Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 26
Uppreisnin f Ungverjalancfi 1956. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NÖVEMBER 1976 25 Ungverjaiand þessa örlagaríku mán- uði. í tilefni af þessum einum mesta harmleik sögunnar, sneri blaðam. Mbl. sér til nokkurra Ungverja sem enn eru búsettir á íslandi og nú íslenzkir ríkisborgarar. sveit, Verónika Jóhannesdóttir er lengst til hægri. Aldls, sextán ára er Elfsabet Alexandersdóttir sem heiisar heimilishundinum Súsf. hátt né hósta ingin að maður mætti hvorki hugsa hátt né hósta...“ Þær Verónika og Elísabet eru báðar sammála um það, að þótt þær langi stundum heim til Ung- verjalands, þá gætu hvorugar þeirra hugsað sér að búa þar. Elísabet á systur, sem er gift hátt- settum manni í ungverska hern- um. Hana hefur hún ekki séð slð- an hún flúði hingað, þótt hún hafi fimm sinnum heimsótt Ungverja- land síðan. „Ég veit að hún hvorki getur né má tala við mig“ segir hún. HEYRÐUM FÓTATAK HERMANNS ________NALGAST. ■._______ Um flóttann, segir Verónika: „Ég flúði ásamt vinkonu minni, sem var þremur árum eldri en ég. Við lögðum af stað fótgangandi frá Búdapest 28. nóvember. Geng- um fyrsta daginn, en fengum far með vörubíl þann næsta. Seinni nóttina hafði hópurinn stækkað og vorum við alls sjö. Þegar við töldum okkur komin að landa- mærunum, heyrðum við fótatak hermanns nálgast. Hjartað í mér hætti að slá og allir voru gagn- teknir skelfingu um að þetta væri rússneskur hermaður. En hann reyndist ungverskur og var þarna á verði. Hann fylgdi okkur þegj- andi og hljóðalaust yfir og hvarf síðan út í myrkrið aftur. Eigin- lega uppgötvaði maður ekki hvað gerst hafði, fyrr en hættan var liðin hjá og þjáningar og sorg flóttafólksins blasti við okkur." Elísabet var í níu manna hópi. Þau gengu fjörutfu kílómetra, sváfu á daginn er ferðuðust á nóttinni. „Eitt finnst mér undar- legt,“ segir hún. „Þegar ég var komin yfir landamærin leit ég ekki einu sinni við. En eftirköstin urðu gífurlegur söknuður og þrá eftir Ungverjalandi, sem ég vissi að ég var að yfirgefa fyrir fullt og allt. Ég byrjaði að hugsa um flótta, fyrstu daga uppreisnarinn- ar. Þá var ég að vinna á sjúkra- húsi og maður tók eftir því að einn og einn læknir eða hjúkrunarkona hvarf og þannig atvikaðist þetta og ég sé síður en svo eftir því. _______VINIR 1 RAUN.. ■_________ Islendingar finnst mér mjög raungóðir. Ég hef átt við ýmsa erfiðleika og sjúkdóma að stríða síðan ég kom og hér hef ég svo sannarlega átt vinum að mæta. Þeir eru hrjúfir á yfirborðinu, en þegar þeir taka manni þá gera þeir það í raun og veru, sem mér finnst einsdæmi,“ segir Elísabet Alexandersdóttir að lokum. H.Þ. Wmt. H « myndinni má sjá Dr. Gunnlaug Þórðarson annan til hægri og Ellsabet Slæmt að stórveldin skuli hafa snúið blaðinu við — segir Mikael Franzson „ Mótmælagöngur voru óþekkt fyrirbæri í Ung- verjalandi, enda ekki leyfðar. Ég man eftir eihni 23. október 1956 og upp úr henni spratt bylting. Þann- ig að ég býst ekki við að þær verði leyfðar í fram- táðinni.