Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 32
32 MORGTJNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR4. NOVEMBER 1976 Skiptar skoðanir um tillögu Alþýðuflokksmanna um skipun rannsóknarnefndar Á fundi neðri deild- ar Alþingis á mánudag var framhaldið um- ræðu um þingsálykt- unartillögu, sem þrír þingmenn Alþýðu- flokksins hafa flutt um skipun þingnefnd- ar til þess að kanna framkvæmd dóms- mála. Alls tóku sex þingmenn þátt í um- ræðunum í gær en um- ræðunni varð ekki lok- ið og var málið tekið út af dagskrá. Sigurlaug Bjarnadóttir (S) tók fyr.st lil máls og benti á, ad flutningur tillögu um skipan rannsóknarnefndar á vegum Alþingis væri ekkcrt eins- dæmi. Taldi þingmaðurinn að dömsmálaráðherra hcfði sýnt full mikla viðkvæmni í málflutningi sinum við umræður um þcssa til- lögu og vitnaði til þcirra orða ráðherrans, að hvað sem yrði um þessa tillögu þá kæmi hún ekki til að hafa áhrif á setu hans í ráð- herrastóli. Sagði Sigurlaug að þessi orð ráðherrans bæru keim af því að hann teldi að með henni væri verið að veitast að honum persónulega. Tók Sigurlaug fram, að hún teldi hugmyndina að baki tillögunni bæði rétta og eðli-lega, svo mjög sem afgreiðsla ýmissa afbrotamála hefði dregizt á lang- inn og nefndi þingmaðurinn í því sambandi Klúbbmálið. Að síðustu sagði þingmaðurinn það von sina að starf þeirrar þingnefndar, sem tillagan gerði ráð fyrir, skilaði þeim árangri að hægt væri að bæta dómskerfið. Tómas Arnason (F) tók í upp- hafi máls síns fram að hann væri í sjálfu sér ekki á móti skipan slikra rannsóknarnefnda eins og tillagan gerði ráð fyir. Nefndi þingmaðurinn þessu næst nokkur atriði, sem hann teldi vera með þeim hætti í umræddri tillögu, að hann gæti ekki stutt hana. Sagði Tómas að í tillögunni væri gert ráð fyrir, að nefndin væri skipuð einum fulltrúa frá hverjum þing- flokki og þar með væri ljóst, að meirihluti nefndarinnar yrði í höndum stjórnarandstöðunnar. Tómas sagði það furðulegt, að stjórnarandstaðan léti sér detta í hug að Alþingi skipaði nefnd, sem skipuð yrði með þessum hætti til að rannsaka málaflokk eins ráð- herra stjórnarinnar. Þingmaður- inn sagði, að hér væri bersýnilega á ferðinni tillaga, sem flutt væri í pólitískum tilgangi. I ræðu sinni fjallaði Tómas nokkuð um dóms- kerfi landsins og minnti á að í mörgun hæstaréttardómum væri að finna aðfinnslur í garð dómara þar sem fundið væri að starfshátt- um þeirra. Að lokum sagði Tóm- as, að tillaga sú, sem nú væri til umræðu, væri með þeim mein- bugum að verkefni rannsóknar- nefndarinnar væru ekki nógu vel aðgreind og ef vinna ætti sam- kvæmt tillögunni yrði störfum nefndarinnar ekki lokið nema á löngum tíma. Lokaorð þing- mannsins voru á þá leið. að hann taldi fráleitt að Alþingi sam- þykkti tillöguna í þeim búningi, sem hún lægi fyrir. Ragnhildur Helgadóttir (S) sagði að yfirleitt hefðu frumvörp um dómsmál, sem til meðferðar hefðu verið á Alþingi, fengið litla umræðu og þvi væri oft borið við, að þarna væri um mjög sérhæfð- an málaflokk að ræða. Sagðist Ragnhildur ekki vera sammála þessum rökum en hins vegar væri nauðsynlegt að þingmenn gætu fræðzt betur um dómsmál. Varp- aði þingmaðurinn fram þeirri hugmynd, hvort ekki væri rétt að taka upp þann hátt að dómsmála- Raddir stjórnarandstöðu um fjárlagafrv.: Samdráttur í ríkisframkvæmdum — þensla í