Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NOVEMBER 1976 t Fósturmóðir mín, JÚLÍANNA SIGURÐARDÓTTIR, frá Búastöðum, Vestmannaeyjum verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 6 nóvember kl 2 Fyrir hönd aðstandenda. Þorvaldur Ólafsson. Minningarathöfn um son okkar og bróðir JÓN VAL MAGNASON sem lést af slysförum 19 október verður í Akraneskirkju laugardaginn 6 nóvember kl 14 c . tl ... Steinunn Jónsdóttir Magni Ingólfsson Inga Birna Magnadóttir Steinn Bragi Magnason Magni Már Magnason Sunna Björk Þórarinsdóttir t Faðir okkar, HARALDUR SIGURÐSSON fyrrverandi héraðslæknir, Fáskrúðsfjarðarhéra ðs, til heimilis að Álfhólsvegi 94, Kópavogi. sem lézt 28 okt verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, laugardaginn 6 nóv kl 10 30 Börnin. t Útför eiginmanns míns, föður okkar. tengdaföður og, afa og langafa SIGURÐAR WAAGE, forstjóra, Melhaga 1 7, Reykjavik fer fram frá dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 5 nóvember 1976 kl 13 30 Lára Agústsdóttir Waage Guðrún Waage Sigurður Waage Ellen Sigurðardóttir Waage Björn Þorláksson Hulda Waage Ágúst Sverrisson barnabörn og barnabarnabörn t Eiginmaður mmn, faðir og tengdafaðir KARL EINARSSON Borgarhrauni 11, Grindavík verður jarðsunginn föstudaginn 5 nóvember frá Fossvogs kirkju kl 1 30 Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd Eva Pétursdóttir Sigursteinn Smári Karlsson Jóhanna Ingvadóttir Ingveldur Lára Karlsdóttir Guðmundur Jónsson Einar Karlsson Eva Birgitta Karlsdóttir Petur Karl Karlsson t Þökkum inmlega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu VIGDÍSAR ÁRNADÓTTUR BergstaSastræti 68, Árni Ingólfsson Lárus Ingólfsson Rósa Ingólfsdóttir Guðm. I. Guðmundsson Gyða Ingólfsdóttir Sigurður Ólafsson. barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar og ömmu INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR, Vegamótum, Stokkseyri. Sérstakar þakkir værum við læknum og hjúkrunarfólki sjúkrahússins á Selfossi fyrir frábæra hjúkrun og umönnun á liðnum árum Sigrlður Gunnarsdóttir Hrefna Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson Sigurgeir Gunnarsson Ingólfur Gunnarsson Þórir Gunnarsson Þorvarður Gunnarsson Guðfinna Lárusdóttir Kristln Guðmundsdóttir Sigurlaug Siggeirsdóttir Ólöf Jónsdóttir Erla Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Lokað á morgun frá kl. 12 á hádegi vegna útfarar Sigurðar Waage forstjóra. SANITAS HF. Kveðja: Svavar Markússon „Hvernig gat hann Svavar dáið, pabbi?“ spurði lítill drengur og horfði snöggt í augu mín. Ég spurði sjálfan míg og svo varð þögn. Nú urðum við allt í einu jafnaldrar ég og drengurinn. Svo óraunverulegt fannst mér lát þessa vinar míns, að ég kunni ekkert svar en spurði. Er virki- lega svona skammt milli lífs og dauða? Nú var sá fallinn er fyrrum hraðast hljóp, ímynd hins glæsta manns, sigursæll á vettvangi iþrótta og starfs. — Dáinn í blóma lífsinns. Fréttin að heiman var sem risa- vaxin holskefla. Máttur þraut og hugsun sljóvgaðist lengur en and- artak. Mild haustblíðan varð að hvassri nepju,, sem kastaði visn- um laufblöðum trjánna á leið mína. Svo skjótt höfðu veður skip- ast á lofti, að nú varð sem myrkur um miðjan dag. Það hrönnuðust upp á veggjum hugans myndir undurfagrar. Minningar frá fyrstu fundum, þegar Svavar sem unglingur kom í heimsókn til föður sins vestur I Ölafsvík og tók þátt i íþróttum og leik með okkur hinum. Það var fengur fyrir þá, sem nánast máttu hjálpa sér sjálfir á sviði íþrótta við frumstæðan aðbúnað. Þá var hann orðinn upprennandi íþrótta- stjarna I henni Reykjavik, og ekki miklaðist hann af þvi þá, og.ekki heldur síðar, þótt hann gerði næstum strandhögg meðal er- lendra þjóða á sviði frjálsíþrótta. Ekki rek ég þetta frekar en nefni þó tvö dæmi: Övæntan og frægan sigur í 800 m hlaupi á stórmóti til minningar um Rudolf Harbig í Dresden 1957, og frammistöðu hans í 1500 , hlaupi á Olympiuleikunum í Róm 1960, sem segir e.t.v. meira um lund- erni hans en mörg orð. Þar varði Svavar nafn og heiður lands síns i ofsahita og við aðstæður sem eru íslendingum framandi á þann hátt, að lengi verður í minnum haft. Svo nærri var