Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NÖVEMBER 1976 Uppreisnin í Ungverjalandi 1956. ur frelsisbaráttu Ungveria lýsingu um að Ungverjaland hefði geng- ið úr Varsjárbandalaginu. Var yfirlýsing þessi send D :g Hammarskjöld þáverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, og þar skorað á SÞ og stórveldi heimsins að tryggja ævarandi hlutleysi Ungverjalands. Þrátt fyrir yfirlýsingar Sovétríkjanna fór brátt að siga á ógæfuhliðina í Ung- verjalandi. Fréttir tóku að berast um að á sama tima og hersveitir Sovétríkjanna héldu út úr Búdapest streymdu sovézkir skriðdrekar og hermenn inn í landið frá Sovétríkjunum. Þótt allt væri með kyrr- um kjörum i Búdapest, rikti mikil spenna í höfuðborginni fyrstu þrjá dag- ana i nóvember. Sifellt bárust fréttir af herflutningum Sovétríkjanna til lands- ins, og brátt var svo komið að hundruð sovézkra skriðdreka höfðu umkringt borgina, en aðrar skriðdrekasveitir fóru vestur eftir landinu. Mótmælti Nagy þessari innrás við sendiherra Sovétríkj- anna í Búdapest, og kvaðst hafa skýrt málið fyrir SÞ og óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar létu það til sín taka. Það var aðfaranótt fjórða nóvember, sem Maleter og Kovacs hófu viðræður við sovézku herstjórnina utan við Búda- pest. Stjórnvöld í Ungverjalandi biðu þá enn fregna af viðbrögðum umheimsins. 1 birtingu 4. nóvember hófst svo árás so- vézku hersveitanna, og klukkan átta um morguninn, þremur timum eftir að sókn- in hófst, stöðvuðust útvarpssendingar eftir að leikinn hafði verið þjóðsöngur- inn, og þulurinn hrópaði til allra, sem til heyrðu: „Hjálpið Ungverjalandi... hjálpið okkur. .. hjálpið okkur.“ En hjáipin barst ekki, og örlög Ungverja- lands voru ráðin. Kadar tekur vid Á hádegi 4. nóvember skýrði Moskvu- útvarpið frá því að mynduð hefði verið ný ríkisstjórn „byltingarsinnaðra verka- manna og bænda" í Ungverjalandi undir forsæti J:nosar Kadars, og að hún hefði leitað hjálpar Sovétrikjanna við að bæla niður byltingarseggi, sem nytu verndar ríkisstjórnar Nagys. Sagði Moskvuút- varpið að sovézki herinn hefði þá þegar bælt niður byltinguna, og að ríkisstjórn Nagys hefði verið leyst upp. Ekki var þó allri mótspyrnu lokið þótt Sovétríkin hefðu sent 150 þúsund manna her og hátt í fimm þúsund skriðdreka gegn Ungverjum; auk um 2.000 herflugvéla. En baráttan var vonlaus, og eftir sex daga hetjulega vörn og niiklar mann- fórnir var ungversku uppreisninni lokið. Janos Kadar hafði haldið frá Búdapest nokkru áður en sókn sovézku hersveit- anna hófst, og hann hélt innreið sina í höfuðborgina með sovézku sveitunum sem nýr forsætisráðherra landsins undir vernd innrásaraðilans. Eins og að líkum lætur voru þeir ekki teknir neinum vettlingatökum, sem að uppreisninni stóðu, og er talið að Kadar hafi látið taka um tvö þúsund manns af lífi og senda ein 15 þúsund til fangelsisvistar. 1 fyrstu var Kadar litinn illum augum í Ungverjalandí, og litu landar hans hann sem landráðamann vegna tengslanna við Sovétríkin. Honum var það hins vegar ljóst að eldar brunnu undir niðri, og að nauðsynlegt váeri að verða að einhverju leyti við kröfum þjóðarinnar um aukið frelsi. Eftir fyrstu viðbrögðin gegn þeim, sem að uppreisninni stóðu, beindi Kadar því stjórnarstörfunum að því að bæta lifskjörin og reyna að græða sárin. Þótt örin sjáist enn er þó svo komið í dag að í fáum ríkjum Austur-Evrópu eru lifs- kjörin betri, og þar er nú meiri áherzla lögð á að ala með þjóðinni föðurlandsást en Marxisma, auk þess sem þúsundir Ungverja fá nú að ferðast til vestrænna ríkja árlega. Má því segja að fórn ung- versku þjóðarinnar hafi ekki verið alveg til einskis. Örlög Nagys og Maleter TVEIR af þekktustu framámönnum ungversku uppreisnarinnar voru þeir Imre Nagy forsætisráðherra og Pal Maleter hershöfðingi, sem varð fyrstur yfirmanna ungverska hersins til að ganga ( lið með uppreisnarmönnum. Þegar innrás Rússa I Búdapest hófst 4. nóvember 1956 var Maleter staddur I aðalstöðvum hersins utan við Búdapest þeirra erinda að reyna að semja um brottflutning sovézka innrásarhersins, og var sá fundur haldinn samkvæmt ósk sovézkra yfirvalda. A fundinum var Maleter handtekinn, og lftið frétt- ist af honum fyrr en rúmu hálfu öðru ári sfðar. Imre Nagy forsætisráðherra var I höfuðborginni þegar innrásin hófst. Þegar séð var hvert stefndi leitaði Nagy hælis f sendiráði Júgóslavfu, og dvaldist þar um skeið. Eftir að Janos Kadar hafði tryggt sig f sessi f embætti forsætisráðherra hófust svo viðræður um heimild fyrir Nagy til að fara úr landi, og fór svo að Kadar veitti heimildina, og hét þvf jafnframt að Nagy fengi að fara óáreittur. Ekki var það loforð efnt, þvf strax og Nagy yfir- gaf sendiráðið fyrirskipuðu sovézku yfirvöidin f Ungverjalandi handtöku hans, og var hann, ásamt nokkrum fyigismönnum sfnum, sendur f útlegð til Rúmenfu. Þaðan fréttist ekkert af honum næsta háifa annað árið. Það næsta sem gerist f málum þess- Pal Maleter Imre Nagy ara tveggja framámanna uppreisnar- innar er að útvarpið f Búdapest birti tilkynningu frá yfirvöldunum 17. júnf 1958. Þar segir að Imre Nagy, Pal Maleter og tveir aðrir uppreisnarleið- togar hafi verið dæmdir til dauða og Ifflátnir, og fimm aðrir leiðtogar dæmdir til langra vista f fangeisum. Nokkrum dögum sfðar héit saksóknar- inn f Búdapest fund með fréttamönn- um þar f borg til að ræða aftökurnar. Sagði hann að réttarhöldin hafi staðið f 12 daga. Fóru þau fram fyrir luktum dyrum, öryggis vegna, að sögn sak- sóknarans, þvf ella hefðu Vesturveldin getað spillt málunum. Ekki var frá þvf skýrt hvenær réttarhöldin og aftökurn- ar fóru fram, né hverjir voru dómarar, sækjendur og verjendur. Vélbyssuskyttur f húsasundi. Ungverskir hermenn f liði uppreisnarmanna. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.