Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1976 15 Stjórnmál lögreglunnar eru líka eitt af því sem deilum veldur, uppbygging hinna ýmsu sveita er mjög flókin, svo að ekki sé meira sagt og skipulag víða í molum, þar sem enginn veit hver ræður hverju og hver á að gefa hverjum skipanir. Rekja má gremju lögreglu- mannanna tvö ár aftur í tímann en þá fengu atvinnuhermenn töluverða launahækkun svo og var áhættuþóknun þeirra hækk- uð. Þá hét ráðherrann þvi að hug- að yrði einnig að lögreglulíði landsins en lítið hefur orðið úr efndum hvað það snertir. Lögreglunni er bannað að fara í verkfall en dagsmótmæli þeirra sem áður er vikið að, þar sem þeir hvöttu til að þeir hægðu á sér við störf og gripu til ýmissa fleiri ráða til að vekja athygli á málstað sínum, fékk mikinn hljómgrunn hjá öllu liðinu. Svo virðist sem einhugur sé meðal lögregluliðs Frakka hvað kröfurnar snertir. Hér er um að ræða um það bil eitt hundrað þús- und manns og þvl þykir Poniatowski mikið við liggja að málin verði leidd til lykta á frið- samlegan hátt. Þó bendir ýmis- legt til að fjármálaráðuneytið hafi sett fótinn fyrir að þessu sinni og á þeim forsendum að slíkt myndi verða til að launahækkunaralda myndi skella á Frakklandi, svo mögnuð að ekki yrði undir henni risið. eftir sínum eigin leiðum i stjórn- • málunum og hún hafi ekki getað hugsað sér að nokkur einn maður réði yfir henni, heldur hvatt fólk til að fylgja sér að málum og Mao hafi hvatt hana til aukins sjálf- stæðis. Aðspurð um hlut Chiangs í menningarlifi Kína sagði Witke að hún hefði komið hugmyndum og húgsjónum Maos á framfæri i söngvum og dönsum. I fyrstu að- eins í Pekingóperunni og látið að sér kveða að því leyti. Witke segir að sér þyki hand- takan vera óhemju óvægin að- gerð.....að eiginkona formanns- ins sem milljónir hafa sungið lof og dýrð í 50 ár skuli nú vera i stofufangelsi ... Það er ægi- Witke ásamt Chiang Bandarísk kona kynntist ekkju Maos: „Vildi ekki láta ráða yfir sér - þróttmikil og talaði án afláts klukkutímum saman" I NEWSWEEK er skýrt frá þvi að einn af fáum Vesturlandabúum sem hafði tækifæri til að kynnast ekkju Mao formanns persónulega hafi verið Roxanne Witke, banda- risk kona frá háskólanum I New York, sérfræðingur um Kína og Kfnv. málefn. Hún dvaldi m.a. um hríð í Kína i ágúst 1972 við rann- sóknir og átti þá langar samræður við Chiang Ching og árangurinn af samtölum þeirra mun birtast í bókarformi innan tiðar. Frétta- maður Newsweek innti Roxanne Witke eftir kynnum þeirra og spurði hvernig hún teldi réttast aðlýsa henni: Roxanne Witke sagði að hún væri stórgáfuð kona, líkamlega sterk, enda þótt hún hafi átt við ýmsan sjúkleika að stríða. Hún hafi mikið úthald og geti talað svo klukkutimum skipti án þess að þreytumerki sjáist á henni, enda þótt aðrir verði úrvinda. Hún sé óvenjulega þróttmikil og kröftug og hafi gott lag á að telja fólk á sitt band. Hún sé óhemju stjórn- söm og stjórnsemi hennar sé slík að það sé mjög óvenjulegt meðal kinverskra kvenna — eða reynd- ar meðal kvenna yfirleitt. Hún hiki ekki við að láta þessa stjórn- semi sina koma fram. „En ekkert hefðí hún getað gert af því sem hún hefur komið til leiðar nema fyrir það að hún naut stuðnings Maos," segir frú Witke. Er Roxanne Witke var aó því spurð hversu mikil áhrif hún hafi haft i reynd yfir Mao og hvernig hjónaband þeirra hafi verið sagði Witke, að Mos hefði iðulega hald- ið sér frá daglegri pólitískri önn. Chiang hafi oft farið út á land og i heimsóknir í bæina án þess að fólk vissi hver hún væri og síðan hafi hún gefið honum skýrslu. Hún hafi verið stjórnmálalega séð trú Mao. En hins vegar hafi hún verið staðráðin I að brjótast áfram legt... En . .. að sumu leyti er það eins konar endurgjald. Hún hefur beitt sér fyrir handtökum og stofufangelsunum á þúsundum manna. Hún hefur leitt til lykta á snbggan máta feril margra þeirra sem bæði höfðu reynslu og gáfur tii að bera. Nú hefur taflinu verið snúið við." Þá segir Witke að hún hafi i samtölum sínum við Chiang feng- ið það sterklega á tilfinninguna að stjórnin I Peking væri aðallega í höndum tiltölulega fárra manna. Akvarðanir sem hafi verið teknar hafi yfirleitt verið teknar i þröng- um hópi. slíkum leikmannafjölda. Islend- ingar höfnuðu í 19. sæti en þátt- takendur voru þessir: Eggert Gilfer, Ásmundur Asgeirsson, Einar Þorvaldsson, Baldur Möll- er, Árni Snævarr, Steingrímur Guðmundsson, Guðmundur Arn- laugsson og Sigurður Jónsson. Varamenn voru þeir Ari Guðmundsson (fyrsti forseti Skáksambands