Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR4. NÓVEMBER 1976 Uppreisnin í Ungverjalandi 1956. Fl NDUR stúdenta og rithöfunda um frelsisbaráttu ungversku þjóðarinnar var haldinn ( Gamla bíói sunnudaginn 4. nóv. Til fundarins boðuðu Stúdentaráð Háskóla tslands, Stúdentafélag Reykjavfkur og Félag (slenzkra rithöfunda. Dr. Alexander J6- hannesson setti fundinn kl. 2 og flutti ávarp, en sfðan tóku til máls Sigurður H. Lfndal, þá lög- fræðinemi við Hl, rithöfundarnir Þóroddur Guðmundsson og Guð- mundur G. HagaKn og loks Tómas Guðmundsson, skáld. Alyktun sú, sem fundurinn samþykkti, var gerð eftir tillögum þeirra manna, sem efndu til fundarins, þeirra Bjarna heítins Beinteinssonar, þá lögfræðinema, Þórodds Guð- mundssonar og Barða Friðriks- sonar, lögfræðings. t lok fundar tilkynnti dr. Alexander J6- hannesson að ályktun yrði afhent sendiherra Sovétrfkjanna á tslandi. Geysimikið fjölmenni hafði sótt fundinn og heyrðust hróp alls staðar að úr salnum f Gamla Bfói: Við förum öll til sendiráðsins! Þetta var upphafið að hörðum mótmælum fslenzkrar alþýðu vegna innrásarinnar f Ungverjaland. Astæðan til þess að mönnum hitnaði f hamsi og vildu fjölmenna fyrir framan rússneska sendiráðið til að mót- mæla var ekki sfzt sú, að undir fundarlok kom Matthfas Johannessen með skeyti, með neyðarópi frá Búdapest. En f skeytinu sagði m.a.: Búda- pest brennur! Skýrt var frá innrás Sovéthersins og beðið um hjálp. Alexander Jðhannesson hljóp fram á sviðið og las þetta skeyti, sem hafði gffurleg áhrif á fundarmenn. Þennan dag var að sjálfsögðu ekki unnið á Morgunblaðinu, enda sunnudagur, og fékk Matthfas skeytið frá Margréti Indriðadðttur á fréttastofu út- varpsins. FUNDARALYKTUNIN endaði t RENNUSTEININUM A TUNGÖTU Að fundi loknum tæmdist Gamla Bíó og fólk flykktist út á götuna. Hélt hópurinn síðan af stað niður Bankastræti, Austur- stræti og Aðalstræti og upp að rússneska sendiráðinu við Tún- götu. Sífellt bættust fleiri og fleiri I hópinn og alls voru saman- komnir um tvö þúsund manns VIÐ förum öll til sendiráðsins!! Mannf jöldinn kemur niður Bankastræti. Við f örum öll til sendi r ádsins!! Eftir að mannfjöldinn hafi dreifzt við sendiráðið, komu Rússarnir, sem inni voru, loks á kreik. Fyrst var fundarályktun- inni ýtt varlega út um bréfalúg- una niður á tröppur hússins. En ekki hefur þeim þótt það nóg, þvf stuttu síðar komu tveir menn út og kostuðu henni út á götuna. Þar sem lögreglan tók hana og setti I slna vörzlu. VIÐ MUNUM HIKLAUST SEGJA SANNLEIKANN." Geysilegur mannfjöldi sótti fyrir framan rússneska sendiráð- ið á Túngötu. „I gluggum sendiráðsins mátti sjá hvar menn gægðust meðfram gluggatjöldum. Þeir Bjarni Beinteinsson, Þór- oddur Guðmundsson og Barði Friðriksson kvöddu dyra á sendiráðsbústaðnum. Enginn svaraði og beðið var drykklanga stund en rússneski sendiherrann kom ekki til dyra né neinn skutul- sveina hans, að þvl er segir I frétt Mbl. frá þessum tfma. Mannfjöld- inn tók að hrópa Niður með Rúss- land! Slðan var sjálfstæðisbarátta Ungverja hyllt með margföldu