Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 24
Uppreisnin i Ungverjalandi 1956. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NÖVEMBER 1976 23 Ólafi Thors orðið. Til hægri er Jóhann Hafstein, sitjandi Magnús Jónsson frá Mel og til vinstri Ólafur Thors. „Einar Olgeirsson fremur fáheyrt of- beldi á Alþingi” ÞANNIG er baksíðufyrirsogn Morgunblaðsins þann 6. nóvember, 1 956. Á fundi í Alþingi þann 5. nóvember gerði Ólafur Thors, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Itrekaðar tilraunir til að kveða sér hljóðs. En forseti neðri deildar las skýrslu um útbýtt þingskjöl og sleit siðan fundi án þess að veita Ólafi Thors orðið. Reis þá Ólafur úr sæti sinu og steig í sæti forseta og mælti: ,,Ég mótmæli eindregið því ofbeldi, sem ég hef verið beittur. Eins og allir viðstaddir þingmenn heyrðu, kvaddi ég mér hljóðs hvað eftir annað. En forsetinn, komúnistinn Einar Olgeirsson, sýndi það gerræði að varna mér máls, sem ég átti þó skýlausa kröfu til, en sleit í þess stað fundi! " Ólafur Thors sagði siðan að það hefði fyrir sér vakað að mælast til þess að fundir yrðu felldir niður I Alþingi þennan dag vegna harmleiksins I Ungverjalandi. Að ræðu Ólafs lokinni risu þingmenn úr sætum sinum til að lýsa vanþóknun sinni á aðgerðum Einars Olgeirssonar og i sölum Alþingis heyrðist þennan dag hrópað: Niður með ofbeldið! Þréttán þingmenn Sjálfstæðisflokksins i neðri deild, ákváðu siðan að mæta ekki á fund deildarinnar þennan sama dag, ef Einar Olgeirsson yrði þar forseti. Uppnám varð er gestir komu út að móttöku lokinni. Hér er Brynjólfur Bjarnason í lögreglufylgd á leið út. „Höfdingjar heim- sækja rússneska sendiráðið” Þessi fyrirsögn birtist yfir mynd i Mbl. af þeim félögum Lúðvik Jósepssyni, Einari Olgeirssyni og Magnúsi Kjartanssyni, er þeir voru á leið inn í rússneska sendi ráðsbústaðinn þann 7. nóvember. Ennfremur skýrir blaðið frá þvi að dregið hafi til tíðinda við rússneska sendiráðið þann 7. nóvember. Hópur manna undir forystu stúdenta, að þvi er virtist kom þangað með ungverskan fána með sorgarbandi og spjöld, sem á var letrað „Lifi frjálst Ungverjaland" og „Burt með böðla Ungverja- lands". Um hádegisbil þann 7. nóv. fréttist, að erlendir sendimenn myndu ekki heimsækja rússneska sendiráðið og enginn færi frá íslenzku rikisstjórninni nema utanrikisráðherra. „Það var laust eftir kl. 5," segir Morgunblaðið, „að menn tóku að safnast saman við hliðið á sendi ráðinu. Þegar veizlugestir komu að sendiráðsbústaðnum, tók mannfjöldinn að láta í Ijós andúð sina með hrópum og köllum, um leið og þeir hurfu inn um dyr sendiráðsins. Hrópað var „Niður með böðlana" og „Niður með Rússland." Meðal gesta voru Lúðvík Jósepsson Einar Olgeirsson, Magnús Kjartansson, Þórbergur Þórðarson og Halldór Laxness. Tuttugu manna lögreglulið var á varðbergi við sendiráðið. Fáni þess var skorinn niður. Er gestir sendiráðsins komu út á götuna, að móttöku lokinni, var aðsúgur gerður að þeim, svo harður, að lögreglan varð að brjóta leið um mannþröngina. Dundu á þeim skammaryrðin, svo sem kvislingar, kommaagentar, stallnistar og böðlavinir. Er fullyrt að eggjum og rotnum tómötum hafi verið kastað I Einar Olgeirs- son. „Mannþröngin leystist upp laust eftir kl. 8," segir Morgun- blaðið. „Menn ræddu um það að aldrei hefðu kommúnistar orðið varir við jafn almenna fyrir- litningu." Starfsmenn enska franska og bandariska sendiráðsins tilkynntu fjarveru á byltingarafmæli Rússa. Að sögn Mbl. er haft eftir brezkum sendiráðsmönnum, að þeim fyndist ótilhlýðilegt að dansa á meðan iarðarför stæði vfir. Lúðvik Jósepsson, Einar Olgeirs- son, brosandi, og Magnps Kjartansson ganga til veizluhaKda i rússneska sendiráðinu. Mest hissa á því hvað fólkið stóð þarna lengi - sagði Magnús 0 — ANDRtJMSLOFTIO á þessum ttma var