Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 20
w$mMdbi!b Uppreisnin i Ungverjalandi 1956 I birtingu 4. nóvember hófst árás sovézku her- sveitanna og klukkan átta um morguninn, þremur tímum eftir að sóknin hófst, stödvudust útvarps- sendingarnar ef tir ad leik- inn hafði verið þjóðsöngur- inn, og þulurinn hrópaði til allra, sem til heyrðu: Hjálpið Ungverja- landi... hjálpið okkur"! FYRIR réttum tuttugu ár- um, að morgni sunnudags- ins 4. nóvember 1956, sendi útvarpið í Búdapest út hjálparbeiðni ung- versku ríkisstjórnarinnar, því þá var að hefjast stór- sókn sovézkra vígvéla inn í borgir og bæi Ungverja- lands til að binda enda á stutta frelsisbaráttu þjóð- arinnar. „Takið eftir, takið eftir," sagði útvarpsþulurinn, „Imre Nagy forsætisráð- herra ætlar nú að ávarpa ykkur." Svo kom Nagy for- sætisráðherra að hljóð- nemanum og sagði: „Þetta er Imre Nagy for- sætisráðherra alþýðulýð- veldisins Ungverjalands sem talar. ! dögun í morg- un hófu sovézkar hersveit- ir árás á höfuðborg okkar, bersýnilega í þeim tilgangi að steypa af stóli löglegri lýðræðisstjórn Ungverja- lands. Hersveitir okkar verjast. Ríkisstjórnin er á sínum stað. Ég tilkynni þjóð okkar og öllum heim- inum þetta." Þegar þetta gerðist voru þeir Pal Maleter hershöfð- ingi og varnarmálaráð- herra og Istvan Kovacs hershöfðingi, forseti ung- verska herráðsins, í aðal- stöðvum sovézku her- stjórnarinnar utan við Búdapest að ræða við sovézka félaga sína um brottflutning sovézka hers- ins frá höfuðborgarsvæð- inu. í stað þess að verða við þeim óskum sendi sovézka herstjórnin ungversku ríkisstjórninni úrslitakosti og kröfu um algjöra upp- gjöf fyrir klukkan 12 á há- degi sunnudagsins. Ekki gátu Rússarnir beðið svo lengi þegar til kom, þvi árásin á Búdapest hófst klukkan fimm um morgun- inn. Samningamönnunum tveimur, Maleter og Kovacs, voru engin grið gefin, og þeir teknir af lífi nokkru síðar. Þar með hófst lokastig frelsis- baráttu Ungverja þessa haustdagafyrir tuttugu ár- um, og sýndu rússnesku innrásarsveitirnar ótrú- lega grimmd við að útrýma allri andstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.