Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NÖVEMBER 1976 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, simi 22480 Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 60.00 kr. eintakið. Ungverjaland 1956 Hinn 4. nóvember 1956 eða fyrir tveimur ára- tugum brunuðu sovézkir skriðdrekar inn í Búdapest og blóðbaðið í Ungverja- landi hófs að mestu eftir nokkra aðdraganda. Þessi atburður markaði djúp spor í sögu samtima okkar og hafði grundvallaráhrif til breytinga á viðhorfum margra, sem fram að þeim tíma höfðu aðhyllzt sósíalíska lífsskoðun. Þessa atburðar er minnzt ' í Morgunblaðinu í dag. Þeir, sem komnar voru á ung- lings og fullorðinsár, þegar sovezku ofbeldi var beitt í Ungverjalandi fyrir 20 árum, muna þessa atburði áreiðanlega eins og þeir hefðu gerzt í gær. Þeir brenndust inn í vitund fólks á þeim tíma. En hin unga íslenzk,a æska þarf að kynna sér þfessa atburði til þess að sjá sósíalismann og Sovétríkin í réttu ljósi og til þess að skilja betur þá menn, sem eru jafnan reiðubúnir til þess að berj- ast harðri baráttu fyrir því, að ísland haldi áfram aðild sinni að varnarbandalagi frjálsra þjóða heims og varnarsamningnum við Bandaríkin. Þeir, sem muna Ungverjaland, vita hvað getur gerzt hér. Fyrir 20 árum sýndu Sovétríkin enn einu sinni, að þau eru reiðubúin til þess að beita hervaldi til þess að kúga smáþjóðir, sem eiga allt sitt undir veldi þeirra. Fyrir 20 árum sýndu Sovétríkin í Ung- verjalandi, að þau eru ekki hið fyrirheitna land mann- úðlegs þjóðfélags, sem marga hugsjónamenn hefur dreymt um, heldur harðsvírað herveldi, kúgunarafl., sem örfáir menn stjórna, sem þolir ekki minnsta vott um frelsistilhneigingar hjá þjóðum, sem hafa á annað borð komizt undir áhrifa- vald þeirra. Nú kann einhver að segja: en Sovétríkin hafa breytzt. Hafa þau breytzt? Hefur utanríkisstefna þeirra breytzt? Er Prag 1968 merki um það, að Sovétríkin hafi breytzt? Auðvitað er svarið við öllum þessum spurningum neikvætt. Sovétríkin hafa ekki breytzt. Herrarnir í Kreml sendu sovézka skrið- dreka inn í Búdapest 1956 og þeir sendu sovézka skriðdreka inn í Prag 1968, þegar einhver vottur af frjálsræðistilhneigingum gerði vart vió sig i Tékkóslóvakíu. Ungverjaland 1956 sýndi hið rétta andlit Sovétríkj- anna. Hinni sósíalísku hulu var svipt frá ásjónu einræðisseggjanna. Nakin valdbeiting ofbeldissinn- aðs heimsveldis stóð eftir. Þeir, sem fylgdust úr fjarska með atburðunum í Ungverjalandi 1956 og í Tékkóslóvakíu 1968, gleyma þeim ekki — hvað þá hinir, sem urðu að þola ofbeldisaðgerðir hins sovézka hervalds. Sá lær- dómur, sem við nú 20 árum seinna og 8 árum seinna getum dregið af þessum at- burðum, er að treysta í engu fagurgala einræðis- herranna og hvika aldrei frá því að axla þá byrði, sem vörn sjálfstæðis þjóðarinnar leggur okkur á herðar. Þáttaskil í Bandaríkjunum Urslit forsetakosning- anna í Bandaríkjunum sýna, að bandarískur al- menningur hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að tímabært væri að segja að fullu og öllu skilið við Watergate-tímabilið í bandarískum stjórnmál- um. Með því að kjósa Cart- er, forsetaefni demókrata, næsta forseta Bandaríkj- anna hafa kjósendur þar í landi brotið blað og lokað ákveðnum kapítula í sögu þjóðarinnar. Valdatími repúblikana er að baki og Watergate liðin tíð. Fram- undan er nýtt tímabil undir forystu demókrata. Gerald Ford hefur reynzt farsæll forseti Bandaríkjanna á þeim tíma, sem liðinn er frá hin- um miklu sviptingum og uppljóstrunum á síðari hluta valdaferils Nixons. Þegar Watergate- hneykslið og allt, sem því fylgdi, er haft í huga, er í rauninni næsta ótrúlegt hvað Ford, frambjóðandi