Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NÖVEMBER 1976 12 Jóhann Hjálmarsson skrifar um leikritið ÆSKUVINIR... Erlendur Jónsson skrifar um Ijóðabókina DAGBOK BORGARALEGS SKALDS List og boðun ÆSKUVINIR. Leikrit eftir Svövu Jakobsdótt- ur. Leikstjórn: Bríet Héðinsdóttir. Leikmynd: Steinþór Sigurðs- son. Leikhljóð: Gunnar Reynir Sveinsson. Lýsing: Danfel Williamsson. Búið var að kynna leikrit Svövu Jakobsdóttur Æskuvini undir nafninu Húsráðandinn sem minnti á skáldsögu Svövu Leigjandann. Nú er aftur á mótí ljóst að Æskuvinir eru ný gerð eða framhald Leigjandans og verður þess vegna ekki annað sagt en Svava nýti efni sitt vel. Leigjandinn var allegórisk saga, táknræn dæmisaga um samskipti íslendinga við varnarliðið á Keflavíkurflug- velli. Æskuvinir er líka allegóría fyrst og fremst. Verkið er pólitískt. í senn er víkið að undirokun konu innan fjögurra veggja heimilisins og hvernig þjóð verður ósjálfstæð vegna litilþægni við framandi vald. Ymis dæmi úr samtíman- um eru dregin fram, til dæmis undirskriftir Varins lands, en sá þáttur þykir mér of revíuleg- ur til að ná takmarki sínu. Alvaran á bak við leysist upp í kómediu og allir eiga að hlæja i leikhúsinu, það er svo augljóst eins og merki sé gefið. Svava Jakobsdóttir er einn af okkar bestu smásagnahöfund um. Það vita þeir sem lesið hafa smásagnasafn hennar Veislu undir grjótvegg. Leigjandinn var líka um margt athyglisverð skáldsaga. Svövu er lagið að búa til óhugnanlega stemmfi- ingu i anda Kafka og sumra absúrdista nútímans. En stemmningin hefur sína merk- ingu, móralismi og boðun Svövu leynir sér ekki. Samt held ég að hin aumkunarverða ráðvillta kona í upphafi leiks- ins, þ.e.a.s. fyrir hlé, sé sterk- asta hlið Æskuvina. Kven- frelsisbaráttan er að vonum á dagskrá og þessi kona er engin nýjung í bókmenntunum, síður en svo. En Guðrúnu Ásmunds- dóttur tókst að gera hana mennska og samleikur þeirra Þorsteins Gunnarssonar var með miklum ágætum. En eftir að karlarnir þrir birtast (Sig- urður Karlsson, Steindór Hjör- leifsson og Harald G. Haralds- son ) verður hið allegóríska allsráðandi. Leikararnir verða eins konar vélmenni með krampakennd viðbrögð, ekki manneskjur, heldur tæki til að segja eitthvað sem höfundjnum liggur á hjarta. Þrúgar höfund- inn væri kannski réttara að segja því að ég sé ekki betur en í Æskuvinum sé alþingi flutt inn í leikhúsið, þingmaðurinn og rithöfundurinn saman í eitt. Nú er að sjálfsögðu eðlilegt að leikhús sé pólitiskt. öll leikhús eru meira og minna pólitísk, ekki sist meðal nágrannaþjóða okkar í Skandinaviu. Þegar á allt er litið verður þetta verk metið eftir einhvers konar pólitiskum mælikvarða og sá sem þetta ritar getur ekki fallist á allt sem það hefur að miðla. Reglubræður og erlent vald sem vill seilast til áhrifa er að visu ekki óþekkt fyrirbrigði, en ef þetta á að vera mynd af afstöðu Islendinga til samvinnu vestrænna þjóða er hún meira en lítið ýkt. SýningúTia má hins vegar dæma eftir listrænu gildi eingöngu. Briet Héðinsdóttir leikstjóri hefur að mínu mati