Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1976 35 Útilokað að Hafnarfjarðar- vegur verði lagður sem hrað- braut í núver- andi legu vegar Greinargerð bæjarstjórnar Garðabæjar um vegamál Þriðjudaginn 19. október s.l. var haldinn borgarafundur I Garðabæ um þjððvegi um byggðarlagið. Fundurinn gerði einróma svohljóðandi samþykkt: 1. Fundurinn lýsir eindregnum stuðningi við þá stefnu bæjar- stjórnarinnar að hraða beri sem mest lagningu Reykjanesbrautar úr Breiðholti, vestan Vífilsstaða- vegar að Kaplakrika við Hafnar- fjörð. 2. Fundurinn telur útilokað að endurbyggja Hafnarf jarðarveg suður I Engidal sem hraðbraut ( núverandi legu vegarins. 3. Vegna væntanlegrar byggðar á Álftanesi verði við yfirstand- andi endurskoðun aðalskipulags bæjarins tekið frá land fyrir hugsanlega hraðbraut vestan nú- verandi Hafnarfjarðarvegar með tengingu við Alftanesveg. Bæjarstjórnin sendir yður sam- þykktina til kynningar, ásamt greinargerð sinni. Það er von hennar, að þér hafið tækifæri til þess að kynna lesendum blaðsins þau sjónarmið, sem þar eru sett fram, m.a. vegna umræðu um þessi mál á opinberum vettvangi að undanförnu. Virðingarfyllst, f.h. bæjarstjórnarinnar í Görðum. Garðar Sigurgeirsson. Greinargerð bæjarstjðrnarinnar í Görðum varðandi þjððvegi í Garðabæ. I. Ljúka þarf við Reykjanesbraut til Reykjavíkur. Brýn þörf er á þvá að fá sem allra fyrst eðlilega vegatengingu á milli Suðurnesja, Hafnarfjarð- ar, Garðabæjar og Bessastaða- hrepps annars vegar og Suður- og Vesturlandsvegar og nýrra, ört vaxandi íbúðar-, og iðnaðarog byggingarsvæða I Reykjavík hins vegar. Með lagningu Reykjanes- brautar úr Breiðholti að Kapla- krika l Hafnarfirði og Arnarnes- vegar á milli Hafnarfjarðarvegar og fyrirhugaðrar Reykjanesbraut- ar (eins og gert var ráð fyrir I skipulagi) verður veganetað á þessu svæði miklum mun betra og hagkvæmara fyrir umferðina heldur en það nú er. Þeir vegfar- endur og þau atvinnutæki, sem milli þessara svæða þurfa að komast I dag, þurfa að taka á sig stóran krók við að aka Hafnar- fjarðarveg, Kringlumýrarbraut og Miklubraut, sem bæði er taf- samt og mjög kostnaðarsamt fyrir umferðina. Tæknilega ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að Reykjanes- braut úr Breiðholti I Kapiakrika komist I notkun innan tveggja ára, sömuleiðis Arnarnesvegur, þar sem vegstæðið er að mestu melur. öryggissjónarmið mæla eindregið með því, að sem allra fyrst verði lokið við lagningu Reykjanesbrautar, og naumlega er verjandi, að öll umferð sunnan Kópavogs verði að fara um Hafnarfjarðarveg. Stór slys, mikil snjóþyngsli eða náttúruhamfarir gætu teft alla umferð um Hafnar- fjarðarveg um lengri tíma með alvarlegum afleiðingum. Yrði á næstu árum haldið áfram endurbyggingu Hafnarfjarðar- vegar sem hraðbrautar suður í Engidal með tilheyrandi tengi- mannvirkjum verður óhjákvæmi- legt að ráðast í framkvæmdir við Reykjanesbraut og Arnarnesveg í beinu framhaldi af því. Ljóst er, að