rekstrarútgjöldum — Örva þarf sparifjármyndun og verðtryggja fjárskuldabindingar Hér verður drepið á nokkur efnisatr iði í málflutningi stjórnarandstöðuþing- manna í 1 umræðu um fjárlagafrum- varpið. Efnahagsstjórn í kalda fcoli. Geir Gunnarsson (Abl) sagði m.a , að hreystiyrði stjórnarsinna um nokk- urn árangur í viðnámi gegn verðbólgu og viðskiptahalla væru haldlltil Verð innfluttrar vöru hefði aðeins hækkað um 5 til 6% á liðnu ári og 6—7% á yfirstandandi ári Samt væri talið, að framfærsluvisitalan hér mundi hækka i ár um 25—30% og frá ágúst 75 til ágúst '76 hækkaði hún um 31.8+. Á þessu 1 2 mánaða timabili hefði aðeins dregið úr verðbólgu á íslandi um 25% miðað við árið 1974, en um 40% að jafnaði I OECD-löndum Svipuðu máfi gegndi um minnkun viðskiptahallans Viðskiptahallinn út á við hefði numið 20 000 m kr i fyrra en yrði á ár 8 til 1 0 000 m kr minni Þessi árangur væri ekkí vegna stefnu stjórnarinnar, heldur þrátt fyrir hana, og ætti rætur i hækkuðu útflutnings- verði sjávarafurða Þá ræddi Geir um afkomu ríkissjóðs, en ríkisbúið hefði verið rekið með vax- andi halla, a m.k fram á yfirstandandi ár Skuld ríkissjóðs við Seðlabankann hefði verið komin í rúmar 12 000 m kr. í september sl Geir sagði, að söluskattur og inn- flutningsgjöld hefðu hækkað um 23 milljarða frá þvi árið 1974 Nú ætti vörugjald að hækka úr 2 330 m.kr. f 5250 m kr Hann sagði að rikis- apparatið þendist jafnt og þétt út, þrátt fyrir meint aðhald, en hins vegar drægjust framkvæmdir saman, einkum á þeim vettvangí er lyti að samfélags- legri þjónustu: heilbrigðismálum, fræðslumálum, vegamálum, hafnamál- um o.sv.frv. Hvar er nú kenningin um „þak ái fjárlögin"? Jón Armann Héðinsson (A) sagði m a., að margt hefði verið gott i álykt- unnm landsfundar Sjálfstæðisflokks um skaðsemi verðbólgunnar sem „af- skræmdi þjóðfélagið og skekkti." Sigur Sjálfst fl i siðustu þingkosningum hefði og byggzt á loforðum um viðnám gegn verðbólgu Forsætisráðherra hefði heitið þvi i fyrstu stefnuræðu sinni að koma verðbólgunni níður í 1 5% eða á svipað stig og i viðskipta- löndum okkar Við þetta hefði ekki verið staðið Verðbólgan væri enn um eða yfir 30%, eða þreföld sú, sem rikti í nágrannalöndum Verðbólguvöxtur- inn hefði verið 140% hér á landi, litið á þriggja ára timabil Það væri fyrst siðustu 3 eða 4 mánuði sem hægt væri að tala um 20% verðbólgu. Jón gagnrýndi hina háu vexti t þjóð- félaginu. sem hann taldl auka á verð- bólgu og vanda atvinnurekstrar. Lækka ætti vexti um helming en taka upp verðtryggingu fjárskuldbindinga Hann sagði sparifé landsmanna vera um 40 000 milljónir króna, þrátt fyrir ranga fjármálapólitik, sem bókstaflega krefðist þess af mönnum. áður en verðgildi þeirra hyrfi í verðbólgugim- aldið llla væri farið með þetta ráð- deildarfólk, sem í ra'un sæi atvinnuveg- um fyrir rekstrarfé gegnum bankakerf- ið Hér þyrfti úr að bæta. Jón gagnrýndi útflutningsbætur á landbúnaðarafurðir, sem hann sagði nema andvirði allrar veiddrar og unn- innar síldar i ár — Sildveiði okkar í Norðursjó (seld í Danmörku) og and- virði humars og rækju til EBE-ríkja (bókun sex) gerði heldur ekki betur en að mæta þessum útflutningsbótum Er hér ekki rangt að staðið, spurði Jón? Hann deildi hart á áfengisgróða ríkisins, sem enn ætti að vaxa Böggull fylgdi því skammrifinu Hann sagðist ekki krefjast hækkunar