Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NOVEMBER 1976 31 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Keflavik — Barnagæsla Tek að mér börn hálfan eða allan daginn. Uppl. i sima 2458. Atvinna óskast Ung kona óskar eftir atvinnu, hálfan daginn. Er vön af- greiðslustörfum. Uppl. í s. 32078. Lagtækur maður óskar eftir vinnu, margt kem- ur til greina. Hefur bilpróf. Tilboð sendist Mbl. fyrir laugardag merkt: „Lagtækur — 2948”. Enskur maður íslenzkutalandi óskar eftir at- vinnu, helzt við bókhalds- störf. hefur 10 ára reynslu i allskonar skrifstofustörfum. Nánari uppl. í síma 24429. Námsmaður óskar eftir atvinnu til áramóta. Góð frönskukunnátta. Uppl. í sima 731 96. Eftirhermur Skemm tikraftar Vantar ykkur efni, hringið í sima 75641 kl. 20—21. Á sumarsölunni, Viðimel 64 samkvæmiskjólar stuttir og siðir. Pils og blússur dress, rúllukragabolir. Mjög ódýr nærfatnaður. Allt mjög ódýrt. Lilla h.f., Viðimel 64, simi 1 5146 og 15104. Tilkynning Höfum verið beðnir að selja notað pianó „Wagner" til sýnis að Suðurg. 3. Lampar og gler h.f., simi 21 830 — 33300. Buxur Terylene dömubuxur, einnig drengjabuxur úr terylene og flaueli. Framleiðsluverð. Saumastofan Barmahlið 34, simi 14616. } húsnæöi ] Áreiðanlegt fólk vill taka 3ja herb. íbúð á leigu á næstu vikum. Uppl. í síma 41617 eftir kl. 6. Óskum eftir að taka 2ja—3ja herb. ibúð á leigu. Uppl. i sima 71794, eftir kl. 7. St'. St,‘. 59761 147 — Mh.VIII I00F 5 = 1581 148V6 = Bridge. IOOF 1 1 = 1581 148'/z = 9. II. Hjálpræðisherinn Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Heimatrúboðið Óðinsgötu 6a Vakningasamkomurnar verða áfram næstu daga kl. 20.30. Verið velkomin. Sálarrannsóknarfélag íslands Fyrirhugaður félagsfundur, sem vera átti í kvöld flyttst til n.k. fimmtudags 11.11 ’76 og verður haldinn að Hall- veigarstöðum kl. 20.30. Brezki miðillinn Margaret Wilson, heldur þá fyrirlestur um lækningaraðferð sem nefnd hefur verið svæðaað- ferðin. (foot-therapy). Enn- fremur heldur Margaret Wil- son kynningarnámskeið fyrir félagsmenn S. R.F.Í. Nánari uppl. á skrifstofu S.R.F.Í. í síma 18130, milli kl. 1 3.30 til 1 7.30. Æskulýðsvika K.F.U.M. og K.F.U.K. Amtmannsstig 2B Á samkomu æskulýðsvikunn- ar i kvöld kl. 8.30 talar sr. Jón D. Hróbjartsson. Nokkur orð: Guðlaugur Gísla- son og Helga Soffia Konráðs- dóttir. Söngur: Dagný og Elsa. i Allir velkomnir. Filadelfía Vakningarvikan heldur áfram i dag og næstu daga með | samkomum kl. 1 7 og 20.30. | Gestir frá Bandarikjunum og ; Sviþjóð tala og syngja. Bazar Bazar Húsmæðrafélags Reykjavikur verður að Hall- veigarstöðum laugardaginn 6. nóvember kl. 2. Upplýs- ingar hjá Sigriði í sima 14617 og Rögnu i sima 17399. Bazarnefnd. Austfirðingamótið Verður á Hótel Sögu (Súlna- sal) föstudaginn 5. nóv. og hefst með borðhaldi kl. 19. Aðgöngumiðar afhentir fimmtudag milli 17—19 á sama stað. borð tekin frá um leið. Stjórnin. ðit Frá Guðspekifélaginu Á fundinum annað kvöld flyt- ur Haraldur Ólafsson. lektor erindi um sálnatrú frum- stæðrar þjóðar. Stúkan Veda. N.k. sunnudag 7. nóv. verður veislukaffi í Templarahöllinni. Nánar auglýst á morgun. Þjónustureglan. Kvenfélag Breiðholts heldur basar, flóamarkað og happdrætti sunnudaginn 7. nóv. n.k. kl. 1 5 í anddyri Breiðholtsskóla. Heimabak- aðar kökur og margt nyt- samra muna á hagstæðu verði. Allur ágóði rennur til liknar- oa framfaramál^ SIMAR. 