Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐID. FIMMTUDAGUR 4. NOVEMBER 1976 13 Grænlandsdæg- ur Ása í Bæ Myndskreytingar eftir Tryggva Ólafsson „ÉG dvaldi á Grænlandi sumarið 1969 og hreifst þá mjög af hrika- fegurð landsins og ekki síöur þjóðinni (sögu hennar og lifandi einstaklingum) sem þar hefur átt bólfestu um fjögur þúsund ár. Avöxtur þeirra kynna varð bókin Granninn f westri, sem úl kom sumarið 1971. Sumarið 1975 fórum við fjórir landar til Grænlands og sátum þar ráðstefnu (i Sisimíút) sem fjallaði um margvísleg vandamál lands og lýðs. Við þá endurfundi kom ýmislegt í ljós sem áður var hulið og er þessi litla bók eins- konar skýrsla min um ferðalagið og ályktanir dregnar af því," seg- ir Asi i Bæ um nýútkomna bók sína, GRÆNLANDSDÆGUR. Bókin er um 100 bls. að stærð og myndskreytt með liðlega 30 teikn- ingum eftir Tryggva Ólafsson list- málara. Sérstök sýning á teikn- ingum Tryggva stendur nú yfir á Mokka. Ragnar Lár teiknari vann kápu bókarinnar og sá um um- brot. Grænlandsdægur er gefin út Asi f Bæ. af höfundinum, Asa í Bæ, og fæst hún i öllum bókabúðum. Ási meitlar mjög frásögn sína og sagðist hann stundum sigla með ljóði í því efni, stundum venjulegri frásögn, en bókin skiptist i 26 kafla. „í leit að sjálfum sér Ný bók eftir Sigurð Guðjónsson ?y Sigurður Guðjónsson BÓKAÚTGAFAN Iðunn hefur sent frá sér nýja bók eftir Sigurð Guðjónsson, sem nefnist 1 leit að sjálfum sér. „Þetta er skýrsla ungs manns, sem er djúpt snortinn af hræring- um nútfma þjóðfélags, frásögn hans af baráttu við að finna fót- festu í lífinu, festa hendur á þeim lífsgildum sem duga. Bókin er opinská heimild um innri átök og einkennist af ákafri leit að sanri- leikanum og kjarki til að segja hann umbúðalaust. Höfundurinn er hispuslaus og hreinskilinn og hann er ófeiminn við að tjá skoðanir sínar," segir í fréttatil- kynningu f rá útgef anda. Eftir Sigurð Guðjónsson hefur áður komið út bókin Truntusól, sem nú er uppseld. Hin nýja bók hans er gefin ut sem kilja. Skáldsaga eftir Pétur Gunnarsson BÓKAÚTGAFAN Iðunn hefur sent frá sér skáldsöguna Punktur, punktur, komma, strik eftir Pétur Gunnarsson, sem er einn af „Listaskáldunum vondu". „Sagan fjallar í alvöru — en á bráðfynd- inn hátt — um borgarbarnið Andra, líf hans og umhverfi, en er jafnframt saga þúsunda Reyk- víkinga, sem fæddust um og eftir sfðari heimsstyrjöld og eru fyrsta kynslóð tslendinga sem mótast af lífi borgar", segir í fréttatilkynn- ingu frá útgefanda. „Með söguhetjunni kynnumst við andrúmslofti kalda strfðsins, skynjum stóra og smáa atburði og Norskur togari tekinn Godthaab, Grænlandi, 2. nóv. NTB. NORSKI togarinn „Sula" var í dag tekinn að meintum ólöglegum veiðum við Grænland að því er grænlenzka útvarpið skýrði frá i kvöld. Norski skipstjórinn sam- þykkti að útkljá málið á staðnum og féllst á að greiða sekt að upp- hæð 60 þúsund danskar krónur eða tæpar 2 millj. ísl. Aflinn sem togarinn var með var metinn á 115 þús. danskar krónur eða upp undir fjórar milljónir ísl. króna og var hann gerður upptækur. Togarinn fær ekki að fara úr höfn fyrr en upphæð þessi hefur verið greidd að því er NTB-fréttastofan sagði. höfuin víðkomu á helstu áfanga- stöðum kynslóðarinnar, sem nú er að kveðja sér hljóðs: barnaheimil- inu, götunni, sveitinni, skólanum, Tívoli, Melavelli, guðsþjónustu, þrjúbíó, kynlífi, pólitfkinni