Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR4. NÓVEMBER 1976 Óvæntur stuðningur við stóriðju StuSningur við stóriðju á jslandi barst úr óvæntri átt fyrir nokkrum dögum er einn helzti forystu- maður kommúnista I verkalýðshreyfingunni um áratuga skeið, Björn Bjarnason, formaSur Landssambands iðnverka- fólks, flutti ræðu á degi iðnaðarins á Egilsstöðum og lýsti skoSunum slnum á stóriðju Björn Bjarnason sagði: „Ég hefi hér rætt nokkuð um vandamál iðnaðarins í dag, eins og þau koma mér fyrir sjónir. Ég hefi ekki komið að þeim þætti iðnaðar sem kallaður er stóriðja. og sem virðist tæplega mega nefna á nafn, án þess að stór hópur manna ætli að ganga af göflunum, æpi sig hása um mengun og telji að landið með öllu kviku sé ofurselt glötun- inni. Vist er, að margar hættur geta verið samfara stóriðju, en að þær séu svo yfirþyrmandi eins og ýmsir vilja vera láta, get ég ekki fallizt á, ef fyllsta aðgát er höfð." „Framleiðsla okkar er það einhæf, að mér finnst fyllsta þörf á að bæta und- ir hana ýmsum nýjum stoðum, en vitanlega þarf þar sem annars staðar að fara að öllu með gát I samskiptum okkar við eigin náttúru. og aðra þá aðila, er málið snertir. Sé um erlent fjármagn að ræða, verðum við að halda hlut okkar gagnvart þvi og gefa þvi engar ras- gjafir, hvorki i orkumálum né á öðrum sviðum. Gæt- um við þessara atriða, tel ég síður en svo að stefnt sé i einhvern voða með stóriðjuframkvæmdum." Til dýrðar albestum heimi Bersýnilegt er, að 40 ára af mælisveizla Þjóðvilj- ans. sem nú hefur staðið um nokkurra vikna skeið er Svarthöfða Vísis hug- leikin. Hann fjallar um veizluna í dálkum sinum I Visi fyrir nokkrum dögum og segir: „Þjóðviljinn varð fjoru- tiu ára I gær, og hélt upp á það með kaffidrykkju ( þrjátiu milljón króna húsi við Siðumúla. Eins og venjan er á stórafmælum blaða, kom Þjóðviljinn út á sunnudaginn í aukinni útgáfu, þar sem minnst var ýmissa þátta úr sögu blaðsins. Heldur var það misjafnlega forvitnileg lesning, enda mörgu merkilegu sleppt eins og gefur að skilja, þvi seint verður saga fjörutíu ára blaðaútgáfu rakin að gagni í einu aukablaði eða svo. Tveimur þáttum i sogu Þjóðviljans var hald- ið mjög á loft í sunnu- dagsblaðinu: Annars veg- ar samskiptum blaðsins og stjórnmálaforustunnar hverju sinni, þar sem þá ber hæst Brynjólf Bjarna- son, Einar Olgeirsson og Kristin E. Andrésson Að hinu leytinu var seilst mjög til lýsinga á sam- vinnu við andans menn og skáld Halldór Laxness, Þórberg Þórðarson, Stein Steinar og Guðmund Böðvarsson. Leiðir Steins Steinars og Halldórs Lax- ness og Þjóðviljans skildu með eftirminnilegum hætti, en þess þáttar er að engu getið. Þórbergur ÞórSarson hélt sinni stefnu, en aS hvaS miklu leyti hún kom heim viS stefnumiS Þjóðviljans skal ósagt látið. Um sam- skiptin við Guðmund Böðvarsson var svo farið, að MAI og menning hætti að gefa út bækur hans þegar á leið. Og nú er safn Ijóða hans komið út I heild hjá Hörpuútgðfunni á Akranesi undir forsjá Böðvars sonar skáldsins. Ungu skðldánna. sem nú tengja sig við Þjóðviljann er að engu eða litlu getið. Þjóðviljinn heldur því út á fimmta tuginn í eins kon- ar minningarskyni um þá tlð. þegar heimurinn, sem umlukti blaðið var albest- ur allra heima, eins og segir i Birtingi Volatire. Sá visi og kimni maður, Haraldur Sigurðsson, landsbókavörður, segir í viðtali við afmælisbarnið: „Ég var talinn of respekt- laus fyrir tilverunni þvi ég átti það til að gera stund- um grin að vissum þáttum