11798 OG 19533. Latagardagur 6. nóv. kl. 08.00 Þórsmörk: Gengið um Goða- land. Fararstjóri. Böðvar Pét- ursson. Nánari upplýsingar og far- miðasala á skrifstofunm. Sunnudagur 7. nóv. kl. 13.00 1. Bláfjallahellar. Leiðsögumenn: Einar Ólafs- son og Ari T. Guðmundsson, jarðfræðingur. 2. Gengið á Vífilsfell. Ferðafélag íslands. Nýtt lif Unglingasamkoma i sjálf- stæðishúsinu Hafnarfirði i kvöld kl. 20.30. Ungt fólk talar og syngur. Beðið fyrir sjúkum. Líflegur söngur. Allir velkomnir. — Opið hús Framhald af bls. 12. Hér inni er landslagid (mfnum höndum: Ég ræð þvf hvort birtir, snjóar eða rign- ir. I ljóðinu Rjúpur á slóðum Egils kemur Jóhann á framfæri spurningu barnannu: „Eru fuglarnir búnir til úr snjó?“ Börnin virða fyrir sér þessa hvítu snjófugla. Egils er líka nálægur í meðvitundinni. Jó- hann fær lánaðar tvær kenn- ingar úr kveðskap Egils — svona til að snarsnúa frá börn- um og rjúpum til alvöru skáld- skaparins — og endar ljóðið á þessa leið: Langt er þangað til miskunn dalfiska breytir lit þeirra. Nú er orms fellir. 1 ljóðinu Gömul verstöð undir Jökli fellir Jóhann tímann inn í umhverfið, bindur það sem var og það sem er við bjargfast landið. Hann er kom- inn á stað þar sem fyrrum var líf og athöfn. Nú bærist þar ekkert mannlegt. „Gapandi sár tóftanna" gína við augum. Og hafið leikur „orgelleik" sinn ótruflað af mannlegum rödd- um. Og skáldinu fer sem öðrum er <?forsvarandis standa frammi fyrir stórfengleik náttúrunnar — allt annað verður smátt: Strönd sem skilin var eftir handa fuglum og nöprum vindi, við komum til þfn f mynd riks l’ndan hjólbörðum, finnum f hrjúfleik þfnum okkar eigin sundurtættu mynd og brotna spegil Af lengri kvæðunum í bók- inni þykir mér þetta best. 1 þriðja hlutanum eru svip- myndir erlendis frá — frá Dan- mörku og þaðan suður eftir Ev- rópu, átta ljóð alls. Meðal þeirra nefni ég sérstaklega John Keats. Jóhann er staddur þar sem Keats lést. Þar er „ilm- ur af bókum og dauða“. Svo áleitin er minningin um hið löngu liðna skáld að lifandi raddir líðandi stundar sem ber- ast utan af strætinu og inn um gluggann ná ekki „að rjúfa einkennilega kyrrðina." í Ijóði sem heitir f Dólómftum virðir skáldið fyrir sér framandleik erlends landslags: AJpprnir eru ekki fjöll. Þeir eru leiktjöld séðir frá Udine áður en komið er til Auronzo með vatninu. hjólabátunum og feitu randaflugunum og götu þar sem seld eru útskorin dýr, skrautleg póstkort og vfn f stórum flöskum. Þú finnur skyndilega að f kringum þig eru fjöll, loftið gerir þig máttlftinn eins og t jöld séu dregin frá þinni eigin leiksýningu. Með kvöldinu kólnar. Vatnið sortnar þarna úti. Fjórði og síðasti hlutinn er svo ljóð ort um ýmsa pólitíska eða sögulega atburði frá seinni árum: Víetnamstríðið, skáld sem hneppt hafa verið í fang- elsi vegna skoðana sinna, gleði austurþýsks skálds sem fréttir að nokkur ljóð þess eru komin út í íslenskri þýðingu og þar fram eftir götunum. Allir mynda fjórir kaflarnir svo heild sem rís verðuglega undir nafni bókarinnar. Með siðustu bók og þessari hefur Jóhann endurnýjað bæði eigin ljóðlist og islenska, almennt, svipt ljóðinu upp úr þeirri kyrr- stöðu sem það var