unnið sitt verk afburða vel. Sama er að segja um Steinþór Sigurðsson leikmyndateiknara og Gunnar Reyni Sveinsson tónskáld. Leikararnir lögðu sig fram eins og þetta væru orð úr innstu hjartafylgsnum þeirra. Víða voru sprettir í sýníngunni sem voru með því eftirminni- legasta sem lengi hefur komið fram í íslenzku leikhúsverki, en sumt varð máttvana, eins og til dæmis hið eilifa biblíulega hjal reglubræðranna og kristileg tákn verksins. Þau fóru ein- hvern veginn fyrir ofan garð og neðan. Ég held ekki að Æskuvinir séu verk sem höfði til almennra leikhúsgesta. Til þess er verkið í heild sinni of þunglamalegt, of alvörugefið í táknmynda- smíð sinni. En skoðanabræður Svövu munu finna i þvi sam- hljóm og bókmenntafólk sem fylgist af áhuga með hinum gáfaða höfundi mun njóta þess í verkinu sem vel er gert. Opið hús hjá skáldinu Teikning: Alfreð Flóki. Jóhann Hjálmarsson: DAGBÓKBORGARALEGS SKALDS. »8 bls. Hörpuútb. 1976. Dagbók borgaralegs skálds er níunda ljóðabók Jóhanns Hjálmarssonar (ljóðaþýðingar ekki með taldar). Fyrsta ljóða- safn hans, Aungull i tímann, kom út fyrir réttum tuttugu árum. Þrem árum síðar sagði Sigurður A. Magnússon í fyrir- lestrinum „Islenskar bók- menntir eftir seinna stríð“ um Jóhann og nokkra jafnaldra hans:„... þeir eru allir óráðnir ennþá, nema helzt Jóhann sem hefur hneigst til æ huglægari og óræðari ljóða.“ Þetta mátti til sanns vegar færa. En þannig var grunntónn ljóðsins í þá daga — fyrir saut- ján árum. Ung skáld heilluðust af Nýsúrrealisma og öðrum álíka tilburðum í heimslistinni, að vera „atómskáld“ og „óræð- ur“ eða „huglægur" líkt og Sig- urður orðaði það var ekki að- eins hið rétta heldur beinlínis hið eina rétta. Ljóðlist Jóhanns var þá einkar dæmigerð fyrir þvílíka strauma. Hitt orkar tví- mælis að Jóhann hafi þá verið eitthvað „ráðnari" en önnur ung skáld, að minnsta kosti ef haft er í huga það sem hann hefur síðan sent frá sér. En siðan eru liðnir nær tveir áratugir. Ekki hefur aðeins mikið vatn runnið til sjávar eins og sagt er heldur hafa líka margar stefnur runnið skeið sín á enda og mikið gengið á í heiminum. Til dæmis á það, sem sagt var um ljóðlist Jó- hanns Hjálmarssonar fyrir sautján árum, alls ekki við lengur ef hlíðsjón er höfð af því sem hann hefur síðan ort, öðru nær. Hún hefur breyst með ár- anna rás. Með Myndinni af langafa, sem kom út í fyrra hvarf Jóhann frá hinu ,,óræða“ ljóði — raunar var sú þróun hafin áður. Sú bók bóðaði stefnubreyting — opið ljóð sem í framkvæmdinni reyndist nokkurn veginn fullkomin and- stæða hins „óræða" ljós fyrr- um. Dagbók borgaralegs skálds er með hliðsjón af formi framhald Myndarinnar um langafa. En kalli maður þá bók pólitískt uppgjör mætti eins kalla Dag- bók borgaralegs skálds skáld- skaparlegt uppgjör. Skáldið lít- ur í krinum sig og hyggur að ljóðinu, hvaða hlutverki það skuli gegna, hvar það er á vegi statt, og sambandi ljóðs og lífs. „Ég sé ljóðið verða til“ — þann- ig hefst næstfyrsta ijóð bókar- innar, Marsdagur. Skáldið horf- ir „með hluttekningu" á hina Jóhann