heildarfjárfesting þjóðarinnar yrði með þessu miklum mun meiri en með því að ljúka strax lagningu Reykanesbrautar, ef með því móti má fresta um mörg ár endurbyggingu Hafnarfjarðar- vegar sunnan Arnarneslækjar, þótt gera þyrfti á þeim kafla nokkrar lagfæringar. Dreifing umferðarþungans Áætlað hefur verið, að þriðj- ungur þeirra 18 þúsund blla, sem daglega fara um Hafnarfjarðar- veg í Garðabæ mundi færast yfir á Reykjanesbraut, væri hún til úr Breiðholti að Kaplakrika. Umtals- verður hluti þessarar umferðar væru vinnuvélar og þungaflutn- ingar. Reykjanesbrautin og Arnarnesvegurinn myndu einnig létta þessari umferð af Kringlu- mýrarbraut, en á mótum hennar og Miklubrautar eru þegar umferðarerfiðleikar, sem vaxa með umsvifum I miðbæjar- kjarnanum við þessi gatnamót. Ætla verður, að með tilkomu Reykjanesbrautar og Arnarnes- vegar megi einnig fresta I nokkur ár gerð mjög kostnaðarsamra um- ferðarmannvirkja við þessi gatna- mót. Þá má einnig benda á að Norðurbærinn I Hafnarfirði er senn fullbyggður. Byggðarþróun í Hafnarfirði verður þvf á næstu árum í suðurhluta bæjarins, sunnan umrædds hluta Reykja- nesbrautar. Með lagningu tengibrautar I Garðabæ milli Vífilsstaðavegar og fyrirhugaðs Arnarnesvegar á Arnarneshæð verður unnt að beina verulega umferð úr og I Garðabæ af Hafnarfjarðarvegi norðan Arnarneslækjar, þ.e.a.s. á þann hluta Hafnarfjarðarvegar- ins, sem verður hraðbraut. Þegar Reykjanesbraut hefur verið lögð ætti að nást aukið um- ferðaröryggi á Hafnarfjarðar- veginum sunnan Arnarneslækjar með umferðarljósum. Með þessari röðun fram- kvæmda má segja, að núverandi Hafnarfjarðarvegur endi, a.m.k. um sinn sem hraðbraut I tengi- mannvirkjum á Arnarneshæð i stað Engidals eins og eldri hug- myndir gerðu ráð fyrir. Umferðarmannvirkin I Kópavogi Ýmsum þykir óeðlilegt, vegna kostnaðarsamra umferðarmann- virkja við Hafnarfjarðarveg I Kópavogi, að vegurinn endi sem hraðbraut á Arnarneshæð og verði þaðan til suðurs I þjóð- brautarflokki um Garðabæ og i gegnum Hafnarfjörð. Ætti það sjónarmið eitt að ráða að nýta sem bezt umferðarmannvirkin í Kópa- vogi ætti hraðbrautin að sjálf- sögðu að fara I gegnum Garðabæ og miðbæ Hafnarfjarðar með nauðsynlegum brúm og slaufum og tengjast Suðurnesjavegi við Straumsvík. Aðra vegi ætti síðan ekki að leggja fyrir þessa umferð, fyrr en mannvirkin, í Kópavogi þyldu ekki meiri uniferð, væntan- lega þá eftir nokkra áratugi. Framhald á bls. 31 I ár sigraði LANCER bæði í African Safari Rally og Southem Cross Rally, tveimur erfiðustu og frægustu rallyum heims. Þetta er í annað sinn sem Lancer sigrar í African Safari og fjórða sinn í röð í Southern Cross, þar sem Lancer varð nú no. 1, 2 og 4. Sjö af 10 fyrstu bílunum voru Lancerar Þetta segír þó nokkuð um notagildi LANCERS hér á íslandi, þar sem nánast allir vegir eru rallyvegir. Allt a sama staö Laugavegi 118- Símar 22240 og 157 EGILL VILHJALMSSON H mmmc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.