i. Með því er ekki sagt að hér hafi ekki verið ort vel fyrir tíu árum eða tuttugu. En allar stefnur renna að lokum út i sandinn, eiga sin frumskeið, blómaskeið og loks hnignunarskeið og eftir það tjó- ir vart að treina lif með þeim, það er að glingra við dauða hluti. Dagbók borgarlegs skálds er lífleg bók og litrík sem íslensk- ur ljóðalesandi má engan veg- inn vera án, bæði vegna eigin verðleika og eins sakir hins að hún gefur skýra visbendingu um hvert stefnir um þessar mundir í íslenskri nútimaljóð- list. Skáldið býður lesendum sinum i „opið hús“ og segir hreinskilnislega og umbúða- laust frá hvernig er að vera skáld á Islandi á þvi herrans ári nítján hundruð sjötíu og sex. Alfreð Flóki hefur mynd- skreytt bókina, listilega og skemmtilega eins «ng hans var von og vísa. Erlendur Jónsson — Uppboð Framhald af bls 11 að svo miklu leyti sem það fær ekki að standa áfram veðtryggt í eigninni. Ég vil í þessu sambandi vekja athygli uppboðshaldarans og kröfuhafa á því, að mjög mikill lánsfjárskortur er hér á iandi nú sem stendur og kynni að verða þungt fyrir þá, sem áhuga kynnu að hafa á kaupum að verða sér úti um lánsfé. í annan stað er bent á, að líkleg- astur kaupandi væri sá sem verðmæta eign ætti fyrir, en þyrfti að selja hana til að geta greitt. Er ekki gerlegt að áætla minna en 1 ár til að ná fram sölu, þar eð oft er erfiðara að selja stóreignir en aðrar. Vextir myndu að sjálfsögðu reiknaðir á þann hluta upp- boðsandvirðis, sem uppboðsþoli hugsanlega ætti.“ RÖKSTUÐNINGUR UPPBOÐSHALDARA Loks skal hér birtur rök- stuðningur uppboðshaldara fyrir synjun um breytta upp- boðsskilmála: Uppboðsskilmálar þeir. sem lagðir hafa verið fram í máli þessu eru samhljóða uppboðs- skilmálum, sem venja er að leggja fram og fara eftir við fasteignauppboð almennt í öll- um atriðum. — Þykja ekki hafa verið færð fram nægileg rök fyrir þvf af hálfu úrskurðar- beiðanda, að rétt sé og því siður skylt, að breyta uppboðsskil- málum í máli þessu frá því sem venja er við fasteigna- og skipa- uppboð almennt og þykir því verða að synja um breytingu á margnefndum uppboðsskilmál- um, enda verður ekki talið, að að baki uppboði því, sem hér ræðir um liggi aðrir hagsmunir, né séu tengdir þvi, en við venjuleg fasteigna- og skipa- uppboð. — Þykir þvi rétt, að uppboðsskilmálar þeir, sem lagðir hafa verið fram i máli þessu á rskj. nr. 24, skuli óbreyttir standa við uppboð á jörðinni Álfsnesi i Kjalarnes- hreppi. Er því aðalkröfu og varakröfu umboðsmanns upp- boðsþola í greinargerð hans að þessu leyti synjað. r — Utilokað að... Framhald af bls. 35 Staðreyndin er hinsvegar sú, að umferðarmannvirkin í Kópavogi voru gerð til þess að aðgreina umferðina í gegnum Kópavog frá innanbæjar umferð þar, en þess var talin þörf af umferðar- og skipulagsástæðum í Kópavogi. Aðalatriðið var ekki, hvort umferðin sunnan Kópavogs kæmi eftir vegum í þjóðbrautar- eða hraðbrautarflokki, heldur hitt að umferðin þurfti að komast greið- lega i gegnum Kópavog. Tvöföldun Hafnarfjarðarvegar leysir ekki vandann Nokkrir freistast til aó mæla gegn þvi, að lokið verði við Reykjanesbraut, þ.e.a.s. vegar- kaflann á milli Kaplakrika og Breiðholts, vegna þess að þessi vegarkafli sé 6,7 km„ en hins- vegar þurfi aðeins að endur- byggja 2,5 km. i