Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR4. NÖVEMBER 1976 „Tek óhræddur á mig ábyrgðina" Framhald af bls. 1. (il blaðamannafundar í Hvíta húsinu og reyndi að lesa yfirlýs- ingu fyrir fréttamenn. Vcgna þess að forsetinn hafði mísst röddina daginn áður, rétti hann blaðið að eiginkonu sinni, Betty, sem las það til enda. Var fjöl- skylda þeirra viðstödd og voru allir meðlimir hennar í sýnilegri geðshræringu. Fyrr um daginn hafði Ford einnig haft samband viö Carter, viðurkennt ósigur og árnað honum heilla og fullvissað hann um að hann myndi standa með honum og mest væri um vert að þjóðin stæði nú saman. Hann sagði það hefði verið sinn stærsti sómi í lífinu að fá að þjóna banda- rísku þjóðinni og hvatti hana til að fylkja sér nú um hinn nýja forseta sem hún hefði kosið sér. Hér fer á eftir frásögn blm. Mbl. Ingva Hrafus Jónssonar, sem staddur er í Bandaríkjunum: Komið var fram að hádegi hér í New York, eða kl. 17 að ísl. tíma, þegar Gerald Ford, Bandarikja- forseti, hélt blaðamannafund, þar sem hann viðurkenndi ósigur sinn og óskaði Jímmy C'.arter, 39. forseta Bandaríkjanna, til ham- íngju með sigurinn. Forsetinn var dauðuppgefinn og raddlaus eftir hörkukosninfíabaráttu sl. vikur og mánuði og varð kona hans Betty, að lesa yfirlýsinguna frá honum. Þá voru liðnar níu klukkustundir frá því að ljóst var að Carter hafði sígrað í þessum kosningum með naumum meiri- hluta, 51% á móti 48% fyrir for- setann af þeim 79 milljón at- kvæða sem greidd voru, en sigur hans hvað kjörmannaf jölda snerti var öruggur, 297 af þeim 270, sem þarf til að hljóta kosningu, en Ford forseti með 241 kjörmann. Kosninganóttin var löng og oft a'ði spennandi, því að munur á fylgi frambjóðendanna í flestum fylkjum var svo litill að ógerlegt var að segja fyrir um úrslit. Cart- er tók þó strax forystu hvað heild- aratkvæðamagnið snerti og hélt henni allan tímann og þessi for- ysta endurspeglaðist í kjörmanna- fjöldanum. Carter sem var svo til óþekkt nafn í bandariskum stjórnmálum fyrir tólf mánuðum á sigur sinn einkum að þakka mun meiri kosningaþátttöku en gert hafði verið ráð fyrir sem byggðist að mestu á þrotlausu starfi verklýðshreyfingarinnar fyrir hans hönd og hinum öflugu flokksvélum demókrata í stærstu borgum landsins. Talsmenn Fords forseta höfðu látið svo um mælt dagana fyrir kosningarnar, að yrði kosningaþátttakan 50% eða meiri, myndu sigurmöguleik- ar Fords minnka verulega. Þegar upp var staðið reyndist þetta rétt ályktað og demókrati mun því sitja í Hvíta húsinu næstu fjögur árin, í fyrsta skipti frá 1968. FÆSTIR VITA HVAD KJOKIII HEFUR t FÖR IHEÐ SER. Bandarikjamenn hafa kosið sér nýjan forseta, en það er líka það eina sem öruggt er, þvi að fæstir gera sér grein fyrir því hvaða breytingar kjör Carters muni hafa í för með sér fyrir þróun Hann hefur hins vegar ekki sagt hvernig hann ætli að framkvæma þetta, samfara því að efna ýmis loforð um nýjar og kostnaðarsam- ar áætlanir. Þegar verið var að reyna að greina ástæðurnar fyrir sigri Carters í nótt voru ýmsar skoðan- ir á lofti, en þó voru margir sam- mála um að það hefði ekki verið nein sérstök loforð sem færðu Carter sigurinn, heldur vonin um að kjór hans myndi gefa fyrirheit um nýtt timabil, sem leyfði þjóð- inni endanlega að slá striki yfir Watergate og styjaldarár þessa áratugar, sem skildi eftir sig djúp