á útgjöldum rikisins. nema á einu sviði, til iþrótta Þar væri aðhaldið of mikið og mætti yfirfærast á aðra gjaldaliði. Jón sagði að fengi fjármálaráðherra að bera fram þriðja fjárlagafrumvarpið færi það efalltið yfir 100 milljarða markið Hann spáði því og að þetta fjárlagafrumvarp væri óraunhæft pappirsplagg, sem skapa þyrfti i nýrri mynd eins og raunin hefði á orðið með hin fyrri frumvörp þessarar ríkisstjórn- ar Auk Jóns Armanns talaði Sighvatur Björgvinsson I þessari umræðu fyrir Alþýðuflokkinn. „Þakið" og þingmennirnir. Til andsvara urðu fyrrverandi og nú- verandi fjármálaráðherra, Halldór E. Sigurðsson og Matthias Á. Mathie- sen. Sá fyrrnefndi sagði að hver gjaldaliður væri góður út af fyrir sig skoðaður, enda enda teldu ætið ein hverjir, að hann mætti hærri vera. En samankomnir i eina niðurstöðu væri myndin ekki eins fögur eða viðráðan- Framhald á bls. 33 ráðherra flytti á hverju þingi yfir- leitt yfir dómsmálin. Þarna yrði bæði um að ræða þingmenn fengju yfirlit yfir þennan mála- flokk og ráðherra gæfist tækifæri til kynna ýmis mál, sem unnið væri að. ölafur Jóhannesson, dómsmála- ráðherra, sagði hugmynd Ragn- hildar góða og væri að hluta kom- ið til móts við hana í nýju frum- varpi til lögreglulaga, sem leggja ætti fyrir þingið á næstunni. Þar væri gert ráð fyrir, að lögreglu- dómarar gæfu árlega skýrslu og ráðherra hefði heimild til að gefa þær út í sérstakri árbók. Minnti ráðherrann á, að nær öll réttar- höld væru opin rétt eins og Al- þingi á meðan húsrúm leyfði. Bæði blaðamenn og aðrir ættu því að hafa aðstöðu til að fylgjast með gangi hinna einstöku dómsmála. Karvel Pálmason (Sfv) sagði að alltof áberandi væri að þingmenn litu á tillögu um skipan sérstakra rannsóknarnefnda sem persónu- lega árás viðkomandi ráðherra. Minnti hann á tillögu, sem hann hefði flutt um skipan rannsóknar- nefndar til að kanna störf Land- helgisgæzlunnar á meðan hann var stjórnarþingmaður en sú til- laga hefði ekki fegnið samþykki hjá öðrum stjórnarþingmönnum á þeim tíma. Sagðist Karvel ekki hafa trú á því að núverandi dóms- málaráðherra hefði neitt að fela og hann ætti því að geta talað með öðrum hætti við þessar umræður en hann hefði gert. Þingmaðurnn tók undir áður fram komna gagn- rýni að tillagan væri of viðfeðm eins og hún væri flutt og þörf væri á að setja einhver tímamörk inn í hana. Tillagan ætti þó full- komanlega rétt á sér en alltof mikil tregða væri hjá Alþingi að f ara þá leið, sem tillagan gerði ráð fyrir, þegar um slík mál sem þetta væri að ræða, sagði Karvel að lokum. Þórarinn Þórarinsson (F) sagðist óttast að þessi tillaga yrði til að tefja fyrir nauðsynlegum umbótum á sviði dómsmálanna. Það væri ekki nóg að ný lög um rannsóknarlögreglu rikisins næðu fram að ganga. Aðstöðu lög- gæzlumanna og dómstóla væri Þórarinn ábótavant og launakjör lögreglu- manna væru Iéleg. Tók Þórarinn fram að ekki þyrfti að kanna þetta. Þörfin fyrir bættan aðbún- að dómsvalda hefði verið augljós í nokkur ár en úrbætur hefðu strandað á fjármagnsskorti. Sagði þingmaðurinn það verkefni þing- manna Reykjavíkur að vinna að auknum framlögum til löggæzlu- mála í Reykjavík. Þórarinn gerði þessu næst að umtalsefni tillögu- flutning sinn á þinginu 1966 um skipan rannsóknarnefndar til að rannsaka réttmæti fullyrðinga um að utanríkismálanefndar- menn létu frá sér