Hafnarfjarðar- vegi til þess að tvöföld akbraut verði á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. — Þá vantar reyndar þau tengimannvirki, sem gert var ráð fyrir á Arnarneshæð, við Vífilsstaðaveg og í Engidal, en þau kosta stór fé og eru nauðsyn- leg til þess að Hafnarfjarðar- vegurinn gegni því hlutverki, sem honum væri ætlað. Þangað til tengimannvirkin kæmu yrði vegurinn stórhættulegur, gang- andi vegfarendur ættu í miklum erfiðleikum með að komast yfir þennan breiða veg og bifreiðar með að komast upp á veginn og af honum. Sjónarmiðin við ákvörðun röðunar framkvæmda. Frá þröngu tæknilegu sjónar- miði kann að vera skiljanlegur áhugi á þvi að ljúka tvöföldun Hafnarfjarðarvegar til Hafnar- fjarðar, og eflaust væri þetta nokkuð þægileg Iausn fyrir þá umferð, sem komast þarf af Reykjavíkurvegi i Hafnarfirði i átt til.Reykjavíkur og til baka, en hinsvegar erfið fyrir umferð til og frá Suðurnesjum, Álftanesi og Garðabæ —- Bæjarstjórnin leyfir sér að ætla að ákveða skuli fram- kvæmdaröðun við veganetið á svæðinu i talsvert víðara sam- hengi. Hún telur að fyrst og fremst eigi að lita á arðsemi vega- mannvirkjanna, þ.e.a.s. heildar- fjárfestinguna og hvað sé umferð- inni og svæðinu I heild og ibúum þess hagkvæmast. Bæjarstjórnin hefur ekki nægar upplýsingar til þess að framkvæma slíka athug- un, og er ekki kunnugt um að hún hafi verió gerð af vegagerð ríkis- ins eða öðrum opinberum aðilum. Það er engu að siður skoðun bæjarstjórnarinnar. að niðurstað- an yrði sú, að straz skuli ráóist i framkvæmdir við Reykjanesbraut úr Breiðholti — og þótt fyrr hefði verið. Erfiðleikar við undirbyggingu Ilafnarfjarðarvegar. Utilokað er að Hafnarfjarðar- vegur verði lagður sem hraðbraut i núverandi legu vegarins. Af skipulagsástæðum í Garðabæ er það mjög óæskilegt, vegna óhag- ræðis sem hraðbrautin mundi skapa sunnan Vífilsstaðavegar. Þetta er einróma álit íbúa Garða- bæjar. Öllum er ljóst, að endurbygging Hafnarfjarðarvegar með tilheyr- andi tengimannvirkjum er mjög dýr framkvæmd og yrði að vinn- ast i áföngum á mörgum árum. Öfullgerð mundi hraðbrautin þvi árum saman valda verulegum um- ferðarvandræðum og mikilli slysahættu, sem ekki hefur vcrið sýnt fram að væru leysanleg á viðunandi hátt. Þessir erfiðleikar skapast m.a. af þvi, að vestari akbrautin á milli Arnarneslækjar og Engidals, sem rætt hefur verið um sem næsta áfanga vegarins. er í talsvert annarri hæðarlegu en vegurinn er i núna. Einnig er ljóst að öll vinnuaðstæða við framkvæmdirnar yrði mjög erfið, vegna þeirrar miklu umferðar sem um veginn yrði jafnframt að komast, þar sem önnur leið býðst ekki. Forráðamönnum vegagerð- arinnar eru þessir erfiðleikar fullljósir og þeir sækjast ekki eft- ir þvi að endurbyggja veginn í núverandi legu. Byggð á Álftanesi. Ekki er gert ráð fyrir þvi, að byggð i Garðabæ á Alftanesi vaxi fyrr en um aldamót, og uppbygg- ing í Bessastaðahreppi er hæg. Vaxandi byggð á Álftanesi verður að sjálfsögðu siðar að fá eðlilega vegatenginu við nærliggjandi svæði. Með það i huga er bæjar- stjórnin fús til þess að taka frá land vestan núverandi Hafnar- fjarðarvegar fyrir hraðbraut. verði hennar þörf siðar. Garðabæ í október 1976. Bæjarstjórinn i Görðum Garðar Sigurgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.