Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1976 Uppreisnin f Ungverjalandi 1956. Þegar Sovétríkin bördu nid Rússnesku „verndararnir" komnir ð vettvang. Kröfur um frelsi Ungverska uppreisnin hófst 23. októ- ber 1956, en áður hafði nokkur ólga ríkt í landinu og mótmælafundir verið haldn- ir. Að fundum þessum stóðu aðallega stúdentar, menntamenn og verkamenn, og svo var einnig um fundinn, sem boð- aður var siðdegis þriðjudaginn 23. októ- ber þetta ár. Mikill mannfjöldi hlýddi kallinu, og þegar skyggja tók í höfuð- borginni var talið að um hálf milljón manna væri saman komin til að mót- mæla ófrelsi og afskiptum Sovét- ríkjanna af málum Ungverjalands. Krafðist mannfjöldinn þess að Imre Nagy tæki við af Stalinistanum Andras Hegedus sem forsætisráðherra og ný ríkisstjórn urði skipuð án aðildar Stalín- ista. Þá krafðist mannfjöldinn þess að unnið yrði að því að koma á auknu lýðræði í landinu, breytingar yrðu gerð- ar á flokksforustu kommúnistaflokksins, fyrrum framámönnum yrði refsað, sam- band Sovétríkjanna og Ungverjalands yrði byggt á algjöru jafnrétti rikjanna, sovézku hersveitirnar yrðu fluttar frá Ungverjalandi, rússneska yrði ekki leng- ur skyldunámsgrein í skólum landsins og minni áherzla lögð á kennslu Marx- Leninisma. í samþykktum mótmæla- fundanna er einnig tekið fram að fundarmenn lýsi samstöðu með pólskum félögum sínum, og að Pólverjar hafi gefið það fordæmi, sem Ungverjalandi bæri að fylgja, en fyrr á árinu höfðu uppþot í Póllandi leitt til breytinga á stjórninni þar. Upphaf bylt- ingarinnar Fyrstu skotunum var hleypt af eftir að dimma tók að kvöldi 23. október. Sveitir öryggislögreglunnar illræmdu reyndu að dreifa mannfjöldanum með byssustingj- um og táragasi, en án árangurs. Stjórn Hegedus forsætisráðherra kom saman til að ræða aðgerðir, fyrirskipaði útgöngu- bann og fól hernum að halda uppi reglu, en allt kom fyrir ekki. Á áttunda tíman- um að morgni 24. október tilkynnti svo miðst jórn Verkamanna(kommúnista)- flokksins að hún hefði falið Imre Nagy að taka við embætti forsætisráðherra. Embættistaka Nagys bætti lítið stöðu uppreisnarmanna, því hans fyrsta verk var að lýsa neyðarástandi í landinu og leita til Varsjárbandalagsins eftir aðstoð við að bæla uppreisnina niður, eða svo var sagt í fyrstu. Síðar kom í ljós að það var Ernö Gerö aðairitari flokksins, sem í nafni stjórnarinnar óskaði eftir sovézk- um hersveitum til að bæla byltinguna niður. Nagy skoraði hins vegar á landa sína að leggja niður vopn, enda skyldi þeim þá órefsað. Var þeirri áskorun út- varpað hvað eftir annað fram eftir degi, en án árangurs. Þvert á móti þá færðu uppreisnarmenn sig upp á skaftið, bjuggu sér út bensínsprengjur, sem þeir notuðu gegn sovézkum skriðdrekum. Undir kvöld viðurkenndi útvarpið í Búdapest að harðir bardagar væru þar háðir og að „afturhaldsöfl“ sæktu fram að stjórnarbyggingum og hermannaskál- um. Erfitt var frá byrjun að fá áreiðanleg- ar fregnir af ástandinu i landinu, og fengust þær helzt með ferðamönnum, sem komu þaðan til Austurríkis. Þannig bárust fregnir til Vínarborgar á öðrum degi uppreisnarinnar um að sveitir vopnaðra verkamanna, stúdenta og jafn- vel unglingspilta hefðu gert árásir á aðalstöðvar kommúnista, Karolyi- herbúðirnar og útvarpsstöð höfuð- borgarinnar, og virtust hafa komið sér vel fyrir. 