mjög á annan veg en ég hef þekkt fyrr eða sfðar sagði Magnús Oskarsson þegar Morgun- blaðið bað hann að lýsa ( stuttu máli atburðunum við sendiráðið. — Þetta var eins konar áfall, eitthvað sem menn höfðu alls ekki átt von á. Menn lifðu ( þeirri trú,,að Rússar, sem verið höfðu bandamenn vestrænna rfkja ( strfðinu gætu ekki framið slfka glæpi. — En af þessum atburðum í Ungverjalandi bárust miklar og nákvæmar fréttir og hvert manns- barn vissi um þær og hvað var að gerast þar. Þetta stóð yfir f langan tfma og þessar nákvæmu fréttir urðu til þess að góð vitneskja var fyrir hendi um þetta blóðbað sem þarna fór fram. Viðbrögðin hér voru þau að menn vildu gera eitt- hvað og það magnaðist smám sam- an upp í fólki. Um aðdraganda atburðanna við Túngötu er lítið að segja annað en það að um hádegi 7. nóv. hringir í mig skólabróðir minn og spyr hvort ég sé með í þvf að koma að rússneska sendiráðinu eftir kaff- ið og mótmæla. Það varð úr að við gerðum spjald og á það var letrað Burt með böðla Ungverjalands. Þegar við komum að sendiráðinu var gatan mannlaus, að undan- skildu þvf að Helgi Hallvarðsson stóð við hlið sendiráðsgarðsins með ungverska fánann og með sorgarbandi. Astæða þess að hann var þarna einn var sú að við nokk- ir félagar hans vorum að ljúka við gerð spjaldsins enda allt á síðustu stundu. En það sem mér er minn- isstæðast f sambandi við þetta spjald okkar er það hversu þungt það var, þetta var sett saman úr þykkum borðum og þungum. Vid hlið rússneska sendiráðsins. Lögreglan er beðin að greiða gestunum leið inn í sendi- ráðið. Til hægri á myndinni er Magnús óskarsson og spjaldið þunga sem hann minn- ist á. Fáni Ungverjalands sést þar einnig. Við stóðum sem sagt þarna sitt hvoru megin við hliðið og þá ger- ist þetta undarlega að á um það bil hálfri klukkustund fyllist þarna allt af fólki. Og það sem mér er ógleymanlegast og lfka óskiljanlegt er að þarna var um alls konar fólk að ræða, það voru verkamenn í sínum vinnugöllum og það voru stúdentar og þarna voru Ifka margir þekktir menn í þjóðfélaginu, ungt fólk og fullprð- ið, sennilega meira af því full- orðna. Þetta gerist á undarlega skömmum tfma. Andrúmsloftið þessa daga var einhvers konar sambland af hryggð og reiði og það var í mörgum eins konar sársauki sem ekki er gott að útskýra. Frá mínum bæjardyrum séð áttu þess- ar aðgerðir að fara friðsamlega fram. Meirihluti mannfjöldans var líka rólegur allan þennan tíma. En ég held að það sé öruggt að það sem hleypti illu blóði f nokkra, sem þarna voru, var það, að þarna komu nokkrir þekktir menn, leiðtogar kommúnista, sem eru enn í dag þar fremstir f flokki, og þeir sóttu fast að komast inn í afmælisdrykkjuna. Þetta varð til þess að margir urðu reiðir og upphófust einhverjar stimpingar og hróp og köll. Það gerðist einnig þegar þeir sem voru inni í sbndiráðinu gægðust út um gluggana, að steinum var kastað að húsinu. Þá má nefna að eins konar hrópkór var þarna og kallaði Lifi frjálst Ungverjaland og Burt með böðlana. Ég held því fram að ef einhver ákveðin stjórn hefði verið á þess- um hópi þá hefði verið hægt að gera ýmislegt en ég vil taka skýrt fram að það sem æsti suma upp voru þessar gestakomur Is- lendinganna í sendiráðið og ögranir þeirra er þeir skáluðu úti f gluggum og tröppum Menn æstust líka aftur þegar gestirnir fóu að tfnast út eftir samkvæmið og þá upphófust enn stimpingar. Þegar ég fór að rifja upp þennan atburð eftir á man ég að ég hafði haldið á þessu þunga spjaldi í nærri því tvo tíma og alveg án þess að finna nokkuð fyrir þvi, mér var þannig innan- brjósts að ég tók ekkert eftir því. Þess má einnig geta að ég var undrandi á þvf hvað fólkið hélt lengi út að standa þarna því það var ausandi rigning og leiðinda- veður. Urdu ad beygja sig undir fána Ungverjalands