“ Maðurinn, sem mælar svo, heitir núna Mikael Franzson, búsettur á tslandi sfðan hann flúði föðurland sitt fyrir tutt- ugu árum. Hann er kvænt- ur fslenzkri konu, Kristjönu Birgis og eiga þau tvær dætur. FLUÐI FYRST ATTA Ara gamall. .. Mikael Franzson hefur yfir sér einskonar alþjóðlegt yfirbragð, gæti þess vegna verið ættaður hvaðanæva að úr hinum vestræna heimi. Flótti fyrir honum er ekk- ert nýtt fyrirbæri. Hann flúði fyrst land átta ára gamall. Hann er fæddurí bænum Zalaegerszeb I vesturhluta Ungverjalands, árið 1935. Faðir hans sem var járn- brautaverkfræðingur, dó árið 1944. Þá voru Rússar teknir að flykkjast inn I Ungverjaland og flúði móðir Mikaels til Austurrík- is með tvö börn sin. Fékk fjölskyldan dvalarstað á bóndabæ nálægt Salzburg og þar unnu þau fyrir fæði og húsnæði. Eftir stríð fóru þau svo aftur til Ungverja- iands og endanlega hélt fjölskyld- an til Búdapest 1948, þar sem Mikael hóf menntaskólanám. UNGVERJALAND FORÐABUR RUSSA „Ungverjaland hefur alltaf ver- ið bitbein nærliggjandi stórvelda og þá lengst Rússa. En þeir hafa notað landið sem forðabúr fyrir sig áratugum saman“ segir Mik- ael. „Ungverjaland hefur verið frá upphafi landbúnaðarland. Þjóðin lifði á útflutningi hveitis, kjöts, mafs og sykurs. Eftir seinni heimsstyrjöldina sagðist Sovét- stjórnin mundu veita landinu svo- nefnda aðstoð, sem var I þvf fólg- in að sovézkir sérfræðingar skipu- lögðu landbúnaðinn og stóriðnað- inn á þann hátt að jafnvægið milli þessara tveggja atvinnugreina ruglaðist algerlega. Auðvitað var þetta allt undir pólitlskri pressu og ungverska bændastéttin gat llt- ið maldað I móinn. Afleiðingar sovézku aðstoðarinnar urðu með- al annars þær, að ungverska þjóð- in, sem áður hafði lifað á útflutn- ingi landbúnaðarafurða, hafði ekki nóg hveiti fyrir sig sjálfa og varð að flytja það inn frá Ástra- líu. Samyrkjubúin, sem Rússar komu á fót I Ungverjalandi voru hrapalleg mistök og ef til vill ekki I þágu Rússa, en þangað gengu allar afurðirnar. Svo dró efling verksmiðja I borgum að sjálf- sögðu fólkið úr sveitunum. Stað- reyndin að þjóðin var ekki efna- hagslega sjálfstæð ásamt því að enginn mátti né gat tjáð hug sinn, hlaut fyrr að síðar að draga til þess er varð, með uppreisninni 1956“ MARGRA ÁRA KUGUN... Mikael gekk I herinn árið 1955. „Mér lfkaði ágætlega þar,“ segir hann. „Að vísu var heraginn strangur. Maður gat nú varla tal- ist pólitískur þá, enda vart mögu- legt, þar sem aðeins ein stefna er ríkjandi. Auðvitað var maður óánægður og þar held ég að ég geti mælt fyrir hönd milljóna," segir hann brosandi. „Ég var i leyfi frá flughernum, þegar ballið byrjaði I október- mánuði 1956. Þetta hófst með Mikael Franzson. „Dyrabjalla hringdi kannski seint að kveldi og þá glumdi hún eins og dauðadómur." mótmælagöngum og fundahöld- um stúdenta, en smám saman fóru verkamenn að bætast I hóp- inn og öll alþýða manna. Mikill æsingur var kominn I alla. Það má segja að þessa örlagaríku haust- daga hafi margra ára kúgun og niðurbæld þörf og þrá eftir frelsi brotist út, þótt sú útrás yrði skammvinn og afleiðingarnar blóði drifnar. Ég var I hópnum, sem hélt til aðalútvarpsstöðvar- innar I Búdapest I þeim tilgangi að ná henni I sfnar hendur. Fólkið var allt vopnlaust, en leynilög- reglusveit rfkisins, AVH, var við- búin. Menn gengu beint á byssu- kjafta AVH manna og guldu þar með llfi sfnu. Eftir það tóku óbreyttir borgarar að brjótast inn i skotfærageymslur. Varnarlausir og vopnlausir voru þeir máttlaus- ir gagnvart pyndurum sfnum. Sovétstjórnin kallaði þessa