Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR4. NÓVEMBER 1976 Vigdís Steingríms- dóttir látin 2. NOVEMBER s.l. lézt ( Reykja- vfk frú Vigdfs Oddný Steingrfms- dóttir, ckkja Hermanns Jónasson- ar, fyrrverandi forsætisráðherra. Vigdfs var fædd 4. okt. 1896, en hún giftist Hermanni árið 1925. A árunum 1934—42 og 1956—58 var Vigdfs forsætisráðherrafrú. Vigdfs var dóttir Margrétar Þorláksdóttur og Steingríms Guð- mundssonar húsasmfðameistara. Vigdís tók um áratuga skeið þátt f fjölmörgum störfum tengdum starfi manns sfns á vettvangi þjóðmála. GAMAN A GRENIVlK — Þessa fjóra hressu herramenn hitti fréttamaður Morgunblaðsins á Grenivik fyrir nokkru.Eins og sjá má var þar verið að vinna að gatnagerðarframkvæmdum, en strákarnir létu framkvæmdirnar ekkert trufla sig og héldu ótrauðir áfram á farskjótum sínum. (ljósm. ÁIJ). Sjómenn og stuðningsmenn: Rúm 12000 mótmæltu bráðabirgðalögunum FULLTRUAR samtakanna Frjáls samningsréttur afhentu Asgeiri Bjarnasyni forseta Sameinaðs þings í fyrradag undirskriftir lið- lega 2000 sjómanna og 10 þús. stuðningsmanna þeirra, en hér er um að ræða undirskriftir til að mótmæla setningu bráðabirgða- laganna varðandi samninga út- gerðarmanna og sjómanna f sum- ar leið. Með þessum undirskrift- um fylgir ritað hjá sjómönnum að þeir mótmæli harðlega setningu bráðabirgðalaganna 7. sept., þar sem sjómenn eru dæmdir til að þiggja lægri laun en þeir sætta sig við og skora á Alþingi að ógilda bráðabirgðalögin nú þegar. Með undirskriftum stuðnings- manna sjómanna lýsa þeir þvf yfir að þeir styðji baráttu sjó- manna og skora á alþingi að afnema bráðabirgðalögin nú þeg- ar. Fulltrúar samtakanna sem afhentu undirskriftirnar voru þeir Björn Ingólfsson og Sigurpáll Einarsson. Garnaveikifé á Þúfum og Hesti verðui lógað Mæðiveiki hefur ekki fundizt í fé í 11 ár Iðngarðar fá 2 hektara lands BORGARRÁÐ hefur úthlutað Iðngörðum um 2ja hektara landi við Skeifuna, en þar hafa Iðn- garðar skipulagt aðstöðu og byggt upp fyrir iðnað og þjónustu i tak- mörkuðum mæli. Landsvæðinu er úthlutað til félags Iðngarða. AKVEÐIÐ hefur verið að lóga þvf fé á Þúfum og vfðar f Reykja- fjarðarhreppi, sem grunsamlegt reynist við blóðpróf. Sem kunnugt er fannst garnaveiki f fé frá Þúfum f sfðasta mánuði og er þetta f fyrsta skipti, sem garna- veiki finnst f þessu sauðfjárveiki- varnarhólfi, þ.e.a.s. vestan girðingar, sem nær frá Kollafirði f Gufudalssveit yfir f botn tsa- fjarðar. Grunur er um garnaveiki f mörgu fé frá Þúfum og verður öllu því fé lógað. Bólusett verður á Þúfum og síðar í vetur í öllum hreppnum. Þá er sennilegt að gripið verði til þess ráðs að bólu- setja lömb og veturgamalt fé í fyrrnefndu sauðfjárveikivarnar- hólfi. Að sögn Sæmundar Friðriks- sonar hjá Sauðfjárveikivörnum hefur garnaveiki ekki fundizt áður, að Vestfjörðum undanskild- um. Þó vekur það athygli að garnaveiki fannst í einni kind frá Tilraunabúinu að Hesti í Anda- kílshreppi. Mun verða gripið til svipaðra ráðstafana þar og f Reykjafirðinum, þ.e. sjúku fé og grunsamlegu verður slátrað. Nú eru liðin 11 ár sfðan mæði- veiki fannst í fé hér á landi og sagði Sæmundur Friðriksson f viðtali við Morgunblaðið í gær að svo virtist sem tekizt hefði að uppræta þennan sjúkdóm hér á landi með niðurskurði á sfnum tfma. Rann í brjóst í slyddunni LEIT hðfst f gær að rjúpna- skyttu frá Kröflu sem hafði farið til rjúpna um maðjan dag I fyrradag, en sfðdegis f gær var ekið fram á manninn þar sem hann var á leið til byggða. Leitarflokkar SVFl f Mývatns- sveit og á Húsavfk hófu leit og þyrla var að leggja af stað norður þegar maðurinn kom fram. Hafði hann vill/t af leið I fyrradag er austanátt með slyddu gekk á og var veður þannig þar til f gær. Hafði maðurinn hallað sér á heiðum þar sem hann fann afdrep og var hann stálsleginn er hann kom til Kröf lu, brá sér f bað og fékk sér sfðan vænan lúr. Paradísarheimt kvik- mynduð næsta sumar PARADtSARHEIMT Halldórs Laxness verður sennilega kvik- mynduð næsta sumar og yrði þá samvinna um gerð myndarinnar á milli fslenzkra, þýzkra, sænskra, norskra og jafnvel bandarfskra aðila. Þýzki leikstjórinn Rolf Hadrich hefur unnið að gerð handrits fyrir myndina, en Halldór