húrrahrópi. Sfðan stakk Barði fundarályktuninni I bréfalúgu sendiráðsins. Fólkið beið þolinmótt fyrir framan með mótmælaspjöldin. AIIs voru samankomnir um tvö þúsund manns við rússneska sendiráðið f Túngötu. funda Varðarfélagsins þann 6. nóvember. Þar flutti Bjarni Bene- diktsson framsöguræðu um ts- land og heimsatburði llðandi stundar. Hann sagði m.a.: „At- burðirnir I Ungverjalandi eru hörmulegri en svo að tárum taki eða orðskrúð fái túlkað þær til- finningar, sem nú hrærast I hjört- um allra heiðarlegra manna. I lok ræðu sinnar sagði Bjarni: „Við sjálfstæðismenn munum ekki hvika af verðinum. En sem fyrr munum við hiklaust segja þjóð- inni sannleikann og krefjast þess af valdhöfunum ef þeir ekki sjá að sér, að þjóðin fái sjálf að dæma um örlög sfn. ENGIN BYLTINGAR- HATtÐ KOMMUNISTA Eins og tfðkazt hafði héldu kommúnistar afmæli rússnesku byltingarinnar, 7. nóvember, há- tfðlegt á hverju ári í Reykjavfk. Þetta haust var ekkert afmæli haldið, en þá hafði verið ákveðið að Halldór Laxness og Þórbergur Þórðarson héldu aðalræðurnar á Hótel Borg. í frétt í Mbl. þann 7. nóv. 1956 segir m.a.: „Þetta mun vera í fyrsta skipti sem slfk af- mælishátið kommúnista fellur hér niður. Allir mega fara nærri um ástæðurnar tíl þess." Það fylgdi fréttinni að Halldor Lax- ness hefði ekki óskað að halda „ræðu dagsins" á þessu afmæli. SJALFSTÆÐISBARATTA UNGVERSKU ÞJÚÐAR- INNAR HYLLT I MR. Geysifjölmennur fundur var haldinn í Framtfðinni, málfunda- félagi Menntaskólans f Reykjavík, 6. nóvember. Þar var einkum rætt um ofbeldisaðgerðir Rússa f Ung- verjalandi og þær fordæmdar harðlega. Borin var fram tillaga þar sem m.a. kom fram: Fundur- inn fordæmir harðlega svívirðileg griðrof og grimmdaræði kommún- ista á ungversku þjóðinni, og hvetur skólaæsku landsins til þess að vera á verði gegn öflum, sem leitast við að binda fjrálsar þjóðir f áþján, kúgun og kommún- isma. Verzlunarskólanemendur vott- uðu einnig Ungverjum samúð sína með geysifjölmennum fundi þennan samadag. BID.Il'M UM FRELSI! „Biðjum um frelsi handa hug- rökku hetjuþjóðinni," sagði þá- verandi biskup Islands, hr. Ás- mundur Guðmundsson, í útvarps- ávarpi til fslenzku þjóðarinnar þann 8. nóvember. Hvatti hann fólk að mæta til kirkju eftirfar- andi sunnudag og biðja fyrir ung- versku þjóðinni. MINNINGARSTUND UM FRELSISBARATTU Klukkan 11 árdegis þann 8. nóv- ember tóku klukkur Dómkirkj- unnar og Landakotskirkjunnar að hringja og hringdu látlaust í fimm mínútur. Þannig vottaði fs- lenzka þjóðin þeirri ungversku samúð sína. Vinnustöðvun var alger þessar fimm mínútur, þrátt fyrir að stjórn Alþýðusambands tslands væri mótfallin þessari samúðar- kveðju til ungversku þjóðarinnar, að því er segir I frétt Mbl. Umferð á aðalgöturri Reykjavfk- ur stöðvaðist að miklu leyti og fánar voru hvarvetna í hálfa stöng. Þó skáru sig úr tveir fánar, báðir á húsum sendiráðsins rúss- neska við Túngötu og Garða- stræti. Þar blöktu fánar enn við hún frá því að byltingarafmælið va* haldið hátíðlegt daginn áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.