óbreyttu borgara „gagnbyltingar- menn“. TILGANGSLAUST AÐ BRJOTAST UT UR ÞVl KERFI Mikal verður hugsandi á svip- inn þegar hann bætir við: „Það er tilgangslaust að brjótast út úr því kerfi, þar sem kommúnisminn hefur tekið sér bólfestu, maður lendir alltaf á vegg. Þegar uppreisnin stóð sem hæst var ég kallaður aftur f herinn. Þar rfkti sama ringulreiðin og alls staðar. Hershöfðinginn í minni sveit, sem var lfnumaður var horf- inn og óbreyttur liðþjálfi hafði tekið að sér forustuna. Mikil ógla rfkti f röðum óbreyttra hermanna, sem allir vildu berjast f þágu föðurlandsins, en fhaldssöm öfl héldu aftur af okkur. Eg var f fimmtán n^anna sveit, sem var send f könnunarleiðangur til borgarinnar. Tvisvar skutu Rúss- ar á okkur — tveir menn féllu. Nei, nei við vorum engar hetjur, börðumst aðeins fyrir eigin til- verurétti. En þegar á heildina er litið finnst mér ungverska þjóðin hafa staðið sig vel. En það er sárt þegar ein þjóð berst fyrir tilveru- rétti sfnum á jörðinni eins og í uppreisninni 1956, að stórveldin skuli hafa snúið blaðinu við, vegna Súez-málsins.“ HURFU SPORLAUST... Aðspurður um sjálfan flóttann, segir Mikael: „Það stóð til að ég fengi fullnaðarpróf frá hernum einmitt um þær mundir, sem upp- reisnin braust út. Að mestu ólát- unum yfirstöðnum fékk ég brott- fararskfrteini mitt í hendurnar. Þá ákvað ég að flýja. Vonleysi hafði alls staðar gripið um sig. Fólki fannst að það hlyti að.gjalda þess, sem gerst hafði! Ég vildi svo sannarlega ekki vera viðstaddur þegar að skuldadögunum kæmi. Tortryggnin í sambandi við þessi sffelldu sporlausu hvörf óbreyttra borgara og hræðslan hafði heltek- ið alla. Dyrabjalla hringdi kannski seint að kveldi og þá glumdi hún eins og dauðadómur. Strax eftir að heimsstyrjöldinni lauk, hafði jarðsprengjum og gaddavár verið komið fyrir um- hverfis landamærin. Það hafði verið rifið upp í uppreisninni, en um þær mundir, sem ég flúði var búið að koma því á sinn stað aftur og það sem verra var: skriðdreka- sveitir Rússa voru á verði dag og nótt. BLEYÐUSKAPUR RUSSA ,;Annars,“ bætir Mikael við, „þá held ég að bleyðuskapur hafi verið helzta einkenni Rússa þarna. Þeir fóru helzt ekki út úr brynvörðum vögnunum. Þó eru dæmi þess að rússneskir hermenn hafi málað yfir rauðu stjörnuna á skriðdrekum sínum og barist með okkur. Flóttinn sjálfur tók tvær nætur. Fyrri nóttina fengum við fregnir af þvf að bóndi hefði sprungið í loft upp á dráttarvél sinni landamærunum. Það var heppni að við náðum yfir landamærin Þegar þeim áfanga var náð gagn tók okkur þreyta og vonleysi Hvað framtfðin bæri í skauti sér var hin stóra spurning. Ég hafði hugsað mér að fara til Kanada. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Nú hef ég búið á íslandi i tuttugu ár. Þetta land gefur mikla möguleika aðeins ef maður kann að nota þá. Ég hef góða vinnu á auglýsingateiknistofu Sambands- ins. Einnig var ungverskur maður, Andrés Alexandersson giftur fsl. konu Nönnu Snæland og búsettur hér, öllum Ungverj- unum mikil hjálp. Mér finnst fslenzka þjóðin hafa tekið okkur eins og innfæddum, sem hlýtur að vera einsdæmi. Ég er orðinn íslenzkur f háttum og siðum. En I hjarta mfnu er ég alltaf Ungverji og þannig dey ég,“ segir hann hálf brosandi að lokum. H.Þ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.