Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NÖVEMBER 1976 27 að af því að hann hafði aldrei starfað í Washington og bauðst til þess að endurvekja traust þjóðarinnar á höfuðborginni eftir Watergate-hneykslið. Á hinn bóginn drógu margir í efa hvort maður sem aldrei hefði starfað í Washington væri hæf- ur til þess að vera forseti. Skoð- anakannanir sýndu þessar efa- semdir. Eftir flokksþingið hafði Carter 32% meira fylgi en Ford en nokkrum dögum fyrir kosn- ingarnar var bilið orðið sama sem ekkert Carter gerði sér grein fyrir erfiðleikum sínum og sagði í viðtali við Time: „Vandi minn er sá að milljónir þekkja mig ekki." Hann reyndi að kynna sig þjóðinni en margar tilraunir hans fóru út um þúfur. Repú- blikanar gerðu sér mat úr því að yfirlýsingar hans voru oft loðnar og virtust sniðnar handa þeim áheyrendum sem hann hafði hverju sinni. Eftir viðtalið við Playboy og fyrsta sjón- varpseinvígið virtist barátta hans hafa siglt í strand. Engu að síður tókst Carter að bjarga sér úr erfiðleikunum þótt mjótt væri á mununum að síðustu. Sjálfur efaðist hann aldrei um að hann mundi sigra í forkosningunum og forseta- kosningunum. Fyrir for- kosningarnar talaði hann um ræðuna sem hann mundi halda þegar hann yrði settur inn i embætti forseta á tröppum þinghússins 20. janúar 1977 og löngu áður en úrslitin urðu kunn í kosningunum í fyrrinótt vann hann að samningu sigurræðu sinnar. Staðhæfingarnar um að um- mæli Carters séu svo loðin að enginn viti hvað hann er að fara er ekkert nýtt í bandarísk- um stjórnmálum. Sama var sagt um Franklin D. Roosevelt 1932 og John F. Kennedy 1960 Lítt þekktir menn hafa einnig orðið forsetar. En þegar Carter hóf baráttu sína vissi aðeins 16. hver Bandaríkja- maður hver hann var og nánast enginn utan Suðurrikjanna. Þegar hann hóf kosninga- baráttu sína i byrjun þessa árs hafði hann komið fram í 45 ríkjum og þá þekkti helmingur þjóðarinnar hann. í forkosningunum var hann stöðugt í sviðsljósinu og sigraði kunna frambjóðendur: Wallace i Florida, Henry Jackson sem verkalýðshreyfingin studdi í iðnaðarrikinu Pennsylvaniu, og Frank Church og Jerry Brown sem gerðu lokatilraunirnar til að stöðva hann þegar aðeins fimm til sex forkosningar voru eftir. Edward Kennedy hafði ekki áhuga á tilnefningunni. Hubert Humphrey beið of lengi og þegar flokksþingið kom saman var aðeins eftir að krýna Carter. Þar að auki fékk hann samþykkta stefnuskrá i sam- ræmi við stefnu sina og demókratar sameinuðust um hann þar sem þeir eygðu sigur- möguleika. Þannig komst Carter af án stuðnings valdamanna flokks- ins i Washington á sama hátt og hann komst á fylkisþingið í Georgia og varð síðan ríkisstjóri þar 1970 án stuðnings valda- manna flokksins þar. Seinna sagði Carter: „í kosningabarátt- unni heimsóttu mig allir stórlaxarnir í Washington. Ég komst fljótt að raun um að ég var alveg eins hæfur og þeir til að verða forseti." Eins og Ford hefur Carter tröllatrú á vinnusemi, guðsótta og góðum siðum. Hann vann á jörð föður síns þegar hann var drengur í Plains í Georgíu og áður en hann hóf skólagöngu seldi hann jarðhnetur sem seinna urðu vörumerki hans. Hann útskrifaðist frá sjóliðs- foringjaskólanum í Annapolis skömmu eftir stríðið, tók þátt í uppbyggingu kjarnorku kafbátaflota Bandaríkjamanna undir stjórn Rickovers aðmíráls sem hann hafði sterk áhrif á hann, en tók við hnetubúskapnum á jörð föður síns að honum látnum 1953 og gerði hann að stórfyrirtæki á 10 árum. Stjórnmálaskoðanir Carters standa föstum fótum í því um- hverfi sem hann elst upp í, trú hans og samúð með öðru fólki er ekki dregin í efa en hann