Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 1
44 SIÐUR 256. tbl. 63. árg. FIIVIMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Jimmy Carter, nýkjörinn Bandaríkjaforseti: „Tek óhræddur á mig ábyrgðina..." „Mesti sómi lífs míns að haf a f engið að þjónaBandaríkjunum," sagði Gerald Ford „ÉG ER hvergi hrædd- ur að taka á mig þá ábyrgð sem hvílir á forseta Bandaríkj- anna. Styrkur minn er frá þjóðinni kominn," sagði nýkjörinn for- seti, Jimmy Carter, við fagnandi stuðn- ingsmenn sína í Plains í Georgíu í gær- morgun, þegar ljóst var að hann hafði bor- ið sigurorð af Gerald hvað snertir kjör- menn. Kjör Carters þykir marka tíma- mót, enda þótt margir hafi löng- um talið hann sigurstranglegan. Bent er á að hann er fyrsti forseti frá hinum upprunalegu Suður- ríkjum sem kjörinn er í þetta embætti síðan Zachary Taylor var kosinn árið 1848. Ford forseti viðurkenndi ósigur sinn síðdegis í gær. Hann boðaði Framhald á bls. 16. Lillian Carter, móðir hins nýkjörna for- seta, Jimmy Carters óskar syni sfnum hjartanlega til hamingju með sigurinn. Myndin var tekin f heimabæ Carters. Betty Ford les yfirlýsingu eiginmanns sfns f Hvfta húsinu f gær, þar sem hann viðurkenndi ósigur sinn. lljá henni standa Gerald Ford forseti og börn þeirra hjóna, Steve, Susan og Michel og eiginkona hans, Gayle. Um bandarfsku kosningarnar: Bls. 2 ViStal viS Valdimar Björns- son Bls. 5 Utanrlkisstefna Carters Bls. 1 7 Kosningaúrslit Bls. 1 8 Svipmyndir um Carter og Ford Bls. 27 Svipmynd af Mondale varaforseta Viðbrögð við kjöri Carters yfirleitt jákvæð en varfærin Ford, Bandaríkjafor- seta, og hlotið 51% at- kvæða gegn 48% at- kvæða Fords. Carter fékk alls 297 kjör- menn en Ford 241. Carter vann í New York, en hins vegar sigraði Ford í Kali- forníu en þetta eru tvö fjölmennustu ríkin VIÐBRÖGÐ um vfða veröld við kjöri Jimmy Carters voru yfirleitt jákvæð en sums staðar nokkuð varfærnislega orð- uð. Það kom nokkuð á ðvart, að málgagn sovézku stjðrnarinnar, Izvestia, lýsti sigri Carters sem mðt- mælum gegn „siðferðileg- um, og pólitlskum af- leiðingum" af stjðrn repúblikana siðustu átta árin. í Moskvuútvarpinu var sagt að Ford hefði beð- ið ðsigur vegna þess að hann hefði farið of langt til hægri I upphafi kosningabaráttunnar. I Izvestia sagði einnig að draga mætti þá ályktun að það sem hefði ráðið úrslitunum væri ekki að þjóðin bandaríska hefði verið að hafna Ford persónulega, heldur hefðu fyrst og fremst ráð- ið afleiðingarnar af stjórn repúblikana, styrjaldarrekstur- inn í Vfetnam og síðan Watergate- málið og síðast hefði svo hin erfiða efnahagskreppa komið til Moynihan, Rockefeller og Hayakawa sigruðu sögunnar. Það hefði hins vegar verið rangt hjá forsetanum að láta undan þrýstingi og mjaka sér lengra til hægri eftir að hann hefði borið sigurorð af keppinaut sínum um útnefningu flokksins, Ronald Reagan. I Bretlandi, Frakklandi, Vestur-Þýzkalandi og Italíu var Framhald á bls. 16. Washington, 3. nóvember. Reuter AP DEMOKRATAR hafa bætt við sig einu sæti f öldungadeildinni og einu f fulltrúadeildinni f þing- kosningunum sem fóru fram um leið og forsetakosningarnar en íirslit geta breytzt við loka- talningu. Demókratar hafa auk þess bætt við sig einum rfkis- stjóra. Þar með fá demókratar 62 þing- Verður Schlesinger næsti utanríkisráð- herra Bandaríkjanna Washington — 3. nðvember — AP ENN sem komið er hefur Jimmy Carter, nýkjörinn for- seti Bandarfkjanna, ekki gefið til kynna hvaða menn hann muni skipa f ráðherraembætti eða aðrar áhrifastöður f stjórn sinni. Þeir, sem helzt eru nef ndir f sambandi við utanrfkisráð- herraembætti, eru þeir James Schlesinger, fyrrverandi varnarmálaráðherra f stjörn Fords, Zbigniew Brzezinski, kunnur dálkahöfundur og prófessor, og Cyrus Vance, sem meðal annars átti mikinn þátt f lausn Kýpur-deildunnar og samningaviðræðum . f lok styrjaldarinnar f' Suður- Vfetnam. menn f öldungadeild og repúblikanar 37 en einn er óháður. 1 fulltrúadeildinni fá demókratar 290 þingmenn en repúblikanar 145. Demðkratar fá 37 rfkisstjóra og repúblikanar 12 en einn er óháður. I kosningunum til öldunga- deildarinnar sigraði demókratinn Daniel Patrick Moynihan óháða repúblikann James Buckley f New York með 54% gegn 46% atkv. í Kalifórnfu sigraði japanskættaður repúblikani, S.I. Hayakawa, fyrrverandi rektor í San Francisco demókratann John Tunneyson fyrrverandi heims- meistara f hnefaleikum, Gene Tunneys. Fjórir gamalreyndir öldunga- deildarmenn demókrata töpuðu: Vanee Hartke i Indiana, Joseph Montoya f Nýju Mexíkó, Gale McGee f Wyoming og Frank Moss í Utah. Hartke tapaði fyrir Richard Lugar, fyrrverandi borgarstjóra f Indianapolis, og Montoya tapaði fyrir Harrison Schmitt, fyrrverandi geimfara, sem fór með Apollo til tunglsins. McGee tapaði fyrir Malcolm Wallop, fylkisþingmanni og Moss fyrir lögfræðingnum Orrin Hatch. Framhald á bls. 28 Hlutabréf lækkuðu þegar kosningaúrslit- in urðu kunn Lundúnum 3. nóvember AP — Reuter. HLUTABREF i bandarískum fyrirtækjum féllu verulega í verði vestan hafs og í Evrópu þegar úrslitin í forsetakosning- unum I Bandarikjunum urðu ljós í dag. Bandarfkjadalur féll gagnvart gjaldmiðlum þeirra Evrópuríkja, sem hvað bezt hafa staðið að vígi á gjaldeyris- markaði að undanfórnu, og óróleika gætti i gjaldeyrisvið- skiptum. Efnahagssérfræðingar vest- an hafs og austan lögðu áherzlu á að enn væru áhrif kosningaúrslitanna ekki kom- in fram að fullu. I New York hafði verið búizt við því að sigur Carters hefði neikvæð áhrif í kauphöllum, þar sem áhrifamenn eru yfirleitt íhaldssamir. I Evrópu virðist sem þessara áhrifa muni ekki gæta til lengdar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.