fara m.a. til blaða upplýsingar um trúnaðar- mál, sem rædd væru á fundum nefndarinnar. Sagði Þórarinn að tillagan hefði verið felld og þá hefði Alþýðuflokkurinn barizt hart gegn samþykkt tillögunnar en áhugi þingmanna flokksins væri greinilega orðinn annar á slíkum nefndum. Þingmaðurinn lýsti þessu næst þeirri skoðun sinni að taka ætti upp þann hátt í stjórnkerfi landsins að greina á milli framkvæmdavalds og lög- gjafarvalds að hætti Bandaríkja- manna þannig að þingmenn yrðu ekki eins háðir framkvæmdavald- inu eins og gerist þar sem þing- ræðisfyrirkomulagið er við Iýði. Sagði Þórarinn að hann teldi þessa breytingu forsendu þess að þingið gæti sett á stofn slíka rann- sóknarnefnd og getið væri um í tillögunni. Þegar Þórarinn hafði lokið máli sinu var málið tekið út af dagskrá og fundi deildarinnar slitið. Þingf réttir í stuttu máli Mælt fyrir frumvarpi um skotvopn, sprengiefni o.f 1. Ölafur Jóhannesson, dóms- málaráðherra, mælti á fundi efri deildar á mánudag fyrir stjórnarfrumvarpi um skotð vopn, sprengiefni og skotelda. Frumvarp þetta var lagt fram á sfðasta þingi en varð ekki útrætt. Nokkrar breytingar voru gerð- ar á frumvarpinu i meðförum Alþingis í fyrra og er frumvarp- ið nú endurflutt mcð þessum breytingum en að öðru leyti er það efnislega óbreytt frá fyrra frumvarpi. í athugasemdum við frumvarpið segir að þörf sé skýrari ákvæða um ýmis atriði varðandi sölu og meðferð skot- vopna og skotfæra. Vegna þess hversu gildandi ákvæði eru fábrotin hafa í framkvæmd mótazt mismunandi reglur í hinum einstöku lögsagnar- umdæmum og þá einkum varð- andi skráningu skotvopna. Tveir þingmenn tóku til máls um frumvarpið og voru það þeir Stefán Jónsson (Abl.) og Steingrímur Hermannsson (F) og ræddu þeir nokkuð um ákvæði frumyarpsins um sjálf- virk skotvopn. Frumvarp um opinberar fjársafnanir endurflutt Helgi F. Seljan (Abl.) mælti í efri deild á mánudag fyrir frumvarpi sem hann flytur um opinberar fjársafnanir. Frumvarp þetta flutt á sfð- asta þingi en varð ekki útrætt og flytur flutnings- maður það nú óbreytt nema hvað teknar eru upp í það fáeinar breytingar, sem gerðar voru á því í meðförum þingsins í fyrra. Landssíminn láni fötluðum talstöðvar í bif reiðar Albert Guðmundsson (S) hefur lagt fram breytingartil- lögu við frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjar- skipti og er tillaga Alberts á þá leið, að Landssima lslands verði falið að lána endurgjalds- laust talstöðvar í bifreiðar fatlaðs fólks, sem er lamað eða bæklað til gangs, að fenginni umsögn tryggingaráðs og Tryggingastofnunar ríkisins. Þá verói Landssímanum einnig falið endurgjaldslaust viðhald umræddra tækja. Endurbygging raflínukerfisins í landinu Jón Helgason og fimm aðrir þingmenn Framsóknarflokks- ins hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um endurbyggingu raflinukerfis- ins í landinu. Tillógugreinin hljóðar á þann veg: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta nú þegar gera áætlun um endurbyggingu raflínu- kerfisins í landinu, bæði stofn- og dreifilinur.-Áætlunin verði miðuð við það, að á næstu 4—6 árum verði byggt upp fullnægjandi línukerfi, svo að hægt verði að anna eftirspurn eftir raforku til iðnaðar, húshit- unar og annarra nota með nægjanlegu öryggi fyrir notendur um allt land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.