar, gat þess við Mhl. að ástæða væri til að benda fólki á að nú væru síðustu forvöó að skoða Sigöldu á framkvæmdastigi þar sem mannvirkin yrðu brátt tekin í notkun. Þá lagði Óskar áherzlu á að ferðin væri öllum opin, ekki sízt félögum úr sjálfstæðisfélög- unum í nágrenni Reykjavíkur. og hvatti menn til að fjölmenna þar sem ferðin byði upp á mikla yfirsýn á einum degi auk þess sem hún hefói það fram yfir samsvarandi ferð á einkabilum, að menn gætu ferðazt áhyggjulaust og fyrirhafnarlaust í glöðum hópi. Sagði Óskar að lokum, að Varðarferðirnar hefðu ávallt heppnazt með miklum ágætum og hefðu þær jafnan verið fjölmennustu ferðir, sem farnar hefðu verið héðan úr borginni á sumrin. Verði farmiða er mjög í hóf stillt eins og áður, en fvrir fullorðna kostar ferðin 2500 kr og fyrir börn 1500 kr. og eru þar innifalin hádegisverður, kvöld- verður og leiðsögn. — segir aðalfararstjórinn, Einar Guðjohnsen Hirin kunni ferðagarpur Einar Guðjohnsen verður aðalleiðsögumaður f sumarferð Varðar á sunnudaginn. Ágætur aðbúnaður í nýjum íbúðum Zodiaco, og góðum hótelum Gloria og Dex Verð frá kr. 46.600- í 2 vikur Fáein sæti laus á bezta tíma sumarsins. 2. og 16. júlí, 20. og 27. ágúst, 3. og 10. september. erðaskrifstofan Kostakjör á Costa Brava ^TJÆREBORG REJSER Utsýn er eina íslenzka ferðaskrifstofan, með reglubundið leiguflug til Lloret de Mar, sem flestir telja glaðværasta og skemmtilegasta baðstað Spánar. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI ERICAN E X AUSTURSTRÆTI 17 SÍMI 26611 • s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.