minnihlutaflokksins, með arf Nixon-stjórnarinnar í eftirdragi, komst langt í kosningabaráttunni. Það er afrek út af fyrir sig, sem sýnir, að Ford hefur á- unnið sér traust. Hinn ný- kjörni forseti Bandaríkj- anna, Carter, er óskrifað blað á vettvangi alþjóða- mála. Reynslan ein leiðir í ljós, ásamt vali hans á sam- starfsmönnum, hvert voldugasta lýðræðisríki veraldar mun stefna undir hans stjórn. Forsetinn sem fæstir þekktu fyrir einu ári Ford á engan óvin og nýtur virðingar JIMMY Carter var óþekktur fyr- ir einu ári, með öllu ókunnugur í Washington og keppti að því að verða forseti samkvæmt stefnuskrá sem grundvallaðist á trausti, heiðarleika og ein- lægni. Síðan hefur hann unnið pólitískt kraftaverk, en hann iðrast margs sem hann sagði i kosningabaráttunni. Ef hann hefði látið ýmislegt ósagt hefði enginn vafi leikíð á því að hann sigraði Gerald Ford í kosningabaráttunni. Þegar baráttan hófst i sumar virtist hann óstöðvandi en á síðustu vikum hennar varð tvisýnt hvort honum tækist að sigra. Viðtalið við Playboy og taugaóstyrkur hans í fyrsta sjónvarpseinviginu við Ford urðu til þess að vinsældir hans dvínuðu verulega samkvæmt skoðanakönnunum. Hann hef- ur litla stjórnmálareynslu á við Ford en það sem olli honum erfiðleikum í kosningabarátt- unni var ekki hvað forsetinn gerði heldur það sem hann sjálfur sagði. Carter hafði aðeins verið rík- isstjóri í Georgiu í nokkur ár og var utanveltu. Fólkið þekkti bros hans en þekkti ekki mann- inn á bak við brosið. Hann boðaði breytingar, en Banda- ríkjamenn eru yfirleitt ihalds- samir. Þátttaka hans í 30 forkosn- ingum demókrata tryggði hon- um útnefninguna á flokksþing- inu í júli Þar með varð hann fyrsti Suðurríkjamaðurinn sem hafði verið forsetaframbjóðandi siðan Zachary Taylor 1848 (Lyndon Johnson leit ekki á sig sem Suðurríkjamann). Carter varð fyrst að sigra George Wallace sem hefur ráð- ið lögum og lofum í stjórnmál- um Suðurríkjanna í tiu ár og gerði það í forkosningunum í Florida. Hann gerði sér grein fyrir þeim breytingum sem höfðu orðið í Suðurrikjunum. Kynþáttamálin voru þráhyggja hjá Wallace og mörgum öðrum Suðurríkjaleiðtogum að mati Carters og skiptu ekki eins miklu máli og áður í þvi nýja andrúmslofti sem hafði skapazt i Suðurríkjunum eftir sigra blökkumanna i réttindabaráttu sinni. Suðurrikin höfðu lengi verið sniðgengin en heyrðu nú til svokölluðum meginstraumi bandarískra stjórnmála Margir litu tilnefningu Carters sömu augum og tilnefningu John F. Kennedys sem gerði að engu þá staðhæfingu að kaþólskur maður gæti ekki orðið forseti Bandaríkjanna. Tilnefningu Carters var fagn- GERALD Ford hefur eignazt marga andstæðinga en engan óvin þá 27 mánuði, sem hann hefur setið á forsetastóli, þótt stjórnmálabaráttan sé hörð í Bandaríkjunum. Hann hefur orð fyrir að vera heiðarlegur, ráðvandur og einlægur þrátt fyrir ásakanir um smámisferli fyrir nokkrum árum og nýtur virðingar mótherja sinna jafnt sem stuðningsmanna. Forystuhæfileikar Fords hafa verið dregnir í efa, en mesta afrek hans var að græða sár bandarísku þjóðarinnar eftir Watergate-hneykslið og Víetnam-stríðið, hreinsa and- rúmsloftið með heiðarlegum vinnubrögðum og endurvekja traust þjóðarinnar til valdhaf- anna. Meira að segja Jimmy Carter, andstæðingur hans, hefur kallað hann „góðan dreng" og slíkt lof frá and- stæðingi er fátítt i umróti bandarískra stjórnmála. Ford er dæmigerður banda- rískur millistéttamaður, venju- legur maður með venjuleg áhugamál og venjulegar gáfur, en skammast sin ekkert fyrir það og hefur verið hreykinn af þvi að hafa vísað á bug þeim valdahroka sem þótti einkenna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.