Laxness, mun einnig leggja sitt af mörkum við samningu handritsins. Myndina er fyrirhugað að taka upp næsta sumar og útiatriði þau, sem gerast hér á landa, undir Eyja- fjöllum. Rolf Hádrich sagði f gær að enn væri of snemmt að segja frá þessari fyrirhuguðu kvikmynda- töku í smáatriðum, þar sem undir- búningur væri enn skammt á veg kominn. Upphaflega hefði verið ætlunin að gera kvikmynd um Paradísarheimt, en nú hefði verið horfið frá því og ætlunin væri að gera sjónvarpsmynd í þremur þáttum. Aðspurður um hvers lenzkir leikarar yrðu sagði Hðdrich að það væri enn ekki ákveðið, en íslenzkir leikarar myndu örugglega fá þar mörg verkefni. Sem kunnugt er stjórnaði Hadrich gerð kvikmyndarinnar um Brekkukotsannál hér fyrir nokkrum árum. Hefur sú mynd verið sýnd víða og t.d. í Þýzka- landi undir nafninu „Fiska- konsertinn". Af þeim löndum, sem Brekkukotsannáll hefur verið sýndur f auk íslands má nefna Austur- og Vestur Þýzka- land, Svfþjóð Danmörku, Finh- land, Noreg, Holland, Belgfu, Júgóslavíu, Sviss og Austurrfki. Hverfafundur borgarstjóra — fyrir íbúa Háaleitis-, Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfis Birgir tsieifur Gunnarsson BIRGIR tsleifur Gunnarsson borgarstjóri heldur f dag hverfa- fund með borgarbúum og verður fundurinn f Félagsheimili Tafl félags Reykjavfkur við Grensás- veg. Er sá fundur ætlaður fbúum Háaleitishverfis, Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfis. Hefst fundurinn kl. 20.30 og verður Jón Magnússon lög- fræðingur fundarstjóri og fundarritari verður Dan Wium lögfræðingur. Borgarstjóri mun á þessum fundi eins og fyrri hverfafundum kynna borgarbúum hugmyndir um skipulag Reykjavíkur í náinni framtfð og fjalla almennt um borgarmálefni, en fundargestum gefst kostur á að leggja fyrir- spurnir fyrir borgarstjóra. Hverfafundir borgarstjóra hafa verið vel sóttir og margar fyrir- spurnir haf a verið bornar f ram. Halldðr Laxness Valdimar Björnsson í Minnesota: „Carter naut þess ad hann var ekki í tengslum við Washington" MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- band við Valdímar Björnsson, fyrrverandi fjármálaráðherra f Minnesota-rfki, og spurði hvaða ástæður hann teldi aðallega liggja að baki kosningasigri Jimmy Carters: „Það er ekki efi á því, að Watergatemálið hefur haft sfn áhrif á úrslit kosninganna. Ég studdi auðvitað Ford. Hann hefur verið látinn gjalda þess í þessum kosningum, að hann tók við forsetaembættinu án þess að vera kosinn til þess. Carter naut þess að hann var ekki í neinum tengslum við Washington, sem hefur orðið fyrir ýmiss konar árásum í kosningabaráttunni." „Hvorugur frambjóðendanna er góður ræðumaður — það hefur ekki verið neinn drifandi kraftur í ræðum þeirra, og í raun og veru er enginn veru- legur munur á afstöðu þeirra til helztu mála." Um það hvort náðun Nixons hafi haft þau áhrif að draga úr fylgi við Ford sagði Valdimar: „Það vil ég ekkert fullyrða um, en það kann vel að hafa haft sitt að segja. Fullyrðingar demókrata um víðtækt atvinnu- leysi og gallað fjárhagskerfi hafa lfka haft sfn áhrif, enda þótt slfkar fullyrðingar væru hraktar jafnóðum með rökurn." „Itök Carters í verkalýðs- hreyfingunni hafa áreiðanlega hjálpað honum mikið og einnig það, að hann hafði negrana með sér svo að segja algjörlega. Venjulega hafa repúblfkanar haft nokkurt fylgi í Suðurrfkj- unum, en f þessum kosningum stóðu þau samanþjöppuð á bak við Carter". Valdimar Björnsson. „Hér í Minnesota var óvenju- góð kjörsókn — yfir 70%. Repúblíkanar hafa beðið ósigur hér, og demókratar haf a tögl og hagldir. Walter Mondale, sem nú verður varaforseti, er héð- an, og nú losnar þingsæti hans í Washington. Vitað er að rfkis- stjórinn hér hefur hug á að ná þvf sæti, og ef sú verður raunin þá verður að kjósa hér nýjan ríkisstjóra, en kjörtímabil hans er hálfnað". „Karl Rolwaag, sem var sendiherra á íslandi f tfð Lynd- ons Johnsons, var í framboði fyrir demókrata til embættis sem hefur umsjón með ýmiss konar opinberri þjónustu í sam- bandi við samgöngur og fleira. 1 þessu embætti var áður repú- blfkani, en Rolwaag bar sigur úr býtum," sagði Valdemar Björnsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.