sem sumir voru andaktug- ir yfir. Til dæmis þeirri hugmynd sem þá greip nokkuð um sig i f lokknum aS kommúnistarnir væru vitrari en annað fólk: meður þvi að við erum kommúnistar skiljum við alla hluti dýpri skilningi en hinir." Altunga Voltaire sann- aði að ekki væri til afleið- ing án orsakar, og ekki væri til i þessum besta heimi allra heima fegurri kastali né betri maddama. Altungur Þjóðviljans hafa verið að basla við sama viðfangsefnið. Ár- angurinn hefur falist i nokkrum kollsteypum i mati, jafnt á maddömunni sjálfri. eftir að Krjústoff sagði sannleikann um Stalin, sem skáldum og frægðarmönnum. Steinn Steinar heimsótti Rúss- land og kom heim breytt- ur maður. og Halldór Lax- ness skrifaði Skáldatima og hóf að rita greinar í Morgunblaðið. Kapitalisminn, þessi saltsteinn altungunnar, hefur einnig tekið breyt- ingum og svalar nú ekki lengur sömu likamsþörf- um og íSur. Þess vegna geta þeir ÞjóSviljamenn horft yfir farinn veg og sagt: Allt er i heiminum hverfult. Kastali er aS visu fenginn upp á þrjátiu milljónir eSa svo. og alltaf mð efna sér i nýja maddömu. en „IjóSin ð skðldanna tungu" hafa misst barðttubrodd sinn. Þar sem ðður söng i lofti súgur af flugi arna heyrist aðeins hljóðstafalaust tist i mófuglum. Óbreytt stendur hins vegar hug- myndin góða um að kommúnistar séu vitrari en annað fólk. Þessa hug- mynd hefur verið hægt að selja langt inn ! raðir is- lenskrar borgarastéttar. þótt hugmyndin sé i sjðlfu sér ekkert annað en ofs- tæki og mannfyrirlitning. Svo skal Þjóðviljanum óskað til hamingju með afmælið, enda mun blaðið sem fyrr halda áfram að boða albesta heim allra heima — með afföllum." PHILIPS 3\)/o meira Ijos á vinnuflötiiin sarni orkukostnaöur mBíIRB Argenra SuperLux ¦¦— >«mmtl 3m& ¦- keiluperan meo EmnS! mm Til sölu Volvo 144 '74 Athugið, góð kjör. Gott úrval af Bronco '73 og '74. V illASAlA GUDFINNS I C C HJÓLHÚSAKLÚBBUR ÍSLANDS AÐALFUNDUR verður haldinn í Skíðaskálanum i Hveradölum sunnudaginn 14. nóv. n.k. kl. 14.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómin. B3 vlViirumarkaðörinnhf. ^mw [ Armúla 1A. Z325 Electrolux ry ksugan hefur •k 800 watta mótor, •fa Snúruvindu, if Rykstillir o.fl. o.fl. kosti VERÐ AÐEINS KR. 55.400.- húsg.deild s. 86-112. Matvörudeild s. 86-111, vefnadarvörud. s. 86-11:1. heimilistækjadeilds. 81680. SVOLU- MARKAÐUR Verður haldinn að Kristalsal Hótel Loftleiðum laugar- daginn 6. nóv. kl. 2 eftir hádegi. Mikið af góðum vörum bæði nýjum og notuðum. Látið ekki happ úr hendi sleppa og kaupið jólagjafirnar tímanlega. Strætisvagnaferij 10 min. fyrir heila tímann úr Lækjargötu. Allur ágóðinn rennur til styrktar þroskaheftum börnum. kvöld ym$ verður sunnudagskvöld 7. nóvember að Hótel Sögu Súlnasal. Grísaveizla if Kl. 19.00. Húsið opnað Sangria og aðrir lyst- aukar. •k Kl. 19 30 — Hátíðin hefst stundvlslega. Matarverð aðeins kr. 1650.— ir Kl. 20.30. Skemmtiatriði. if FegurSarsamkeppni — Ungfrú Útsýn 1977 — forkeppni. if Ferðabingó: Spilað verður um 3. sólarferðir með Útsýn til Spánar og ítallu. il Dans: Hin vinsæla hljómsveit Ragnars Bjarna- sonar. Ath.: Gestir sem koma fyrir kl. 20.00 fá ókeypis happdrættismiða og vinningurinn er ókeypis Út- sýnarferð til Spánar og ítalíu. Munið að panta borð snemma hjá yfirþjóni. Hjá Útsýn komast jafnan færri að en vilja. Útsýnarkvöld eru skemmtanir í sérflokki þar sem fjörið og stemmningin bregztekki. FERÐASKRIFSTOFAIM ÚTSÝN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.