Islands) og Garðar Þorsteinsson, en þeir voru jafnframt fararstjórar. Næsta Olympíumót var haldið í Stokkhólmi 1937, en það var jafn- framt fyrsta Olympíumót, sem haldið var á Norðurlöndum. Vegna þess hve illa stóð á ferðum urðu íslenzku þátttakendurnir að dvelja i 10 daga í Stokkhólmi á vegum Sænska skáksambandsins áður en mótið hófst. Má ætla að það hafi komið sér vel, því þeirra beið óvenju ströng dagskrá. Þátt- takendur urðu nefnilega að tefla suma dagana tvær skákir á dag, fimm tíma hvora skák eða 10 tíma alls á dag og þætti mörgum það erfitt núna, þar sem flestir eru búnir að fá nóg eftir eina slíka setu. í þessu liði voru: Eggert Gilfer, Jón Guðmundsson, Asmundur Asgeirsson, Baldur Möller, en Sturla Pétursson var varamaður. Höfnuðu þeir í 16. sæti af 19. Arið 1939 fara svo íslendingar hina frægu og sigur- sælu för til Buenos Aires i Argentinu og verður vikið nánar að þeirri för hér á eftir. En síóan líða 11 ár þar til næsta Olympíu- mót er haldið, en það var í Dubrovnik í Júgóslavíu árið 1950, en Island tók ekki þátt, en voru hins vegar með í Helsinki 1952. En þó að bæði Eggert Gilfer og Guðmundur Arnlaugsson væru báðir meðal þátttakenda voru nú komnir nýir menn, sem leystu brautryðjendurna af hólmi, en i Helsinki tefldu þeir báðir i fyrsta skipti þeir Friðrik Olafsson og Ingi R. Jóhannsson. Á árunum frá 1931 til 1950 urðu þeir allir ls- landsmeistarar þessir eftirtöldu menn, sem voru í fyrstu Olympíu- liðunum: Ásmundur Ásgeirsson, Jón Guðmundsson, Eggert Gilfer, Baldur Möller, Einar Þorvaldsson og Guðmundur Arnlaugsson. Buenos Aires 1939 Mörgum skákmönnum er förin til Buenos Aires minnisstæð fyrir margra hluta sakir. t fyrsta lagi var ferðin sjálf, aðdragandi og eftirmáli harla óvenjulegur, og þá ekki siður hitt að skákmennirnir stóðu sig með afbrigðum vel í förinni. Þátttakendur voru þess- ir: Baldur Möller, Asmundur Ásgeirsson, Jón Guðmundsson, Einar Þorvaldsson og varamaður Guðmundur Arnlaugsson. Alls tóku 27 lið þátt í keppninni, eða 16 í A-riðli en 11 í B-riðli. Englendingar hættu við þátttöku vegna þess að seinni heims- styrjöldin hófst einmitt sömu dag- ana og síðari hluti mótsins stóð yfir og fóru nokkrir úr enska lið- inu heim. islendingarnir gerðu sér litið fyrir og sigruðu í B-flokki og hlutu að sigurlaunum glæsileg- an bikar, sem forseti Argentínu gaf til keppninnar. Baldur MöIIer ritaði ferðasóguna í afmælisrit T.R. og segir hann svo frá: „17. júli 1939 lögðu skákmennirnir af stað með „Selfossi" til Antverpen, en þaðan voru skákmennirnir fluttir. Lagði skipið „Piriapolis" af stað 29. júlí með 100 skákmenn áleiðis til Argentínu. Að morgni hins 21. ágúst kom skipið til Buenos Aries. Eftir mótið fóru allir Evrópsku skákmennirnir frá Buenos Aires þann 28. sept., þ.e.a.s. þeir, sem ekki voru farnir áður, en aðrir fóru alls ekki vegna striðsins. Tók ferðin lengri tíma en til stóð og komu íslenzku skák- mennirnir, að undanskildum Guðmundi Arnlaugssyni, sem varð eftir til náms í Kaupmanna- höfn, heim til Reykjavíkur 16. nóv., eftir 4 mánaða fjarveru." Lýkur hér að segja frá þátttöku íslendinga í fyrstu Olympiumót- unum og þeirra brautryðjenda- starfi. Þessir menn ruddu braut- ina öðrum fremur á erlendum vettvangi og lögðu grundvöllinn ásamt mörgum öðrum góðum skákmönnum að þeim mikla skák- áhuga á íslandi og skákmennt og stuðluðu að þvi að gera ísland að því skákveldi, sem það vissulega er í dag miðað við margar aðrar þjóðir. i Argentinu-fararnir (talið frá vinstri): J6n Guðmundsson. Einar Þorvaldsson, Baldur MöIIer, Asmundur Asgeirsson og Guðmundur Arnlaugsson. Njörður P. Njarðvfk „Sigrún fer í sjúkrahús" BOKAUTGAFAN Iðunn hefur sent frá sér bókina Sigrún fer á sjiikrahús eftir Njörð P. Njarð- vík, myndskreytta af Sigrúnu Eldjárn. Þetta er eins konar heimildasaga fyrir börn. Sagt er frá fjögurra ára stúlku, sem þarf að fara á sjúkrahús til að láta taka úr sér hálskirtla, en jafnframt er veröld sjúkrahússins kynnt.fyrir börnum. „Mörg börn eiga erfitt, þegar þau mæta þessari framandi veröld I fyrsta sinn og verða að vera án foreldra sinna i nýju og einkennilegu umhverfi. En reynslan sýnir að þau börn, sem vel eru undirbúin og vita hvað i vændum er, eiga auðveldara með að mæta þessari nýju og stundum erfiðu Hfsreynslu," segir i frétta- tilkynningu frá útgefanda. Bókin er samin i samráði við barnadeild Landakotsspítala og er ætlað ofannefnt undirbúnings- og kynningarhlutverk, auk þess sem hún er i söguformi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.