sár. Gerald Ford með Steve syni sfnum og dóttur sinni, Susan. Þau hlýða á Betty Ford lesa yf irlýsinguna um ósigur Fords f kosningunum. mála í landinu. Carter lagði í kosníngabaráttu sinni áherzlu á efnahagsmál, atvinnuleysi, sam- einingu þjóðarinnar eftir erfið- leika síðustu ára og forystu. Hann hamraði stöðugt á því að Ford hefði ekki verið þjóðinni sá leið- togi, sem forsetinn ætti að vera, efnahagsmálin væru í hinni mestu óreiðu og atvinnuleysið hið mesta frá tímum kreppunnar miklu. Hann sagði að það yrði fyrsta verkefni sitt sem forseta að ná hallalausum fjárlögum fyrir lok kjörtímabils síns, binda enda á atvinnuleysið, endurvekja traust fólksins á stjórninni í Washíngton og sameina þjóðina. tlRSLITIN MARKA TtMAMÓT, SAGÐI NEW YORKTIMES New York Times segir í rit- stjórnargrein í morgun, að kosn- ing Carters marki tímamót í sögu bandarískra stjórnmála. Um hafi verið að ræða traustsyfirlýsingu bandarískra kjósenda og ábend- ing um að þeir líti til framtiðar- innar með von um nýja virkni í þjóðmálum í stað þeirrar stöðnun- ar sem ríkt hefur undanfarin ár. Blaðið segir að með brottför Fords úr Hvíta húsinu, sem hafi verið einhver viðkunnanlegasti forseti í sögu landsins, muni þeim Jimmy Carter flytur stuðningsmönnum sfnum þakkir er Ijöst var að hann hafði sigrað f kosningunum I fyrradag. kapitula loks lokið sem hafi verið eitt sorglegasta tímabil í sögu for- setaembættis Bandaríkjanna, tímabili stjórnar Nixons. ÆTLAR SAGAN FRA 1948 AD ENDURTAKA SIG? Þegar gengið var að kjörborð- inu í gær voru horfurnar svo tví- sýnar að enginn treysti sér lengur til að spá um úrslitin, jafnvel ekki þeir sem fáeinum vikum áður höfðu talið sigur Carters öruggan og sagt að kosningarnar væru að- eins formsatriði. Stjórnmála- fréttaritarar líktu sókn Fords síð- ustu dagana við óvæntan sigur Harry Trumans yfir Thomas Dewey 1948, en Devvey hafði haft örugga forystu yfir Truman alla kosningabaráttuna og fram á kjördag. Sigur hans var talinn svo öruggur, að ýinis blöð urðu til þess að lýsa yfir kjöri hans í fyrstu morgunútgáfunum áður en ljóst var að Truman hafði sigrað. I gær vantaði herzlumuninn á .að sagan endurtæki sig. Ford og stuðningsmenn hans höfðu talið að forsetinn myndi ná að sigra í New York, Texas og Pennsylvaniu þótt naumt yrði, en það fór á annan veg. Carter sigr- aði í þeim öllum. Suðurríkin voru sá grunnur sem sigur Carters byggðist á en þar tryggði hann sér helming þeirra 270 kjörmanna, sem þarf til að sigra. Talið hafði verið fyrir kosningarnar að Ford hefði tekizt að höggva skarð í þennan grunn, en það reyndist ekki rétt og honum tókst aðeins að sigra í Virgíníu með tveggja prósenta meirihluta. Þegar sigur Carters var ljós um þrjúleytið í nótt (að bandarískum tíma) eða átta að íslenzkum tíma, hafði hann sigrað í 22 fylkjum og hlotið 272 kjörmenn. Þá hafði hann einnig forystu i Ohio og Kaliforníu með samtals 70 kjör- menn. Ford hafði sigrað í 24 fylkj- um með 186 kjörmenn og hafði forystu í þeim tveimur sem eftir voru með alls tiu kjörmenn. Talið er að Carter hefði sigrað í Oregon, Maíne, Oklahoma og lowa ef Eugene McCarthy hefði ekki ver- ið í framboði sem óháður, en hann hlaut alls 1% heildaratkvæða- magnsins, 622 þúsund atkvæði, og er talinn orsök þess að rikin féllu naumlega í hendur Fords. Sumir stjórnmálaritarar halda því fram, að Carter hefði