1 dögun miðvikudagsins 25. október lýsti ríkisstjórnin því yfir í útvarpstil- kynningu að uppreisnin hefði verið bar- in niður, en fljótlega bárust áreiðanlegrr fréttir, sem sýndu að svo var alls ekki, heldur hafði uppreisnarmönnum tekizt að ná yfirráðum í stórum landshlutum, og fjöldi hermanna hafði gengið í lið með þeim. Þeir sem vaskast gengu fram í baráttunni við uppreisnarmenn voru sveitir öryggislögreglunnar, enda var hart á þeim tekið áður en yfir lauk. Vonarneisti Þennan miðvikudagsmorgun flutti Nagy forsætisráðherra svo útvarps- ávarp, þar sem hann gekk langt til móts við kröfur uppreisnarmanna. Hét hann því meðal annars að ný ríkisstjórn yrði mynduð á breiðari grundvelli en áður hafði verið, og að reynt yrði að semja við Sovetrikin „á jafnréttisgrundvelli" um brottflutning sovézka hersins úr landi. Þá skoraði Nagy enn á uppreisnarmenn að leggja niður vopn, og hét því að her sá, er það gerði fyrir klukkan tiu þetta kvöld skyldi sýkn saka, en þeir sem ekki hlýddu þessari áskorun yrðu vægðar- laust skotnir. Um þetta leyti var einnig skýrt frá því að Gerö hefði látið af em- bætti aðalritara flokksins, og að Janos Kadar hefði tekið við því. Þriðji hluti Búdapest Þrátt fyrir yfirlýsingar Nagys var bar- dögum haldið áfram í höfuðborginni og úti um land, og víða var boðað til mót- mælaverkfalla þar til sovézku hersveit- irnar væri horfnar úr landi. Það var loks að kvöldi 28. október, eftir sex daga óeirðir og bardaga, að svo virtist sem uppreisnarmenn hefðu farið með sigur :f hólmi. Þetta kvöld kom Nagy enn fram í útvarpi og skýrði frá því að hann hefði átt viðræður við yfir- menn sovézku hersveitanna í Ungverja- landi, og að þeir hefðu fallizt á að hefja brottflutning sveitanna úr landi, og þá fyrst frá höfuðborginni. Einnig skýrði Nagy frá því að öryggissveitirnar ill- ræmdu yrðu leystar upp, að merki kommúnista yrði ekki lengur í fána landsins, og að nýtt ríkisráð hefði verið skipað. Lauk Nagy máli sínu með þvi að bera á móti því að bylting hefði verið gerð í landinu, heldur hefði hér verið um að ræða hreyfingu, sem gripið hefði um sig meðal þjóðarinnar í þeim tilgangi að tryggja sjálfstæði landsins. Þriðju- dagurinn 30. október var merkisdagur í sögu ungversku uppreisnarinnar, því þá tilkynnti Nagy myndun nýrrar fjögurra flokka ríkisstjórnar, skýrt var frá því að hafinn væri brottflutningur sovézku hersveitanna, og birt var yfiriýsing so- vézku stjórnarinnar um að hún væri reiðubúin til að hefja viðræður við stjórnir annarra ríkja, sem væru aðilar að Varsjárbandalaginu, um brottflutn- ing sovézkra hersveita þaðan. Liðssamdrátt- ur Rússa Bjartsýni var nú tekið að gæta hjá íbúum Ungverjalands á framtíðina, og 31. október gaf nýja rikisstjórnin út yfir- Búdapestbúar virða fyrir sér Ifk manns úr öryggislögreglunni. Götumynd frá Búdapest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.