Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NÖVEMBER 1976 29 — Ringulreið Framhald af bls. 5 hagstæðu kjara, sem sjóðakerfið veitti. Hér varð að vera um sam- ræmdar aðgerðir að ræða. Síðan vék Matthlas að þeirn um- ræðum, sem að undanförnu hafa verið um bráðabirgðalögin og sagði: „Varðandi það, sem sagt hefur verið um að lögin hefðu verið óþörf þar sem ekki hefði verið skollið á verkfall, þá er það ekki rétt. Verkföll höfðu verið boðuð og þeim var aldrei aflýst. Þau bara gufuðu upp því felögin réðu ekki við neitt. Þá er það heldur ekki rétt, að með bráðabirgðalögunum sé verið að knýja fram samkomulag á stuttum tíma, því samningar höfðu staðið I 7 mánuði. Og það er ekki verið að binda hendur samn- ingamanna sjómanna og útgerðar- manna til langs tíma. Samningar sjómanna á stóru togurunum renna út um áramót en aðrir gilda ekki lengur en til 15. maf." Að lokum sagði Matthfas að það væri sorgarsaga hvernig sumir hefðu tekið þessu máli. Nú væri farið af stað með brambolti en þegar samningar og atkvæða- greiðslur stóðu yfir hefði ekkert verið aðhafzt og enginn hvattur til að sýna skoðun sfna með at- kvæði. Nokkrar umræður urðu á eftir ræðu sjávarútvegsráðherra og tóku til máls þeir Geir Gunnars- son, Stefán Jónsson, Jón Armann Héðinsson og Steingrfmur Her- mannsson. — Þjóðleikhúsið Framhald af bls. 3 sfðar og leikstýri hér einu verki. Sagðist Sveinn vera mjög ánægður með að sú hugmynd hefði nú orðið að veruleika. Hadrich er leiklistarstjórl n- þýzka sjónvarpsins og ber þvf ábyrgð á öllum verkum sem þar eru tekin upp, hvort sem hann stjórnar þeim eða ekki. Sagði hann í gær að sérstök tengsl væru á milli þessa leik- rits og kvikmyndarinnar, því kalla mætti leikritið fyrsta kvikmyndahandritið, sem sam- ið hefði verið. Alls eru 26 atriði í leikritinu og klippingar örar, eins og algengt er í kvikmynd- um en ekki í leikritum og alls ekki svo gömlum. — Erfið úrlausnarefni Framhald af bls. 5 ráðandi öfl á löggjafarsam- komu Bandaríkjanna, séu úr sama flokki, er ekki talið að þingið muni sjálfkrafa sam- þykkja allar tillögur forsetans í utanrfkismálum. Meðal annars er vitað að sumir nýkjörnir þingmenn demókrata eru ein- dregið þeirrar skoðunar, að þingið eigi að hafa bein áhrif á utanríkismálastefnuna, en ekki aðeins að vera forseta, utanrík- ismálaráðherra og varnarmála- ráðherra til ráðuneytis. Tamning 1. des. hefst tamn- ing eða þjáifun á bandvönum hestum. Nýtt hesthús og reið- höll. Nokkur pláss laus. Reynir Aðalsteinsson Sigmundarstaðir Sími: Reykholt. Finnsk og vestur-þýsk skæri nýkomin, hægri og vinstrihandar. Einnig hannyrðaskæri, hárskæri, skólaskæri, zig-zag skæri LAUGAVEGI 29, SÍMI 24320 og 24324. G/obus? Ein staóreynd af mörgum: Varahluta- þjónusta Enda þótt viðhald Citroen bifreiða sé ótrúlega lítið, er nauðsynlegt að hafa góða og trygga varahlutaþjónustu, Sendum gegn póstkröfu um allt land ef þörf krefur. CITROEN*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.