Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR4. NOVEMBER 1976 17 Utah 4 Idaho 4 Mont4 Wyo.30 N-DakO S-Dak4in Minnes. IU 'Maine4 'N-Hamp. 4 Verm. 3 [TJ-Alaska3 rTri- Hawaii 4 I297Ipartfr I 241 iFORn Á kortinu eru sýnd styrkleikahlutföll frambjóðenda í rfkjunum. Suðurríkjafylgi var undirstaða sigursins UNDIRSTAÐAN að sigri Jimmy Carters var fylgi hans í Suðurríkjunum. Traust fylgi í ríkjunum á austurströndinni styrkti þessa undirstöðu en þar og á Nýja-Englandi skiptust ríkin milli hans og Gerald Fords. Ríki með fleiri kjörmannaatkvæði á austur- ströndinni studdu Carter og sigur í þremur mikilvæg- um ríkjum í miðvesturhlutum Bandaríkjanna tryggðu honum sigurinn. Ford forseti stóð sig hins vegar bezt í Vesturríkjun- um og Miðvesurríkjunum. Hann tapaði að vísu í Ohio, en sigraði í næstum öllum Vesturríkjunum, þar f meðal Kaliforníu. í New York var endurtalning fyrirskipuð að kröfu repúblikana þótt ekki sé ljóst hvort af henni verður. Carter sigraði þar með aðeins 200.000 atkvæðum en kosningastarfsmenn segja að endur- talning muni líklega engu breyta. Úrslitin voru mjög tvísýn í mörgum öðrum ríkjum. Munurinn á fylgi Fords og Carter var innan við tveir af hundraði í 14 ríkjum. óháði frambjóðandinn Eugene McCarthy fékk einn af hundraði atkvæða. Þegar 99% atkvæða höfðu verið talin skiptust atkvæði þannig milli frambjóðenda. Carter 40.201.031 —51% (297 kjörmenn) Ford 38.459.798 — 48% (241 kjörmann) McCarthy 655.627 — 1% Maddox 168.915 —0% Kosningaþátttaka var um 52%. Þá var aðeins eftir að telja í Oregon þar sem Ford var vís um sigur og kjörmannafylgið skiptist þannig að Ford hafði 235 kjörmenn en Carter 297. Kjörmannaatkvæðin eru 538 og til þess að sigra í forsetakosningunum þarf atkvæði 270 kjörmanna. Carter sigraði í eftirtöldum ríkjum (kjörmannaatkvæði í svig- um: f Suðurrfkjunum Alabama (9), Arkansas (6), Florida (17), Georgia (12) Kentucky (9), Louisiana (10), Mississippi (7), North-Carolina (13), South-Carolina (8), Tennessee (10), Texas (26) og Vestur-Virginiu (6). Á austurströndinni: Delaware (3), Maryland (10), Massa- chusetts (14), New York (41), Ohio (25). Pennsylvaníu (27) og Rhodelsland (4). 1 Miðvesturríkjunum: Minnesota (10), Missouri (12) og Wisconsin (11). í Vesturrfkjunum: Hawaii (4) Carter sigraði auk þess í District of Columbia þar sem höfuð- borgin Washington er (3). Ford sigraði í eftirtöldum ríkjum: 1 Suðurrfkjunum: Virginíu (12) Á austurströndinni: Connecticut (8), Maine (4), New Hamps- hire (4),New Jersey (17) og Vermont (3). 1 Miðvesturrfkjunum: Illinois (26), Indiana (13), Iowa (8), Kansas (7), Michigan (21), Nebraska (5), Norður-Dakota (3) og Suður-Dakota (4). 1 Vesturríkjunum: Alaska (3), Arizona (6), Kaliforníu (45), Colórado (7), Idaho (4), Montana (4), Nevada (3), Nýju Mexíkó (4), Oklahoma (8), Oregon (6), Utah (4), Washington (9) og Wyoming (3). í Þjóðþinginu er staða flokkanna þessi: Fulltrúadeild öldungadeild Nú áður Nú áður Demókratar 288 290 61 61 Repúblikanar 142 145 38 37 í öldungadeild er einn óháður demókrati sem hélt sæti sínu en fhaldssamur repúblikani (James Buckley) tapaði sæti sínu. I kosningum til fulltrúadeildarinnar þar sem talningu var ekki lokið virtust demókratar hafa forystu í fjórum kjördæmum en repúblikanar i einu. I kosningunum til öldungadeildarinnar var kosið um 33 sæti af 100 en kosið var um öll 435 sætin í fulltrúadeildinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.