gengið á krafta og þol, að ég kann ekki i svipinn að nefna hliðstæðu, og örmagna fór hann yfir marklínu á nýju ísl.meti, sem ekki var bætt fyrr en s.l. sumar. Og svona var hann, gefandi og fórnandi i þágu hugsjóna sinna og vina. Hvort sem var innan KR, þar sem við höfum unnið saman í góðan áratug. Stjórnarmeðlimir FRl haf hnýst slíkum böndum vináttu og samstarfs, að ég leyfi mér að fullyrða að sjaldgæft sé innan sérsambanda ISI. Þeir sem gerst vita þekkja þátt Svavars þar. Nú hefur verið höggvið á þessi bönd— öðruvfsi urðu þau ekki rofin. Það er sem deyi hluti af manni sjálfum. Og enn birtast myndir. Sam- fundir ýmiss konar, ferðalög heima og erlendis með fjölskyld- um og vinum. Umræður um and- t Maðurinn minn og sonur okkar HRAFN GUOLAUGSSON Möðrufelli 9, Reykjavfk lést af slysförum hinn 3 1 október s I Steinunn Sigurðardóttir Ásta Guðjónsdóttir Guðlaugur E. Jónsson. t Útför V. INGIBJARGAR FILIPPUSDÓTTUR fyrrv. Ijósmóður. Hellum, Landsveit fer fram frá Skarðskirkju, laugardaginn 6 nóvember. Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hinnar látnu kl 1 2 00. Fyrir hönd vandamanna Hlöðver F. Magnússon. t Jarðarför bróður mins ÁSGEIRS GUÐMUNDSSONAR fri Æðey, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 5 nóvember kl 3 e.h. Sigrlður Guðmundsdóttir. t Minningarathöfn um móður mína, VALGERÐI LÝOSDÓTTUR Stekkjarholti 2, Akranesi fer fram I Akraneskirkju föstudaginn 5. nóvember kl. 2 siðdegis Jarðsett verður að Kirkjuhvoli, Saurbæ, laugardaginn 6 nóvember kl 2 siðdegis. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti Sjálfsbjörg njóta þess Fyrir hönd fjölskyldunnar, Unnur Rögnvaldsdóttir. t Inmlegar þakkir til allra nær og fjær, fyrir auðsýnda samúð, vinsemd og virðingu við andlát og útför, JÓNASAR ÞORVALDSSONAR, Birkihvamm 1 7, Kópavogi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs Borgarsjúkrahússins fyrir frábæra hjúkrun i veikindum hans Sesselja Jónsdóttir Hörður Jónasson Sigrún Elisensdóttir Guðfinna Jónasdóttir Solvög Halvdan Solvög Guðmundur Jónasson Sigrún Sigvaldadóttir Jón Jóansson Anna Kristjánsdottir Rúnar Jónasson Ragnhildur Karlsdóttir og barnabörn - leg og veraldleg málefni. — Söng- ur, glens og gaman. Alltaf samur og jafn; fámáll um sjálfan sig en upptekinn af öðrum. Ósínkur á að hreysta aðra og hjálpa, hvenær sem á þurfti að halda. Urræðagóð- ur, tillitssamur og bjartsýnn. Nú hafa margir þökk að færa. Kristin min og dæturnar eiga óskipta samúð okkar. Missir þeirra er að sönnu mestur. Við hugsum til þeirra, Markús, Þor- leifs og tengdaforeldra og ann- arra sem næstir honum stóðu. Veitist þeim styrkur í raun. Hávamál eru hafin yfir rúm og tíma. Lífsskoðun þeirra er sígild. Ein visan segir þó mest nú, og það er gott og huggandi að rifja hana upp á kveðjustundu: Deyr fé deyja frændr deyr sjálfr it sama; en orðstfrr deyr aldregi hveim er sér gódan getr. Því lifir þessi látni vinur áfram í hugum okkar. Hann gleymist ekki þeim, sem voru svo lánsamir að fá að njóta mannkosta hans og vináttu. Sé hann nú Guði falinn. Þorvaldur Jónasson Fjárlögin og Vélskóli r Islands EFTIRFARANDI tillaga var ein- róma samþykkt á aðalfundi Skóla- félags Vélskóla Islands þ. 26. október: „Aðalfundur í Skólafélagi Vélskóla tslands I Reykjavík for- dæmir harkalega það siðleysi gagnvart Vélskóla Islands sem felst I nýgerðu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1977 og telur að með þvf sé öllu starfi innan skólans stefnt 1 voða. Vill fundurinn Itreka það sem áður hefur komið fram, að enn eru fjölmargar undanþágur til vélstjórnar I gangi á íslenska fiskiskipaflotanum og að ekki er hægt að búast við að úr rætist á meðan að hálfgert neyðarástand’ rfkir í f jármálum Vélskólans. Skorar fundurinn því á Alþingi að bæta úr þessu nú þegar í stað þess að óvirða verkmenntun I landinu jafn freklega og raun ber vitni.“ + Hjartans þakkir til allra sem veittu okkur aðstoð við fráfall og jarðarför bróður okkar HANNESARJÓHANNS JÓNSSONAR Stykkishólmi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á gjörgæsludeild Landspitalans Guð blessi ykkur öll Systkinin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.