Hjálmarsson. dæmigerðu en fjölbreytilegu lifsbaráttu sem blasir við aug- um. Og með því að skáldið „horfir á þetta allt saman“ og tekur þátt í því að sinum hluta — þannig verður það bæði þol- andi og gerandi og þannig ger- ist það að líf og veruleiki um- myndast í ljóð. Raunar er Mars- dagur eitt besta Ijóð Jóhanns til þessa. I Myndinni af langafa voru flest ljóðin löng og svipuð að byggingu. Hér eru ljóðin mis- löng og mismunandi að formi enda ekki á ferðinni einn sam- felldur ljóðaflokkur; sum löng, önnur stutt. Stuttu ljóðin eru meir í ætt við t.d. sum ljóðin í Athvarfi í himingeimnum, buggð upp af líkingum þar sem huglægt og hlutlægt víxlast. Slíkt má kalla „óræða" mynd- bygging í skáldskap — ef vill. Og þó, hlutirnir eru varla svo flóknir, held ég. Hér skal til- fært sem dæmi ljóðið Islenskur sumardagur: Fjöllin slgla ð móti okkur (hitamóðu júnfdags, Ifða f draumi um himin og haf. Allt er óraunverulegt en þó nærri og siglir á móti okkur óhád öóru en draumi sfnum. Þetta er ekki landslagsmynd nema að hálfu leyti. Að hinu leytinu er þetta ferðasaga frá hugarlandi: landslaginu ekki lýst sem slíku heldur þeirri kennd sem það vekur innra með þeim sem ferðast og nýtur þess. Ferðamyndir af þessu tagi eru ekki nýjar hjá Jóhanni, til að mynda eru nokkrar slikar í Athvarfi í himingeimnum. Lengri ljóðin í þessari bók eru opnari, það er að segja að skáldið er opinskárra ef menn vilja heldur orða það svo; þetta er meiri „dagbók", meira byggð Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON upp af hreinni frásögn en minna um líkingar. Mörg eru lengri ljóðin að stofni til ferða- myndir en þá byggð upp á öðr- um grunni en stuttu ljóðin um sams konar efni. í fyrsta hluta bókarinnar, en þeir eru alls fjórir, eru efnin tekin úr nánasta umhverfi; Vesturbærinn með fólki sínu, húsum, götum og görðum reyriist örlátur á yrkisefni. Slcáldið vaknar snemma til að yrkja og sest að ritvélinni. En þá koma börnin á vettvang og einnig þau eru með sín óskráðu blöð sem þau vilja fylla með myndum af „húsum, skýjum, bílum, flugvélum, fólki og kött- um.“ Það eru þeirra ljóð. Sköpunarmáttur þeirra tekur frumkvæðið (og kannski líka næðið) af skáldinu svo blaðið stendur að lokum autt I ritvél- inni. Ljóð dagsins eru ort af börnunum: A gólfinu breiddu mörg Ijóó úr sór skráó á græn teikniblöó á drungalegum febrúarmorgni. t Dæmisögu er rakin grát- brosleg ævisaga: Maður nokkur ratar i ýmiss konar lffsháska árin í gegnum en bjargast jafn- an á lygilegan hátt. Loks þegar hann hættir störfum og fer að hafa það rólegt hrannast að honum háskinn. Af því dregur skáldið eftirfarandi ályktanir: Verió óhræddir vió háa stiga og eldibranda, hjólió eða akió um í gömlum bfl meó sál. Og ekkert getur orðið ykkur að falli. I öðrum hlutanum kveður skáldið Vesturbæinn og heldur upp í svveit, enn er vetur — Páskar I Borgarfirði heitir fyrsta ljóðið. Jörðin er enn „föl“. En vor er I lofti. Utsýnið kveikir ljóð. Opinskár en oft áður veltir Jóhann hér fyrir sér Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.