til að komast inn í sendiráðið — sagði Helgi Hallvarðsson HINN 7. nóvember, á afmæli rússnesku byltingarinnar, voru aðgerðir við rússneska sendiráðið við Túngötu. Dreif þar að fjölda manna, sem stóðu fyrir utan bygginguna og báru sumir spjöld, sem á voru letruð mótmælaorð. Mbl. hafði samband við tvo þeirra er þátt tóku f þessum aðgerðum, þá Helga Ilallvarðsson skipherra og Magnús Oskarsson hæsta- réttarlögmann. Fer frásögn Helga hér á eftir: — Það má segja að atburðirnir sem áttu sér stað í Ungverjalandi þegar ungverskur almenningur ætlaði að komast undan oki rússnesks einræðis hafi vakið mikla athygli hér, sérstaklega meðal lýðræðissinnaðra borgara. Þær hörmungar sem gerðust eftir að uppreisnin hófst, þegar rússneskir hermenn voru sendir gráir fyrir járnum til að bæla niður þessa frelsisbaráttu, vöktu því reiði og sorg f brjóstum þeirra Islendinga sem lýðræði aðhyllt- ust. Einmitt rétt eftir að mótspyrna lýðræðisins hafði verið brotin á bak aftur ætlaði rússneska sendi- ráðið að halda upp á 40 ára afmæli byltingarinnar og fannst okkur, nokkrum ungum lýðræðis- sinnum, tilvalið tækifæri til að minna á einhvern hátt bæði þá rússnesku sendiráðsstarfsmenn og þá Islendinga, sem ætluðu að heimsækja þá á þeim degi, á það að nú væru þeir að halda upp á sams konar tilefni og þeir væru nýbúnir að brjóta niður hjá ungversku þjóðinni. Á þessum afmælisdegi varð ég mér úti um ungverska fánann hjá formanni stúdentaráðs og um Helgi Hallvarðsson hálftíma áður en móttakan i sendiráðinu átt að hefjast tók ég mér stöðu við hlið þess við Tún- götuna. Það var hvasst og ausandi rigning, svo fljótt varð allt gegn- blautt, fáninn og ég og aðrir sem þarna komu. En það dreif fljótt að margmenni sem vildi taka þátt í þessari mótmælaaðgerð og urðu þeir sem vildu komast inn í rússneska sendiráðið að ryðjast gegnum þröngina, auk þess sem þeir urðu að beygja sig undir ung- verska fánann því ég hélt honum f þannig stöðu. Þó að ég teldi þetta alvarlega stund var þvf ekki að neita að margt spaugilegt gerðist á þessum tfma. Tók ég t.d. eftir því að í hvert skipti sem gestur hringdi dyrabjöllu sendiráðsins og hurðin var opnuð, að innan dyra stóðu fílefldir karlmenn með varðhund sér við hlið. Einnig minnist ég konunnar sem tróð sér gegnum þvöguna og hafði ekki við að lýsa yfir fylgi sfnu við okkur og hæla okkur á hvert reipi. En þegar hún var komin að hliðinu stökk hún innfyrir og skellti þvf á eftir sér og breytti þá um tón. Sendi hún okkur alls konar óþverraorð og þetta gerði hún einungis til að komast á einfaldan hátt gegnum þvöguna. Einnig er að minnast myndar- innar frægu sem Ólafur K Magnússon tók af einhverjum sem var að gretta sig framan í okkur. I þessa veizlu Rússanna komu nokkrir helztu framámenn komm- únista hér á landi og einstaka sakleysingi slæddist þarna með. Þetta voru ekki skipulagðar að- gerðir, sagði Helgi, nema að við höfðum nokkrir samráð um að koma þarna og vera með spjöld og fánann, og þarna áttu að fara fram friðsamlegar aðgerðir. Nokkrir þeirra sem þarna komu reyndu að æsa til óspekta en fengu engan hljómgrunn. Við stóðum þarna meðan veizlan fór fram og að henni lokinni fór hver til síns heima. Nú, ég veit ekki betur en að lögreglan hafi haft fulla stjórn á því sem þarna gerð- ist og hún var líka fjölmenn og það er alger misskilningur sem kemur fram í frásögn Þjóðviljans frá þessum atburði að það hafi verið Sjálfstæðasflokkurinn sem skipulagði þetta, menn bara komu þarna og þar voru líka þekktir borgarar sem voru þarna rétt eins og aðrir til að fylgjast með. Ég er viss um að þessar aðgerð- ir hafi fælt ýmsa aðra frá þvi að heimsækja sendiráðið þennan dag og þá má segja að tilgangi aðgerðanna hafi verið náð, sagði Helgi Hallvarðsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.