fengið 51 kjör- mann til viðbótar ef McCarthy hefði ekki verið í framboði. Það hafði einnig mikla þýðingu fyrir Carter að McCarthy var sam- kvæmt úrskurði meinað að vera i framboði í New York, en hugsan- legt er að Ford hefði sigrað þar, ef nafn McCarthys hefði verið á atkvæðaseðlinum því að munur- inn í New York var svo lítill að dómstólar fyrirskipuðu að allar atkvæðavélar fylkisins skyldu innsiglaðar vegna gruns um að ekki hefði allt verið með felldu. Öliklegt er þó að talið nú að talið verði á ný, þar sem sigur Carters er öruggur og forsetinn hefur viðurkennt ósigur sinn. Stjórnmálafréttaritarar segja að milljónir kjósenda, sem voru óakveðnir áður en þeir gengu að kjörborðinu, hafi tekið þá ákvörðun er til alvörunnar kom að láta reyna á stjórn demókrata til að leysa efnahagsmálin og at- vinnuleysið í landinu. Ford tókst ekki að yfirvinna hin sterku tök verklýðshreyfíngarínnar í stærstu iðnaðarríkjunum og flokksvélar repúblikana urðu að lúta þar í lægra haldi fyrir Framhald á bls. 28 Viðbrögð Framhald af bls. 1. látin í ljós ánægja með sigur Cart- ers og sendu leiðtogar þessara rfkja allir heillaskeyti til hins ný- kjörna forseta. Carter hefur sagt að hann vilji efla samskiptin við þessi ríki og önnur Evrópulönd. Giscard d'Estaing, Frakklands- forseti, Helmut Schmidt, kanzlari Vestur-Þýzkalands, Leone, Italíu- forseti, og Callaghan, forsætisráð- herra Breta, sögðust allir vænta mikils og góðs samstarfs við nýjan forseta og stjórn. Callaghan, forsætisráðherra Bretlands, sagði á fundi í dag að hann vænti þess að Carter myndi fylgja breiðari efnahagsstefnu sem gæti komið til góða alþjóða- viðskiptum og hann vonaði allt það bezta. Bretar treysta nú mjög á stuðning Bandarfkjamanna, m.a. til aðstoðar vegna stöðu sterlingspundsins upp á síðkastið. Indira Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, kvaðst hafa sent heillaskeyti til Carters og látið í Ijós von um að kjör hans yrði til framdráttar samskiptum við Bandaríkin. Sambúð ríkjanna hefur verið stirð sfðan árið 1971, þegar strfðið var milli Indlands og Pakistan. A Filippseyjum sagði Marcos forseti, að náin söguleg bönd tengdu þjóðirnar tvær saman og engin breyting á forystu Brndarfkjanna myndi breyta neinuþarum. Formaður ítalska kommúnista- flokksins, Berlinguer, sagði að sigur Carters markaði vonandi endalok íhlutunar og þrýstings af hálfu Bandaríkjanna gagnvart öðrum ríkjum. Oreja, utanrfkis- ráðherra Spánar, sagðist vonast til að hin góða sambúð Bandaríkj- anna og Spánar myndi ef til vill batna enn við kjör Carters. Forseti Suður-Kóreu, Park. sagði að hann vonaðist til að Cart- er hefði skilning á öryggismálum Suður-Kóreu og að landinu væri ógnað af hálfu Norður-Kóreu. Carter hefur látið í ljós vanþókn- un á stjórn Parks og sagt hana bera keim kúgunar. Anker Jörgensen, forsætisráð- herra Danmerkur, sagði í sjón- varpsviðtali að hann vonaðist til að Carter myndi freista þess að bæta efnahagsástandið og tækist honum að draga úr atvinnuleys- inu í Bandaríkjunum myndi þ8ð hafa mjög svo afgerandi ðg jákvæð áhrif á þróun og fram- vindu alþjóðaviðskipta. I Belgfu sagði talsmaður stjórnarinnar, að brotthvarf Kissingers úr starfi utanrfkisráðherra hlyti að hafa einhverjar breytingar í för með sér, en ekki væru margir mögu- leikar fyrir hendi á stórvægileg- um breytingum í utanríkismálum. I