er raunsær og framtakssamur. Hann er vinsamlegur en þó lokaður og heldur öðrum I fjar- lægð. Hann hefursýnt að hann getur talað af sér og á það til að halda prédikanir. í kosningabaráttunni lagði Carter megin áherzlu á baráttu gegn atvinnuleysi en boðaði ekki stórvægilegar stefnubreyt- ingar og í raun hefur lítill mun- ur sést á stefnu hans og Fbrds. Hann heyrir til miðjuarmi demókrataflokksins og virðist fara troðnar slóðir. Þannig fetar hann í slóð þeirra valdamanna i Washington sem hann hefur ráðizt gegn og kemst nú naum- ast af án hjálpar þeirra. WALTER Frederick Mondale, sem verður varaforseti Banda- rikjanna þegar Jimmy Carter tekur við forsetaembættinu í janúar næstkomandi, rekur ættir sínar til Noregs, en afi hans, Frederick Mundal, fluttist frá Sogni árið 1856 og settist að í Minnesota. Faðir hans var meþódista- prestur og bóndi, strangur maður og siðavandur. Hann hagnaðist um skeið á því að kaupa og selja land en missti allar eigur sinar upp úr 1920. Walter Mondale og bræður hans tveir ólust upp við kröpp kjör: „Við bjuggum í hreysi sem flestir aðrir hefðu talið óíbúðar- hæft," hefur hann sagt. „En mér fannst ég aldrei fátækur " Hann og bræður hans unnu hörðum höndum til að aðstoða fjölskylduna og fengu hvatningu frá foreldrunum til Reyndi fyrstur demó- krata að ná útnefningu að leggja fyrir sig langskóla- nám enda þótt aðstaða foreldr- anna væri ekki slík að fjárstyrks væri þaðan að vænta. Walter Mondale var fyrsti demókratinn sem gerði alvar- lega tilraun til að ná útnefningu flokks sins við kosningarnar nú. Hann gafst þó upp við það löngu áður en margir aðrir með svipaðar hugsjónir fóru á stúf- ana. Árið 1974 ferðaðist hann um í hálft ár og hélt þá rösk- lega eitt hundrað ræður í 31 riki til að kanna undirtektir. Hann fór til Sovétríkjanna, ísraels og Vestur-Evrópu meðal annars til að afla sér álits sem utanrikispólitikus. En allt kom fyrir ekki og í skoðanakönnun meðal demókrata um hvern þeir vildu helzt sem frambjóð- anda fékk hann aðeins 2%. „Flestir kjósendur héldu að Mondale væri útborg frá San Francisco," sagði einn kosningastjóra hans þreytulega og við svo búið gaf hann bar- áttuna upp á bátinn í bili. Það kom því mörgum á óvart að Jimmy Carter skyldi velja hann sem varaforsetaefni sitt. Mondale hafði gefið beizkar yfirlýsingar um að það að verða forseti væri ekki ómaksins vert og það með öðru varð til að ýmsir litu hann hornauga. En á þeim þremur mánuðum sem liðnir eru síðan þing demó- krata var haldið hefur Mondale staðið sig svo vel að hann og Carter þurfa ekki að bera neinn kinnroða fyrir því. Hann hefur vissulega tekið á sig sinn hluta erfiðisins. í Ijós kom að hann var í senn dugmikill maður og raunsær í kosningabaráttunni Carter sagðist vilja varafor- seta sem uppfyllti þrjú skilyrði. í fyrsta lagi yrði hann að vera til þess hæfur að taka við forseta- embættinu. í öðru lagi urðu skoðanir hans að fara nokkurn veginn saman við skoðanir Carters og i þriðja lagi varð hann að koma frá réttum hluta landsins, svo að jafnvægi skapaðist. Hvað Mondale við- kemur leikur óneitanlega veru- legur vafi um annað atriðið. Mondale er meðal frjálslynd- ustu öldungadeildarþing- manna og margir telja að hann standi alltof langt til vinstri við Jimmy Carter. Eini bletturinn sem vitað er til að sé á ferli hans að sögn sérfræðinga er að hann beið til áramótanna 1968—69 með að fordæma Vietnamstyrjöldina og síðar lýsti hann þvi yfir að þetta hefði verið sin mesta póli- tíska skyssa. Carter var sjálfur seinn til að gefa yfirlýsingar hvað snertir Vietnam. Báðir hafa haldið því fram, að þeir