og dauðanum." Bókin er myndskreytt af Gylf a Gislasyni myndlistarmanni, en hann hefur áður myndskreytt 10 þjóðsögur, sem kom út 1973 og. ásamt öðrum Laxdælu útgefna sama ár. Eftir Pétur Gunnarsson hefur áður komið út ljóðabókin „Splunkunýr dagur". Hin nýja bók hans er bæði gefin út i bandi og sem kilja. Haki og Stefán tvímennings- meistarar BA Lokið er fjögurra umferða tvfmenningskeppni BA. Spilað var f tveimur sextán para riðl- um. Tvfmenningsmeistarar fé- lagsins 1976 urðu Haki Jónsson og Stefán Ragnarsson, báðir ungir spilarar og vel að sigrin- um komnir. Annars varð röð paranna þessi: Haki Jóhannesson — Stef án Ragnarsson 964 Eiríkur Helgason — Stefán Jónsson 959 Dísa Pétursdóttir — Soffía Guðmundsdóttir 914 Stefán Vilhjálmsson — Guðmundur V. Gunnlaugss. 904 Ævar Karlsson — Grettir Frímannsson 902 Örn Einarsson — Zarióh Hamad 900 Ármann Helgason — Jóhann Helgason 895 Hörður Steinbergsson — Friðf innur Gislason 886 GunnlaugurGuðmundsson — Magnús Aðalbjörnsson 881 Friðrik Steingrímsson — Steingrímur Bernharðss. 879 Arnald Reykdal — Gylfi Pálsson 866 Þórunn Bergsdóttir — Þorbjörg Snorradóttir 856 Meðalárangur 840 Bestum árangri í umferð náðu Hörður Hilmarsson og Trausti Haraldsson 279 og Haki og Stefán 274 í síðustu umferð- inni. Keppnisstjóri er Albert Sig- urðsson. Næsta keppni félags- ins er sveitakeppni sem hefst 16. nóv. en 9. nóv. verður opið Bridge umsjón ARNÓR RAGNARSSON hús til æfinga. Spilafólk er beð- ið að tilkynna þátttöku í sveita- keppninni til stjórnarfélagsins sem fyrst, en hún mun einnig aðstoða við myndun sveita ef óskað er. Spilað verður í Gefj- unarsalnum. XXX Lög um keppnis- bridge 1975 Á sl. vori kom út 88 bls. bók sem heitir Lög um keppnis- bridge 1975 — alþjóða lög. Út- gefandi er Bridgesamband Is- lands. Bókin skiptist í 12 hluta. Þýðandi bókarinnar er Jakob R. Möller — en hann vann hana ALI'JODA l.di; LÖG UM KEPPNISBRIDGE 1975 Ctiu:kin ak ALWOUA RKMMiESAMMAMII.NU (»; SAMI'YKKT M' THK POUTI.ASD 11.11: IIRllHIKSAMIIASIII I.VROIT AMEKlSKA HRUHiRSAMIIASD/SI' eingöngu í sjálfboðavinnu og hefir þar unnið mjög óeigin- gjarnt starf þar sem þýðing bókarinnar hlýtur að hafa tekið mjög langan tíma. Ásmundur Pálsson og Guðni Kolbeinsson próf arkalásu bókina. . Sjálfsagt er fyrir flesta keppnisspilara að eignast þessa bók sem er mjög ódýr, kostar aðeins 500 krónur. Kemur það til af því að bókin er mikið til unnin í sjálfboðavinnu og prentunarkostnaður er í lág- marki. XXX Hugborg og Vigdís enn efstar hjá BK Eftir 5 kvöld 20 umferðir í barometertvímenningskeppni félagsins, eru nú eftirtaldar konur efstar: Stig Vigdís Guðjónsdóttir — Hugborg Hjartard. 3179 Sigríður Pálsdóttir — Ingibjörg Halldórsd. 3062 Júlíana Isebarn — Margrét Margeirsd. 3036 Halla Bergþórsdóttir — Kristjana Steingrímsd. 3025 Sigrún ísaksdóttir — Sigrún Ólafsdóttir 2998 Ólafía Jónsdóttir — Ingunn Hoffmann 2975 Steinunn Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsd. 2967 Kristin Þórðardóttir — GuðriðurGuðmundsd. 2959 Gunnþórunn Erlingsd. — Ingunn Bernburg 2953 Sigríður Bjarnadóttir — Margrét Asgeirsd. 2935 Meðalskor: 2720 Næstu 4 umferðir verða spil- aðar i Domus Medica, mánudag- inn 8. nóv. n.k. og hefst kl. 19.30 stundvislega. VHELLESENS HLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.