Póllandi sagði talsmaður stjórnarinnar, að vegna þess að Ford Bandarfkjaforseti og Fgierek flokksleiðtogi hefðu átt með sér fundi, hefðu samskipti ríkjanna þróazt mjög til hins betra. Pólverjar væru þeirrar skoðunar, að ekkert mætti verða til að stöðva þá þróun, enda væri hún í þágu heimsfriðar. íranskeisari sendi heillaskeyti til Jimmy Carters og sagðist hann leggja áherzlu á, að tengslin milli landanna yrðu enn efld og bætt og væri hann þeirrar trúar, að hinn nýi forseti gæti leitt þjóð sína lengra fram á veg framfara og gæfu. Odvar Nordli, forsætisráðherra Noregs, sagði að stjórn sfn, sem hefði haft góð samskipti við stjórn Fords, vonaðist sömuleiðis eftir þeim við stjórn Carters. Yitzak Rabin, forsætisráðherra ísraels, sagði f dag að hann væri fullvass um að Jimmy Carter myndi halda áfram þeirri stefnu vináttu og hjálpar við Israel sem fyrirrennarar hans hefðu fylgt. Sagði hann að báðir frambjóðendur hefðu lýst þessari skoðun sinni. Rabin kvaðst þekkja Carter persónuiega og hann mæti hann mikils m.a. vegna mikillar þekkingar hans á hermálum og hins næma skilnings hans á málefnum Israels. Rabin kvaðst vilja nota tækifærið til að flytja Ford for- seta þakkir fyrir alla þá aðstoð sem hann hefði veitt Israel f forsetíjtíð sinni og vináttu við þjóðina. Rabin sagði: „Sá tími kann að koma að við lítum um öxl með angurværð til Kissinger- daganna." Aðspurður nánar um það sagði hann: „Ég sagði angur- værð — ekki löngun." A Genfarfundinum sagði Ian Smith, forsætisráðherra Ródesíu, að það væri trúa sin að ný stjórn í Bandaríkjunum myndi taka því fagnandi að halda áfram því starfi sem hafið væri i þá átt að friður og velsæld kæmist á f suð- urhluta Afrfku. Utanríkisráðherra Perú lét f ljós þá von að Carter myndi beina sjónum sfnum að Suður-Ameríku og málefnum álfunnar meira en gert hefði verið að undanförnu. Talsmaður egypzka utanríkis- ráðuneytisins sagði að ósigur Fords myndi tefja fyrir að varan- leg lausn fyndist á málefnum ríkja f Miðausturlöndum. Form- leg tilkynning hafði ekki verið gefin út í kvöld. í tilkynningu hinnar nýju her- stjórnar I Thailandi sagði að von- azt væri tii að áfram yrðu náin tengsl milli landanna. Utanrfkis- stefna Carters og Ford væri það keimlík að ekki væri ástæða til að búast við umtalsverðum breyting- um. Brezk blöð gerðu mikið úr sigri Jimmy Carters í síðdegisútgáfum sínum og London Evening News sagði f fyrirsögn: „Það er Carter — hnetubóndinn er forseti." Og Evening Standard segir í fyrir- sögn: „Carter er sigurvegarinn — hvílík nótt fyrir nýjan forseta." I forystugrein í London Evening News segir: „Hvert mun Carter leiða Bandaríkin og heim- inn. Heima fyrir mun Carter afla meira fjár og eyða meira af fjár- munum rfkisins. Um stund gæti það gert Bandarikin að hagstæð- ari markaði fyrir útflytjendur eða þangað til verðbólgan hrekur hann til baka. Hvað snertir utan- ríkismál þurfum við ekki að hafa teljandi áhyggjur, hvorki hvað snertir Irland né heldur væntan- legar lánveitingar til okkar ... Ford forseti hefur kannski ekki verið snillingur. En hann var ekk- ert flón heldur og hann flutti á nýjan leik inn í voldugasta emb- ætti hins vestræna heims rétt- sýni, heiðarleika og vinsemd. Því á hann skildar þakkir okkar og hlýjar óskir til hans persónulega í framtfðinni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.