séu í öllum höfuðdráttum sam- mála og fáir draga nú í efa að lokinni kosningabaráttu að hann sé hæfur til að taka við forsetaembættinu, komi eitthvað fyrir Carter. Meðal starfsbræðra sinna á þingi og i heimaríki sinu hefur hann lengi notið hylli. Þegar Newsweek gerði úttekt meðal demókrata hvern þeir kysu sem frambjóðanda árið 1976 fékk Mondale 26%, Edward Kennedy og Henry Jackson fengu 19%. Hin voldugu bandarísku verkalýðssamtök, sem sneru baki við frambjóð- anda demókrata árið 1972, George McGovern, voru einnig mjög dús við að Mondale væri varaforsetaefni. Síðan Mondale hóf afskipti af stjórnmálum á unga aldri hefur hann verið skjól- stæðingur Humphreys. Þegar Mondale varð varaforsetaefni Carters lýsti Humphrey yfir miklum fögnuði sinum með valið og óskaði honum mikils gengis. stjórn fyrirrennara hans, Richards Nixons. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera hugmyndasnauður klaufi og miðlungsmaður, en honum tókst að sannfæra milljónir Bandaríkjamanna um kosti þeirrar forystu sem hann hefur veitt þjóðinni og þess einfalda stils sem hefur einkennt forystu hans. Það afrek og gamaldags hyggindi hans og sómatil- finning gerðu honum kleift að gera næstum því að engu gífur- lega forystu sem Carter hafði i kosningabaráttunni samkvæmt skoðanakönnunum. Ford hafði verið lítt kunnur þingmaður í aldarfjórðung áður en hann var skyndilega skip- aður varaforseti og tók síðan við forsetaembættinu tæpu ári siðar þar sem bæði Spiro Agnew og Richard Nixon neyddust til þess að segja af sér. Þar með varð hann fyrsti forseti Bandaríkjanna sem hefur ekki verið kjörinn af þjóð- inni og ýmsir andstæðingar hans töluðu um það með fyrir- litningu að hann hefði orðið forseti fyrir slysni. Hvað sem því liður varð Ford að taka á sig þunga byrði þegar hann vann embættiseið sinn 9 ágúst 1974 Fyrsta loforð hans var að græða sár þjóðarinnar, sem stríðið í Víetnam hafði sundrað, og binda enda á martröð, sem Watergate-hneykslið hafði valdið. Nú draga fáir Banda- ríkjamenn í efa að hann hafi endurvakið traust þjóðarinnar á forseta sinum hvað sem þeim kann að finnast um forystu- hæfileika hans og víðsýni eða skort á viðsýni og sá trúnaðar- brestur sem myndaðist milli þjóðarinnar og Hvíta hússins er úr sögunni. Ford er einlægur íhaldsmað- ur sem hefur aldrei misst trúna á þeirri stelnu að draga úr ríkisútgjöldum, hamla gegn út- þenslu velferðarríkisins og var- ast efnahagskreppu eins og þá sem Bretar eiga við að stríða um þessar mundir og hann rekur til þess sósialisma sem þeir búa við. í kosningabarátt- unni bar Carter honum á brýn að hann skorti samúð með þeim sem minna mættu sin og hann gæti sætt sig við þrálátt atvinnuleysi og bið á bata í efnahagslífinu. En Ford hvikaði aldrei frá þeirri sannfæringu sinni að bezta leiðin til að draga úr atvinnuleysi væri að draga úr verðbólgunni og skera niður rikisútgjöld á öllum sviðum nema i varnarmálum. Ekkert gat haggað þeirri trú hans að mikil ríkisútgjöld væru undirrót alls ills og að þjóðfélagið gæti blómgazt ef ríkisvaldið léti einkafrarrtakið i friði og leyfði þvi að njóta sín. Margir Bandaríkjamenn telja Ford traustan sem bjarg, róleg- an og óhaggandi á hverju sem dynur — viðurkenna að vísu að hann hafi orð fyrir að vera klaufskur og tregur en telja það ýkjur. Þeir telja að stefna hans haldi þjóðinni á réttri leið og styrki stofnanir lýðveldisins. Aðrir telja hann veiklundaðan og duglítinn forseta sem hafi stjórnað með neitunarvaldi og reynzt ófær um að tendra þann neista sem sameinar mikil- hæfan leiðtoga þjóðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.